Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 13
FRÉTTIR 13Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 BAKSVIÐ Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Lífeyrissjóðir, stjórnir þeirra og for- svarsmenn, eru óðum að koma fram og bregðast við skýrslunni um starf- semi og fjárfestingar sjóðanna frá því fyrir hrun. Framundan eru víða sjóð- félagafundir, þar sem fjalla á um skýrsluna, eins og hjá Sameinaða líf- eyrissjóðnum á morgun. Viðbrögðin eru á margan hátt keimlík. Engir hafa í sjálfu sér við- urkennt mistök eða ætla að axla ábyrgð með því að víkja úr sæti í stjórn eða hætta sem stjórnendur sjóðanna. Ef teknir eru stærstu sjóð- irnir eru stjórnendur að mestu leyti hinir sömu og fyrir hrun og nokkrir stjórnarmenn sjóðanna enn í því emb- ætti. Þó hafa verið gerðar breytingar og þannig er öll núverandi stjórn Líf- eyrissjóðs verslunarmanna frá árinu 2010 og framkvæmdastjóri annar en fyrir hrun. Viðbrögð stjórna sjóðanna eiga það m.a. sammerkt að í skýrslunni sé að finna margar gagnlegar ábendingar um úrbætur í innri starfsemi. Eðlilegt sé og sjálfsagt að taka þær ábend- ingar til skoðunar og jafnvel hrinda í framkvæmd, að því leyti sem það hafi ekki þegar verið gert. Mikilvægt sé fyrir stjórnendur sjóðanna að draga lærdóm af hruninu, sem hafi átt sér stað þrátt fyrir opinbert eftirlitskerfi og jákvæðar umsagnir matsfyrir- tækja um fjárhagsstöðu bankanna, líkt og stjórn Sameinaða lífeyrissjóðs- ins segir í sinni yfirlýsingu. Skýrslan gagnrýnd Í kjölfar hrunsins segjast sjóðirnir hafa sett sér nýjar reglur, breytt um fjárfestingarstefnu, dregið úr áhætt- unni og þannig reynt að tryggja að sjóðirnir gætu staðið við skuldbind- ingar sínar á hverjum tíma. Einnig hafa sumir sjóðirnir, líkt og Stafir, látið lögmenn kanna lögmæti fjárfestinga í víkjandi og lánshæfis- tengdum skuldabréfum, eins og í bréfum Glitnis og UBS. Í tilviki Stafa komst lögmaðurinn að því að umrædd kaup sjóðsins hefðu samræmst ákvæðum laga og reglna um starf- semi lífeyrissjóða. Þá taka sjóðirnir fram að upplýs- ingar um tap vegna bankahrunsins ættu ekki að koma óvart, þær hafi komið fram í ársreikningum og verið kynntar sjóðfélögum. En í viðbrögðunum er einnig að finna gagnrýni á störf úttektarnefnd- arinnar, sem vann skýrsluna. Þannig telur Stapi lífeyrissjóður að „svokall- að tap“ sjóðanna sé „gróflega ofmet- ið“ í skýrslunni og það eigi einnig við um Stapa. Í þeim kafla sé að finna vill- ur og rangfærslur og er nefndin sök- uð um óvönduð vinnubrögð. „Það er skoðun sjóðsins að mikið skorti á að nefndarmenn geri sér grein fyrir því í hverju rekstur lífeyr- issjóða er fólginn, hvaða aðstæður sköpuðust á Íslandi bæði fyrir og eftir hrun, hvaða áhrif þær höfðu á sjóðina og hvaða möguleika þeir áttu til að bregðast við,“ segir á vef Stapa lífeyr- issjóðs. „Ávallt í samræmi við lög“ Eitt af því sem skýrsluhöfundar gagnrýna eru kaup í víkjandi og láns- hæfistengdum skuldabréfum, skulda- vafningum og áhættusömum bréfum, sem efast er um að sjóðirnir hafi haft heimild til og sagðir ekki hafa gætt nógu mikillar varfærni í fjárfesting- um. Meðal þeirra sjóða sem fá þessa gagnrýni er Gildi lífeyrissjóður. Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, segir sjóðinn ávallt hafa talið að fjárfestingarnar væru í samræmi við lög og reglur. Vitnar hann til 36. gr. laga um lífeyrissjóði, þess efnis að stjórn skuli móta fjárfestingarstefnu og ávaxta fé sjóðsins með hliðsjón af þeim kjörum sem best eru boðin á hverjum tíma með tilliti til ávöxtunar og áhættu. „Sjóðurinn telur að hugleiðingar nefndarinnar þess efnis að vafi geti leikið á lögmæti tiltekinna fjárfest- inga séu reistar á mjög veikum grunni,“ segir Árni og bendir á að öll viðskipti sjóðsins með verðbréf séu yfirfarin og könnuð af eignastýringu og framkvæmdastjóra og eftir atvik- um stjórn. Sjóðurinn kaupi ekki verð- bréf ef einhver vafi leiki á að það sam- ræmist hlutverki hans og reglum. Aðspurður hvort Gildi hafi breytt starfsreglum sínum eftir hrun segir Árni að sjóðurinn geri almennt ríkari kröfur nú um tryggingar og/eða gjaldfellingarástæður við kaup á skuldabréfum á fyrirtæki. Meira sé lagt í sjálfstæða greiningu starfs- manna sjóðsins á skilmálum og und- irliggjandi eignum til þess að móta sem skýrasta mynd af samhengi áhættu og ávöxtunar. Gildi hafi þegar gert ýmsar breytingar á verklagi í eigna- og áhættustýringu og þegar brugðist við mörgum af þeim atriðum sem fram koma í skýrslu. Segir ekki af sér Árni hefur stjórnað Gildi um nokk- urt skeið og spurður hvort hann hafi íhugað afsögn í kjölfar skýrslunnar segist hann ekki sjá ástæðu til þess. Tjón Gildis hafi vissulega verið mikið, eins og annarra lífeyrissjóða og fjár- festa bæði hér á landi og erlendis. „Við mat á tapi sjóðsins er hins veg- ar nauðsynlegt að líta til þess að á sama tíma og hluti eigna tapaðist þá hafði sjóðurinn tekjur af öðrum eign- um. Einnig verður að líta til þeirra hækkana sem urðu á eignunum árin fyrir hrun,“ segir Árni og bendir á að þrátt fyrir mikið tjón hafi raunávöxt- un Gildis verið rúmlega 2% að með- altali á ári yfir 10 ára tímabil og eignir sjóðsins aukist um ríflega 25% frá árslokum 2008. „Eftir fjármálahrunið í október 2008 hefur farið fram markviss vinna innan sjóðsins við uppbyggingu og eflingu eigna- og áhættustýringar. Sjóðurinn er að styrkjast og endur- reisnarstarfið hefur gengið vel. Ég vil gjarnan taka áfram þátt í því starfi,“ segir Árni. Enginn ætlar að axla ábyrgð  Forsvarsmenn lífeyrissjóða taka athugasemdum í skýrslunni fagnandi en viðurkenna ekki mistök  Enginn íhugað afsögn úr stjórn eða starfi  Segjast hafa brugðist við eftir hrun með hertum reglum Morgunblaðið/Heiddi Lífeyrissjóðir Sjóðfélagar á ársfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins en lífeyrissjóðir áforma félagafundi á næstunni til að fjalla um skýrslu úttektarnefndarinnar um starfsemi og fjárfestingar sjóðanna frá því fyrir hrun 2008. Heildartap lífeyrissjóðanna 2008-2010 í m.kr. Samtals % Skuldabréf banka og sparisjóða 100.111 20,9 Skuldabréf fyrirtækja 90.317 18,8 Innlend hlutabréf 198.764 41,4 Innlendir hlutabréfasjóðir 21.770 4,5 Innlendir skuldabréfasjóðir 24.886 5,2 Innlend veðskuldabréf 619 0,1 Framtakssjóðir 421 0,1 Erlend verðbréf 6.395 1,3 Gjaldmiðlavarnarsamningar (GVT 175) 36.402 7,6 Samtals 479.685 100,0 Lífeyrissjóðirnir » Innan vébanda Lands- samtaka lífeyrissjóða eru nú 32 sjóðir með nærri 200 þús- und greiðandi sjóðfélaga. » Eignir sjóðanna í dag eru taldar metnar á um tvö þúsund milljarða króna, en voru um 1.700 milljarðar í árslok 2007. » Þrír stærstu sjóðirnir eru LSR, Lífeyrissjóður verzl- unarmanna og Gildi. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka at- vinnulífsins og stjórnarformaður Gildis lífeyrissjóðs, segir ekkert í lífeyrissjóðaskýrslunni gefa tilefni til að hann hætti sem stjórnarmaður. Fram komi í skýrslunni að Gildi hafi staðið af sér hrunið og líta þurfi yfir lengra tímabil en það sem gert er í skýrslunni. Sé horft til síð- ustu 10 ára sé meðalávöxtun sjóðsins á ári um 2%. „Þrátt fyrir allt sem á undan er gengið hefur Gildi staðið við sitt,“ segir Vilhjálmur og bendir á að frá stofnun Gildis árið 2005 hafi lífeyrisgreiðslur, verðlag og laun hækkað svipað. „Að sjálfsögðu tökum við allar ábendingar alvarlega og tökum fullt mark á því sem í skýrslunni stendur um hvað betur má fara. Við höfum í framhaldi af hruninu verið að laga og endurbæta mörg atriði. Fyrst og fremst höfum við styrkt eignastýringuna og aukið fagmennsku og dýpt í þeirri starfsemi. Við höfum ekki lokið þessari vinnu og munum efla áhættustýringuna enn frekar. Þegar upp er staðið finnst okkur Gildi hafa komið vel út úr þessu miðað við allt hrunið sem varð,“ segir Vilhjálmur og telur að almennt hafi íslenska lífeyrissjóðakerfið komist ótrúlega vel frá erfiðum aðstæðum. Sjóðir um allan heim hafi tapað fjármunum, í sumum löndum jafnvel meiru þó að þar hafi bankakerfi ekki hrunið eins og gerðist hér á landi í október 2008. bjb@mbl.is Ekkert tilefni til að hætta í stjórn Gildis Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-Iðju, Starfs- greinasambandsins og stjórnarmaður í Stapa lífeyr- issjóði, hefur líkt og Vilhjálmur ekki leitt hugann að því að segja sig frá stjórnarsetu í kjölfar skýrslunnar. Gegndi Björn um tíma formennsku í stjórn Stapa lífeyr- issjóðs. Hann segist hafa lýst því yfir í síðasta kjöri til stjórnar í Stapa að þetta yrði sitt síðasta kjörtímabil og ár sé eftir af því. Hann hafi verið lýðræðislega kjörinn í þá stjórn á síðasta aðalfundi Einingar-Iðju. Þá bendir Björn einnig á að hann sé nýkominn gegnum hæfismat Fjármálaeftirlitsins (FME) og hafi staðist matið í fyrstu tilraun. „Ábyrgð stjórnarmanna er sú að við þurftum að taka ákvarðanir, sumar góðar og aðrar slæmar. Það verður að meta málið heildstætt. Menn reyndu að meta þær upplýsingar sem fengust. Sjálfsagt hefðu menn gert hlutina öðruvísi ef þeir hefðu vitað allt sem seinna kom í ljós, eins og um stöðu bankanna,“ segir Björn. Aðspurður telur hann Stapa hafa farið varlega í fjárfestingum, t.d. ekki keypt mikið af hlutabréfum, og sjóðsfélagar hafi meira að segja gagnrýnt stjórnina á sínum tíma fyrir að hafa verið of varfærin í fjárfestingum. Að sögn Björns hefur allt regluverk lífeyrissjóðsins verið endurskoðað í kjöl- far bankahrunsins og ný fjárfestingarstefna mótuð. bjb@mbl.is Stóðst hæfismat FME í fyrstu tilraun „Ég var kosinn í stjórn árið 2007, ári fyrir hrun, og þá lá fjárfestingarstefna sjóðsins fyrir. Ég tel hæpið að kenna mér um allar þær fjárfestingar sem fóru í hruninu ári seinna,“ segir Guðsteinn Einarsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi, sem enn á sæti í stjórn Stafa lífeyrissjóðs. Þar eru stjórnarmenn kjörnir í tvö ár í senn og lýkur kjörtímabili Guðsteins í vor. Hann bendir á að fyr- irkomulagið sé öðruvísi í Stöfum en mörgum öðrum líf- eyrissjóðum, þ.e. að eingöngu sjóðfélagar sitja í stjórn- inni. „Menn hefðu örugglega mátt gera betur. Mat manna á stöðu mála þarna árið 2008 var augljóslega rangt og ekki má gleyma því að þau skilaboð sem bárust út í þjóðfélagið frá eftirlitsaðilum og stjórnmálamönnum voru ekki í þeim dúr að kerfið væri að hrynja. Þess vegna er hæpið að kenna einstaka mönnum um. Það er auðvelt að dæma menn eftir á en stjórnendur bankanna fóru greinilega með rangt mál og gerðu ekki rétta grein fyrir stöðu bankanna og horfum,“ segir Guðsteinn. Hann bendir á að stjórn Stafa hafi árið 2008 sett strangar reglur um boðs- ferðir og starfsmenn sjóðsins ekki farið í neinar „lúxusferðir“. Loks bendir Guðsteinn á að ríkistryggð skuldabréf hafi ekki verið í boði á markaðnum á þessum tíma og ef lífeyrissjóðir ættu ekki að fjárfesta í atvinnulífinu, hvar ættu þeir þá að fjárfesta. bjb@mbl.is Menn hefðu örugglega mátt gera betur Pétur H. Blöndal alþingismaður segir að í ljósi reynsl- unnar geti hann tekið undir að það hafi verið mistök af Alþingi að auka heimildir lífeyrissjóðanna til að kaupa hlutabréf. Nefnd sem rannsakaði lífeyrissjóðina gagn- rýnir þessar lagabreytingar. Alþingi breytti lögum um lífeyrissjóði á árunum 2004 og 2006 og jók heimildir þeirra til að kaupa hlutabréf úr 35% í 60%. Pétur var á þessum tíma formaður efnahags- og skattanefndar Al- þingis. „Ef maður gerir ráð fyrir að stjórnir lífeyrissjóð- anna séu faglegar og geri það sem þær eiga að gera ætti þetta að vera allt í lagi. Þessi lagabreyting var rökstudd á sínum tíma með þeim hætti að verið væri að auka möguleika sjóðanna til að fjárfesta. Lögin voru farin að þrengja að möguleikum sjóðanna til fjárfestinga,“ segir Pét- ur en bætir við að hafa verði í huga að lífeyrissjóðirnir hafi að meðaltali verið langt undir mörkunum, bæði fyrir og eftir þessa lagabreytingu. Þetta hafi því ekki haft afgerandi áhrif varðandi áhættu sjóðanna. „Þegar maður sér hvað stjórnir lífeyrissjóðanna voru lítið faglegar má segja að eftir á að hyggja hafi þetta verið mistök. Það hefði þurft að halda betur í höndina á þeim og passa þá betur. Maður spyr sig hins vegar hvers vegna stjórn- málamenn þurfi að hafa vit fyrir stjórnendum lífeyrissjóðanna,“ segir Pét- ur en hann hefur lagt fram frumvarp á þingi sem gengur m.a. út á að sjóðs- félagar eigi lífeyrissjóðina. egol@mbl.is Mistök að auka heimildir lífeyrissjóðanna

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.