Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 11
VITA er lífið VITA | Suðurlandsbraut 2 Sími 570 4444 | VITA.is Þessi einstaka ferð býðst nú í annað sinn á Íslandi. Hver einasti dagur er skipulagður þannig að farþegar upplifi eitthvað sérstakt og spennandi. Það sem gerir ferðina hreint einstaka er að farið er í tvær siglingar. Annarsvegar um Amazon svæðið og svo aftur þegar siglt er á milli hinna einstöku Galapagos eyja. Ekki búast við fimm stjörnu hótelum, heldur ósvikinni stemningu sem gerir þessa ferð sem VITA kynnir með sérstöku stolti, að lífsreynslu sem þú gleymir aldrei. Síðasta ferð seldist upp – tryggðu þér sæti. Fararstjóri: Sigmundur M. Andrésson Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS LE N SK A SI A .IS V IT 58 33 9 02 /1 2 Kynningarfundur í dag! Sigmundur M. Andrésson fararstjóri kynnir ferðina miðvikudaginn 8. febrúar, kl.18:00 á skrifstofu Vita, Suðurlandsbraut 2. Allir velkomnir Ekvador, Amazon og Galapagos 8. - 27. maí 2012 Guðmundur R. Lúðvíksson myndlistarmaður í Reykja- nesbæ er menntaður bæði hér heima og í Þýskalandi og Hol- landi. Guðmundur á langan feril að baki og hefur sýnt verk sín meðal annars í Listasafni Reykjavíkur og Nýlistasafninu og víða erlendis. Guðmundur sýndi meðal ann- ars í Art Domain Gallery í Leip- zig í Þýskalandi árið 2007. Fyrir þá sýningu hlaut hann hin virtu Palm Art Award-myndlist- arverðlaun, en verðlaunin eru veitt árlega í Leipzig í Þýska- landi að undangengnum átta sýningum 90 valinna lista- manna frá ýmsum löndum. Guðmundur hefur einnig hlotið viðurkenningar og verð- laun fyrir verk sín hér á Íslandi, meðal annars frá Menningarráði Suðurnesja árið 2008. Hefur sýnt verk sín víða LISTAMAÐUR hvernig börn ímynda sér Guð og forvitnilegt að í flestum til- fellum tengdu þau saman Guð og regnboga en annars gat hann tekið á sig ýmsar mynd- ir eins og t.d. fiðrildi,“ segir Guðmundur. Lærði á saumavél Upp úr þessu fór Guð- mundur að velta fyrir sér hvort einhver í hönnun eða leik- fangaframleiðandi myndi ekki sjá möguleika til að börnin myndu hanna sín eigin leik- föng. Hann ákvað að prófa sig áfram sjálfur og gerði nokkrar brúður eftir teikningum kunn- ingjabarna. „Þetta urðu uppáhaldsdýrin þeirra og þeim þykir miklu frekar vænt um þessar fígúrur en ein- hverja plastkarla. Ég fór og lærði á saumavél og tók saman föt sem við vorum hætt að nota á heim- ilinu. Síðan settist ég við saumavél og hófst handa með teikningarnar til hliðsjónar en ég á fullt af barna- teikningum sem ég hef safnað í gegnum tíðina. Úr þessu urðu til einar 100 brúð- ur. Ég geri þetta mjög gróft og reyni að halda þessu barnslega. Ég vanda mig ekki við að fela sauma og slíkt, vil halda í þetta barnslega og hafa þetta ekki of mikla hönn- un,“ segir Guðmundur. Næst lang- ar Guðmund að fá teikningar frá grænlenskum börnum en hann dvaldi á Grænlandi síðasta ár og vann sem myndlistarmaður og kokkur. En Guðmundur er einnig lærður matreiðslumaður og er með skipstjóraréttindi. Ársdvöl á Grænlandi „Það var fínt að vera þarna þó þetta sé mjög ein- angrað land. Grænland er gríðarlega stórt sem maður átt- ar sig í raun ekki á fyrr en maður er þar. Vegalengdirnar eru miklar og í raun engin klukka. Það geng- ur allt bara á degi eða mánuði. Það var afmælishátíð í bænum sem ég dvaldi í, Narsarsuaq, og þar gerði ég stórt veggverk sem sýndi síð- ustu kvöldmáltíðina hjá veiðimönn- um á Grænlandi. Ég studdist við gömlu Leonardo-myndina nema ég sneri henni við og lét myndina vera þannig að veiðimennirnir sitja við stórt ísborð með veiði sína og horft er út í náttúruna. Þarna komu margir ferðamenn en sjálfum fannst Grænlendingum þetta skrýtið þó þeir væru ánægðir með verkið að lokum. Ég notaði Græn- lendingana sjálfa sem portrett í verkið og tengdi það þannig við heimamenn,“ segir Guðmundur. Safnar teikningum Guðmundur segir gaman að sjá mismuninn á dýrum á milli landa. Á Íslandi séu til að mynda engir snákar. Þannig verði sýnin á dýr ólík eftir því hvaða dýr eru í hverju landi. Með sýningunni lang- ar Guðmund til að fólk rýni í teikn- ingar hjá börnunum og jafnvel geri þetta sjálft. Búi til lítið leikfanga- land heima sem kosti ekki neitt. „Hugmyndin er að leyfa þeim krökkum sem koma á sýninguna að teikna myndir fyrir mig. Ég ætla síðan að safna þeim saman og búa til ævintýri úr því. Þannig að ég vona að ég fái margar teikningar til að hafa úr nógu að moða. Ætl- unin er að sýna brúðurnar sem verða til eftir teikningunum á Menningarnótt í haust. En þá langar mig að ganga enn lengra og gera jafnvel leikrit, brúðuleikhús eða jafnvel litla stuttmynd með brúðunum. Þá verður einnig valin brúða ársins. Það er spurning hvort þetta er myndlist og hvað maður lítur á sem slíkt. Ég tel að myndlist sé allt sem er dálítið sjón- rænt og það sem maður hefur gaman af. Mér finnst maður þurfa að hafa gaman af myndlist því þetta eru svo dauðlegir hlutir. Myndlistin lifnar og deyr og gleymist. Þetta snýst ekki um að ég ætli að selja fólki heldur að myndlistin á að gefa hugmynd. Ég á t.d. lítinn afastrák og það er gaman þegar hann kemur í vinnu- stofuna til mín. Þá er hann kominn ofan á allar brúðurnar sem eru í hans huga að ráðast á hann og svo stillir hann þeim upp á ýmsan máta og skapar sinn ævintýra- heim,“ segir Guðmundur. Guð og dýr Guðmundur gerði þetta verk eftir teikningum barna, sem sýna ólíka sýn á Guð. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Listasafn Reykjavíkur býður upp á fjölbreytta dagskrá í öllum húsum á Safnanótt, föstudaginn 10. febrúar frá kl. 19.00-24.00. Sýningar og við- burðir eru gestum að kostnaðarlausu en auk fjölbreyttra sýninga í öllum húsum verður Safnabeltið kynnt í fyrsta sinn, en það er búið skemmti- legum verkfærum sem gera safna- heimsókn fjölskyldufólks að nýrri og góðri upplifun. Í Hafnarhúsi verður töfrandi ljósa- gjörningur í fjölnota sal og á Kjar- valsstöðum býður Heimilsiðn- aðarfélagið upp á prjónakaffi og Skotthúfurnar sjá um harmonikku- leik. Unga kynslóðin ræður ríkjum í Ásmundarsafni en þar munu nem- endur Klassíska listdansskólans leita innblásturs í verkum Ásmundar í dansi sínum og vonarstjarna ís- lenskra hljómsveita, White Signal, treður upp. Þá gengur ókeypis Safna- næturstrætó á milli allra safna sem taka þátt í Safnanótt þetta kvöld. Í tilefni af Vetrarhátíð verður að- gangur ókeypis fyrir ungt fólk að 25 ára aldri, laugardaginn 11. febrúar. Safnanótt á Listasafni Reykjavíkur Morgunblaðið/Ómar Safnanótt Upplagt er að rölta á milli safna og njóta menningar. Safnabelti og ljósagjörningur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.