Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Uppstokkun á matyörumarkaði íVestmannaeyjum -11 -11 komið í Goðahraunið Þrjú tonn af kjúklingum flugu út á 20 mínútum Ástþór Jónsson, verslunarstjóri í 11 -11 versluninni Goðahrauni, segist ekki geta verið annað en ánægður með viðtökurnar þegar 11-11 keðjan tók við af KÁ í Goða- hrauninu síðasta föstudag. Stóra trompið var kjúkiingaútsala sem mæltist mjög vel fyrir og flugu þrjú tonn af kjúklingum út á aðeins 20 mínútum. „Viðtökur viðskiptavina hafa verið frábærar og það var vel tekið á móti þessum mönnum sem eru að taka við rekstrinum," segir Ástþór. „Kjúklinga- útsalan gekk frábærlega. Við byrj- uðum með eitt tonn þegar við opnðum á föstudagsmorguninn og það rauk út á nokkrum mínútum. Við fengum annað tonn með Herjólfi sama dag og sama sagan endurtók sig og enn var bætt við tonni sem hvarf eins og dögg fyrir sólu á laugardagsmorguninn. Við áætluðum að ekki hefði tekið nema samtals 20 mínútur hjá okkur að selja þessi þrjú tonn.“ Ástþór segir að stefnan hjá 11 - 11 sé að vera með svona tilboð í gangi og með því sé verið að mæta aukinni samkeppni í matvöru í Vestmanna- eyjum. „Nú erum við komnir í bullandi samkeppni við KA-Tangann sem í næsta mánuði verður Nóa- túnsverslun. Sjálfum líst mér vel á þessa menn sem fara með stjómina hjá 11-11. Þeir ætla ekki að slá slöku við. Það er stefnt að lægra vöruverði og auknu vöruúrvali. Stefnan ereinnig sú að kaupa eins mikið inn og við getum í Vestmannaeyjum. Til dæmis verðum við eingöngu með egg frá Sæfells- búinu. Það er líka ánægjulegt að ekki kom til uppsagna heldur þurftum við að fjölga fólki vegna lengri vinnu- tíma,“ sagði Ástþór. Sigurður Teitsson, framkvæmda- stjóri 11-11 verslananna, tekur í sama streng og Ástþór með viðtökur Eyjamanna við versluninni í Goða- hrauni. 11-11 verslanirnar eru í eigu Kaupáss sem á og rekur þrjár aðrar verslunarkeðjur. Sigurður segir að athugun hafi leitt í ljós að Goða- hraunið hentaði vel fyrir 11-11 verslun. HAGSÝNU húsmæðurnar mættu í stórum hópum fyrir utan 11 -11 í Goðahrauninu þar sem í boði voru kjúklingar á mjög góðu verði. 1 ÍCL « . k W ■ fl’ 1 {jJ- í „Við teljum okkur því eiga bjarta og góða framtíð á þessum stað. 11-11 verslanimar em þægindaverslanir með langan afgreiðslutíma og hnitmiðað vöruúrval," segir Sigurður. Hann segir að 11 - 11 verslanimar hafi náð að festa okkur í sessi á Reykjavíkursvæðinu og nú sé stefnan tekin út á land. „Á höfuðborgarsvæð- inu emm við í rosalegri samkeppni og Vestmannaeyingar eins og aðrir munu njóta þess. Við verðum með sama vömverð í öllum okkar verslunum. Sama gildir um tilboð og annað sem við bjóðum upp á. Það sýndi sig að fólk í Eyjum kann að meta það sem við emm að gera því móttökumar vom bæði hlýjar og jákvæðar. Við bjóðum upp á skemmtilega verslun með góðu starfsfólki og eram því tilbúnir í slaginn með harðnandi samkeppni á matvöramarkaði í Vestmannaeyjum,“ sagði Sigurður að lokum. LISTAKONURNAR sem eiga verk á sýningunni. Farandsýningin Tíminn og trúin í safnaðarheimilinu: Hringurinn lokast í Eyjum Farandsýningin Tíminn og trúin lýkur nú hringferð sinni um landið á allra heilagra messu í Landa- kirkju, Vestmannaeyjum. Upphaflega var efnt til sýn- ingarinnar í tilefni fimmtíu ára af- mælis Laugameskirkju og er hluti af dagskrá kristnitökuhátíðar. Verkin hafa öll skírskotun til yfirskriftarinnar og eru byggð á víðtækri könnun á táknmáli og sögu kristninnar og hinum ýmsu þáttum trúarinnar. Listakonumar sem eiga verk á sýningunni em Alda Ármanna Sveins- dóttir, málverk, Auður Olafsdóttir, málverk, Gerður Guðmundsdóttir, silkiþrykk/blönduð tækni, Guðfinna Anna Hjálmarsdóttir, grafík/blönduð tækni, Kristín Amgrímsdóttir, þuirkrít og bókverk, Soffía Ámadóttir, leturlist/glerverk og Þórey (Æja) Magnúsdóttir, skúlptúr. Sýningin hefur þegar verið sett upp í sjö kirkjum: Laugameskirkju, Vída- lfnskirkju, Reykholtskirkju, Akur- eyrarkirkju, Norðfjarðarkirkju, Sel- tjamameskirkju og Grensáskirkju. Sýningin verður opnuð eftir messu sem hefst kl. 14.00, sunnudaginn 5. nóvember og verður opin á opnunar- tíma kirkjunnar. Fréttatilk. Úthlutað við Birkihlíð og Vest- mannabraut Síðustu lóðinni við Birkihlíð var úthlutað á fundi skipulags- og bygginganefndar í síðustu viku. Það er lóðin við Birkihlíð 15 og hefur Ingvi S. Sigurgeirsson sótt um að byggja á henni. Árið 1987 varSigurði Gissurar- syni heitnum úthlutað lóðinni en með afsali ffá 1991 var Hartmanni Ásgrímssyni afsalað réttindum Sigurðar til lóðarinnar. Var skipu- lags- og byggingafulltrúa falið að ganga frá lóðarleigusamningi við Ingva og gera Hartmanni Ásgríms- syni grein fyrir afgreiðslu nefnd- arinnar. Þá hefur þeim Sigurði V. Vignissyni og Guðbjörgu Svein- bjömsdóttur verið úthlutað lóðinni að Vestmannabraut 61 til bygg- ingar íbúðarhúss. Lóðinni hafði áður verið úthlutað en henni var skilað inn í janúar sl. Eldur í sæng Á laugardag var lögreglu tilkynnt um að eldur væri laus í húsi í bænum. Þegar komið var á staðinn kom í ljós að kviknað hafði í sæng út frá sígarettu og var fljótslökkt. Ekki varð annað tjón af en á sænginni og engin slys á fólki. NISSADEILDIN ÍBV-ÍR í íþróttamiðstöðinni klukkan 20.00 á morgun, föstudaginn 27. október. Mætum öll og styðjum okkar menn \ Bk

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.