Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 26. október 2000 Fréttir 13 Ólafur Sigurðsson skrifar: Trillukarlar og líkamsrækt Hvað eiga trillukarlar sameiginlegt með líkams- ræktarfólki? Svarið er einfalt. Við trillukarlar iðkum að hluta til lík- amsrækt í Skvísusundi en aðrir í hinni sívaxandi líkams- ræktarstöð Hressó. Ekki er þama langt á milli, aðeins þröng gata sem er mikilvæg þeim sem um hana fara. Þegar við trillukarlar komum af sjónum eftir líkams- ræktarpuð á öldunni við undirspil misblíðra vinda, tekur við annar þáttur en hann er sá að flytja línubala, einmitt í Skvísusundi þar sem við höfum aðstöðu í beituskúrunum. Það getur hinsvegar verið heilmikil list, svo ekki sé talað um fæmi við að burðast með þunga línubala meðfram bifreiðum sem þama hefur verið lagt af líkams- ræktariðkendum. A meðan bærinn sefur og dúndur- músíkin á Hressó er hljóðnuð í Skvísusundi er í Skvísusundi nægjan- legt pláss fyrir athafnasemi trillukarla. Við trillukarlar höfum orðið vitni að þeim stórhug sem grípur marga sem iðka líkamsrækt, svo mjög að þeir leggja bifreiðum þvers og kmss og gefa sér varla tíma til að loka hurðum eða líta á merkingar sem eru í raun áberandi og glöggar og segja til um hvar ekki má leggja bifreiðum. Ég kem því hér með á framfæri að líkamsræktarfólk leggi bifreiðum sínum við t.d. Vörubflastöðina. Við það vinnst að minnsta kosti tvennt, þar má leggja og svo hitt að skokka leiðina niður að Hressó og hita sig upp fyrir átökin við tólin. Olafur Sigurðsson. Elías V. Jensson skrifar: Mikill mismunur á lyfjaverði Undanfarin fjögur ár hef ég þurft að taka inn lyf við of hárri blóðfitu og hef ég ávallt keypt þau í Apóteki Vestmanna- eyja. Nú brá svo við í maí sl. að ég þurfti á tvöföldum skammti að halda þar sem ég var að fara erlendis í nokkra mánuði. Fékk ég lyfseðla samkvæmt því og ákvað ég að leysa annan skammtinn út hér heima en hinn á Lyfju í Reykjavík. Þann 31. maí leysti ég út skammtinn hér heima, sem var 98 töflur af Menacor 40 mg. Lyfjaverðið var 16.786 krónur, hlutur Trygginga- stofnunar 12.986 krónur og hlutur sjúklings 3800 krónur. Nokkmm dögum seinna, eða þann 6. júní náði ég svo í sama skammt í Lyfju og þar var verðið sem hér segir: Lyfjaverð 10.574 krónur, hlutur Tryggingastofnunar 6774 krónur og hlutur sjúklings 3800 krónur. Þar að auki fékk ég 23,4% afslátt á hlut sjúklings þannig að mín greiðsla var 2912 krónur. Þær tæpu 900 krónur sem ég þarf að borga minna hjá Lyfju duga örugglega fyrir sendingar- kostnaði frá Reykjavík til Vest- mannaeyja. En það er kannski ekki aðalmálið heldur mismunurinn á lyfjaverðinu hjá Apóteki Vestmannaeyja og Lyfju sem er 6212 krónur. Nú veit ég ekki hvort innflytjendur á þessu lyfi em einn eða fleiri. Ef aðeins er um einn innflytjanda að ræða er þessi mismunur óskiljanlegur og hlýtur frú apótekari að gefa mér og öðmm bæjarbúum viðhlítandi skýringar á þessum verðmismun, ekki bara á þessu tiltekna lyfi heldur á þeim mikla verðmismun sem er á lyfjum hér í Eyjum og t.d. hjá Lyfju í Reykjavík. Elías V. Jensson, Asavegi 33 Vestmannaeyjum. i i gfuxHa vxurua jcvnaaun = ~ ftSflVEGI 33, V,_________= kildarucra 10574= Uuti trygginga -6774~ 11. sjúklings 3800 = Iftfslattur 23,4'/. -888= riL GREIÐSLU 2912= ' < Elías Vigfús Jensson 9166 Ásavegi 33, Veslmannaeyjar Skráá lyfjaverá 16786 § Hlutur Tr.st -12986 Eu 1 * < Hlutur sjúklings 3800 'IZ © c ÖE ■s ; Bókasafnið: Alþjóða bangsadagurinn hefst með bangsasögustund í dag Árið 1998 stóð PR-hópur norrænna bókasafna fyrir því að bókasöfn á Norðurlöndunum héldu Alþjóða bangsadaginn hátíðlegan í fyrsta sinn á afmælisdegi Theodore (Teddy) Roosevelt, fyrram forseta Banda- ríkjanna, þann 27. október. Bangsavinir völdu afmælisdag Roosevelts vegna þess að fýrsti „Teddy“ bjöminn var nefnilega nefndur eftir honum. Var það vegna atviks sem átti sér stað þegar hann var á bjamdýraveiðum. Þá átti hann að hafa vorkennt vamarlausum litlum bjamarhúni svo að hann sleppti honum. Á bangsadaginn gleðjast í hjarta sínu allir bóka- og bangsavinir og halda upp á hann með ýmsu uppi- standi. I tilefni dagsins ætlum við á Bókasafninu að setja upp bangsa- sýningu og hafa bangsasögustund 26. október. Bangsasýningin stendur uppi dagana 26. til 28. október og á sýningunni verða til sýnis bangsar á öllum aldri og af öllum gerðum og stærðum í eigu ýmissa velunnarra safnsins. PR-hópur norrænna bókasafna hefur látið hanna og framleiða bóka- safnsbangsa sem verður til sölu á safninu á kr. 1.000. Við bjóðum alla bangsavini velkomna í heimsókn og það em sektarlausir dagar 26.-28. október. Einnig má benda á áhugaverða heimasíðu á íslensku: http://www.isa íjordur.is/boka safn/bangsar Með bangsakveðju Bókaverðir á Bókasajhi Vestmannaeyja Frá Heródesi til Pílatusar? Tvö þeirra hraunlistaverka, sem unnin voru í fyrra í listaátakinu Hraun og menn, hafa verið á nokkrum hrakhólum eftir að bæði menningarmálanefnd og skipulags og bygginganefnd höfnuðu staðsetningu þeirra í vesturhlíðum Eldfells. Skipulagsnefnd hafnaði staðsetningunni fyrir rúmu ári, þann 10. september 1999 og vísaði málinu til menningar- málanefndar. Fyrir skömmu barst skipulagsnefnd erindi frá menningarmálanefnd þar sem óskað er eftir tillögu skipulagsnefndar um staðsetningu hstaverkanna. Á fundi skipulagsnefndar í síðusm viku var erindinu aftur vísað til menningarmálanefndar sem skuli fmna áðurgreindum listaverkum stað. Oneitanlega minna þessar tilvísanir milli nefnda nokkuð á það þegar einstaklingi nokkmm var, fyrir hartnær 2000 ámm, vísað milli tveggja embættismanna sem hvomgur vildi kveða upp úrskurð í máli hans. Kæru Vestmannaeyingar Þann 1. nóvember verða eigendaskipti hjá Axel Ó. Við þökkum innilega öllum þeim sem hafa verslað við okkur á liðnum áratugum og vonum að nýir eigendur njóti þeirrar tryggóar sem við höfum notið. Vonum við að þið í auknum mæli verslið við Axel Ó og munið að versla í heimabyggð, því það er hagur bæjarfélagsins. Um leið minnum við á ógreidda reikninga. Með hrærðum huga hverfum við, eftir nær 42 ár, úr skóbúðinni, sem er elsta skóverslun landsins. Við þökkum ykkur viðskiptin, óskum nýjum eigendum velfarnaðar og vonum að með þessu heiðarlega og trausta fólki gangi verslunarreksturinn sem allra best. Guð blessi ykkur öll. Dadda og Axel Ó. vantar fólk Unglingadeild IB V Við auglýsum eftir fólki til starfa, margt spennandi að gerast. Þeir sem hafa áhuga á uppbyggingu unglingastarfs hjá félaginu hafi samband við Magnús í síma 481-2060 Veitingarekstur Veitingastaðurinn í Þórshamri er til leigu. Staðurinn er tilbúinn til rekstrar með innbúi og tækjum. Mánmi Upplýsingar gefur Eyjólfur í síma 865-2460 Tilboðsmálning frá Hörpu með 10% gljáa 4 ltr. 10 lítrar 1990 krónur 3990 krónur BRIMNES: Kiwanisfélagar! 600. fundurinn í kvöld kl. 19.30. Léttar uppákomur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.