Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 28
28 DAGBÓK MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Grettir Smáfólk Hrólfur Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand TAPAÐIRÐU VEÐMÁLI? ÞAÐ LÍTUR ÚT FYRIR AÐ VIÐ ÆTLUM AÐ HALDA VEISLU ELSKAN MÍN, HRINGDU Í ALLA SEM VIÐ ÞEKKJUM OG BJÓDDU ÞEIM OG ÖLLUM VINUM ÞEIRRA, Í HEIMSÓKN!! AF HVERJU MAMMA? HEYR! HEYR! EF ÉG VERÐ KJÖRINN FORMAÐUR ÞÁ MUN ÉG HEIMTA TAVARLAUSAR BREYTINGAR ÉG MUN KREFJAST ÞESS AÐ LAUN KENNARA, GANGAVARÐA OG ANNARA STARFSMANNA SKÓLANS VERÐI HÆKKUÐ! OG ÉG MUN BEITA MÉR FYRIR ÞVÍ AÐ HUNDAR SEM RÁFA INN Á SKÓLALÓÐINA VERÐI EKKI REKNIR BURT HELDUR VERÐI ÞEIM TEKIÐ OPNUM ÖRMUM TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN MAMMA, VIÐ ÞRIFUM ÖLL GÓLFIN, BORÐIN OG HILLURNAR ÞÍNAR EN ÞÚ ERT BARA BÚINN AÐ VERA AÐ ELTA ATLA ÚT UM ALLA ÍBÚÐ?! ÉG VEIT... ÉG SPREYJAÐI HANN MEÐ RYKHREINSI ÞESSI SKÁPUR ER FULLKOMINN HANN LÍTUR VEL ÚT EN ÞETTA ER UPPBOÐ, VIÐ MEIGUM EKKI MISSA OKKUR HAFÐU ENGAR ÁHYGGJUR, EF HANN FER YFIR 80.000 KR. ÞÁ LÁTUM VIÐ HANN BARA EIGA SIG 90.000 KR. IRON MAN ER AÐ SLEPPA! ÞETTA ER EKKI HONUM AÐ KENNA ÞAÐ ER EINHVER AÐ STJÓRNA HONUM OG ÉG VERÐ AÐ HJÁLPA HONUM! ÞÁ GERIST ÞÚ MEÐSEKUR OG VIÐ NEYÐUMST TIL AÐ HANDTAKA ÞIG LÍKA 65.000 KR. 80.000 KR. 50.000 KR. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 velvakandi@mbl.is Félagsstarfeldriborgara Aflagrandi 40 | Postulínsm. kl. 9, vatns- leikf. kl. 10.50. Útsk./postulín kl. 13. Grandabíó kl. 13. Námskeið í Egils-sögu (5. skipti af 8) kl. 16. Árskógar 4 | Smíði og útsk. kl. 9, heilsu- gæsla kl. 10-11.30, söngst. kl. 11, handav. og tölvunámsk. kl. 13, brids kl. 13.30. Boðinn | Vatnsleikfimi (lokaður hópur) kl. 9.30. Tiffanys kl. 13. Bónusrúta kl. 13.20. Bólstaðarhlíð 43 | Spilad, glerlist og hand- av. allan daginn. Breiðholtskirkja | Spil, handav. og spjall kl. 13.30. Dalbraut 18-20 | Farið í Bónus kl. 14.40. Dalbraut 27 | Handav.st. kl. 8, vefn. kl. 9. Félag eldri borgara, Reykjavík | Göngu- hrólfar ganga frá Stangarhyl kl. 10. Síðdeg- isdans kl. 14. Umsjón Matthildur og Jón Freyr. Söngfélag FEB, æfing kl. 17. Félagsheimilið Gjábakki | Leiðb. í handav. við til kl. 15, botsía kl. 9.30 og 10.30, glerlist kl. 9.30, félagsvist kl. 13, söngur kl. 15, Guð- rún Lilja mætir með gítarinn. Viðtalstími FEBK kl. 15-16, bobb kl. 16.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Myndlist kl. 9. Tréskurður kl. 9.30, ganga kl. 10. Postulínsmálun, kvennabrids, málm- og silf- ursmíði kl. 13. Íslendingasögur kl. 16. Félagsmiðstöðin Sléttuvegi 11-13 | Handavinna kl. 13-16. Félags- og íþróttastarf eldri borgara Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10 og 11, vatnsleikf.kl. 12, bútas. og brids kl. 13. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Ferð á Þjóðminjasafnið 10. feb. Lagt af stað frá Eirhömrum kl. 13. Verð kr. 1.500, þ.e. akstur og aðgangseyrir. Skráning í síma 586-8014 kl. 13-16. Félagsstarf eldri bæjarbúa Seltjarn- arnesi | Gler og leir kl. 9, kaffisp. kl. 10.30, botsía kl. 10.45, kyrrðarst. í kirkjunni kl. 12, handav. kl. 13, timburm. kl. 15, vatnsleikf. kl. 18.30. Félagsstarf Gerðubergi | Vinnust. opnar kl. 9-16.30. Þorvaldur með harmonikkuna kl. 10, sungið, dansað og léttar leikfimiæf- ingar. Spilas. opinn frá hádegi. Miðvikud. 15. feb. heims. á sýningar í Þjóðminjasafn- inu, skráning á staðnum og s. 575-7720. Grensáskirkja | Samv. í safnaðarh. kl. 14. Hraunbær 105 | Handavinna, tréskurður kl. 9, brids kl. 13. Hraunsel | Pútt og bókmenntakl. kl. 10, lí- nud. kl. 11, handav., glerbræðsla kl. 13, bingó kl. 13.30, Gaflarakórinn kl. 16. Hvassaleiti 56-58 | Jóga kl. 8.30 og 9.30. Opin vinnust. frá kl. 9 hjá Sigrúnu. Samver- ust. kl. 10.30, lestur og spjall. Línudans kl. 13.30, kennari Inga Björgvinsdóttir. Böðun fyrir hádegi. Hæðargarður 31 | Við Hringborðið kl. 8.50, framsagnarh. Soffíu kl. 10, hláturjóga kl. 13.30, leirmótun kl. 10-15, gáfumanna- kaffi kl. 15. Tai chi kl. 17.30. Sönghópur Breiðagerðisskóla kl. 10.45 á morgun, fimmtudag. Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig í haustferðina til Gardavatns og Tíról. Sími 411-2790. Íþróttafélagið Glóð | Seniord. kl. 15.30. Korpúlfar, Grafarvogi | Pútt á Korpúlfs- stöðum á morgun kl. 10. Listasmiðja á Korpúlfsstöðum á morgun kl. 13.30. Neskirkja | Opið hús kl. 15. Heimsókn í Al- þingi. Húsið sýnt og starf Alþingis verður kynnt. Á undan ferð verður hefðbundið kaffi á Torginu og síðan brottför með rútu kl. 15.20. Komið til baka um kl. 16.30. Norðurbrún 1 | Útsk. kl. 9, lestrarst. kl. 11, hjúkrunarfr. kl. 10-12 og félagsvist kl. 14. Vesturgata 7 | Myndmennt kl. 9. Spænska (framh.) kl. 9.15. Spænska (byrj.) kl. 10.45. Verslunarf. kl. 12.10. Trésk. kl. 13. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja, bókb. og handav. kl. 9, morgunst.kl. 10, versl- unarf.kl. 12.20, uppl. kl. 12.30, Dans fyrir alla með Vitatorgsbandinu kl. 14. Ferðaþjónusta fatl- aðra er í hættu Ég er á sama báti og hinir mörgu sem álíta að borgarstjórn, með Dag B. Eggertsson í forsvari, eigi auðveld- ara með að taka rangar ákvarðanir en réttar. Það er eins og honum finnist manngerðir hlutir mikilvægari en lifandi fólk. Ég vona samt að það sem ég heyri um áætlanir hans fyrir hönd borg- arstjórnar, að leggja niður starfsemi Ferða- þjónustu fatlaðra og bjóða hana út, sé rangt. Reynslan í Kópavogi af slíku er skelfileg. Þar eru gróðasjónarmiðin allsráðandi og stjórn Kópavogsbæjar til vansa. Að segja upp heilli starfs- stétt þrautþjálfaðra manna með fimm- tán ára reynslu er óðs manns æði. Þetta eru menn sem þekkja okkur og myndast hefur góð samvinna við. Það er búið að taka langan tíma að fá góða bíla og raða sætum þannig að fólk sitji sem fremst. Allir leigubílar, utan einn eða tveir, eru með hjólastólafólkið í farangursgeymslunni. Þar er fólkið við afturhurðina og hendist til og frá við minnstu misfellur í veginum. Það er ámælisvert fyrir Samfylkinguna ef hún ætlar að taka þátt í svo alvarlegri aðför að fötluðu fólki. Ég sem félagi í jafnaðarflokki frá sextán ára aldri myndi ekki sætta mig við það. Það er nógu erfitt að vera ósjálf- bjarga þó að ekki sé reynt að gera það erf- iðara en það er. Ég mótmæli þessu og skora á fólk að fara að vinna í því að losna við núverandi borgarstjóra og það fólk annað sem vinnur helst gegn hags- munum fatlaðra. Það er slæmt að ég einn þurfi að vasast í þessu í stað þeirra sem til þess eru kjörnir. Þó svo að þeir aki á eigin bílum, mega þeir ekki gleyma skyldum sínum. Sér- staklega þegar um svo grófa og óþarfa aðför að hjólastólafólki er að ræða. Albert Jensen, trésmíðameistari. Velvakandi Ást er… … það sem bræðir jafnvel köldustu hjörtu. Það rifjaðist upp gamall gos-drykkur fyrir Ólafi Stef- ánssyni, sem færði nostalgíuna óðar í bundið mál: Margs oft saknar maður hvur, – mest af skrýtnu tagi. Ef ég fengi aftur Spur yrði flest í lagi. Ágúst Marinósson færði hagyrð- ingum gleðitíðindi: Helgi í Góu er góður þó, glaður bissness stundar. Selur núna Sinalco, sómi í honum blundar. Guðmundur Stefánsson prjónaði við: Hoppa ég á léttri löpp, líð ei fyrir strengi. Saup ég fyrr á Sevenöpp, sem ég bý að lengi. Friðrik Steingrímsson rifjaði upp að Sana á Akureyri hefði framleitt appelsíndrykkinn Valash: Fátítt var menn færu á bar þó fullir væru að slaga. Að blanda landa vinsælt var í Vallas forðum daga. Ólafur bætti við: Er ég horfi aftur smá, að æsku í Þjórsárveri, ljúfust nautn var löngum þá lítil kók í gleri. Ágúst er róinn á önnur mið: Á sveitaböllum sopið var, sukkið slæmt á drengnum. Sjenever á brúsa bar buxna þá í strengnum. Loks klykkir Ólafur út með: Þá yfir lít ég æskusvið, í ævi minnar höllu, passa gerði Póló við pylsurnar með öllu. Pétur Blöndal pebl@mbl.is Vísnahorn Af gosi og hagyrðingum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.