Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 15
sað |und „Að meðaltali um 30. Arið í fyrra var raunar í sérflokki, þá seldust 65 bflar frá þessum tveimur umboðum og það er langsöluhæsta árið til þessa.“ Halda bíleigendur tryggð við ákveðna tegund? „Það er mjög algengt að menn haldi sig við sömu tegundina árum saman og það á við hjá öðrum umboðum líka. Margir geta ekki hugsað sér að kaupa aðra tegund og aka allt sitt líf á bfl frá sama framleiðanda. Það liggur við að þetta sé eins og trúarbrögð." Sá dýrasti á níu milljónir Eftir hve rrtörg ár passar svo að endumýja bílinn? „Það er erfítt að segja til um. Mjög margir skipta á tveggja til þriggja ára fresti. Afföllin af bflnum skipta máli. Mest afföll eru af bflnum á fyrsta ári, strax við skráningu, algengt 5% til 7%. Nú eru afföll reiknuð eftir skrán- ingu en ekki árgerð eins og áður var og afföll eru um 1,5-1,7% á mánuði. Þau eru því mest fyrst en lækka svo hlutfallslega eftir aldri bflsins. Það er ekki hægt að gefa upp einhverja reglu um hve ört menn eigi að endumýja en það er töluvert algengt að menn skipti eftir tvö til þrjú ár. Sumir meira að segja hringja í mig og segja að nú sé kominn tími á þá.“ Hver er svo besti bíllinn af þeim sem þú ert með umboð fyrir? „Það fer nú nokkuð eftir því við hvað er miðað,“ segir Kristján og hlær. „Til dæmis er hægt að gera mjög góð kaup, miðað við verð, á Toyota Yaris og Skoda Fabia. En ef menn eiga nóg af peningum og eru jeppatýpur, þá tróna hæst Landcruiser og Pajero. Og dýrasti bfllinn sem ég get boðið upp á er Audi A-8 á rúmlega 8,5 milljónir án aukahluta. Raunar er í þeim bfl nánast allt sem þarf og ekki þörf á mörgum aukahlutum en með því að taka allan pakkann þá gæti verðið farið upp undir 9 milljónir. Verðið á þeim bflum, sem ég hef umboð lyrir, er því frá einni milljón upp í níu milljónir og nánast allt þar á milli.“ Aldrei vandræði vegna vanefnda Era Vestmánnaeyingar góðir við- skiptavinir í bílaviðskiptum? „Þrátt fyrir margra ára hrakspár um kaup á bflum með bflalánum þá hef ég aldrei lent í vandræðum vegna vanefnda á þeim, svo að svarið hlýtur að vera játandi. Aftur á móti held ég að lánahlutfallið sé miklu lægra hér en hjá kollegum mínum uppi á landi. Mér virðist sem fólk hér hafi frekar efni á því sem það er að gera. Svo er eitt sem mikið hefur breyst. Fyrir nokkrum árum var fólk varað við því að kaupa notaðan bfl á V-númeri. Sagt var að í Vestmannaeyjum ryðgaði allt í sundur. Þetta er liðin tíð og í dag tel ég að notaðir bflar, sem héðan koma, séu yfirhöfuð góðir og vel hafi verið um þá hugsað," segir Kristján Ólafsson. Sigurg. Freydís Vigfúsdóttir: Sterld á viljaskránni að snúa til baka FREYDÍS segir að sér fínnist ráðstefnan flott framtak. -Reyndar hugsaði ég þegar ég frétti af þessu að þetta væri bara enn ein jákvæðnisbylgjan, sem maður hefur vissulega upplifað áður, segir hún. Freydís Vigfúsdóttir er fædd árið 1981 og er á fyrsta ári í líffræði við Háskóla íslands, en hún lauk stúdentsprófi frá Framhalds- skólanunt í Vestmannaeyjum síð- astiiðið vor. Hún er fyrst spurð að því hvernig og hvort hún sjái sig í starfl líffræðings í Eyjum árið 2010. „Já ég sé mikla möguleika á því, vegna þess að Vestmannaeyjar eru mjög ákjósanlegar fyrir rannsóknir, sérstaklega á sviði líffræðinnar. Ég hef ýmsar hugmyndir sem ég held að gætu komið Eyjunum og starfsvett- vangi mínum að gagni. Mig langar að flytja aftur til Eyja og tel að starf líffræðings ætti að geta nýst vel þar. Atvinnan ræður ansi miklu um hvar maður býr og ef svo færi að ég fengi enga atvinnu í Eyjum að loknu námi, reynir maður að leita eitthvert annað, sem yrði þá væntanlega upp á landi eða jafnvel erlendis. Með þessari ráðstefnu sem verið er að undibúa erum við að reyna að skapa þann grundvöll sem við viljum hafa í Eyjum, þegar við viljum komum þangað aftur, hvort sem það verður árið 2010, 2020, eða 2030. En það er mjög sterkt á viljaskránni að koma aftur til Eyja.“ Freydís segir að gott starf hafi verið unnið á sviði líffræðinnar í Eyjum, sérstaklega eftir að Rannsóknasetrinu var komið á fót þar. „Margir hafa unnið þar mjög gott starf í þágu vísindanna mætti vel færa út kvíamar þar. Einnig hefur verið staðið vel að því þar að áhugasamir unglingar, bæði úr Bamaskólunum og Framhalds- skólanum, fái að kynnast heimi vísindana í gegn um spennandi verk- efni, sem er mjög jákvætt. Annað umhverfi sem nýtist vel er fiskasafnið sem er mjög gott, fyrir utan að sjálfsögðu hið náttúrulega umhverfi sem er gósenland vísindamanna á líffræðisviðinu. Það er ýmislegt ókannað í Vestmannaeyjum og í því sambandi mætti setja á stofn starfs- stöðvar, sem þurfa ekki endilega að vera ríkisrekin útibú á svipaðan hátt og starfsstöðvar Rannskóknarseturs- ins. Menn eiga bara skella sér í einkarekstur og veita smá samkeppni, þó það kosti smá þor.“ Sérðu þetta hanga einhvern veginn saman við ferðaþjónustu, af því að þú nefndir Fskasafnið? ,Já ég get vel séð líffræðirannsókir í samhengi við ferðaþjónustu. Reyndar hefur slíkt verið gert og til Eyja hafa komið rannsóknahópar erlendis frá sem haft hafa aðstöðu í Rannsóknasetrinu, t.d. við jarði- og líffræðirannsóknir. Þetta er starf sem hægt er að hafa í gangi allt árið og þeir sem eru í ferðaþjónustu ættu að geta skipulagtvísindaferðir fyrir skóla á öllum stigum.“ Hvemig finnst þér viðhorf hins almenna Eyjamanns vera til Rann- sóknasetursins, finnst þér það nóg og sýnilegt og aðþað njót skilnings? „Já mér finnst viðhorfið mjög gott og jákvætt og get bara vitnað til foreldar minna sem fannst tilkoma setursins frábært framtak. En við megum ekki staðna heldur vera samkeppnishæf, færa út kvíamar og efla starfsemina tilframdráttar fyrir bæjarh'fið." Freydís segir að sér finnist ráðstefnan flott framtak. „Reyndar hugsaði ég þegar ég frétti af þessu að þetta væri bara enn ein jákvæðnis- bylgjan, sem maður hefur vissulega upplifað áður. Þá hafa komið raðir að greinum í blöðunum þar sem allt átti að vera í þágu landbyggðarinnar. Málið núna hins vegar er að grípa tækifærið. Núna skynjar maður góða og sterka bylgju, sem rétt er að grípa, ekki að hafa þetta bara í umræðunni heldur að fylgja þessu eftir og láta hlutina gerast. Okkar vinna er heima- byggðinni í hag þar sem við byggjum þetta á hugmyndavinnu og reynum að finna hvar flöskuhálsarnir eru til að hægt sé að laga það sem laga þarf. Svo er aldrei að vita nema við getum hugsanlega átt eftir að framkvæma einhverja af þessum góðu hugmyndum sem upp hafa komið með þessu frábæra framtaki. Málið er ltka að við komum okkar skilaboðum til fólksins sem þarf að bæta sitt í dag.“ Sigurgeir Þorbjarnarson Vídó: Fyrst Eyjamaður svo íslendingur Sigurgeir Vidó Þorbjarnarsson er fæddur árið 1975. Hann er raf- eindavirki og vinnur hjá Magnúsi .Kjaran í Reykjavík. Hann segir að líkast til sé hann ekki á leiðinni til Vestmannaeyja. „Maður hefði kannski verið til í það á sínum tíma, en núna er maður kominn í þannig stöðu að til dæmis myndi frúin aldrei fá vinnu þar, segir hún að minnsta kosti, svo er einnig með mig ef mitt nám er haft í huga. Einnig er maður búinn að koma sér það vel fyrir héma að líkumar minnka alltaf á því, en ef hlutimir breytast og maður gæti fengið vinnu, og sæi fram á að geta lifað góðu lífi í Eyjum. Ég nefni sem dæmi að ef að við væmm til dæmis að eignast barn, þá em Eyjar pottþéttur staður til þess að ala upp böm. Maður veit sjálfur hvemig er að alast upp í Eyjum og maður er fyrst og fremst Éyjamaður og svo íslendingur og svoleiðis mun það alltaf verða.“ Sigurgeir eða Siggi Vídó eins og hann er iðulega kallaður hefur búið í Reykjavík í íjögur ár en kona hans SIGGI Vido: -Mer fínnst hugmyndin að raðstefnu af þessu tagi Berglind sem einnig er Vestmanna- frábær. Hún kemur til með að vekja upp góða og þarfa umræðu og eyingur hefur verið í borginni í ein tólf þá fer fólk kannski að tala saman af skynsemi á eftir. ár. „Ég fór íyrst til Reykjavíkur til þess að fara í skóla, fór svo á samning og fór svo að vinna sem rafeindavirki hjá Magnúsi Kjaran.“ Eyjar 2010 hefurðu einhverjar mótaðar hugmyndir um hvernig þú vilt sjá Eyjar að tíu árum liðnum? „Mér finnst hugmyndin að ráð- stefnu af þessu tagi frábær. Hún kemur til með að vekja upp góða og þarfa umræðu og þá fer fólk kannski að tala saman af skynsemi á eftir. Ég held að við krakkamir í Reykjavík getum kannski ekkert verið að segja að svona eða hinsegin eigi að leysa málin í Eyjum. Við getum hins vegar sagt af hverju við fómm í burtu og hvað þarf að gerast til þess að við komum til baka. Þá kannski hefur ráðstefnan komið einhverju til leiðar og ef það gerist koma kannski allir til baka,“ sagði Siggi Vídó. Benedikt Gestsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.