Málfríður - 01.10.2013, Side 6

Málfríður - 01.10.2013, Side 6
Hvað er raunfærni og raunfærnimat? Raunfærnimat er skipulegt ferli þar sem með formlegum hætti er lagt mat á alhliða þekkingu og færni einstaklings . Matið getur byggst á skólagöngu, starfsreynslu, starfsnámi, frístundanámi, framhaldsfræðslu, félagsstörfum og lífs- reynslu viðkomandi . Raunfærnimat er einkum ætlað fólki sem hefur verið á vinnumarkaði í a .m .k . þrjú ár og náð tuttugu og þriggja ára aldri að lágmarki . Viðkomandi skal hafa aflað sér þekkingar, leikni og hæfni á tilteknu sviði sem nýst getur í námi til loka- prófs eða til skilgreindra starfa á vinnumarkaði (reglugerð nr. 1163 um framhaldsfræðslu) . Raunfærnimat byggir ekki á afslætti á þekkingar- kröfum heldur greiningu á því hvaða þekking er fyrir hendi. Oftast eru þekkingarviðmiðin sem metin eru á móti sótt í námskrár en einnig er unnt að sækja þau í starfslýsingar á vinnumarkaði, óháð námskrám. Raunfærnimat er ekki séríslenskt fyrirbrigði, það hefur rutt sér til rúms víða í Evrópu. Við uppbygg- ingu raunfærnimats á Íslandi er horft til leiðbeininga Cedefop (European guidelines for validating non-for- mal and informal learning). Að hvaða leyti er raunfærnimat öðruvísi en stöðupróf? Raunfærnimat byggir á skilgreindu ferli sem á sér stoð í lögum um framhaldsfræðslu. Myndaðir eru hópar um hvert verkefni og tíminn frá því verkefnið hefst og þangað til niðurstöður liggja fyrir er um þrír mánuðir. Gerðar eru kröfur um lífaldur og starfsreynslu á því sviði þar sem raunfærnimat á að fara fram. Hægt er að kynna sér raunfærnimat frekar á vef Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins, www.frae.is. Í hvaða greinum er boðið upp á raunfærnimat? Þegar er opið fyrir raunfærnimat í 35 greinum á fram- haldsskólastigi, og árið 2015 er gert ráð fyrir að búið verði að opna fyrir 40 til viðbótar. Leiðirnar sem eru opnar í dag 6 MÁLFRÍÐUR Haukur Harðarson, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins Haukur Harðarson Matsaðferðir: Raunfærnimat, nú líka í tungumálum Verkefnastýring Endurgjöf – Ráðgjöf Upplýsingar Skimun Skráning á raunfærni Sjálfsmat Matssamtal Mögulegar niðurstöður Uppfyllir viðmið Þarfnast nánari staðfestingar Uppfyllir ekki viðmið Staðfesting á raunfærni Viðurkenning Vottun Undir­ búningur Hagsmuna­ aðilar Fjármögnun Færniviðmið Stýring Fyrir hverja Eftirfylgni að loknu mati Ráðgjöf Leiðir eftir raunfærnimat Starf og/eða nám

x

Málfríður

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.