Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Utanríkisráðherrann er ekkibeinlínis stefnuviti staðfest- unnar. Og virðist raunar mjög sátt- ur við það.    Þegar ungurmaður sagði opinberlega forðum tíð að Össur væri „mesti vindhani ís- lenskra stjórnmála“ varð þáverandi um- hverfisráðherra svo hrifinn af innsæi þess unga að hann gerði hann þegar að aðstoðarmanni sínum.    Sá varð fyrsti aðstoðarmaðurvindhana í íslensku stjórnar- ráði svo vitað sé. Össur sagði á fyrstu starfsdögum þeirrar stjórn- ar, sem nú gengur upp og niður af mæði á lokasprettinum, að Ísland myndi fá hraðlestarmeðferð inn í ESB og sagan sýndi að Ísland fengi þær undantekningar frá regluverk- inu sem landið þyrfti.    Tveimur árum síðar, þegar hrað-lestin var úr augsýn, sagði Öss- ur að Íslendingar myndu auðveld- lega ná samningum því þeir þyrftu engar undantekningar!    Hann var framsýnn þessi aðstoð-armaður.    Nýjust er fullyrðing um að Ís-lendingar hafi „engin áhrif“ á gerð tilskipana ESB sem til lands- ins taka, því sé best að láta innli- mast. Það eru tugir íslenskra emb- ættismanna á ofurlaunum í Brussel til þess að gæta hagsmuna íslenska ríkisins við meðferð slíkra mála. Nú hefur utanríkisráðherrann upplýst að þeir gullnu gleyparar launa séu algjörlega vita gagnslausir.    Því eru þeir ekki kallaðir heim? Össur Skarphéðinsson Vindhananú STAKSTEINAR Veður víða um heim 7.2., kl. 18.00 Reykjavík 4 rigning Bolungarvík 6 rigning Akureyri 8 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 3 skúrir Vestmannaeyjar 5 léttskýjað Nuuk -7 snjókoma Þórshöfn 7 skýjað Ósló -5 heiðskírt Kaupmannahöfn -2 heiðskírt Stokkhólmur -2 skýjað Helsinki -3 skýjað Lúxemborg -7 skýjað Brussel -7 skýjað Dublin 6 skýjað Glasgow 5 heiðskírt London 0 heiðskírt París -2 heiðskírt Amsterdam -3 heiðskírt Hamborg -2 skýjað Berlín -7 skýjað Vín -8 snjókoma Moskva -16 heiðskírt Algarve 17 heiðskírt Madríd 7 léttskýjað Barcelona 12 heiðskírt Mallorca 10 léttskýjað Róm 3 skýjað Aþena 10 skúrir Winnipeg -17 léttskýjað Montreal -6 léttskýjað New York 7 heiðskírt Chicago 2 alskýjað Orlando 17 alskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 8. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:48 17:37 ÍSAFJÖRÐUR 10:06 17:29 SIGLUFJÖRÐUR 9:50 17:11 DJÚPIVOGUR 9:21 17:03 BAKSVIÐ Rúnar Pálmason runarp@mbl.is Fangelsismálastofnun er nú að skoða ítarlega þann möguleika að notast við ökklabönd til að hafa raf- rænt eftirlit með föngum sem eru að ljúka afplánun. Áður hafði stofn- unin talið líklegast að notast yrði við farsíma með myndavél og gps- staðsetningarbúnaði. Páll E. Winkel, forstjóri Fangels- ismálastofnunar, segir að ekki hafi verið ákveðið hvor kosturinn verði fyrir valinu en verið sé að skoða ít- arlega kosti og galla ökklaband- anna. Starfsmenn stofnunarinnar, m.a. hann sjálfur, hafi prófað ökkla- böndin og það ætti að skýrast í vik- unni hvort þau verði fyrir valinu. Sendir boð í heimastöð Öryggismiðstöðin flytur inn ökklaböndin sem Fangelsismála- stofnun er að skoða. Ökklaböndin eru bandarísk og af gerðinni Blu- Tag og að sögn Ómars Arnars Magnússonar, markaðsstjóra Ör- yggismiðstöðvarinnar, skiptast þau í tvo flokka. Annars vegar ökkla- bönd sem hafa samskipti við svo- nefnda heimastöð, þ.e. senda boð til móttakara sem er á heimili eða dvalarstað þess sem bandið ber. Hægt er að forrita heimastöðina þannig að sá sem er með ökkla- bandið þurfi að vera innan veggja heimilisins á tilsettum tíma, líkt og gert er ráð fyrir í lögum um fulln- ustu fanga. Á hinn bóginn er ekki hægt að fylgjast með ferðum við- komandi utan svæðis sem heima- stöðin nær til. Þessi gerð rímar vel við ákvæði í lögum um afplánun fanga, eins og er rakið hér til hlið- ar. Vilji stjórnvöld fylgjast betur með mönnum er einnig hægt að fá ökklabönd sem eru búin gps-stað- setningarbúnaði. Með slíkum ökkla- böndum, sem eru nokkru dýrari, má fá upplýsingar um nákvæma staðsetningu. Hugbúnað sem fylgir böndunum má stilla þannig að hann sendi viðvörunarboð ef viðkomandi fer inn á tiltekin svæði. Þannig mætti t.d. draga hring utan um Keflavíkurflugvöll eða um ferju- hafnir. Færi viðkomandi inn fyrir hringinn yrði viðvörunarboð sent til yfirvalda. Slíkur búnaður hefði aug- ljóslega nýst til að koma í veg fyrir að litháskum karlmanni, sem hafði verið úrskurðaður í farbann vegna rannsóknar á fíkniefnamáli, tækist að flýja land 15. janúar sl. Ekki er lagaheimild til að nota slíkan búnað og slíkt frumvarp mun ekki vera í smíðum í kerfinu. Hallast að ökklaböndum til að fylgjast með föngum  Ökklabönd með gps-búnaði gætu nýst í eftirliti með mönnum í farbanni Morgunblaðið/Árni Sæberg Eftirlit Ómar Örn Jónsson markaðsstjóri með ökklaband sem Örryggismiðstöðin flytur inn. UPPFYLLI SKILYRÐI FYRIR RAFRÆNNI AFPLÁNUN Heima á tilsettum tíma Fangelsismálastofnun getur leyft fanga sem hefur verið dæmdur í meira en 12 mánaða óskilorðsbundna refsingu til að afplána hluta hennar undir rafrænu eftirliti. Fangar þurfa að uppfylla tiltekin skilyrði til að geta af- plánað undir rafrænu eftirliti og þeir þurfa líka að uppfylla skilyrði með- an á rafræna eftirlitinu stendur. Fangar þurfa undantekningarlaust að vera á dvalarstað sínum, sem stofnunin hefur samþykkt, frá kl. 18 til kl. 19 og frá kl. 23 til kl. 7, mánu- daga til föstudaga. Einnig frá kl. 21 til kl. 7 laugardaga og sunnudaga. Jafnframt skal fangi vera á dvalarstað sínum ef hann sækir ekki vinnu, nám, starfsþjálfun, meðferð o.þ.h. á virkum degi vegna veikinda eða af öðrum ástæðum nema að höfðu samráði við fangelsismálastofnun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.