Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 26. október 2000 Fréttir 11 fyrirtæki eins og íslenska erfða- greiningu í Vestmannaeyjum vegna þess að slíkt fyrirtæki þarf ákveðna krítíska stærð af menntuðu vinnuafli sem ekki er til staðar í sjávarplássum. A hinn bóginn skiptir staðsetning minna og minna máli, með tilkomu Intemets og tölvusamskipta er okkur gert kleift að vinna ákveðin verk, nánast hvar sem við emm hveiju sinni. Þess vegna væri hægt að sjá fyrir sér vaxandi margmiðlunarfyrirtæki og ýmsa fjarvinnslumögulega í ljósi þeirra samskiptamöguleika sem við búum yftr í dag. Maður gæti séð fyrir sér að samfélagið í Eyjum sækti inn á þennan markað í auknum mæli og vafalaust em þar vaxandi tækifæri.“ Vaxtarmöguleikar ferðaþj ónustunnar Gísli segir að Vestmannaeyjar eigi sér einnig ákveðna söluvöm sem fólgin sé í ferðaþjónustunni og eigi eftir að nýta miklu betur en gert hefur verið. „Ég myndi líka spá því að meiri rækt yrði lögð við ferðamennsku sem tengd yrði sögunni og fortíðinni. I Vestmanna- eyjum em merkar fomminjar, sem hugsanlegt væri að endurgera á einhvem hátt, samanber víkingasafnið í Jórvík á Bretlandi. Ég hef stundum reifað þá hugmynd við Vestmanna- eyinga að grafa upp rústimar í Herjólfsdal, eða hreinlega byggja ofan á þær og skapa þar víkingaaldar- umhverfi sem ferðamenn kynnu hugs- antega að sækja í. Einnig væri hægt að róa á önnur mið ferðamennsku, það er græna ferðamennsku eða áhugann á náttúmfari yfirleitt, en það emm við að gera nú með skírskotun í hraunið, gosið, úteyjamar og fuglalífið. Þama em ákveðnir möguleikar, en það er mjög erfitt að ímynda sér framtíðina. Jafnvel þó að ekki sé horft lengra aftur en til síðustu tíu ára og þær breytingar sem átt hafa sér stað; hvemig poppmúsíkin, kvikmyndaiðnaðurinn og margmiðlunargeirinn hefur blómstrað. Það hefði ekki hvarflað að mörgum fyrir tíu ámm að þessi þróun yrði. Þá einblíndu menn á þorskinn, kannski fallvötnin og þungaiðnað, en hvort tveggja hefur þokað nokkuð fyrir öðmm hugmyndum. Það er stundum sagt að fortíðin sé framandi land og að maður botni lítið í því hvemig fólk hugsaði eða lifði á öðmm tímaskeiðum. Framtfðin er hins vegar ekki síður framandi land, jafnvel þó að við tölum ekki nema um tíu ár. Þess vegna er erfitt að spá fyrir hvemig fsland og Vestmannaeyjar muni koma til með að líta út eftir tfu ár.“ Þáttur kvótakerfisins og hnignun sjávarplássa Út frá þessum vangaveltum og um- ræðu um sjávarplássin vill Gísli einnig benda á að þáttur kvótakerfisins í hnignun sjávarplássa sé stórlega vanmetinn. „Ég held að þegar horft er til Vestmannaeyja sé ekki hægt að ganga framhjá því að aflaheimildir hafa safnast á mjög fáar hendur, þó að þetta séu stórfyrirtæki og í eigu al- menningshlutafélaga, þá verður ekki framhjá því gengið að að örfáir menn í Vestmannaeyjum fara nánast með öll völd í tengslum við sjávarútveginn. Hvað sem mönnum annars finnst um kvótakerfið sem stjómtæki og hugsan- lega aðra möguleika til þess að stýra fiskveiðum, þá held ég að þessi samþjöppun valds, áhrifa, auðlinda og fjármagns, hafi ákveðnar hliðarverk- anir í samfélagi Eyjanna. Auðvitað var vald og fjármagn samþjappað fyrir daga kvótakerfisins að vissu marki og menn skyldu ekki kenna kvótakerfmu um allt, vegna þess að mörg ferli em í gangi. Ég held að horfast verði í augu við það að kvótakerfið hefur fest ákveðið valdakerfi í sessi sem mjög erfitt er að hnika við, jafnvel að menn fyllist vonleysi. Maður getur séð það fyrir GÍSLI segir að sjávarplássin séu töluvert breytt og í raun allt önnur samfélög en þau voru fyrir einni öld eða svo. -Þá gengu sjávarpláss í gegnum mikla byltingu, þegar vél- bátaútgerð hófst. I Vestmannaeyjum hófst hún um 1905 og á örfáum árum fóru tugir vélbáta að róa frá Eyjum. sér að ungt fólk í Vestmannaeyjum horfi upp á framtíð sína mikið til skilgreinda af öðmm, ef svo má segja. Það er ekki öllum að skapi að horfa upp á framtíð í atvinnuh'fi, sem er ekki bara einhæft og bundið fyrst og fremst við sjávarútveginn, heldur líka mjög markað af þessu valdakerfi." Lénskerfi miðalda og kvótakerfið Gísli segist hafa heyrt hjá Eyja- mönnum sem hann hafi rætt við að þetta sé áhyggjuefni og ónotaleg tilfinning sem fýlgi því og minni um margt á lénskerfi miðalda, þó að það sé kannski öfgakennd líking. „Samt er nokkuð til í þessari líkingu, vegna þess að í lénsskipulaginu áttu menn allt undir örfáa menn að sækja. Al- menningur í íslenskum sjávarplássum, þarf að horfa að sumu leyti upp á svipaðan veruleika í dag. Það er ekki framtíðarsýn sem er ungu fólki að skapi á þessum tímum. Þess vegna er að sumu leyti eðlilegt í ljósi þessara atvinnulegu kringumstæðna að fólk hugsi annað og sæki á aðra staði. Ég vil nú samt ekki segja að þetta skýri allt, en ég held að menn hafi oft litið framhjá þessu. Kvótakerfið er að hnýta saman öll völd. Það er mjög erfitt að sjá hvemig fólk getur brotist út úr þessu valdakerfi sem hefur verið að festast í sessi undanfarin tíu til fimmtán ár.“ Bjartur í Sumarhúsum og smákóngahugsunin Af því að þú nefndir lénsskipulag, þá dettur manni í hug ákveðin tegund af nútíma smákóngaveldi, sem einkennt hefur bæjarfélög úti um landið, er þetta nútíma lénsskipulag að vaxa út úr slíkum áhrifasvæðum smákónga? „Það er oft sagt að smákóngahugs- unin sé nærri Islendingseðlinu, samanber Bjart í Sumarhúsum og alla goðsöguna um fólkið sem skapar sig sjálft. Auðvitað hafa menn aldrei verið fullkomlega sjálfstæðir Bjartar í Sumarhúsum, vegna þess að menn eru alltaf háðir einhverju valdakerfi. Á þeim árum sem ég ólst upp í Vestmannaeyjum voru þar nokkrar vinnslustöðvar og ákveðinn floti, en möguleikamir fyrir unglinga kannski ekkert svo miklir í sjálfu sér. I dag er þetta töluvert ólíkt og flestir smá- kóngar horfnir af sjónarsviðinu, eða innlimaðir í stærri einingar, sem margar hverjar em einhver stærstu fyrirtæki landsins sem fara með gífurleg völd í pólitíkinni, bæjarfé- laginu og efnahagslífinu. Þó að allt gott sé um þetta fólk að segja, þá er það fulltrúar ákveðins valdakerfis, sem ég heid að mörgum líði illa undir." Tvennt í stöðunni Gísli segir að í slíku kerfi sjái menn oít á tíðum fjármagninu betur varið til annars konar fjárfestinga en til uppbyggingar í heimabyggð. „Út af þessum einfalda valda- strúktúr og fábrotnu tækifæmm, fyrir utan sjávarútveginn, held ég að menn sjái tækifærin í vaxandi mæli annars staðar. Það er spuming hvert menn halda út úr þessari stöðu. Ég held að í því sambandi ættu menn að skoða tvennt. Annað er að horfa á sjávar- útveginn sjálfan og spyrja hvaða breytingar hægt sé að gera þar. Nú er nýkomin fram skýrsla auðlinda- nefndar, sem hefur þegar vakið líflega umræðu í samfélaginu og trúlega í Eyjum líka. Einn möguleikinn út úr þessari stöðu sjávarútvegsins er að færa aukið vald til byggðanna. Vest- mannaeyingar hófu athyglisverða fmmraun með landhelgi kringum Eyjamar. Það var að þeirra írumkvæði og byggt á vistfræðilegum forsendum. Maður gæti vel séð fyrir sér að í framtíðinni yrði aukið vald fært til byggðanna við strendur landsins og að lýðræðislega kjörin yfirvöld í Eyjum á hverjum tíma tækju í sínar hendur stjóm á nærliggjandi miðum, og nýttu þau í þágu samfélagsins. Þá væri að minnsta kosti hluti af arði kvóta- kerfisins, ef menn á annað borð vilja kvótakerfi, notaður til félagslegra sjónarmiða. Þetta er fullkomlega hægt að sætta við kvótakerfið. Víða erlendis era menn að velta því fyrir sér hversu stóran hluta kvótans eigi að taka til samfélagsins. Það er vel hægt að úthluta ákveðinni prósentu af afla- hlutdeild Vestmannaeyjaflotans til samfélagsins og nýta þá afraksturinn til að byggja upp lífvænlegt samfélag í Vestmannaeyjum og spoma gegn þessari þreytu og uppgjöf sem ég ræddi um áðan og skapa ný tækifæri. Hinn möguleikinn, sem er þá að mestu utan við sjávarútveginn, er að skapa tækifæri fyrir ungt fólk t. d. í margmiðlunargeiranum og fjar- vinnslu, að koma upp atvinnutæki- fæmm fyrir komandi kynslóð. Nútíma atvinnulíf er miklu síður háð stað- setningu en nokkm sinni fyrr í mann- kynssögunni. Þá eiga Eyjmenn, alveg eins og allir aðrir, að eiga tök á því í gegnum tölvur og Intemetið að vinna ákveðna heimavinnu ef svo má segja og taka um leið þátt í því sem er að gerast uppi á landi eða úti í hinum stóra heimi.“ Tiltrú og ímynd Gísli vildi einnig bæta við að þegar upp væri staðið snerist lífvænleika plássa eins og Vestmannaeyja um tiltrú og ímynd. „Það er hvort fólk líti svo á að það eigi að fjárfesta í búsetu og hvetja bömin sín til þess að vera heima. Ef menn vilja tryggja lífvæn- leika samfélagsins í Vestmannaeyjum verða menn einhvem veginn að kynda undir jákvæðri ímynd af þessu tagi og fá fólk til að trúa því að það sé betra að vera heima. Þó án þess að setja einhver átthagabönd á fólk og koma í veg fyrir að það komist í burtu, heldur að reyna að skapa raunvemleg tæki- færi og fá fólk til þess að trúa á þau, en það hangir saman við það sem ég sagði áðan. Það er ákveðið vonleysi tengt við margar þessara sjávar- byggða, þrátt fyrir efnahagsvöxtinn síðustu áratugi og fjármagnið sem flæðir í gegn. Það er ákveðin uppgjöf, meðal annars vegna einfalds valda- strúktúrs. Ungt fólk á ekki svo greiðan aðgang að þessu atvinnulífi. Ungir menn á mínum uppvaxtarámm gátu farið á sjó og prílað upp eftir skal- anum, menn eins og Binni í Gröf gátu orðið með auðugustu mönnum í landinu, ef þeir vom duglegir og heppnir og stóðu sína plikt. f dag er það sérstökum vandkvæðum bundið, enda sitja stórfyrirtækin að aflaheim- ildum. Bæjarfélagið verður einhvem veginn að taka á því að kvótakerfið er að hluta til sökudólgurinn í uppgjöf sjávarplássanna og það er tilgangslaust að hvetja fólk til að vera um kyrrt heima fyrir á sama tíma og verið er að vetja eða festa í sessi kerfi sem slævir allt fmmkvæði og rekur ungt fólk að heiman. Ég held að menn verði að horfast í augu við að þetta er tengt og ef bæjarfélagið vill raunvemlega taka á þessum vanda og gera Eyjar að lífvænlegri byggð eins og þær hafa verið undanfama áratugi, þá verður að horfa á þetta í samhengi og reyna að sjá leiðir til þess að sætta kvótakerfið við samfélagið í Eyjum, með því hugsanlega að seilast í hlutdeild af kvótanum, nýta hann til félagslegra þarfa, meðal annars til þess að skapa ný verkefni, svo að ungt fók sjái fjölþættari tækifæri og trúi á framtíð byggðar í Vestmannaeyjum." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.