Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 ✝ Jón Arnar Þor-valdsson fædd- ist í Hnífsdal 10. ágúst 1933. Hann lést á Landspít- alanum við Hring- braut þann 30. jan- úar síðastliðinn. Foreldrar hans voru Þorvaldur Pétursson, f. 12. maí 1898 í Seljadal, d. 10. janúar 1956, og Guðrún J. Guðjónsdóttir, f. 18. júlí 1896 í Furufirði á Ströndum, d. 6. júlí 1996. Systk- ini Jóns eru: 1) Guðmundur Skúlason, f. 22. júlí 1921, d. 25. júní 2005, kvæntur Hjördísi Öldu Ólafsdóttur, f. 16. maí 1927. 2) Sesselja Elísabet, f. 3. apríl 1925, gift Finnboga Jón- asarsyni, f. 13. júlí 1924. 3) Níelsína, f. 18. ágúst 1927, gift Benedikt V. Jakobssyni, f. 23. september 1925, d. 21. janúar 1990. 4) Margrét, f. 23. sept- ember 1928, gift Eysteini Pét- urssyni, f. 8. desember 1926, d. 13. október 1970. 5) Pétur, f. 26. mars 1930. 6) Finnur, f. 15. 1975, kvæntur Laufeyju Birnu Ómarsdóttur, f. 21. júlí 1977, eiga þau eina dóttur, Eresi Ósk, f. 24. mars 2010 (og von er á öðru barni bráðlega), Lilja, f. 26. janúar 1983, í sambúð með Haraldi Steinþórssyni, f. 25. júní 1982, eiga þau einn son, Markús, f. 3. ágúst 2010, Rósa, f. 26. janúar 1983, í sambúð með Birki Erni Gretarssyni, f. 22. desember 1982. 2) Jón Berg- þór, f. 5. júní 1957, á hann eina dóttur; Írisi, f. 18. febrúar 1995. 3) Jóna, f. 12. september 1962, á hún eina dóttur; Vallý Jónu Aradóttur, f. 17. janúar 1988. 4) Friðrik, f. 14. mars 1973, kvæntur Jónínu Dögg Lofts- dóttur, f. 23. ágúst 1976, eiga þau þrjá syni; Hugin Frey, f. 23. maí 2000, Húgó Fannar, f. 17. júlí 2003 og Hergil Frosta, f. 30. mars 2008. Jón fluttist suður árið 1954 og starfaði hjá Íslenskum aðal- verktökum um sinn. Hann starf- aði sem múrari lengst af, bæði hjá Kristni Jónssyni og Bygg- ingarfélagi Gylfa og Gunnars. Jón og Valgerður bjuggu í Hafnarfirði öll sín hjúskaparár, þau byggðu sér hús að Köldu- kinn 19 og bjuggu þar lengst af. Útför Jóns fer fram frá Frí- kirkjunni í Hafnarfirði í dag, 8. febrúar 2012, og hefst athöfnin kl. 15. september 1931, kvæntur Guðrúnu Guðmundsdóttur, f. 17. ágúst 1934, d. 14. júlí 2004. 7) Halldór, f. 9. júní 1932, d. 18. maí 2000, kvæntur Helgu Guðmunds- dóttur f. 20. janúar 1927, d. 15. sept- ember 2006. 8) Gunnar, f. 15. nóv- ember 1934. 9) Jóhanna Stella, f. 30. apríl 1938, gift Svani Ágústssyni, f. 21. október 1933, d. 12. nóvember 1987. 26. desember 1956 kvæntist Jón Valgerði Jónsdóttur, f. 24. júlí 1935 í Hafnarfirði, d. 25 október 2008, foreldrar hennar voru Jón Bergþórsson, f. 23. febrúar 1881 á Kjalarnesi, d. 16. desember 1962 og Jóna Ás- geirsdóttir, f. 19. apríl 1905 á Eiði í Hestfirði, d. 18. nóvember 1987. Börn Jóns og Valgerðar eru. 1) Valdís, f. 6. apríl 1956, gift Guðmundi Adolfssyni, f. 13. október 1955, eiga þau þrjú börn; Benedikt, f. 18. október Það verður erfitt að fylla það skarð sem elskulegur faðir minn Jón Þorvaldsson skilur eftir. Lífsglaður og glæsilegur maður, hann var góður afi og barnabörnum hans þótti mikið til hans koma og naut hann þess að fá að vera með þeim. Það var alltaf gaman að sjá hvernig hann hugsaði um sitt, allt var svo flott, bílarnir til fyr- irmyndar, húsið og bílskúrinn í Köldukinn. Hann vildi að allt væri í röð og reglu. Hann hafði mjög gaman af að ferðast og eru þær ófáar ferð- irnar sem við Vallý Jóna höfum farið með honum og eru það stundir sem munu ekki gleym- ast, hvort sem var innanlands eða erlendis. Eftir fráfall móður minnar Valgerðar, sem hafði verið lífsförunautur hans í 54 ár, myndaðist mikið tómarúm í lífi hans. Hann tók á því með dugnaði. Hann bjó síðustu árin á Herjólfsgötu 40, þar sem hann undi sér vel. Hann var mjög fé- lagslyndur, hafði gaman af að spila pútt og billjard. Einnig var veiðimennska að verða mik- ið áhugamál hjá honum. En núna þegar hann hefur kvatt okkur og haldið á fund móður minnar vil ég bara þakka hon- um allar þær frábæru stundir sem við áttum saman. Jóna. Í dag kveðjum við ástkæran tengdaföður minn, Jón Arnar Þorvaldsson. Svo margar minningar skjóta upp kollinum. Jón var einstak- lega rólegur maður og þægileg- ur í allri umgengni. Hann var maður athafna frekar en orða. Hann var snyrtilegur og natinn í öllu sínu lífi, það var sama hvað gert var, snyrtimennskan og vandvirknin voru ætíð í fyr- irrúmi. Þær teygðu anga sína í alla hans tilveru, bíllinn hans var ætíð stífbónaður, heimilið óaðfinnanlegt, klæðaburðurinn glæsilegur og skórnir nýpúss- aðir. Þegar við Friðrik sonur hans vorum að byrja saman var ráð hans til sonar síns einmitt að passa að pússa skóna. Öll þau verk sem hann vann voru einnig unnin af snyrtimennsku og vandvirkni, fyrir vikið var hann einstaklega vinsæll iðn- aðarmaður. Það var hægt að treysta því að það sem Jón vann var vel unnið. Jón var félagslyndur og mik- ill fjölskyldumaður. Hann fylgdist vel með því sem börnin hans og barnabörn tóku sér fyrir hendur. Enginn var jafn- áhugasamur þegar við Friðrik fengum lóð og byrjuðum að byggja. Jón kom reglulega og aðstoðaði son sinn, veitti honum ráðleggingar og fylgdist vel með. Ef Jón komst ekki til að fylgjast með áttu þeir feðgarnir langt samtal í síma þar sem hverju smáatriði var lýst. Þetta var eitthvað sem skipti hann máli. Jón hugsaði ævinlega vel um fjölskyldu sína og vildi hafa hana nærri sér. Eftir fráfall Völlu hélt hann áfram að halda hin árlegu boð á jólum og pásk- um og fékk til þess dygga að- stoð frá dætrum sínum. Hann var alltaf til í að fara eitthvað með afkomendum sínum hvort sem það var innanbæjar eða ut- an. Hann pantaði oft sumarhús á sumrin og bauð allri fjölskyld- unni að koma og allir komu sem mögulega gátu. Hann fór með Valdísi og Gumma upp í bústað og átti þar góðar stundir með þeim og við veiðar. Jóna ferðað- ist einnig mikið með honum innanlands og hugsaði einstak- lega vel um pabba sinn. Hann fór til Edinborgar nú í haust með dætrum sínum og tengda- syni og var sú ferð honum mik- ils virði. Hann vildi alltaf vera með og lét sig hvergi vanta. Eftir að hann flutti á Herjólfs- götuna eignaðist hann marga nýja vini og naut einnig fé- lagsskaparins við þá. Elsku Jón, við söknum þín. Nú ert þú kominn til Völlu sem hefur vísast beðið eftir þér og þið getið eytt eilífðinni saman. Þitt skarð verður aldrei fyllt, börn þín og barnabörn eru heppin með að hafa átt þig sem föður og afa. Við hin erum heppin að hafa fengið að kynn- ast þér. Elsku Friðrik, Jóna, Beggi og Valdís, við sameinumst ykk- ur í sorginni, pabbi ykkar var stórkostlegur maður, alltaf svo hreinn og beinn. Elsku Bene- dikt, Lilja, Rósa og Vallý Jóna, missir ykkar er mikill. Þið vor- uð svo náin afa ykkar og hann var svo stoltur af ykkur, enda gáfuð þið honum ríka ástæðu til þess. Elsku Huginn, Húgó, Hergill, Eres og Markús, afi ykkar og langafi naut þess að vera með ykkur og gleðja ykk- ur. Nú er það okkar sem full- orðin erum að halda minningu hans á lofti. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Guð geymi þig. Jónína Dögg. Með þessum fáu orðum vil ég minnast tengdaföður míns, Jóns Arnars Þorvaldssonar múrara, sem lést aðfaranótt 30. janúar á Landspítalanum við Hring- braut. Ég kynntist Jóni og Valgerði (Völlu) konu hans fyrst er ég kynntist dóttur hans og eigin- konu minni Valdísi. Mér varð strax ljóst er ég kom á heimili þeirra Jóns og Völlu að þar var allt í röð og reglu og var snyrti- mennskan í fyrirrúmi. Frá fyrsta degi fann ég fyrir mikl- um hlýleika og virðingu í minn garð sem ég mat mikils. Alla tíð hugsuðu þau fyrst og fremst um velferð sinna nán- ustu og fylgdust vel með fram- gangi barna sinna, barnabarna og barnabarnabarna. Þau höfðu brennandi áhuga á að hafa barnabörnin hjá sér sem var ómetanlegt þegar við Valdís vorum að koma okkur upp heimili og þak yfir höfuðið. Jón Arnar var glæsilegur maður og góður í alla staði. Rómaður fagmaður af guðs náð fram í fingurgóma sem ekkert aumt mátti sjá og öllum vildi vel. Jón var fámáll en lét þess í stað verkin tala. Jón sagði þó sínar meiningar ef þurfti en þó þannig að á engan væri hallað að ósekju. Jón var frá Hnífsdal en bjó mestalla sína ævi í Hafnarfirði sem honum þótti mjög vænt um. Hann sagði mér oft frá því þegar hann fór á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum árið 1954 og fann þar ástina sína hana Völlu. Upp frá því bar hann alltaf mikill hlýhug til Vestmannaeyja þaðan sem ég kem og styrkti þetta tengsl okkar. Jón og Valla höfðu gaman af því að ferðast um landið og nutu náttúru Íslands. Ferðir í sumarbústað fjölskyldunnar í Grímsnesi skipuðu stóran sess hjá þeim, og síðar hjá honum eftir að Valla féll frá. Jón Arnar var mikið snyrtimenni svo eftir var tekið og síðari ár eftir and- lát Völlu mátti ekki heyra á það minnst að þær árlegu veislur sem hann og Valla höfðu haldið sínum ástvinum yrðu aflagðar þó Völlu nyti ekki lengur við. Þeim veislum var viðhaldið og voru þær hinar glæsilegustu hjá honum. Þegar seig á seinni hluta lífsins gaf ég Jóni veiði- stöng, allan þann útbúnað, sem þurfti til að veiða og kom þá í ljós færni hans til silungsveiða. Hann naut sín einna best við veiðar í Grímsnesinu með fjöl- skyldu sinni og var aflinn oftar en ekki notaður til að bjóða ættingjum í mat þar sem hann sagði af innlifun frá veiði- mennskunni. Seinasta haust hafði Jón orð á því að hann langaði að ferðast til Edinborgar og fórum við Valdís, ásamt Jónu systur Val- dísar, í þessa ferð sem hann naut mikið. Minntist Jón oft á þessa ferð með miklum hlýhug og spurði oft í gamansömum tón hvenær við færum aftur, en þetta var frábær tími. Börnum mínum voru Jón og Valla sannkallaðir sólargeislar og get ég seint þakkað þeim alla þá umhyggju sem þau sýndu þeim. Þau hvöttu börnin til dáða og töluðu við þau sem sína jafningja. Ég þakka af auð- mýkt tengdaföður mínum og kærum vini samfylgdina og bið góðan guð að blessa eftirlifandi ástvini. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (Vald. Briem.) Guðmundur Adolfsson. Ég kveð þig í dag í hinsta sinn elskulegi afi minn, Jón Arnar Þorvaldsson. Þú varst mér alla tíð ákaflega góður og eins varst þú mér mikil fyr- irmynd. Aldrei heyrði ég þig brýna röddina yfir neinum sköpuðum hlut en með mikilli yfirvegun og hógværð ávannst þú þér svo mikla virðingu að þú þurftir þess aldrei. Þó þú hafir verið orðfár varst þú alltaf op- inn og til í að spjalla. Það var alltaf stutt í brosið hjá þér enda varst þú með eindæmum lífs- glaður fjölskyldumaður. Það tekur mig sárt að Eres Ósk dóttir mín mun ekki fá að kynn- ast þér betur og það er enn sárara að ófædd dóttir mín mun aldrei fá að sjá þig, en nú eru bara örfáir dagar þar til hún kemur í heiminn. Ég mun sakna þín og geyma með gleði í hjarta fullt af góð- um minningum, ekki síst frá Köldukinninni þar sem ég var alltaf svo velkominn til ykkar ömmu. Ég mun minnast þín og hugsa til vandvirkninnar hjá þér, hvernig allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú að heilum hug og með glæsibrag. Ekkert innbú var snyrtilegra, ekkert hús var betur málað, enginn garður var snyrtilegri, enginn bílskúr var betur skipu- lagður, enginn bíll var betur bónaður og síðast en alls ekki síst var enginn maður betri en þú varst. Ég mun sakna þín mikið, hvíl í friði með ömmu elsku afi minn. Margs er að minnast, margs er að sakna. Benedikt Guðmundsson, Eres Ósk Benediktsdóttir. Í dag kveðjum við góðan mann, Jón Arnar Þorvaldsson. Eftir sitjum við með söknuð í hjarta en þó er huggun í því að vita til þess að nú hefur Jón fengið að hitta eiginkonu sína Valgerði. Jón var einstakur maður, hlédrægur og vingjarnlegur fjölskyldumaður. Hann var ein- staklega laginn í höndunum en að mennt var hann múrari. Hann var virkilega góður í sínu fagi og bar handbragð hans af. Hann hafði yndi af að halda bílnum sínum sem allra best við og mátti sjá langa leið þegar Jón var á ferð, svo vel bónuð var bifreiðin hans. Ég þakka fyrir að hafa feng- ið að kynnast þessum merka manni og mun sjá til þess að langafabarn hans muni fá að heyra allar góðu sögurnar um langafa sinn. Hvíl í friði, elsku Jón Laufey Birna og Eres Ósk. Elsku afi, það er erfitt að trúa að þú sér farinn svona allt í einu frá okkur. Hjartað hafði verið að stríða þér, en þetta leit allt vel út og þú varst svo bjart- sýnn. Því var mikið áfall að vita af þér inni á spítala á föstudag- inn. Þar sem þú hafðir alltaf náð þér áður trúðum við ekki öðru en að svo yrði einnig nú, þrátt fyrir að ástandið væri tví- sýnna í þetta skiptið. Meira að segja á sunnudeginum var útlit fyrir að þú værir að fara með hænuskrefum í rétta átt, en svo seint um kvöldið var ljóst í hvað stefndi. Þrátt fyrir að þú sért farinn höldum við systurnar eftir mörgum góðum minningum um hann afa okkar. Þú varst dug- legur að ferðast og eftir að amma féll frá héldu ferðalögin áfram og þú varst t.d. nýkom- inn frá Edinborg. Næstsíðasta sumar hitti Lilja þig fyrir vest- an á Ísafirði þar sem þú varst í sumarfríi og síðasta sumar fór- um við báðar í yndislega helg- arferð með þér norður á Ak- ureyri. Að ógleymdum öllum sumarbústaðaferðunum sem þú komst með í. Þú vildir alltaf koma með fjölskyldunni í bú- staðinn. Jólaboðin hjá ykkur ömmu eru okkur einnig minn- isstæð og þó svo að amma væri fallin frá þá hélst þú áfram að halda þau og aðrar veislur. Þú hafðir mjög gaman af veislum og varst alltaf svo fínt klæddur. Það var ætíð gott að koma heim til þín og þar var alltaf allt í röð og reglu, og ekki má gleyma bílnum sem var alltaf stífbón- aður. En núna ertu kominn aftur til hennar ömmu og án efa er hægt að veiða eitthvað þarna sem þú ert núna. Þín er sárt saknað, elsku afi, og við kveðj- um með sorg í hjarta. Lilja og Rósa. Jón Arnar Þorvaldsson HINSTA KVEÐJA Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi, við söknum þín. Huginn Freyr, Húgó Fannar og Hergill Frosti. Elsku Ingimar okkar. Það er skrýtið að hugsa til þess að þú sért farinn héðan. Komir aldrei til okkar aftur. Ekki er langt síðan þú varst hér og eins og alltaf, hnyttinn í til- svörum og skemmtilegur. En svona er litla lífið, við vitum aldr- ei hvenær tilvist okkar hér á jörðu lýkur og ný hefst í öðrum heimi. Þú varst hæglátur og vildir ekki láta mikið fyrir þér fara. Þér fannst gaman að spjalla um hugðarefni þín, rútur, Skagafjörð og veðrið svo eitthvað sé nefnt. Þú varst mikill fagurkeri og Ingimar Valdimarsson ✝ Ingimar Valdi-marsson fædd- ist á Sauðárkróki 17. febrúar 1966. Hann lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri eftir erfið veikindi 25. janúar 2012. Foreldrar hans eru Margrét Ólöf Stefánsdóttir, f. 5. nóvember 1928 á Sauðárkróki, og Valdimar Lín- dal Magnússon, fæddur á Sauð- árkróki 25. október 1922, d. 2. apríl 1988. Ingimar á fjögur eft- irlifandi systkini: Stefán, Birgi, Helgu og Guðmund Valdimars- börn. Útför Ingimars hefur farið fram í kyrrþey. naust þess að skoða og eignast fallega hluti. Hafðir ákveðnar skoðanir á því hvað þú vildir eignast af verald- legum hlutum. Þú kunnir ekki sérlega vel við þig í margmenni og kaust frekar að vera einn með góðum vini. Þá áttir þú marga góða spretti og mörg gull- korn hrutu þá af vörum þínum. Þú naust þín sérstaklega vel þegar þú varst uppáklæddur, ný- klipptur og við tölum nú ekki um þegar þú varst búinn að fá þér strípur í hárið. Hugur þinn stóð oft til lengri ferðalaga en óöryggi gagnvart ferðamáta stóð í vegi fyrir þeim. Þú hafðir orð á því að þú ætlaðir til heitu landanna og nú ætti ekk- ert að standa í vegi fyrir því að þú skreppir. Langvarandi veikindi settu mark á þig og líf þitt. Þau leiddu til þess að stundum varst þú ekki vel stemmdur. Síðustu vikurnar voru sérlega erfiðar. Nú ertu laus frá þrautunum og ert frjáls ferða þinna í annarri tilvist. Kæri vinur, nú skiljast leiðir. Við erum þakklát fyrir að hafa átt þig að. Þú hefur gefið okkur mikið. Af alhug þökkum við þér fyrir samveruna. Einhversstaðar einhverntíma mun slóðin mín þangað liggja hugurinn strjúka hæðirnar, opna steinana, telja stráin og staðnæmast undir regnboganum (Þórdís Jónsdóttir.) Móður, systkinum, íbúum og starfsmönnum í Klettatúni 2 sendum við okkar dýpstu sam- úðarkveðjur og biðjum almættið að vaka yfir ykkur og styrkja í sorg ykkar. Dýrmætar minningar um þig, elsku Ingimar, geymum við í hjörtum okkar. Megi góður Guð geyma þig. F.h. vina þinna í Skógarlundi/ Birkilundi, hæfingarstöð, starfsfólks og notenda. Margrét Ríkarðsdóttir. Tárin eru dýrmætar daggir, perlur úr lind minninganna. Minninga sem tjá kærleika og ást, væntumþykju og þakklæti fyrir liðna tíma. Tárin mýkja og tárin styrkja. Í þeim speglast fegurð minninganna. (Sigurbjörn Þorkelsson) Elsku Ingimar minn, nú ert þú kominn til hans pabba, nú getið þið keyrt um í heimsins stærstu rútu með fallega harmonikutón- list í tækinu. Guð varðveiti þig, elsku bróð- ir. Hvíldu í friði. Stefán og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.