Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 1
27. árgangur • Vestmannaeyjum 26. október 2000 * 43. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 TILfundarvið Keikó, Mynd: GuömundurÁsmundsson Ágæt síldveiði Ágætur gangur hefur verið í sfld- veiðum og vinnslu að undanförnu. Hjá Isfélaginu var í gær búið að taka á móti um 800 tonnum af sfld. Antares hafði landað tvisvar og Gullberg einu sinni. Antares er svo væntanlegur í nótt með þriðja farminn. Skipin hafa fært sig af austursvæðinu vestur fyrir og hafa vrið að veiðum í Kolluál. Jón Ólafur Svansson, hjá Isfélaginu, segir að sfldin að austan hafi verið nokkuð blönduð en meira um stærri og betri sfld í þeim afla sem fengist hefur af vestursvæðinu. Milli 40 og 50 manns hafa unnið við vinnslu sfldarinnar hjá Isfélaginu. Sighvatur Bjamason VE hélt til sfld- veiða á laugardag og í gær var hann kominn með um 200 tonn af sfld. „Við bara bíðum spennt, áætlað er að Sighvatur komi hingað aðfaranótt föstudags og okkur er ekkert að van- búnaði að hefja þá vinnslu," segir Þorsteinn Magnússon hjá Vinnslu- stöðinni. Sighvatur verður eina skipið sem landa mun sfld hjá Vinnslu- stöðinni. Áætlað er að vinna við sfldina verði tvo til þijá daga í viku og munu milli 40 og 50 manns koma að þeirri vinnslu. Þá daga sem ekki er unnið í sfld verður unnið við bolfisk sem kemur af togaranum Jóni Vídalín og þeim tveimur netabátum sem gerðir eru út hjá Vinnslustöðinni. Vestmannaeyingar missa forræði yfir Herjólfi: Uppsögn áhafnar -verður fyrsta skrefið og næst er að undirbúa flutning af Básaskersbryggjunni í dag má gera ráð fyrir að til tíðinda dragi í Herjólfsmálinu. Kærunefnd útboðsmála fjallaði á þriðjudaginn um kæru stjórnar Herjólfs hf. sem telur kostnaðaráætlun Vegagerð- arinnar ekki standast útboðslýs- inguna. Samkvæmt heimildum blaðsins er komin upp sú staða að nefndin getur ekki tekið afstöðu til kærunnar. Það er því fátt annað í stöðunni fyrir stjórnina en að segja upp áhöfninni og undirbúa brott- flutning af Básaskersbryggjunni. Kæra stjómar Herjólfs til kæm- nefiidar, sem lögð var fram um leið og frestur Vegagerðar rann út til að ákveða hvaða tilboði yrði tekið, átti að koma í veg fyrir bindandi samning við Samskip sem átti lægsta tilboðið. Áður en fresturinn rann út ákvað Vegagerðin að semja við Samskip sem var eðlilegt, miðað við stöðu mála. Þrátt fyrir að vegamálastjóri hafi ekki viljað viðurkenna að gerður hafi verið bindandi samningur við Sam- skip eftir að kæran kom fram hafa Fréttir fyrir því áreiðanlegar heimildir að svo sé. Sömu heimildir segja að þetta hafi orðið til þess að kærunefnd útboðsmála hafi ekki getað tekið af- stöðu úl kæru stjómar Herjólfs á fundi sínum á þriðjudaginn. Heimildarmaður segir þetta vafa- saman gjöming og ef satt er telur hann þetta enn eina staðfestinguna á því að Vegagerðin vilji ekki sjá að Eyjamenn hafi forræði yfir Heijólfi. Einhvem pata virðist stjómin hafa haft af meintum samningi því hún bað um ffest og ef hann fengist ekki vildu þeir draga kæmna til baka. „Þetta var gert á þeim forsendum að þegar væri búið að skrifa undir og það væri ekki til neins að strögla lengur," sagði heimildarmaðurinn. Magnús Jónasson, framkvæmda- stjóri Heijólfs, vildi hvorki játa þessu né neita þegar rætt var við hann í gær. „Eg hef ekki ennþá fengið neitt staðfest af fundi nefndarinnar og á meðan er lítið um málið að segja,“ sagði Magnús. Aftur á móti segja heimildir Frétta að öllu starfsfólki Herjólfs hf. verði sagt upp á næstu dögum. I stöðunni sé ekki um annað að ræða. Það er því einsýnt að Eyjamenn munu sjá á eftir Heijólfi og nokkmm störfum frá og með næstu áramótum. Ungu fólki f jölgar á atvinnuleysisskrá í lok september voru atvinnulausir á Suðurlandi 71 að tölu, 54 konur og 17 karlar. Hafði þeim fækkað um 19 frá því á sama tíma í lok ágúst. Af þessum 71 voru flestir atvinnulausir á Árborgarsvæðinu eða 41. Þessar tölur svara til 0,6% atvinnuleysis á Suðurlandi en atvinnuleysi á landinu öllu var í september 0,9% og hefur ekki komist niður fyrir 1% síðan 1991. I Vestmannaeyjum vom atvinnulausir í september rétt um 30 talsins og í gær vom 28 atvinnulausir á skrá í Vestmannaeyjum. Það sem hvað helst vekur athygli við skráningu atvinnulausra er hve hlutur ungs fólks hefur aukist að undanfömu. Stór hópur þeirra sem skráð hefur sig, er fæddur á tímabilinu 1978 til 1983, fólk um og innan við tvítugt. Hvað veldur þeirri þróun er ekki gott að segja en fram til þessa hefur þessi hópur yfirleitt átt auðveldara með að fá vinnu en þeir sem eldri em. TM-ÖRYGGI TTTT jgL 1 iirvix I wwi FYRIR ÖRVGGI FJÖLSKYLDUNA Sameinar öll tryggingamánn -áó/íum svidum.1 , á einfaldan og hagkvæman háll áé4 Vetraráæl Manud. - laugard. Sun nud. Aukaferö a föstud. F i á»Eyj u iii kl. 08.15 kl. 14.00 kl. 15.30 F i a Þ n 11 a l< s h o f n kl. 12.00 kl. 18.00 kl. 19200 Sími 481 2800 - Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.