Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 15
Undanfarin ár hefur Ljósið, endurhæfingar- og stuðn- ingsmiðstöð, haldið námskeið fyrir börn sem eiga ná- kominn fjölskyldumeðlim sem hefur greinst með krabbamein. Námskeiðin hafa gefist mjög vel og er nauðsynlegt að allir fjölskyldumeðlimir fái stuðning þegar greining á sér stað. Á námskeiðunum fá börnin tækifæri til að efla eigið sjálfstraust, vinna með sam- skipti og samvinnu, tjáningu og leik. Þau verða meðvit- aðri um eigin færni, líðan og jákvæðni. Námskeiðin eru upprunnin frá Foreldrahúsi og hefur Elísabet Lorange listmeðferðarfræðingur umsjón með þeim auk þess sem iðjuþjálfi með menntun í ævintýrameðferð kemur að námskeiðunum. El- ísabet hefur unnið með börnum og ungmennum í yfir 15 ár. Nú er að fara af stað nýtt 10 vikna námskeið fyrir 7-9 ára börn. Námskeiðin eru styrkt af Velferðarsjóði barna og eru því ókeypis. Frekari upplýsingar er að finna á www.ljosid.is. Börnin þurfa líka á stuðningi að halda Elísabet Lorange FRÉTTIR 15Innlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Franski spítalinn á Fáskrúðsfirði. Endurreisn sögufrægra húsa á Fá- skrúðsfirði er nú komin á áætlun en samkomulag hefur náðst um fjár- mögnun verkefnisins milli Minja- verndar og Virðingar hf. Verkefnið felst í endurbyggingu sögufrægra húsa á Fáskrúðsfirði. Verður Franski spítalinn frá 1903 þar í öndvegi, en húsið var að hruni komið enda verið í niðurníðslu í nær hálfa öld. Hótel og önnur tengd starfsemi er einnig á teikniborðinu. Endurreisa hús Iceland Express og Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride hafa und- irritað samstarfssamning sem felur í sér stuðning Iceland Express við Hinsegin daga fyrir hátíð þeirra í ár. Mun félagið m.a. sjá um að flytja erlenda listamenn sem koma fram á hátíðinni til Íslands. „Hinsegin dagar í Reykjavík eru einn stærsti og mikilvægasti við- burður í landinu ár hvert og draga til sín hátt í hundrað þúsund gesti. Hátíðin er vel þekkt í útlöndum og ætla má að hundruð ef ekki þús- undir ferðamanna sæki hátíðina ár hvert. Iceland Express mun taka þátt í því með Hinsegin dögum að kynna hátíðina enn frekar í öðrum löndum,“ segir í tilkynningu. Þorvaldur Kristinsson, forseti Hinsegin daga, og Þórunn Reyn- isdóttir, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Iceland Express, skrifuðu undir samninginn. Með þeim á myndinni eru frá vinstri: Jón Sævar Baldvinsson og Eva María Þórarinsdóttir, stjórnarfólk í Hinsegin dögum, og Sigríður Helga Stefánsdóttir markaðsfulltrúi og Heimir Már Pétursson upplýsinga- fultrúi frá Iceland Express. Semja um stuðning við Hinsegin daga Matvælastofnun, í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og Matís, heldur fræðslufund um eft- irlit með áburði miðvikudaginn 8. febrúar 2012 kl. 15:00-16:30 á Stór- höfða 23. Á fundinum verður fjallað um framkvæmd áburðareftirlits hérlendis, kadmíum og uppsöfnun þungmálmsins í jarðvegi og land- búnaði, ásamt mögulegum áhrifum þess á lýðheilsu. Fyrirlesarar: Val- geir Bjarnason, sérfræðingur áburðareftirlits hjá Matvælastofn- un, Ríkharð Brynjólfsson, prófess- or við Landbúnaðarháskóla Íslands, og Ólafur Reykdal, verkefnastjóri hjá Matís. Hægt verður að fylgjast með fræðslufundinum í beinni út- sendingu á vef Matvælastofnunar. Eftirlit með áburði STUTT Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík hélt um helgina sjöttu verðlauna- hátíð sína til heiðurs nýsveinum. Há- tíðin var í Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík. Alls luku 23 sveinar úr 10 iðn- greinum burtfararprófi með af- burðaárangri 2011 og koma þeir frá átta skólum á öllu landinu. Undan- farin fimm ár hefur IMFR heiðrað 78 nýsveina úr 21 iðngrein frá 12 verkmenntaskólum. Jafnframt viðurkenningum ný- sveina var Ragnar Axelsson, ljós- myndari, tilnefndur og heiðraður sem iðnaðarmaður ársins. Veitt var viðurkenning fyrir sam- starf hönnuða og framleiðenda. Hana hlutu fyrirtækin GO Form De- sign Studio og Brúnás Innréttingar. Háskólinn í Reykjavík bauð þremur nýstúdentum til náms með niðurfell- ingu skólagjalda á haustönn 2012. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík var stofnað 1867 og fagnar nú 145 ára afmæli. Tilgangur þess frá upp- hafi hefur verið að „efla menningu og menntun iðnaðarmanna og styrkja stofnanir sem starfa í þeirra þágu“. Iðnsveinar af öllu landinu voru heiðraðir fyrir afburðaárangur á burtfararprófi Börnin í leikskólanum Undralandi á Flúðum héldu að venju upp á dag leikskólans með því að fara í heimsókn í verslunina Strax. Þar sungu börnin fyrir starfsmenn og gesti og hengdu upp listaverk í versluninni. Alls eru 35 börn í Undralandi. Á myndinni sjást þau ásamt Halldóru Hall- dórsdóttur skólastjóra og Agnesi Böðvarsdóttur, versl- unarstjóra Strax. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Börnin sungu og gáfu listaverk Umsögn þrettán náttúruvernd- arsamtaka um drög að þingsálykt- unartillögu um verndun og orku- nýtingu landsvæða verður kynnt í Þjóðminjasafninu í dag, miðviku- dag, kl. 12-13:30. Framsöguerindi flytur Rannveig Magnúsdóttir, sem ritstýrði umsögn samtakanna. Almennar umræður verða að loknu erindi Rannveikar. Samtökin þrettán leggja til að hægar verði farið í frekari orku- uppbyggingu í jarðvarma og vatnsafli og fleiri svæðum hlíft en tillögudrögin gera ráð fyrir. Samtökin leggja til að stofnaður verði þjóðgarður á miðhálendi Ís- lands og eldfjallaþjóðgarður á Reykjanesskaga. Ennfremur leggja samtökin til að Jökulsárnar í Skagafirði og dýrmæt nátt- úrusvæði í Skaftárhreppi fari í verndarflokk, svo eitthvað sé nefnt. Náttúruverndarsamtök kynna umsögn Fylgstu með Ebbu útbúa einfalda og bragðgóða heilsurétti í MBL sjónvarpi á hverjum miðvikudegi. - heilsuréttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.