Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 18
18 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Landa- KIRKJA - hjartanlega velkomin! Fimmtudagur 26. október Kl. 10 - 11.30. Foreldramorgunn. Samvemstund foreldra með ungum bömum sínum. Stutt helgi- stund í kirkjunni og spjall. Kl. 17.30 - 18.30. TTT - kirkjustarf 10-12 árakrakka. Föstudagur 27. október Kl. 15.00. Æskulýðsfélagar Landa- kirkju safnast saman í afgreiðslu Herjólfs til brottfarar á æskulýðs- mót í Hlíðardalsskóla. Laugardagur 28. október Kl. 11.30. Æfing hjá Litlum læri- sveinum í Safnaðarheimilinu, eldri og yngri hópur saman. Sunnudagur 29. október, sið- bótardagurinn Kl. 11.00. Bamaguðsþjónusta. Sunnudagaskóli með spjalli, sögu, leik og lofgjörð. Kl. 14.00. Messa með altaris- göngu. Yfirskriftin er „Borgin mín, Eyjar 2010“ í tilefni siðbótar- dagsins. Kaffisopi og spjall á eftir í Safnaðarheimilinu. Kl. 20.30. Æskulýðsfundur fellur niður vegna hópferðar á æsku- lýðsmót f Hlíðardalsskóla. Mánudagur 30. október Kl. 20.00. Vinnufundur Kvenfé- lags Landakirkju vegna jóla- bazars. Þriðjudagur 31. október Kl. 16.30. KKK Krakka- Klúbburinn Kirkjuprakkarar hóp- ast utan um Hrefnu og aðstoðar- fólkið hennar. Miðvikudagur 1. nóvember Kl. 12.00. Kyrrðar- og bænastund í 20 mín. Kl. 20 - 22.00. Opið hús fyrir ung- linga 8., 9. og 10. bekkjar. Fimmtudagur 2. nóvember Kl. 10.00 Foreldramorgunn. Krist- ín Sigurðardóttir kynnir ungbama- nudd. Samvemstund foreldra með ungum bömum sínum. Kl. 17.30. TTT - kirkjustarf 10-12 ára krakka, sem em hressir í meira lagi. Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagurinn Kl. 20.30 Biblíulestur Laugardagur Kl. 20.30 Bænasamkoma - um- sjón Lilja Óskarsd. Sunnudagur Kl. 15.00 Vakningarsamkoma - Þriðjudagur Kl. 17.30 Krakkakirkjan Verið hjartanlega velkomin að leita Drottins meðan hann er að finna! Hvítasunnukirkjan Allir hjartanlega velkomnir Aðventkirkjan Laugardagur 26. október Kl. 10.00 Biblíurannsókn. Kl. 11.00 Guðsþjónusta, gestur helgar- innar Eric Guðmundsson. Allir hjartanlega velkomnir. Biblían talar sími 481-1585 nln. ^iiui IIIIBII. j| - - líj! Illllllll IIIIIIPL iá 4iiii JÓHANNI. Guðmundsson, eða Diddi á fluginu, eins og flestir kalla hann, lét um síðustu mánaðamót af störfum sem flugvallarstjóri. Diddi hefur tengst flugi í Vestmannaeyjum í rúma þrjá áratugi og síðast starfaði hann sem flugvallarstjóri. Af tilefni þessara tímamóta efndu fyrrum samstarfsmenn Didda og Flugmálastjórn til samsætis þar sem honum voru þökkuð vel unnin störf. Diddi var leystur út með gjöfum frá flugmálastjórn, bæjarstjórn Vestmannaeyja, OLÍS og einkaflugmönnum í Vestmannaeyjum. Á myndinni eru Jón Baldvin Pálsson aðstoðardeildarstjóri flugvallarsviðs hjá Flugmálastjórn, Ingibergur Einarsson núverandi flugvallarstjóri, Diddi, Guðjón Hjðörleifsson bæjarstjóri, Bjarni Sighvatsson hugsanlegur arftaki Ingibergs, Haukur Hauksson yfirmaður flugvallarsviðs hjá Flugmálastjórn, Bjarni Halldórsson flugumferðarstjóri og Hildur Hauksdóttir flugumferðarstjóri. Frjálsar: Bikarkeppni FRI Unsmenna- félasið Óðinn bikarmeistari Bikurkcppni Frjálsíþróttasam- bandsins var haldin í síðasta mán- uði á Laugardalsvellinum. Dræm þátttaka var á mótinu, en ástæða þess er kannski, hversu seint sumars mótið var haldið og sumir bestu fjölþrautarrnennirnir ekki með. Meðal annarra var Jón Arnar Magn- ússon fjaiyi vegna undirbúnings keppni á Ólympíuleikunum. Tveir keppendur eru frá hverju félagi og samanlagður árangur talinn. UMF Óðinn sendi tvo keppendur í keppn- ina, þá bræður Guðjón og Áma Öla Ólafssyni, sem kepptu í tugþraut. Konur keppa í sjöþraut en UMF Óðinn sendi engan þáttakanda í kvennakeppnina að þessu sinni. Að sögn Guðjóns Ólafssonar gekk félögum í Öðni mjög vel. „Af tíu íþróttagreinum í tugþraut féllu sjö ný Vestmannaeyjamet og fjöldi persónu- legra meta, en við bræðumir höfum ekki æft í öllum greinum og emm til að mynda ekki þekktir hlauparar." Guðjón sagði að margir hefðu fallið úr tugþrautarkeppninni og mörgum hafi gengið illa. „Meðal annars heltist einn allra efnilegasti tugþrautarmaður Islands úr keppni í spjótkasti, sem var næstsíðasta grein, en það má ekki bregða mikið út af, því þá getur stigafjöldi hmnið í viðkomandi grein. Keppandi hefur bara þrjár tilraunir í langstökki, kúlu, kringlu og spjóti, en það getur verið mjög erfitt að ná toppárangri í öllum greinum." Svo fór að lokum að Guðjón Ólafsson varð bikarmeistari íslands með 4819 stig, sem telst mjög við- unandi árangur hjá manni sem æfir ekki tugþraut. Ámi Óli Guðjonsson varð í öðru sæti með 3094 stig. Þeir hlutu bikara að launum og UMF Óðinn því bikarmeistari í fjölþraut, en það er stærsti tiltill féalgsins frá upphafi. Guðjón Ólafsson segir að Óðinn hafi náð góðum árangri á þessu ári. „Uppskeran hefur verið mjög góð og reyndar sú besta frá stofnun félagsins. Að undanskildum þeim mótum sem Ámý Heiðarsdóttir náði á erlendri grundu, en hún varð Norðurlanda- og Evrópumeistari öldunga og silfurhafi á HM öldunga '94 í þrístökki. Vest- mannaeyiamet á þessu ári em nú orðin yfir 50.“ Árangur Guðjóns í bikarkeppninni: 100 m hlaup 13,35 sek.; langstökk 5,35 m; kúlukast 10,46 m; hástökk 1,74 m; 400 m hlaup 59,41 sek.; 110 m grindahl. 18,83 sek. sem er Vestm.eyjamet; kringla 27,84 m; stangarstökk 3,70 m; spjótkast 51,27 m; 1500 m hlaup 5,25,05 sek, sem er yestm.eyjamet. Árangur Árna Óla Guðjónssonar í bikarkeppninni: 100 m hlaup 13,61 sek.; langstökk 5,34 m; kúlukast 10,60 m sem er Vestm.eyjamet; hástökk 1,56 m; 400 m hlaup 65,74 sek.; 110 m grindahl. 21,51 sek; kringla ógilt; stangarstökk 2,80 m; spjótkast 46,11 m; 1500 m hlaup ógilt. SÁLARHORNIÐ Íris Guðmundsdóttir skrifar s Ahugi „Hinn raunverulegi leyndardómur við velgengni er brennandi áhugi - eldmóður“ Walter Crysler Sannur áhugi, sá sem ólgar upp frá innri uppsprettum er andlegs eðlis. Orðið áhugi á ensku, „enthus- iasm“ er komið af tveim grískum orðum „en“ og „theos“ sem þýðir fylltur af anda Guðs. Einhvers staðar las ég að ein af orsökum þunglyndis (fyrir utan efnafræðilegu hliðina) sé áhugaleysi, að fólki, sem einhverra hluta vegna missir móðinn, lífsviljann, áhugann, sé hættara við þunglyndi en öðrum. Þetta er vel þekkt þar sem sorgin og langvarandi streita hafa bankað upp á. Það versta sem ég veit er eirðar- leysi, þetta óþolandi tómarúm sem fyllir alla vitundina og er svo sársaukafullt. Við keppumst við að fylla upp í tómarúmið með alls konar áhugamálum og athöfnum. Það getur skipt sköpum hvert við sækjum þann þrótt, með hverju við fyllum tómarúmið, og hvort það vari áfram. Rifjum upp söguna í Biblí- unni af konunni við brunninn. Vatnið sem Kristur bauð henni var lífsins vatn sem var óþrjótandi. „Þann sem drekkur af þessu vatni mun aldrei þyrsta framar," sagði hann við konuna sem vissulega var orðin langþreytt og áhugalaus. Hún hafði læðst út að brunninum þegar enginn sá til, því skömmin yfir lífi hennar var mikil. Hún hafði reynt að fylla upp í tómarúmið í lífi sínu, en sótti í uppsprettu sem var ekki góð, og skaðaði einungis hana sjálfa sem og aðra. Og ekki hafði sú uppspretta varað. Hún hafði verið í sam- böndum við marga menn, kvænta og ókvænta, sem fylltu líf hennar eingöngu af sorg og drógu úr henni allan lífskraft. Vatnið sem Kristur talaði um við hana. var ekki það sem við sækjum í kranann, heldur andi hans! Konan fylltist af svo miklum eld- móði við orð Krists að hún hljóp inn í bæinn og sagði öllum sem á vegi hennar urðu hvað Jesús hafði sagt við hana. Sú sama og hafði læðst út um hádegið þegar aðrir héldu sig innandyra vegna hitans, hafði lagt á sig að bera vatn úr brunninum í mesta hitanum, svo mikill var ótti hennar við fólkið og augngotur þess. Nú hljóp hún um frjáls, og fyllt af eldmóði. Tómarúmið hafði verið fyllt. Það skrítna gerðist, að fólkið sem áður dæmdi hana hneykslaðist ekki á henni heldur trúði orðum hennar, það er mikill sannfæringar- kraftur í orðum áhugasamrar manneskju, og það sem meira er, þau þyrsti eftir sama „vatni“ og buðu Krist velkominn! Einangrun konunnar, niðurlæging og vafasamt lífemi hefur án efa endað þann dag! Við gleymum stundum, söngnum í hjarta okkar, sem einu sinni gladdi okkur, sem fyllti okkur eldmóði, og var drifkraftur lífs okkar. Þegar það gerist leita ég til æðri máttar, því hann man sönginn í hjarta mínu, og syngur hann fyrir mig þegar ég man hann ekki lengur, eða með öðrum orðum, fyllir mig nýjum þrótti, nýjum áhuga!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.