Málfríður - 01.10.2013, Page 9

Málfríður - 01.10.2013, Page 9
Við vorum mjög ánægð með samstarf okkar við kenn- arana og áttum við saman líflegar, fræðandi og vin- samlegar umræður. Við vonum að allir kennararnir eigi auðveldara með að þróa sín próf, og að þeim líði betur, því að svo virtist sem núverandi próf væru samin af aðeins einum einstaklingi án stuðnings frá starfsfélögum. Lagðar voru fram tillögur um að þeir deildu reynslu sinni sín á milli. Skipuleggjendur hyggjast þróa vefsíðu sem væri helguð tungumálamati og kennarar hefðu aðgang að, til þess: 1. að deila reynslu sinni innbyrðis 2. að deila með sér gögnum sem unnin eru fyrir próf hvers og eins Síðast en ekki síst skal nefnd mikilvæg ákvörðun Félags frönskukennara um að fylgja eftir niðurstöðum vinnustofunnar með því að þróa nýtt A2-próf í septem- ber. Sérfræðingar ECML munu fá þetta próf í hendur. Meginástæðan fyrir hinum framlögðu breytingum var sú von sérfræðinganna að: • auka gildi prófsins með því að einbeita sér meira að þeim hæfnisþáttum sem við viljum prófa; • auka gildi prófsins með því að huga að hlutverki prófsins; • auka áreiðanleika með því að draga meðal ann- ars úr mistökum í fyrirgjöf; • auka möguleikana á að tengja við CEFR með því að einbeita sér að viðeigandi CEFR skilgreining- um; • vinna að því að tengja prófið við hæfnisstig A2, B1, B2 í CEFR. MÁLFRÍÐUR 9 Gilles að útskýra fyrir Brynhildi formanni . Dönskukennarar ræða verkefni .

x

Málfríður

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Málfríður
https://timarit.is/publication/1081

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.