Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Guðmundur Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Fasteignagjöld íbúðareigenda hækka milli ára í allflestum stærstu sveitarfélögum landsins samkvæmt könnun, sem Alþýðusamband Ís- lands (ASÍ) hefur gert á útsvari og fasteignagjöldum. Einu svæðin þar sem fasteigna- gjöld lækka eru Selfoss í Árborg og tvö hverfi í Reykjavík. Fasteignamat fyrir fjölbýli hækkaði hjá öllum 15 sveitarfélög- unum fyrir öll hverfi. Er hækkunin frá 0,5% upp í 19%. Mest var hækkunin í Árborg 19%, í Vestmannaeyjum 16% og í Reykjavík vestan Bræðraborgar- stígs 13%. Fasteignamat fyrir sérbýli hækk- ar einnig hjá öllum sveitarfélögun- um nema einu, Fjarðabyggð-Reyð- arfirði. Hækkunin er á bilinu 1-20%. Mesta hækkunin var í Árborg – Eyrarbakka 20%, hjá Reykjavíkur- borg vestan Bræðraborgarstígs um 19%, og hjá Kópavogsbæ í Kórum/ Hvörfum og vesturhluta Garða- bæjar, eða um 16%. Þrjú sveitarfélög hækkuðu Álagningarprósenta fasteigna- skatts er óbreytt hjá 10 sveitar- félögum af 15. Þrjú sveitarfélög hækka fasteignaskattinn: Ísafjörð- ur, um 44%, Fjarðabyggð um 16% og Hafnarfjörður um 14%. Þau sveitarfélög sem lækka álagningarprósent- una eru Reykjavík um 11% og sveitarfélagið Árborg um 7%. ASÍ segir, að þegar tekið sé tillit til breytinga á fast- eignaskatti miðað við nýtt fasteignamat 2012, komi í ljós að fasteignaskattur á fjölbýli hækki hjá allflestum sveit- arfélögunum um 0,5% upp í 48%. Mesta hækkunin er hjá Ísa- firði um 48%, Hafnarfirði - Setbergi um 21% og Fjarðabyggð – Reyð- arfirði um 20%. Aftur á móti lækki gjaldið um 4% hjá sveitarfélaginu Árborg – Selfossi og Reykjavík – Háaleiti/Skeifu og Fellum. Óbreytt útsvar víðast hvar Útsvarsprósentan er óbreytt frá árinu 2011 hjá 14 sveitarfélögum af þeim 15 fjölmennustu á landinu. Eina sveitarfélagið sem hækkaði útsvarið að þessu sinni er Reykja- vík, úr 14,4% í 14,48%. 13 af þeim 15 sveitarfélögum sem skoðuð voru innheimta hámarks leyfilegt útsvar sem er nú 14,48%. Lægst er útsvarið 13,66% í Garða- bæ og 14,18% á Seltjarnarnesi. Fasteignagjöld í stærstu sveitarfélögunum hækka  Fasteignaskattur lækkaði á Selfossi og í tveimur Reykjavíkurhverfum Sorphirðugjöld eru ekki tengd fasteignamati en innheimt á hverja tunnu. Fram kemur í könnun ASÍ, að gjaldið sé hæst á Ísafirði 43.659 krónur á tunnu og sé óbreytt frá síðasta ári. Lægsta gjaldið er á Seltjarnarnesi, 16.050 krónur á tunnu, sem er 63% lægra en á Ísafirði. Er verðmunurinn 27.609 krónur á ári. Sorphirðugjaldið hækkaði milli ára hjá 10 sveit- arfélögum af 15. Mesta hækkunin á milli ára var í Vestmannaeyjum en þar var gjaldið í fyrra 23.378 krónur á íbúð en er nú 31.534 krónur sem er 35% hækkun. Í Kópavogi nemur hækkunin 27% milli ára og 23% í Mosfellsbæ. Sorphirðugjald hæst á Ísafirði GJALD FYRIR SORPHREINSUN HÆKKAR Í 10 SVEITARFÉLÖGUM Í sumar gefst Íslendingum á aldr- inum 18-28 ára tækifæri til að fara í menningar- og ævintýraferð um slóðir íslensku landnemanna í Vest- urheimi. Snorri West verkefnið hef- ur verið starfandi í Manitobafylki í Kanada frá 2001 en nú gefst þátt- takendum einnig tækifæri til að ferðast um Íslendingaslóðir í Minnesota og Norður-Dakóta í Bandaríkjunum. Verkefnið er skipulagt af Þjóð- ræknisfélagi Íslendinga í Vest- urheimi (INL of NA), Íslend- ingadeginum í Gimli, Snorrasjóði og Íslendingafélögunum í fyrr- nefndum ríkjum. Það er styrkt af Icelandic Festival of Manitoba, Ca- nada Iceland Foundation og Gutt- ormsson Family Foundation. Tæplega fimm vikna ferð Flogið verður til Minneapolis 9. júlí þar sem fulltrúar Íslendinga- félagsins þar í borg taka á móti ungmennunum. Síðan verður ekið til Norður-Dakóta og ferðast um Ís- lendingabyggðir þar. Síðari hluti ferðarinnar verður í Manitobafylki í Kanada. Þátttakendur búa hjá fjölskyldum af íslenskum ættum, en komið verður aftur til Íslands að morgni 9. ágúst. Þátttökukostnaður er 2.200 kan- adadollarar og er þá allt innifalið, þ.e. flug, ferðir, gisting og matur víðast hvar. Umsóknarfrestur er til 15. mars n.k. og er hægt að nálgast umsókn- areyðublöð á www.snorri.is þar sem finna má frekari upplýsingar. Einnig er hægt að hafa samband við Ástu Sól Kristjánsdóttur, verk- efnisstjóra Snorraverkefna (asta- sol@snorri.is) á skrifstofu Þjóð- ræknisfélags Íslendinga og Söruh Isleifson verkefnisstjóra í Kanada (snorriwestna@yahoo.com). Snorri Vestur fyrir unga Íslendinga Morgunblaðið/Steinþór Manitoba Frá Íslendingadegi á Gimli. Reykjavíkurb. -V.Bræðrabst. 13,0% 19,3% 0,4% 6,0% Reykjavíkurborg - Fell 8,4% 5,5% -3,6% -6,2% Reykjavíkurb. - Háaleiti / Skeifa 8,0% 4,7% -4,0% -6,9% Kópavogsbær - Hjallar, Lindir 7,0% 11,6% 7,0% 11,6% Kópavogsbær -Vesturbær 8,4% 11,0% 8,4% 11,0% Kópavogsbær - Kórar /Hvörf 9,2% 16,0% 9,2% 16,0% Hafnarfjarðarkaupst. - Setberg 5,7% 9,2% 20,8% 24,8% Hafnarfjarðarkaupst. - Flensb. 4,5% 8,9% 19,4% 24,5% Hafnarfjarðarkaupstaður -Vellir 1,1% 13,4% 15,6% 29,6% Garðabær -Vesturhluti 7,1% 16,3% 7,1% 16,3% Garðabær - Sjáland 4,0% 8,9% 4,0% 8,9% Mosfellsbær -Teigar,Krikar 8,2% 12,3% 8,2% 12,3% Mosfellsbær - Leirvogstunga 12,0% 12,0% Mosfellsbær 9,2% 7,3% 9,2% 7,3% Ísafjörður 2,4% 12,8% 47,9% 62,9% Vestmannaeyjar 16,4% 9,8% 16,4% 9,8% Akureyri 5,2% 14,1% 5,2% 14,1% Seltjarnarneskaupstaður 10,0% 9,4% 10,0% 9,4% Akraneskaupstaður 2,2% 5,4% 6,7% 10,1% ReykjanesbærKeflavík 4,9% 8,0% 4,9% 8,0% ReykjanesbærNjarðvík 4,3% 8,0% 4,3% 8,0% Sveitarfélagið Árborg - Selfoss 3,4% 3,9% -3,9% -3,5% Sveitarf.Árborg - Eyrarbakki 18,6% 20,2% 10,1% 11,6% Fjarðabyggð - Reyðarfjörður 3,1% -4,3% 19,8% 11,3% Fjarðabyggð - Neskaupstaður 1,7% 4,5% 18,2% 21,5% Fljótsdalshérað - Fellabær 0,4% 1,1% 0,4% 1,1% Fljótsdalshérað - Egilsstaðir 8,2% 3,4% 8,2% 3,4% Sveitarf.Skagafj.- Sauðárkr. 7,5% 13,2% 7,5% 13,2% Fasteignaskattur á íbúðarhúsnæði 2011 og 2012 Breyting fasteignamats milli ára Fjölb. Sérb. Samtals breyting á gjöldum Fjölb. Sérb. Breyting fasteignamats milli ára Fjölb. Sérb. Samtals breyting á gjöldum Fjölb. Sérb. Andri Karl Guðni Einarsson Anna Lilja Þórisdóttir Samstaða, flokkur lýðræðis og vel- ferðar, kynnti stefnu sína og for- ystufólk á fundi í Iðnó í Reykjavík í gær. Stjórn flokksins mun sitja fram að fyrsta landsfundi hans. Flokk- urinn hefur sótt um listabókstafinn C. Lilja Mósesdóttir, formaður Sam- stöðu, sagði á fundinum að hún væri afar sátt við bókstaf flokksins, C. Með honum væri flokkurinn framarlega í röðinni og honum stillt upp við hlið stóru flokkanna. Þá sagði hún ein- kennandi fyrir bókstafinn þörf sam- félagsins fyrir C-vítamín. Lilja var spurð hvort Samstaða gæti unnið með öðrum stjórn- málaflokkum fengi flokkurinn stuðn- ing í næstu alþingiskosningum. Lilja sagðist ekki hafa séð kosningastefnu- skrár hinna flokkanna en það myndi mótast af þeim. Hinir flokkarnir hefðu ekki verið stefnufastir að und- anförnu þannig að stefna þeirra gæti breyst. Líkur væru á því að Samstaða gæti átt í góðu samstarfi við hvern sem væri. Í stefnuskrá Samstöðu, flokks lýð- ræðis og velferðar, segir m.a. að flokkurinn vilji „öflugt norrænt vel- ferðarkerfi sem tryggir almennan rétt til velferðarþjónustu án tekju- tengingar“. Þá telur flokkurinn rétt allra til atvinnu vera mannréttindi. Samstaða vill að eigendur og not- endur lands greiði „gjöld af land- og auðlindanotkun til ríkis, sveitarfélaga eða landshlutasamtaka eftir því sem við á“. Þá telur flokkurinn brýnt að „lög og skipulag sjávarútvegs- og landbúnaðar verði endurskoðuð til að draga úr samþjöppun eignarhalds og tryggja hagsmuni almennings“. Einnig vill Samstaða „að verð- trygging neytendalána verði afnumin og komið verði á norrænu fast- eignalánakerfi. Gera þarf skipulags- breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. Samstaða vill að hið opinbera tryggi öllum lífeyrisþegum viðunandi lífeyri án skerðingar (gegnumstreym- iskerfi). Til viðbótar greiði fólk í líf- eyrissjóði en geti valið í hvaða sjóð er greitt hvort sem er hér á landi eða er- lendis. Samstaða vill efla sjóðsfélaga- lýðræði og gagnsæi í lífeyr- issjóðakerfinu“. Lilja sagði í samtali við mbl.is í gær að aðgreina þyrfti samtrygg- ingakerfið sem ætti alfarið að vera í almannatryggingakerfinu og al- mannatryggingar ættu að tryggja lágmarkslífeyri. Til hliðar við það ættu að vera fjárfestingarsjóðir sem ávöxtuðu viðbótarlífeyri landsmanna. „Það er ljóst að það þarf upp- stokkun á lífeyrissjóðakerfinu, það er allt of stórt fyrir íslenskt efnahagslíf. Ef við ætlum að taka á skuldavanda heimilanna og væntanlegu gengisfalli við afnám gjaldeyrishafta, þá verðum við að taka á lífeyrissjóðakerfinu og stokka það upp,“ sagði Lilja. Slóðin á heimasíðu Samstöðu er xc.is, en þar má lesa stefnuskrá og um flokks- starfið. Samstaða er C-vítamín samfélagsins  Nýr flokkur undir forystu Lilju Mósesdóttur alþingismanns kynntur  Samstaða, flokkur lýðræðis og velferðar, vill m.a. öflugt norrænt velferðarkerfi með velferðarþjónustu án tekjutengingar Morgunblaðið/Ómar Samstaða Lilja Mósesdóttir, alþingismaður og formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, kynnti stefnumál og áherslur flokksins á fundi í gær. Hún telur góðar líkur á að Samstaða geti starfað með öðrum flokkum. Úr stefnuskrá » Samstaða telur „að við nú- verandi aðstæður sé hags- munum Íslands best borgið ut- an ESB en leggur áherslu á að samningaviðræðunum verði lokið án tafar og niðurstaðan fari í þjóðaratkvæðagreiðslu.“ » Samstaða vill að landið og aðrar auðlindir verði í eigu landsmanna, enda sé það for- senda fullveldis þjóðarinnar. Hún vill veita ríkinu forkaups- rétt á landi þegar samfélags- legir hagsmunir krefjast þess, m.a. til þess að koma í veg fyrir spákaupmennsku..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.