Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hersveitir einræðisstjórnarinnar í Sýrlandi héldu áfram blóðugum árásum á borgina Homs og fleiri staði í landinu í gær og fátt bendir til þess að Bashar al-Assad forseti hrökklist frá völdum á næstunni. Ástæðan er meðal annars sú að einræðisstjórnin nýtur stuðnings öflugra bandamanna í grannríkj- unum, auk þess sem Rússar og Kín- verjar hafa komið í veg fyrir að ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmi manndrápin og grípi til refsiaðgerða. Assad og nánustu samverkamenn hans í Sýrlandi koma úr röðum ala- víta sem eru ein grein sjía-íslams. Áætlað er að um 87% íbúa Sýrlands séu múslímar, um það bil 10% krist- innar trúar og um 3% drúsar (sem eiga rætur að rekja til íslams en múslímar telja þá trúvillinga). Meðal múslímanna eru súnnítar fjölmenn- astir, um 74% landsmanna, alavítar eru um það bil 11% íbúanna og sjítar um 5%. Assad-fjölskyldan hefur verið við völd í Sýrlandi frá árinu 1971 og stjórnað landinu með fámennri klíku embættismanna í hernum og leyni- þjónustunni. Flestir þeirra eru ná- skyldir forsetanum eða úr röðum alavíta sem voru kúgaðir öldum saman og hafa verið fyrirlitnir meðal margra múslíma, einkum súnníta sem telja þá vera nánast villu- trúarmenn. Flestir liðsmenn upp- reisnarsveitanna í Sýrlandi eru súnnítar. Hafna viðskiptabanni Súnnítar eru mikill meirihluti múslíma í heiminum, en sjítar eru í meirihluta í Írak og Íran. Klerka- stjórnin í Íran hefur stutt ráða- mennina í Sýrlandi og talið er að það yrði mikið áfall fyrir hana ef stjórn Assads færi frá og sýrlenskir súnn- ítar kæmust til valda. Sjítar eru valdamestir í ríkis- stjórninni í Írak og hún hefur neitað að grípa til refsiaðgerða gegn sýr- lensku ráðamönnunum. Valdataka súnníta í Sýrlandi myndi ekki þjóna hagsmunum stjórnarflokka sjíta í Írak. Hún gæti á hinn bóginn styrkt stöðu íraskra súnníta og kynt undir kröfunni um að héruð þeirra við landamærin að Sýrlandi fái sömu sjálfstjórnarréttindi og héruð Kúrda í Norður-Írak. Sýrlendingar hernámu grannríkið Líbanon árið 1976 og eru enn mjög áhrifamiklir í landinu þótt sýrlenska hernámsliðið hafi verið kallað heim árið 2005. Tvær stærstu hreyfingar sjíta í Líbanon, Hizbollah og Amal, hafa stutt stjórn Sýrlands. Talið er að það yrði mikið áfall fyrir Hizboll- ah og myndi veikja samstarf hreyfingarinnar við Írana ef sýr- lenska stjórnin félli. Ríkisstjórnin í Líbanon hefur hafnað viðskiptabanni á Sýrland, eins og stjórn Íraks. Robert Fisk, fréttaskýrandi breska dagblaðsins The Independent, telur ólíklegt að efnahagslegar refsiaðgerðir myndu duga til að koma stjórn Sýrlands frá völdum þar sem Sýrlendingar gætu átt við- skipti við svæði sem næði frá landamærum Afganistans til Miðjarðarhafs. „Svo fremi sem Sýrlend- ingar geta átt viðskipti við Írak geta þeir átt viðskipti við Íran og auðvitað líka við Líb- anon.“ Á hauka í horni í grannríkjum  Einræðisstjórnin í Sýrlandi getur reitt sig á stuðning klerkastjórnarinnar í Íran og valdamikilla flokka sjíta í Líbanon og Írak  Ólíklegt þykir að viðskiptabann dugi til að koma stjórn Assads frá 50 km Heimildir: UNITAR-UNOSAT, VDC (sýrlensk vefsíða þar sem gögnum um ofbeldið er safnað saman), syrianshuhada.com, syriamap.wordpress.com, fréttir fjölmiðla BLÓÐSÚTHELLINGAR Í SÝRLANDI TALA LÁTINNA SAMKVÆMT FRÉTTUM til 5. febrúar 200 150 100 50 0 Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des. 2011 '12 Jan. 10. júní: 210 28. okt.: 74 20. des.: 146 4. febr.: 400 19. des.: 121 31. júlí: 140 7. ágúst: 144 3. júní: 848. apríl: 74 22. apríl: 157 29. apríl: 162 Karlar 6.519 Konur 190 Börn 465 S Ý R L A N D JÓRDANÍA ÍRAK Talbiseh LÍBANON Homs Qamishli TYRKLAND Deir al-Zor Idlib Rastan Hama Damaskus Deraa 321 165 671 159 35 1,015 64 258 Homs hérað 2.474 84864 151 41 671 Staðir þar semmótmæli hafa verið Tala látinna eftir héruðum Inshaat Miðborg Homs H O M S Qosor Bækistöð Shabiha (óeinkennisklæddra vígasveita) Herforingja- skóli Ghuta Græna beltið Bab- hverfið AlWaer Khalidiya Bayada Deir Baalbeh Baba Amr Manntjónið hefur verið einna mest í þessu hverfi í Homs. Mikil andstaða hefur verið þar við stjórn Bashars al-Assads forseta Herstöðvar Svæði þar sem mótmæli hafa aðallega farið fram Hverfi alavíta 1 km Sergej Lavrov, utanríkis- ráðherra Rússlands, ræddi við Bashar al-Assad Sýrlands- forseta í Damaskus í gær og sagði hann vera staðráðinn í því að binda enda á blóðsúthelling- arnar í landinu. Hann sagði Assad vilja vinna að sam- komulagi sem byggðist á friðar- áætlun Arababandalagsins. Stjórn Assads hafði þó áður gagnrýnt friðaráætlunina. Hersveitir sýrlensku stjórnar- innar héldu í gær áfram árásum sem hafa kostað um 7.000 manns lífið, þeirra á meðal hátt í 500 börn. Rússneski herinn er með flotastöð í Sýrlandi og Rússar hafa áratugum saman séð einræðisstjórn landsins fyrir vopnum. Rússar og Kínverjar beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóð- anna um helgina til að koma í veg fyrir að ráðið fordæmdi manndrápin. Ekkert lát á árásunum LAVROV Í DAMASKUS Sergej Lavrov Karl Bretaprins lagði blómsveig að gröf Charles Dick- ens í Westminster Abbey í Lundúnum í gær í tilefni af því að 200 ár voru liðin frá fæðingu rithöfundarins. Prinsinn sker hér afmælistertu í Dickens-safninu í Lundúnum og með honum eru eiginkona hans, Camilla, og safnstjórinn Florian Schweizer. Í tilefni af afmælinu var lesið upp úr ritum Dickens í Skáldahorninu í West- minster Abbey þar sem mörg þjóðskáld Breta hvíla. Á meðal þeirra sem lásu upp var Ralph Fiennes sem leik- ur Magwitch í kvikmynd sem byggist á einu meist- araverka Dickens, Great Expectations. Einnig var efnt til götuveislu í fæðingarborg Dickens, Portsmouth. AP 200 ár frá fæðingu Dickens Morgunblaðið gefur út glæsilegt sérblað um Tísku og förðun föstudaginn 17. febrúar. Í blaðinu verður fjallað um tískuna vorið 2012 í förðun, snyrtingu, og fatnaði auk umhirðu húðarinnar, dekur og fleira. –– Meira fyrir lesendur Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, mánudaginn 13. febrúar. LifunTíska og fö rðun Tíska & förðun SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.