Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 08.02.2012, Blaðsíða 33
MENNING 33 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 2012 Muck, hljómsveit þeirra Ása Þórð- arsonar trommuleikara, Indriða Arnars Ingólfssonar, gítarleikara og söngvara, Karls Thorsen Stallborn gítarleikara og Lofts Einarssonar bassaleikara, gaf nýlega út diskinn Slaves. Á diskinum leyfir hljóm- sveitin tilraunastarfseminni að flæða og prófar sig áfram á skemmtilegan hátt með hin ýmsu hljóð og notar m.a. til þess borvél í einu laganna. „Það er helst í laginu Muck þar sem við leyfum tilraunastarfseminni að flæða en í því lagi notum við bor- vél til að bora í heimasmíðaðan gítar yfir takti. Þá endum við á að brjóta gítarinn með hamri í herbergi með einum hljóðnema,“ segir Ási, að- spurður um borvélina á diskinum. Hljómsveitin, sem var stofnuð ár- ið 2008, hóf vinnslu plötunnar árið 2010 og því mætti segja að fæðingin hafi tekið sinn tíma. „Hugmyndin að plötunni kom eftir tónleikaferð í Danmörku og Þýskalandi og eftir það fórum við að vinna að gerð hennar. Það kom síðan strik í reikn- inginn þegar söngvari hljómsveit- arinnar hætti en hann hafði ekki lengur tök á því að vera með okkur. Þá var búið að taka upp alla grunna á plötuna og við vissum ekki alveg hvað við áttum að gera. Eftir það fór svo nokkur tími í að vinna nýja texta og koma með raddhugmyndir.“ Útrás og sveitaballarúntur Nokkrir erlendir aðilar hafa sýnt plötunni áhuga og þá hefur hljóm- sveitinni boðist að vinna með kynn- ingarfyrirtækinu Prescription PR að kynningarmálum í Bretlandi, en það hefur unnið með útgáfurisum á borð við Universal, Warner Music og Sony og vann t.a.m. með Mínus þegar sveitin ferðaðist um Bretland. „Það er ekkert fast í hendi enn en við stefnum á að halda tónleika úti. Fyrst verða þó útgáfutónleikar í byrjun mars hér á Íslandi,“ segir Ási og bætir því við að sveitin sé að skipuleggja vorið og sumarið. Að- spurður um tónleikahald á Íslandi segist Ási spenntur fyrir íslenska sveitaballarúntinum. „Það væri geð- veikt að taka hann. Okkur langar virkilega til þess og hann er alveg inni í myndinni ef það stendur til boða.“ Plata hljómsveitarinnar fæst á gogoyoko og á diski en er enn ekki komin á vínil. „Vínill væri ákveðinn klassi en það kostar sitt og eins og stendur höfum við ekki ráð á því.“ vilhjalmur@mbl.is Tónlistarmenn Meðlimir Muck voru upphaflega fimm en eru nú fjórir. Skuggaleg skemmtun Muck á diskinum Slaves Spænski myndlistarmaðurinn Antoni Tapies dó í gær 88 ára að aldri. Hann hafði verið við slæma heilsu síðan 2007 og hafði heilsu hans hrakað verulega síðustu ár. Hann er þekktur fyrir að gera list úr hversdagslegum hlutum sem hann eyðilagði á sinn sérstaka hátt. Tapis var snemma á ferli sínum undir töluverðum áhrifum frá súrrealisma og leit nokkuð til málara á borð við Miro og Klee. Seinna átti hann eftir að finna sér og þróa sinn eigin stíl. Árið 2003 hlaut hann hin virtu Velazquez-verðaun fyrir list sína sem þykir mikill heiður á Spáni. Spænski listamaðurinn Antoni Tapies dó í gær 88 ára AP Listamaður Antoni Tapies hlaut m.a. Velazquez-verðlaunin. MIÐASALA Á WWW.SAMBIO.IS ONE FOR THE MONEY kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 ONE FOR THE MONEY kl. 8 - 10:20 2D VIP MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 CONTRABAND kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 16 CONTRABAND kl. 5:40 2D VIP 50/50 kl. 10:40 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L SHERLOCK HOLMES 2 kl. 8 - 10:40 2D 12 MISSION IMPOSSIBLE 4 kl. 8 2D 12 STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN Ísl. tal kl. 5:50 3D L / ÁLFABAKKA ONE FOR THE MONEY kl. 5:30 - 8 - 10:30 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 5:40 - 8 - 10:20 2D 12 WAR HORSE kl. 9 2D 12 J. EDGAR kl. 6 2D 12 UNDERWORLD: AWAKENING kl. 8 - 10:10 2D 16 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5:40 2D L / EGILSHÖLL / KRINGLUNNI / KEFLAVÍK / AKUREYRI / SELFOSSI ONE FOR THE MONEY kl. 10 2D 12 WAR HORSE kl. 5 - 8 - 10:50 2D 12 J. EDGAR kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:45 2D 12 PRÚÐULEIKARARNIR Ísl. texti kl. 5 2D L THE HELP kl.5 -7:10 2D L NÆSTU SÝNINGAR Á FÖSTUDAG ONE FOR THE MONEY kl. 8 2D 12 CHRONICLE kl. 10:20 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:10 2D 12 50/50 kl. 8 2D 12 SÝND Í EGILSHÖLL OG KEFLAVÍK ONE FOR THE MONEY kl. 8 2D 12 MAN ON A LEDGE kl. 10:10 2D 12 WAR HORSE kl. 8 2D 12 SHERLOCK HOLMES 2 kl. 10:30 2D 12 ÍSLENSKUR TEXTI HHHHH - ARIZONA REPUBLIC SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG AKUREYRI „ENNÞÁ BESTIR“ HHHH KG-FBL LOS ANGELES TIMES HHHH SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI SÝND Í EGILSHÖLL OG KRINGLUNNI CHICAGO SUN-TIMES HHHH NÝJASTA MEISTARAVERK STEVEN SPIELBERGMÖGNUÐ SPENNUMYND K.S. - NEW YORK POST HHHH R.C. - TIME HHHH TILNEFNINGAR TIL ÓSKARSVERÐLAUNA BESTA MYNDIN6 YFIR 20.000 MANNS! KATHERINE HEIGL Í SINNI BESTU MYND TIL ÞESSA STÓRSKEMMTILEG MYND MEÐ KATHERINE HEIGL Í AÐALHLUTVERKI SÝND Í ÁLFABAKKA, EGILSHÖLL, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í EGILSHÖLL SÝND Í ÁLFABAKKA OG KEFLAVÍK M.M. - Biofilman.is HHHH T.V. - Kvikmyndir.is HHHH BYGGÐ Á METSÖLUBÓKUNUM UM STEPHANIE PLUM –– Meira fyrir lesendur PANTAÐU AUGLÝSINGAPLÁSS . MEÐAL EFNIS: Viðtöl við fyrirlesara ráðstefnunnar. Viðtal við formann Ímark. Saga og þróun auglýsinga hér á landi. Neytendur og auglýsingar. Nám í markaðsfræði. Góð ráð fyrir markaðsfólk Tilnefningar til verðlauna í ár - Hverjir keppa um Lúðurinn? Fyrri sigurverarar íslensku markaðsverðlaunanna. Ásamt fullt af öðru spennandi efni. ÍMARK íslenski markaðsdagurinn Morgunblaðið gefur út ÍMARK sérblað fimmtudaginn 23. febrúar og er tileinkað Íslenska markaðsdeginum sem ÍMARK stendur fyrir en hann verður haldinn hátíðlegur 24. febrúar. nk. PÖNTUNARTÍMI AUGLÝSINGA: Fyrir kl. 16, föstudaginn 17. feb. Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: S É R B L A Ð

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.