Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 22
22 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Fyrir þremur árum flutti Arnbjörg Sveins- dóttir tillögu til þings- ályktunar um gerð Fjarðarheiðarganga áður en gengið var til kosninga vorið 2009. Í nóvember 2008 boðaði þáverandi samgöngu- ráðherra Kristján L. Möller fund með Seyð- firðingum og taldi mik- ilvægt að viðkomu- staður Norrænu fengi öruggari heilsárstengingu við Egilsstaði. Á þessum fundi viðurkenndi þingmaður Siglfirðinga að vegurinn á Fjarð- arheiði sem er á illviðrasömu svæði í 640 m hæð fengi aldrei héðan af und- anþágur frá hertum öryggiskröfum ESB. Í fjarveru Kristjáns Þórs Júl- íussonar notaði Arnbjörg tækifærið til að flytja þessa tillögu 17. október 2011. Meðflutningsmenn eru þing- mennirnir Sigmundur Ernir Rún- arsson, Björn Valur Gíslason, Ólöf Nordal, Birkir Jón Jónsson, Tryggvi Þór Herbertsson og Jónína Rós Guð- mundsdóttir. Í greinargerð þings- ályktunartillögunnar segir að vetr- areinangrun Seyðisfjarðar leysist aldrei með öðrum hætti en veggöng- um. Í greinargerðinni er fullyrt að erfiðleikar við að halda uppi sam- göngum á Fjarðarheiði yfir vetrarmánuðina séu alltaf að aukast þegar Vegagerðin hafi skilgreint meira en 40 daga á heiðinni sem vandræðadaga. Þar hafa vegfarendur ítrek- að þurft aðstoð þegar snjómokstur er nánast samfelldur eða veginum á þessum farartálma hreinlega lokað. Fram kemur í tillögunni um Fjarð- arheiðargöng að með tilliti til sögu- legrar þróunar umræðunnar um veg- göng á Austurlandi verði Norðfjarðargöng fyrsti áfangi stærri framkvæmdar sem hefur það að markmiði að gera Austfirði og Hérað að einu atvinnu- og þjónustusvæði og gjörnýta þannig alla möguleika þjón- ustustofnana í fjórðungnum. Milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða yrðu veggöng annar áfangi þeirrar fram- kvæmdar og því rökrétt framhald jarðganganna sem leysa af hólmi ein- breiðu slysagildruna í Oddsskarðinu. Allt tal um að vegurinn á Fjarð- arheiði lokist bara einn dag á ári er sett fram gegn betri vitund. Mikið af gögnum um verklega framkvæmd ganganna sem liggur fyrir hefur verið unnið að frumkvæði Seyðisfjarðarkaupstaðar, SSA og Vegagerðarinnar. Í þessari grein- argerð kemur fram að tímaramminn ætti ekki að vera of skammur. Í tengslum við siglingar ferjunnar þol- ir vegurinn á heiðinni ekki þunga- flutninganna sem eru allt of miklir. Árangurslaust hafa flutningabíl- stjórar ítrekað að þessi vegur upp- fyllir ekki hertar kröfur um öryggi vegfarenda. Á þremur stöðum við Múlafoss skapa beygjurnar alltof mikla hættu fyrir þungaflutningana, þarna er vegurinn hvergi öruggur fyrir mikilli veðurhæð og snjódýpt sem getur náð meira en 5 metrum. Þetta ástand sem er engum bjóðandi réttlætir ekki flutning löggæslunnar frá viðkomustað Norrænu upp í Eg- ilsstaði sem ákveðin var undir póli- tísku yfirskini án samráðs við heima- menn. Það auðveldar drukknum ökumönnum á Seyðisfirði að fara eft- irlitslaust út í umferðina án þess að þeir þurfi að sæta viðurlögum þegar lögreglan á Egilsstöðum getur lent í því að þurfa að snúa við vegna ill- viðris og snjóþyngsla í 640 metra hæð á Fjarðarheiði. Þessi ákvörðun um flutning löggæslunnar upp í Eg- ilsstaði vekur spurningar um hvort áhyggjufullir heimamenn á við- komustað ferjunnar haldi að sýslu- mannsembætti Seyðfirðinga sé á blindgötum ef allar tilraunir til að stöðva ferðir erlendra glæpahópa til landsins mistakast. Þeir sem stóðu fyrir brotthvarfi löggæslunnar frá viðkomustað Norrænu hafa engar áhyggjur af því hverjar afleiðing- arnar verða fyrir heimamenn ef ferðalög Vítisengla og fleiri erlendra glæpahópa sem áður hefur verið vís- að úr landi snúast nú upp í helling af innbrotum og tilefnislausar árásir á Seyðfirðinga þegar lögreglan á Eg- ilsstöðum sæti föst uppi á Fjarð- arheiði vegna blindbyls og snjó- þyngsla. Þingmenn Norðausturkjördæmis eiga frekar að snúa sér að þessu vandamáli í stað þess að skipta sér af samgöngu- málum Skagafjarðar og Húnaþings sem þá varðar ekkert um. Spurn- ingin er hvort sýslumannsembættið á Seyðisfirði telji það sjálfsagt að heimamenn standi uppi varnarlausir gagnvart vopnuðum glæpahópum sem svífast einskis og hafa áður hlot- ið fangelsisdóma fyrir eitur- lyfjasmygl, bankarán og líkams- árásir. Samþykkjum tillögu Arnbjargar Sveinsdóttur um Fjarð- arheiðargöng. Flýtum útboði Norð- fjarðarganga. Veggöng til Seyðisfjarðar Eftir Guðmund Karl Jónsson » Allt tal um að veg- urinn á Fjarðarheiði lokist bara einn dag á ári er sett fram gegn betri vitund. Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík Tvímenningskeppni var spiluð í Ásgarði, Stangarhyl, fimmtud. 2. febr. Spilað var á 13 borðum og var meðalskor 312 stig. Árangur N-S Valdimar Ásmundss. - Björn Péturss. 390 Magnús Oddss - Oliver Kristóferss. 356 Jón Þór Karlsson - Birgir Sigurðss. 356 Siguróli Jóhannss. - Auðunn Helgas. 349 Árangur A-V Oddur Halldórss. - Jón Hákon Jónss. 391 Sigurjón Helgason - Helgi Samúelss. 333 Einar Einarsson - Magnús Jóhannss. 323 Kristín Guðmundsd. - Kristján Guðmss. 320 Jöfn og góð þátttaka í Gullsmáranum Spilað var á 15 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 2. febrúar. Úr- slit í N/S: Pétur Antonsson - Örn Einarsson 324 Gróa Jónatansd. - Kristm. Halldórss. 296 Jónína Pálsd. - Sveinn Sigurjónss. 289 Birna Lárusd. - Sturlaugur Eyjólfss. 277 Ómar Óskarsson - Skúli Sigurðsson 275 A/V Sigurður Njálsson - Pétur Jónsson 342 Samúel Guðmss. - Kjartan Sigurjónss. 326 Gunnar Alexanderss. - Elís Helgason 324 Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness 309 Ragnh. Gunnarsd. - Þorleifur Þórarinss. 298 Eldri borgarar Hafnarfirði Föstudaginn 3. febrúar var spilað á 19 borðum hjá FEBH með eftirfar- andi úrslitum í N/S: Oliver Kristóferss. – Magnús Oddsson 405 Auðunn Guðmss. – Sigtryggur Sigurðss. 369 Friðrik Hermannss. – Oddur Halldórss. 351 Ólafur Gíslason – Örn Einarsson 345 A/V: Jón Svan Sigurðss. – Birgir Sigurðss. 425 Sveinn Snorrason – Jón H. Jónsson 372 Erla Sigurjónsd. – Jóhann Benediktss. 360 Nanna Eiríksd. – Bergljót Gunnarsd. 356 Aðaltvímenningur í Kópavogi Aðaltvímenningur Bridsfélags Kópavogs hófst síðastliðinn fimmtu- dag. Spilað er á 11 borðum og stend- ur keppnin í fjórar vikur eða til 23. febrúar. Björn Jónsson og Þórður Jónsson eru efstir eftir fyrsta kvöldið með 60,6% skor. Staða efstu para er þessi (miðlungur 250): Björn Jónsson - Þórður Jónsson 303 Júlíus Snorrason - Eiður Mar Júlíuss. 297 Arnór Ragnarsson - Björn Arnarson 296 Jón Steinar Ingólfss. - Þorsteinn Berg 284 Hjálmar S Pálsson - Eyþór Hauksson 284 Heimir Þ. Tryggvas. - Árni M. Björnss. 282 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is Lárus Welding, forstjóri Íslands- banka, og Guð- mundur Hjaltason, framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Ís- landsbanka, sæta nú ákæru fyrir um- boðssvik í aðdrag- anda þess að bank- inn féll í febrúar 2008. Væri það svo sem ekki í frásögur færandi nema fyrir það að núver- andi formaður Sjálfstæðisflokks- ins, Bjarni Benediktsson, var þar einn af persónum og leikendum. Þarna áttu nánustu ættmenn Bjarna hlut að máli en föstudag- inn 8. febrúar 2008 hafði lán fé- lagsins Þáttar International verið gjaldfellt. Af einhverjum ástæðum voru þeir Benedikt faðir Bjarna og Einar föðurbróðir hans í út- löndum dag þann sem greiða þurfti upp lán til fjárfesting- arbankans Morgan Stanley í Bandaríkjum Norður-Ameríku upp á litla tíu millj- arða króna. Ella mundi sá banki ganga að veðinu sem voru bréf í Glitni banka og setja þau á markað. Þau bréf yrðu einskis virði á markaði og við það mundi Glitnir riða til falls ásamt öðrum fjármálastofnunum á Íslandi. Nú voru góð ráð dýr. Glitnismenn reru nú lífróður að bjarga málum Milestone og bankans, en lán til Milestone- samstæðunnar voru komin yfir áhættuþak bankans. Því varð þrautalendingin að stofna nýtt fé- lag sem fékk heitið Vafningur ehf., hlutafé 500 þúsund krónur. Vafningur var náttúrlega utan við Milestone-samsteypuna og því hægt að lána Vafningi án þess að fara upp fyrir áhættuþak Glitnis. Ákvörðun um það var tekin þann 6. febrúar utan eða innan áhættu- nefndar bankans. En með því að skammur tími var til stefnu þann 8. febrúar 2008 og nauðsynlegir menn í útlöndum fór í handaskol- um að ganga frá málinu. En bölv- uð gjaldfellingin hjá Morgan Stanley lét ekki að sér hæða og þessa litlu tíu milljarða varð að greiða þennan dag og ekki síðar en klukkan 15:00. Því létu Glitnismenn slag standa og lánuðu Milestone rúm- lega tíu milljarða svo þeir gætu borgað lánið hjá Morgan Stanley og gekk það eftir. Málið yrði svo fixað eftir helgina. Þriðjudaginn 12. febrúar 2008 voru svo útbúnir pappírar þar sem svo leit út fyrir að lánið sem greitt var út til Mile- stone þann 8. febrúar hefði verið greitt leppnum Vafningi. Undir þá pappíra skrifaði Bjarni Benedikts- son, formaður Sjálfstæðisflokks- ins, fyrir hönd ættmenna sinna í útlöndum. Við þetta er svo sem litlu að bæta nema Glitnir féll í byrjun október 2008 og í kjölfar þess Landsbankinn og Kaupþing. Í ákærunni á bankamennina Welding og Guðmund Hjaltason segir í niðurlagi: - Lánveitingin átti þátt í að Glitnir féll í október 2008 með mjög alvarlegum afleiðingum fyrir kröfuhafa, ríkissjóð og almenning á Íslandi. Óhjákvæmilegt er því að líta svo á að brot ákærðu hafi verið stórfellt. Háttsemi ákærðu beindist að verulega miklum verð- mætum og olli mjög mikilli fjár- tjónshættu. Eru sakir ákærðu svo miklar að við broti þeirra liggur allt að sex ára fangelsi. - Formaður Sjálfstæðisflokksins, Bjarni Benediktsson, tók þátt í meintum glæp en hefur komist upp með að svara út úr spurður um aðkomu sína að málinu. Ís- lenskir fjölmiðlar hafa staðið sig hraksmánarlega að inna hann eft- ir gjörðum sínum þann 12. febr- úar þegar málið var fixað. Nema DV. Bjarni hefur sloppið með stöðu statista, eða öllu fremur trúðsins, í þessari leiksýningu. En hann er nú einu sinni formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætis- ráðherraefni hans í næstu rík- isstjórn. Fyrir utan að hann stendur í ströngu á Alþingi að gera afturreka ákæruna á hendur Geir Haarde. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverju Bjarni Benediktsson svarar fyrir dómi, verði hann kall- aður fyrir sem vitni um þátttöku sína í málinu. Hvort sækjandand- inn lætur sér nægja sömu svör og íslenskir fjölmiðlar er eftir að koma í ljós. En þjóðin bíður eftir að formaðurinn geri hreint fyrir sínum dyrum. Í kjölfar hrunsins fengu fjöl- miðlar á Íslandi réttilega á bauk- inn fyrir litla gagnrýni á atferli útrásarvíkinganna í aðdraganda þess. Lítið hefur Eyjólfur hresst síðan og grundvallarmál endað í útideyfu eins og þátttaka for- manns Sjálfstæðisflokksins í að manípúlera með rangar undir- skriftir við meintan glæpsamlegan verknað. Þar á ég ekki síst við Ríkisútvarpið sem hefur skyldur gagnvart landsmönnum, eigendum þess, og tjónþolum við fall bank- anna. Það er óþolandi að frétta- stofur þar á bæ taki ekki á máli sem þessu af fullri einurð. Trúður eða statisti – Um óheppilega undirskrift Bjarna Benediktssonar Eftir Finnboga Hermannsson » Fróðlegt verður að fylgjast með því hverju Bjarni Bene- diktsson svarar fyrir dómi, verði hann kall- aður fyrir sem vitni um þátttöku sína í málinu. Finnbogi Hermannsson Höfundur er rithöfundur og útvarpsmaður. Fyrir nokkrum ár- um hringdi ég í fréttastofu útvarpsins og spurði hvort ekki væri þarna einhver fréttamaður sem kynni örlítið í reikn- ingi, til dæmis pró- sentureikningi. Sá sem svaraði sagði mér, að vissulega væri hann til, en sá væri bara í kaffi. Það fer víst ekki á milli mála, að ekki hefur þeim fjölgað reikni- meisturum í blaðamannastétt, ef litið er á stóru fréttirnar þessa dag- ana. Lífeyrissjóðirnir tapa millj- örðum á trilljónir ofan, fréttamenn- irnir harmblíðu hrifnir, keppast við að leiða huga fólks frá dagsins eymd og volæði yfir í reiði og hefndaræði. Nú skulu axir falla og blóðvöllurinn vökna. Hverjar eru svo for- sendur þessa upp- hlaups? Undanfarin ár óðu hér á landi uppi menn sem nutu athygli fréttamanna við að koma á framfæri upp- lognum sögum um þeirra ágæti í viðskiptum. Með fölsuðum ársreikningum og milli- uppgjörum bjuggu þeir til svika- myllur, sem voru ákaft hylltar af fjölmiðlum, í bland við frásagnir af lúxuslífi þeirra og peningaaustri. Forsetinn flaug með þeim um him- inhvolfin og viðskiptaráðherrann tilkynnti að hann ætlaði að breyta ráðuneyti sínu í útrásarráðuneyti og nú skyldi bankaeftirlitinu breytt. Fyrirtækin í landinu blésu út á pappírunum, sem urðu allt í einu að seðlum, sem kaupa mátti með allan heiminn, bara ef þessir heimsku út- lendingar leyfðu það. Auðvitað fjárfestu lífeyrissjóð- irnir eins og aðrir í þessum gull- námum, og eignauppfærslurnar urðu stjarnfræðilegar, en bólan sprakk! Að miða tap lífeyrissjóðanna við hæstu tölurnar í þessum gráa leik er auðvitað sami fáránleikinn, sem í einfaldleika sínum má skýra með eftirfarandi sögu: Englendingur nokkur fór á veð- reiðar, og veðjaði fimm pundum á hest. Hann vann dágóða upphæð, og lagði alla peningana undir aftur og heppnin yfirgaf hann hann ekki, þannig að allt í einu var hann með hálfa milljón punda, sem hann lagði undir á hest, sem hann hélt að mundi vinna næsta hlaup. Hest- urinn varð þriðji, og maðurinn fór snauður heim. Konan hans spurði við heimkom- una hvort hann hefði unnið eitt- hvað, og hann svaraði: „Nei, ég tap- aði fimm pundum.“ Hver vann, hver tapaði? Spyrjum reiknimeistarana hjá fjölmiðlunum. Lífeyrissjóðirnir Eftir Kristján Hall Kristján Hall » Viðskiptaráðherrann tilkynnti, að hann ætlaði að breyta ráðu- neyti sínu í útrásarráðu- neyti, og nú skyldi bankaeftirlitinu breytt. Höfundur er fyrrv. atvinnurekandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.