Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Ríkisstjórnin ákvað í gær að bjóða öllum þeim konum sem hafa fengið ígrædda PIP-brjóstapúða hér á landi að nema þá á brott, hvort sem þeir eru heilir eða farnir að leka. Áður hafði konunum verið boðin ókeypis ómskoðun hjá Leitarstöð Krabba- meinsfélags Íslands og þeim sem þar greindust með leka púða í aðgerð til að láta fjarlægja þá. Nú var ákveðið að bjóða öllum konunum í aðgerð. Guðbjartur Hannesson velferðar- ráðherra segir að þessi ákvörðun komi í framhaldi af skýrslu vísinda- nefndar Evrópusambandsins um ör- yggi PIP-brjóstapúða og tilmæla landlæknis um að það væri eðlilegt að fjarlægja alla PIP-púða úr líkömum kvenna. „Þetta kemur líka til út af því hvað margar konur greindust með leka púða í ómskoðun í síðustu viku, en hlutfall lekra púða var 80% hjá 40 konum. Við verðum að sjá þegar næsti hópur kemur í ómskoðun hvort þessi prósenta verður áfram svona skuggalega há. En það er augljóst að leki er mjög algengur og langt um- fram það sem við höfðum reiknað með,“ segir Guðbjartur. Setja ekki nýja púða inn Áætlaður kostnaður ríkisins vegna brottnáms púðanna er á bilinu 90-150 milljónir króna. Breytileiki kostnað- arins ræðst af umfangi einstakra að- gerða og því hve margar konur nýta sér boðið, en um 400 konur hafa feng- ið PIP-brjóstapúða hér á landi. „Þetta er heilbrigðisvandamál sem við verðum að taka á, við erum að tala um heilsu og öryggi þessara kvenna og það þarf að bregðast við því eins og öðru. Opinbera heilbrigðiskerfið tekur við þeim sem eru veikir eða í hættu og við getum ekki valið inn í það kerfi hver orsökin er,“ segir Guð- bjartur og bætir við að aðeins sé greitt fyrir þær konur sem eru sjúkratryggðar hér á landi. 230 eiga tíma í ómskoðun Brottnámsaðgerðirnar verða framkvæmdar á Landspítalanum á næstu sex mánuðum og konurnar hafa ekki kost á að láta setja nýja púða inn í sömu aðgerð. „Spítalinn hefur aldrei verið með fegrunar- aðgerðir og því teljum við eðlilegt að vísa á viðkomandi lækni ef konurnar vilja fá nýja púða,“ segir Guðbjartur. Strax í þessari viku verða fyrstu kon- urnar kallaðar inn í viðtöl þar sem farið verður yfir stöðuna og ákveðið hvenær hægt verður að byrja að- gerðir. „Við höfum lagt áherslu á að þetta verkefni raski ekki biðlistum hjá öðrum eða komi í staðinn fyrir aðrar aðgerðir. Við erum að bæta við aðgerðum og hægjum ekki á neinu öðru.“ 230 konur sem eru með PIP-brjós- tapúða hafa pantað tíma í ómskoðun hjá Leitarstöðinni að sögn Ragnheið- ar Haraldsdóttur, forstjóra Krabbameinsfélags Íslands. 40 konur komu í síðustu viku og von er á sama fjölda í skoðun nú á morg- un og hinn. Ragnheiður segir að það hringi nokkr- ar konur á hverjum degi til að athuga með tíma en flest- ar hafi hringt fyrst. Fjarlægja alla PIP-brjóstapúða  Ríkissjóður setur 90 til 150 milljónir í að fjarlægja PIP-brjóstapúða úr öllum konum sem hafa fengið þá ígrædda hér  Aðgerðirnar fara fram á LHS og ekki verða settir inn nýir púðar í sömu aðgerð Reuters Aðgerð Allar þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstapúða geta fengið þá fjarlægða á Landspítalanum á kostnað ríkisins. Ekki verður þó boðið upp á að nýir púðar verði settir inn í staðinn þrátt fyrir að konurnar greiði fyrir það. „Þeir ætla ekki að veita kon- unum heimild til að kaupa sjálf- ar púða til að setja inn í aðgerð- inni. Ég er ekki sátt,“ segir Saga Ýrr Jónsdóttir lögmaður hjá Vox. Hún er lögmaður þeirra kvenna sem ætla að höfða mál vegna PIP-púðanna. „Það er ráðlagt að nýir púðar séu settir inn í sömu aðgerð og þeir gömlu eru fjarlægðir, annars geta myndast örvefir og samgrón- ingar með tilheyrandi verkjum. Þær þurfa annað hvort að fara í tvær aðgerðir með svæfingum eða að fara beint á einkastofu sem fjarlægir þá sílikonið og setur inn nýja púða í einni að- gerð. Það er verið að færa einkageiranum 160 milljónir á silfurfati að mínu mati.“ Konurnar sem ætla að höfða mál út af PIP-púðunum eru nú orðnar áttatíu talsins. Saga segir þessa ákvörðun rík- isstjórnarinnar engu breyta í sambandi við málsóknina. Hún segir langflesta af sín- um skjólstæðingum ætla að fá sér nýja púða í staðinn fyrir PIP-púðana sem þær ætla allar að láta fjarlægja. Vilja bara í eina aðgerð 80 Í MÁLSÓKN Saga Ýrr Jónsdóttir Flugvél af gerðinni Boeing 787 Dreamliner er nú stödd á Keflavík- urflugvelli ásamt flug- og tækni- mönnum frá bandaríska flug- vélaframleiðandanum. Þar munu þeir gera prófanir í hliðarvindi, enda eru aðstæður kjörnar til þess um þessar mundir þegar lægðir ganga yfir hver á fætur annarri. Spáð var miklu hvassviðri á vell- inum síðdegis í gær en hviðurnar voru sagðar geta náð allt að 70 hnút- um, sem samsvarar um 36 metrum á sekúndu. Friðþór Eydal, talsmaður Isavia, segir að vélin hafi komið í gærmorg- un. Til standi að æfa lendingar á flugvellinum í hliðarvindi. „Þeir verða hérna – ef þeir fá veð- ur til þess – þangað til þeir verða búnir að gera þær prófanir sem þeir þurfa að gera á vélinni við svona að- stæður,“ segir Friðþór. Hann segir að það hafi staðið til um nokkurt skeið að Dreamliner- vélin kæmi til landsins í þessum til- gangi. Mikið af tæknibúnaði er í flugvélinni sem skráir öll viðbrögð og allt ferli æfinganna í dag. Reuters Dreaml- iner æfir lendingar í hliðarvindi viðbrögð við þessu af hálfu lögmannsJóns Ásgeirs og því í góðri trú taliðmálið úr sögunni. Síðan hefði kæra borist í september frá lögmanninum. Afsökunarbeiðni í skötulíki Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs, lagði áherslu á það við aðal- meðferðina að umrædd ummæli Björns hefðu verið röng og meiðandi fyrir umbjóðanda hans. Hann sagði að viðbrögð Björns hefðu verið ófull- nægjandi. Afsökunarbeiðni hans hefði verið í skötulíki og auglýsing sem hann hefði birt í Morgunblaðinu verið lítil. Þá hefði hann ekki viljað beita sér fyrir því að óseld eintök bókarinnar væru tekin úr sölu. Hann sagði það ennfremur rangt að Björn hefði ekki fengið viðbrögð frá Jóni Ásgeiri eftir að hafa birt afsökunar- beiðnir sínar. Gestur sagði kröfu umbjóðanda síns vera þá að ummæli Björns yrðu dæmd dauð og ómerk og að honum yrði gerð refsing vegna brota gegn ákvæðum almennra hegningarlaga. Þá yrði Birni gert að greiða Jóni Ás- geiri miskabætur vegna málsins og að birta dóminn opinberlega og greiða kostnað vegna þess. Jón Magnússon gerði á móti kröfu um að umbjóðandi hans yrði sýknaður. Jón vísaði því alfarið á bug að meiðyrðamálið væri á rökum reist og sagði að ekki yrði betur séð en að til- gangur Jóns Ásgeirs væri sá einn að koma höggi á Björn. Sagði hann ljóst að Baugsveldið svonefnt hefði lengi haft horn í síðu Björns og nefndi meðal annars í því sambandi auglýs- ingar sem faðir Jóns Ásgeirs, Jó- hannes Jónsson, hefði birt í dagblöð- um fyrir þingkosningarnar 2007 þar sem kjósendur hefðu verið hvattir til þess að strika út nafn Björns á fram- boðslista Sjálfstæðisflokksins. Jón sagði að ljóst væri af gögnum málsins að það snerist ekki á nokk- urn hátt um æru Jóns Ásgeirs. Sagði hann ennfremur að ekki væri deilt um það í málinu að ekki hefði verið um ásetning að ræða af hálfu Björns, lögmaður Jóns Ásgeirs hefði ekki haldið því fram, og því væri ekki til- efni til refsingar á grundvelli al- mennra hegningarlaga. Krafist sérstakrar hlutlægni Gestur hafnaði því alfarið að ann- að vekti fyrir Jóni Ásgeiri en að ná fram rétti sínum í málinu. Hann lagði áherslu á að refsiverð háttsemi hyrfi ekki við það eitt að sá sem gerðist sekur um hana iðraðist gerða sinna. Horfa yrði ennfremur til þess í málinu að hinn stefndi væri lög- fræðingur að mennt og hefði verið dómsmálaráðherra mestan hluta þess tíma sem Baugsmálið hefði ver- ið í gangi. Gera yrði vegna þess sér- staka kröfu til hans um hlutlægni í umfjöllun um málið. Jón sagði að um mjög sérstætt meiðyrðamál væri að ræða þar sem krafist væri refsingar vegna um- mæla sem þegar hefði verið beðist afsökunar á og dregin til baka. Velti hann meðal annars upp þeirri spurn- ingu hvernig hægt væri að dæma ummæli dauð og ómerk sem þegar hefði verið beðist afsökunar á og við- urkennt að væru röng. Þá sagði Jón málið snúast um tján- ingarfrelsið. Svo virtist sem mark- mið Jóns Ásgeirs væri að senda með meiðyrðamálinu gegn Birni ákveðin skilaboð um að hann hikaði jafnvel ekki við að höfða slíkt mál gegn fyrr- verandi dómsmálaráðherra teldi hann ástæðu til þess. Þess má geta að hvorki Björn Bjarnason né Jón Ásgeir Jóhannes- son voru viðstaddir aðalmeðferð málsins fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. Málið verður nú lagt í dóm og hann kveðinn upp þegar niðurstaða dómara liggur fyrir. Deilt um æru Jóns Ásgeirs  Meiðyrðamál Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni, fyrrverandi dómsmálaráðherra, var tekið til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær Jón Ásgeir Jóhannesson Björn Bjarnason Baugsmálið » Svonefnt Baugsmál var dómsmál sem rekið var fyrir ís- lenskum dómstólum á árunum 2002-2008 og hófst með hús- leit ríkislögreglustjóra hjá Baugi Group ehf. » Málið snerist um ýmis meint brot yfirmanna hjá fyrirtækinu í tengslum við rekstur þess. » Málið leiddi meðal annars til ýmissa deilna á vettvangi stjórnmálanna og var Samfylk- ingin t.a.m. sökuð um að ganga erinda Baugs á meðan forysta Sjálfstæðisflokksins var sögð hafa horn í síðu fyr- irtækisins. BAKSVIÐ Hjörtur J. Guðmundsson hjorturj@mbl.is Tekist var á um æru Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, fyrrverandi aðaleig- anda Baugs Group ehf., við aðalmeð- ferð meiðyrðamáls hans gegn Birni Bjarnasyni, fyrrv. dómsmálaráð- herra, sem fram fór í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun. Málið snýst einkum um þau ummæli Björns í bók sinni „Rosabaugur yfir Íslandi“, sem gefin var út síðastliðið sumar og fjallar um Baugsmálið svo- nefnt, að Jón Ásgeir hafi fengið dóm fyrir fjárdrátt þegar hið rétta er að hann var sakfelldur fyrir meiriháttar bókhaldsbrot. Í kjölfarið skrifaði lögmaður Jóns Ásgeirs Birni bréf og fór fram á það að ummælin yrðu leiðrétt, Jón Ás- geir beðinn afsökunar, það auglýst og óseld eintök af bókinni að auki tekin úr sölu. Verjandi Björns, Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður, sagði að Björn hefði orðið við þessu eins og hann hefði haft frekast tök á. Þannig hefði afsökunarbeiðni verið birt, bæði á heimasíðu Björns og í fjölmiðlum, og ritvillur sem gerðar hefðu verið athugasemdir við lag- færðar í annarri prentun bókarinnar skömmu síðar. Jón sagði að það hefði hins vegar ekki verið á valdi Björns að taka óseldar bækur úr sölu heldur útgef- andans. Jón sagði að Björn hefði bent lögmanni Jóns Ásgeirs á þetta en bætti við að honum skildist að þegar þarna hefði verið komið sögu hefði fyrsta prentun bókarinnar þeg- ar verið uppseld. Jón sagði að um- bjóðandi sinn hefði ekki fengið nein

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.