Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 39. DAGUR ÁRSINS 2012 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 399 ÁSKRIFT 4390 HELGARÁSKRIFT 2750 PDF Á MBL.IS 2550 1. Finnst Adele allt of feit 2. Nauðga og misþyrma lesbíum 3. „Stundum vildi ég að ég væri ...“ 4. Afbrigðilega hlýtt veður »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Guðmundur Pétursson gítarleikari og hljómsveit munu halda tónleika á Faktorý á morgun kl. 22. Leikið verð- ur efni af plötunni Elabórat sem kom nýverið út en hún hlaut góða dóma, m.a. hér í Morgunblaðinu. Morgunblaðið/Heiddi Guðmundur ásamt hljómsveit á Faktorý  Ljósmyndadag- ar hefjast í fyrsta sinn á morgun og standa fram á sunnudag. Ljós- myndasýningar verða settar upp víða í miðbænum, ljósmynda- greining fer fram á Þjóðminjasafni Íslands og fimm ljósmyndagöngur verða í stærstu hverfahlutum borgarinnar, svo fátt eitt sé nefnt. Fjölbreytt dagskrá á ljósmyndadögum  Á Vetrarhátíð 2012 sem hefst á morgun munu hvítar ljósglærur streyma úr turni Fríkirkjunnar í Reykjavík og verður þannig sívalur viti ljóss til fyrir ofan vegfar- endur. Um er að ræða inn- setningu eftir Ragnheiði Hörpu Leifsdóttur en verkið, sem nefnist Pha- ros, mun lýsa vegfar- endum dag og nótt í þrjá daga. »29 Sívalur viti ljóss lýsir vegfarendum Á fimmtudag Suðvestan 5-10 m/s framan af degi og úrkomulítið. Gengur í sunnan 10-18 m/s síðdegis með slyddu og síðar rigningu S- og V-til á landinu. Hiti 0 til 6 stig, hlýjast S-lands. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Suðvestan 5-13 m/s nærri hádegi og skúrir eða slydduél, en þurrt fyrir norðan. Bætir í úrkomu S-lands í kvöld. Hiti 3 til 9 stig, en 0 til 6 stig í nótt og á morgun. VEÐUR Skautafélag Reykjavíkur hrósaði sigri gegn Birn- inum, 5:3, á Íslandsmótinu í íshokkí en liðin áttust við á skautasvellinu í Laugardal í gærkvöld. SR-ingar skoruðu þrjú síðustu mörkin og með sigrinum komust þeir upp að hlið Bjarnarins. Bæði lið hafa 29 stig en Skautafélag Akureyrar hefur 23 stig og heldur enn í smávon um að leika til úrslita. »3 SR komst upp að hlið Bjarnarins Brynjar Björn Gunnarsson, knatt- spyrnumaðurinn reyndi, er á leið heim í vor eftir að hafa leikið sem atvinnumað- ur frá 1998. Hann hefur ákveðið að ganga til liðs við KR. „Það verður frá- bært að taka upp þráðinn aftur með KR og ég hlakka bara mikið til þess,“ segir Brynjar. »1 Brynjar Björn er á leiðinni heim í KR Sænska meistaraliðið LdB Malmö, sem þær Þóra B. Helgadóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir leika með, ramb- ar á barmi gjaldþrots að sögn for- manns félagsins í viðtali við sænska fjölmiðla. Þóra sagði við Morg- unblaðið í gær að hún og samherjar hennar væru ekki áhyggjufullar, hefðu fulla trú á að mál félagsins myndu leysast á farsælan hátt. »2 Segir Malmö vera á barmi gjaldþrots ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is „Það sem ég á eftir að sakna mest þegar ég hætti í þessu starfi er að hitta ekki það elskulega fólk sem býr á mínum leiðum um sveitina. Þá fækkar þeim kynnum,“ segir Jón Gunnlaugsson póstur. Í rúm tuttugu og fimm ár hefur hann ekið póstinum til íbúa í Hruna- mannahreppi í Árnessýslu og á orðið marga góða vini í sveitinni. „Ég byrjaði að aka út pósti 18. nóvember 1986 og síðan hefur það verið mín vinna. Ég er 4́6-módelið svo ég reikna með að það styttist í að ég hætti og fari á lífeyrissjóðina enda orðinn geipilega spenntur fyrir að komast í þann fjársjóð,“ segir Jón kankvís. Jón hefur vinnudaginn klukkan sjö í pósthúsinu á Selfossi við að flokka póstinn. „Ég er farinn upp í sveit um hálf níu á morgnana og byrja á því að fara með póstinn á Flúðir. Svo keyri ég um sveitina, á alla bæi fimm daga vikunnar. Ég er kominn aftur á Selfoss um þrjú.“ Aldrei tekið veikindadag Heilsan hefur verið Jóni hliðholl í gegnum tíðina en hann hefur aldrei misst dag úr vinnu vegna veikinda. „Ég hef heldur aldrei lent í vand- ræðum, það hefur aldrei bilað bíll í ferð og ég hef verið mjög heppinn í alla staði. Maður er mjög bundinn í þessu starfi, það má ekki klikka einn dagur því þá þarf ég að skaffa mann og bíl fyrir mig. Pósturinn má ekki bíða. Ég fæ manneskju fyrir mig til að taka sumarfrí en þrátt fyrir það er hugurinn alltaf við starfið því það getur eitthvað gerst hjá afleysinga- manneskjunni. Suma daga hefur póstinum seinkað og hér áður fyrr þótti það ekki merkilegt þó við værum að fram á kvöld að keyra út en þá var meira póstmagn og fleiri bæir sem þurfti að fara á og allt tók lengri tíma,“ segir Jón. Í símaskránni titlar Jón sig land- póst, þeir fluttu fréttirnar áður fyrr á milli landshluta en Jón segist nú koma með fátt annað en póstinn. „Ég kem stundum með leiðindi eins og þeir segja, rukkanir og slíkt en fréttaflutningur nú til dags er eig- inlega kominn áður en fréttirnar verða.“ Jón er ánægður í starfi sínu og segist alltaf hafa gaman af því að keyra um sveitina. „Í gegnum tíðina hef ég kynnst fólkinu á bæjunum, það bæði kemur nýtt og fellur frá það eldra, eins og er gangur lífsins. Maður er alls staðar aufúsugestur.“ Alls staðar aufúsugestur  Hefur keyrt póstinn til Hreppa- manna í 25 ár Ljósmynd/Sigurður Sigmundsson Pósturinn Jón Gunnlaugsson hefur keyrt út póstinn til íbúa Hrunamannahrepps í rúm 25 ár. Hann hlakkar til þess á hverjum morgni að fara í vinnuna og segir mikilvægt að vera jákvæður í starfi, það skili miklu. „Hann lítur stundum inn og fær sér kaffi og rúsínur. Jón er alveg frábær einstaklingur, auðgar og gleður allt í kringum sig. Við höfum þá reynslu af honum. Hann er mikið góðmenni og lipurmenni í alla staði,“ segir Jóhanna Bríet Helga- dóttir, bóndi á Hrafn- kelsstöðum í Hruna- mannahreppi, um Jón póst. „Hann gefur sér nú aldrei mik- inn tíma fyrir kaffið enda þarf hann að halda áætlun og standa sína plikt. Jón kemur póstinum alltaf til skila og er mjög greiðvik- inn, allt stendur eins og stafur á bók hjá honum,“ segir Jóhanna Bríet. Hún segir Jón þekkja orðið fólk- ið í sveitinni vel og fólkið hann, hann sé nánast orðinn einn af fjöl- skyldunni alls staðar. Auðgar allt í kringum sig JÓN PÓSTUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.