Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Gaui í Gíslholti: ^ ^ Opnar myndlistarsýningu -í Akóges annað kvöld Guðjón Ólafsson, Gaui frá Gíslholti, opnar myndlistarsýningu í Akógeshúsinu föstudaginn 27. október kl. 20.30. Þar ætlar Guðjón að sýna olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Guðjón er enginn nýgræðingur í myndlistinni og er þetta hans fjórða eða fimmta einkasýning. „Ég stundaði nám við Handíða- og myndlistarskólanum á árunum 1955 til 1957,“ segir Guðjón þegar hann er beðinn um að greina frá ferli sínum í myndlistinni. „ Þar voru margir frábærir kennarar, menn eins og Sverrir Haraldsson og Björn Th. Björnsson sem báðir tengjast Vestmannaeyjum, Sigurður Sigurðsson, og Bragi Asgeirsson málari og myndlistargagnrýnandi.“ Hann segir að mikil gróska hafi verið í myndlist í Vestmannaeyjum og þar var Páll Steingrímsson fremstur í flokki. „Þetta er á þeim árum þegar Páll stóð fyrir myndlistarnámskeiðum í Eyjum og þá komu hingað leiðbeinendur cins og Barbara og Magnús Arnason, Ólafur Gíslason, Þórður Ben og fleiri. Allt voru þetta skemmtilegir karakterar sem gaman var að kynnast. Ég var í talsverðu samneyti við þetta fólk og auðvitað varð maður fyrir áhrifum. Þetta er sá grunnur sem ég byggi á í myndlistinni." Myndefnið sækir Guðjón í allar áttir þó eru Vestmannaeyjar eðlilega fyrirferðarmiklar. „I olíumálverkunum er að finna mótív frá Vestmannaeyjum, vatnslitamyndirnar kalla ég litasinfóníu og í teikningunum er mikið um nátttúrustemmningar.“ Aðrir í fjölskyldu Guðjóns koma við sögu á opnun sýningarinnar annað kvöld. „Ósvaldur, sonur minn, ætlar að troða upp með vinum sínum við opnuna og flytja þeir nokkur lög. Eg ætla að helga sýninguna minningu Sigurðar Einarssonar vinar míns sem hefði orðið fimmtugur 1. nóvember nk. Þcnnan dag eigum við sameiginlegan og ég verð 65 ára. Það eru allir velkomnir og ég vonast bara til að sjá sem flesta,“ sagði Guðjón Ólafsson frá Gíslholti að lokum. GUÐJÓN vinnur við að koma upp sýningunni: Myndefnið sækir hann í allar áttir en Vestmannaeyjar eru eðlilega fyrirferðarmiklar. EIN af teikningunum sem Guðjón sýnir í Akóges um helgina. Spurt er..... ÆHar þú á ráðstefn- una Eyjar 2010 Jónsdóttir, snyrti- „Ég kemsi ckki. það er bamaafmæli lijá mér. Annars hefði ég örugglega drifið mig.“ Gunnar Heiðar Þorvaldsson, nemandi: „Það gæti vel verið. Ef ég hef tíma þá fer éo “ Védís Guðmundsdóttir, tónlist- armaður: „Það má vel vera.“ Kári Vigfússon, bryti: „Ég verð að vinna fyrrihluta laugar- dags en el'ég sé mér fært þá ælla ég að mæta þar.“ íris Guðmundsdóttir, siingkona: Svavar Vignisson, línumaður: „Ég á síður von á því, þó er aldrei að vita." Valgerður fræðingur: SigurgeirJónsson Af „SkOUVTl, hémaUITI og þúveistum." Skrifari á það til að hlusta á útvarp stöku sinnum, svona fyrir utan fréttatíma sem hann vill ógjaman missa af. Fyrir nokkrum vikum settist hann sérstaklega niður til að hlusta á viðtalsþátt sem hafði fengið mjög góða dóma af við- mælendum skrifara. Þama var um að ræða tæplega klukkustundar þátt þar sem tveir aðilar ræddu saman, fyrirspyijandi og viðmælandi hans. Raunar var samtal þeirra ekki nema rúm- lega hálftími þar sem nokkuð var spilað af tónlist inn milli spuminga og svara. Allt fór þetta Ijómandi vel af stað og eftir nokkra kynningu á viðmælandanum hófust spurningar og svör. Það sem skrifara er hvað minnisstæðast úr þessu viðtali er eftirfarandi: Spuming: „Nú, sko, héma, þú veist.“ Svar: ,Já, sko, héma, þú veist.“ Spuming: „Nú, sko, héma, þú veist.“ Svar: ,Já, sko, héma, þú veist.“ Reyndar slæddust fleiri orð með, bæði í spum- ingum og svömm en þessi orðaruna var uppistaðan í viðtalinu, bæði hjá þeim sem spurði og þeim sem sat fyrir svörum. Skrifara finnst einhvem veginn að hægt sé að fyrirgefa slíka orðfæð hjá fólki sem mætir í útvarp og situr fyrir svömm. En hjá fólki sem tekur að sér slíka dagskrárgerð hlýtur að verða að krefjast öllu betri frammistöðu. Á þessu gekk, eins og áður segir, í tæpan klukkutíma og skrifari var hvað fegnastur þegar gert var hlé milli atriða til að spila tónlist sem var ljómandi góð. En svo hófst „sko, héma, þú veist“ síbyljan og varð til þess að skrifari missti að vemlegu leyti áhugann, bæði á fyrirspyijanda og viðmælanda. Ósjálfrátt var hann farinn að telja hversu oft þessi orðskrípi komu fyrir enda leið ekki svo mínúta að ekki böðluðu báðir þeim margoft út úr sér á þeim hálftíma sem sjálft viðtalið varaði. Því miður byrjaði skrifari svo seint að telja að sú talning varð ekki marktæk og sjálft viðtalið skildi lítið eftir í huga hans annað en dauft bergmál af „sko, héma, þú veist.“ Svo rak skrifari augun í það í dagskrár- kynningu að umrætt viðtal yrði endurflutt í útvarpinu nokkm síðar og ákvað þá að hlýða á það á ný, ekki þó með það fyrir augum að njóta efnisins heldur til að skrásetja með nákvæmni þau „sko, héma og þú veist“ sem fyrir kæmu í viðtalinu, ásamt raunar nokkmm fleiri nútíma- tískuorðum sem bám viðtalið uppi. Á tilsettum tíma settist því skrifari niður með blað og blýant og merkti samviskusamlega við í hvert sinn sem áðurgreind orð hrutu af munni þeirra tvímenninga. Gætti þess einkar vel að láta ekki sjálft efni viðtalsins tmfla rannsóknina. Árangurinn af þessum merkingum var eftir- farandi: sko 86 sinnum héma 126 sinnum þú veist 108sinnum Þetta þótti skrifara ljómandi vel af sér vikið á 34 mínútum enda þýðir það að nær tíu sinnum á hverri mínútu komu þessi orð fyrir. Af öðmm orðum sem höfðu vemlega tíðni í viðtalinu má nefna „náttúmlega" sem kom fyrir 56 sinnum, tæplega tvisvar á mínútu, og „sem sagt“ sem kom þó aðeins 38 sinnum fyrir eða rétt rúmlega einu sinni á hverri mínútu. Rétt er að geta þess að síðan þetta gerðist hefur skrifari ekki hlustað á nefndan viðtalsþátt og veit því ekki hvort spyrjandinn eða viðmælendur hans hafa eitthvað endumýjað orðaforða sinn. Þó er honum til efs að þetta met í óþarfa- orðaglingri verði slegið á næstunni. En meðan óvíst er um slíkt, stillir skrifari yfir á aðrar rásir. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.