Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Eyjar 2010: Framtíðin er framandi land -Gísli Pálsson prófessor við mannfræðideild Háskóla Islands skoðar stöðu og framtíð Vestmannaeyja frá sjónarhóli mannfræðinnar GÍSLI er meðal þeirra sem komu að gerð Eyjavefsins, www.eyjar.com sem var opnaður í haust og er myndin tekin við það tækifæri. Gísli Pálsson prófessor við mannfræðideild Háskóla Islands er Vestmannaeyingum að góðu kunnur, enda feeddur þar og upp alinn. Þar sem staða Vestmannaeyja í nútíð og framtíð er sett undir smásjá á ráðstefnunni Eyjar 2010 var leitað eftir áliti Gísla á stöðu Vestmannaeyja út frá sjónarhorni mannfræðinnar og hugsanlegri þróun næstu tíu árin. Gísli vildi þó ítreka að þær hugmyndir sem hér kæmu fram væru ekki byggðar á vísindalegri gagnasöfnun eða mjög djúpri ígrundun, heldur viðbrögð við spurningu sem vert væri að velta fyrir sér en ráðstefnan ætti örugglega eftir að glíma betur við. í ljósi íslandssögunnar Gísli segir að Vestmannaeyjar standi frammi fyrir ákveðnum vanda og spumingum, eins og reyndar mörg önnur sjávarpláss á landinu. „Við erum að sjá fram á að ungt fólk sækir í burtu, þó að ekki sé kannski um beinan fólksflótta að ræða í Eyjum. Þó er eins og ungt fókk setji oft stefnuna suður, eins og kallað er. Við höfum einnig horft upp á þetta hjá miðaldra fólki, sem alið hefur allan sinn aldur í Vestmannaeyjum. Það bíður eftir tækifæri til þess að selja hús sín svo það komist í burtu. Þetta gerist þrátt fyrir að því er virðist ágætar tekjur, því fólk virðist ekki hafa það svo slæmt efnahagslega, miðað við það sem oft hefur áður verið í íslensku samfélagi. Þess vegna spyr maður sig hvað sé að gerast. Er þetta eitthvað nýtt, eða hefur þetta verið viðvarandi, en við ekki séð það? Einnig spyr maður hvort ekki hafi verið önnur tækifæri (annars staðar) og fólk þess vegna ekki sótt í burtu. Það er ekkert auðvelt að svara spumingunni um hvað sé að gerast. Þar af leiðandi er ekki auðvelt að bregðast við og taka einhverja skynsamlega ákvörðun um hvert eigi að stefna. Að sumu leyti er hægt að skilgreina vanda sjávarplássa, eins og Vestmannaeyja, í ljósi íslandssög- unnar undanfarin ár.“ Hefðbundndar auðlindir fullnýttar Gísli segir að sjávarplássin séu töluvert breytt og í raun allt önnur samfélög en þau voru fyrir einni öld eða svo. „Þá gengu sjávarpláss í gegnum mikla byltingu, þegar vél- bátaútgerð hófst. I Vestmannaeyjum hófst hún um 1905 og á örfáum ámm fóm tugir vélbáta að róa frá Eyjum. Þeir sóttu aukna björg í bú og sóttu á fjarlægari mið. Þetta hleypti nýjunt krafti í íslenskan sjávarútveg og sjávarplássin, sem síðan leysist endan- lega úr læðingi með seinni heims- styrjöldinni, þegar íslenskt hagkerfi tekur mikla uppsveiflu og erlendir markaðir opnast fyrir sjávarafurðum." Fyrir nákvæmlega aldarfjórðungi færðu Islendingar fiskveiðilandhelgina út í 200 mílur og segir Gísli það yfirlýsingu um að komið sé þak á nýtingu sjávarfangs. „Við þuftum að losna við útlendinga af íslenska landgrunninu og nýta auðlindina sjálf og það skynsamlega. Þá þóttumst við vita að ekki yrði sótt mikið meira í helstu stofna, eins og þorskstofninn, og aðeins var um það að ræða að leita nýrra stofna. En jafnvel þeir urðu full- nýttir fljótlega, svo aftur vaknaði spurning um nýjar leiðir við að nýta það sem upp úr sjó kom, fullvinna, flytja beint út í gámum eða framleiða tilbúna matvöm beint á borð neytenda. Það er búið að reyna ýmsar leiðir og nú þykir nokkuð Ijóst að sjávarfang býður ekki upp á mjög mikla mögu- leika í viðbót. Auðvitað finnast alltaf nýjar leiðir til að nýta auðlindir hafsins, en þessar augljósu leiðir sem blöstu við em lokaðar eða búið að klára þær. Þetta er að sumu leyti þróun sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum. Þegar ég var í skóla var okkur sagt að Island ætti engar auð- lindir nema fisk og fallvötn. Nú em íslendingar nærri búnir að fullnýta hvort tveggja. Þó að enn þá sé eitthvað ónýtt af fallvötnunum, þá er það umdeilt af vistfræðilegum ástæðum og grænum sjónarmiðum. Island í heild er því að fara nýjar leiðir og Island í heild hefur staðið frammi fyrir svipuðum vanda og Vestmannaeyjar og önnur sjávarpláss, en þá á miklu stærri skala. Spumingin er því sú hvort samfélag eins og Vestmannaeyjar geti farið svipaðar leiðir og stærra samfélagið hefur farið í vaxandi mæli á síðustu ámm.“ Nýja hagkerfíð Gísli segir að þar eigi hann við möguleika sem skapast hafa í ferðamennsku, margmiðlunargeir- anum, tölvuvinnslu, hátækni, líftækni og allt sem tengt hefur verið hinu svo kallaða nýja hagkerfi. „Þetta nýja hagkerfi hefur talist einkennast af miklum loforðum, en minna af áþreifanlegum framleiðsluafurðum. Það er að minnsta kosti ljóst að gífur- legur kraftur er í íslensku atvinnulífi og þessi kraftur verður ekki sóttur í fiskinn. Það er kraftur í poppmúsík, kvikmyndageiranum, líftækni, forritun og fjarskiptageiranum og svo mætti lengi telja. Þetta er orkulítill bransi og hefur ekkert með sjávarútveginn að gera. Það er því spuming hvort samfélag eins og Eyjar geti sótt í vaxandi mæli inn á þennan markað og um leið leyst tilvistarkreppu sjávar- plássanna á einhvem hátt. Það em ákveðnir þröskuldar á þeirri leið, vegna þess að til þess að reka líf- vænlegt líftæknifyrirtæki þarf ákveðna stærð. Það er ekki hægt að reka

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.