Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 16
16 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Prófasturinn í hátíðarskrúða: Býður upp á vel Jón Ingi Guðjónsson og Steinunn Guðmundsdóttir, sem reka Lundann, eru að færa út kvíamar og hafa opnað skemmti- og veitingastaðinn Prófastinn við Heiðarveg. Þau riðu á vaðið um síðustu helgi og buðu upp á villibráðarkvöld og dansleik á eftir. Húsnæðið, þar sem Prófasturinn er til húsa, hefúr hýst margan veitingastaðinn undanfarna áratugi og má í því sambandi nefna Gestgjafann, HB-pub, Fjöruna og nú síðast Tímor. Sjálft húsnæðið hefur ekki tekið ýkja miklum breytingum í gegnum árin nema hvað llakk hefur verið á börum milli horna og misjafnt er hvað snyrtimennskunni hefur verið gert hátt undir höfði. En grunninn lagði Pálmi Lór. Staðurinn hefur fengið virkilega andlitslyftingu hjá þeim Jóni Inga og Steinunni og tekur Prófasturinn fyrstu skrefin íklæddur hátíðarskrúða. Ljósir litir eru ráðandi sem gerir Prófastinn bjartan og hlýlegan veitingastað. Þannig tók hann á móti gestum á laugardagskvöldið þar sem boðið var upp á villibráðarkvöld. Það er djarft uppátæki að opna veitingastað með villibráðarkvöldi því ef illa tekst til er erfitt að koma staðnum á strik aftur. Þau höfðu fengið til liðs við sig Hjálmar Baldursson matreiðslumeistara og matgæðingana Aðalstein Baldursson, Heiðar Hinriksson og Kristján Yngva. Hráefnið var sótt í hefðbundna íslenska villibráð, lofts, lagar og láðs og það framreitt á hlaðborði. f forrétt var í boði gæsasúpa sem kom skemmtilega á óvart. Kjötréttirnir voru fjölbreyttir. Mest bar á fuglakjöti en einnig var boðið upp á hreindýrakjöt og fjallalamb og réttunum fylgdu viðeigandi sósur. Sjávarréttahlutinn var að mestu leyti hefðbundinn, reyktur lax og grafinn, humar, skelfiskur, gratineraðir réttir og steikt rauðspretta. Kjötréttirnir smökkuðust prýðilega en sá sem þetta ritar féll fyrir fiskréttunum. Allt var snyrtilega fram borið og þjónusta var góð. Ekki skemmdi að í upphafi var kynning á léttum vínum þannig að sveitamenn í vínum, eins og undirritaður er, fengu tækifæri til að finna út hvaða vín hentaði. Hljómsveitin Fjórir bjórar lék létta tónlist undir borðum og að því loknu hækkuðu þeir sig og buðu upp á danstónlist. Bjórarnir skiluðu sínu með ágætum en eins og stundum áður í Vestmannaeyjum varð lítið úr dansiballi. Kannski verður breyting á þessu í framtíðinni því Prófasturinn verður stækkaður með tveimur sölum á annarri hæð og eftir það verður þarna 300 manna skemmtistaður. Er stefnt að því að framkvæmdum ljúki fyrir helgi. Ó.G. SALURINN hefur tekið stakkaskiptum og er bæði bjartur og hlýlegur. Heilsuhorn Hressó Frá ruggustól -að heilsuræktarstöðinni Að halda því fram að allt eldra fólk sé lasburða og eigi helst að halda sig við sófann eða ruggustólinn leiðiraðeins til ills. Tal af þessu tagi er niðurdrepandi og getur orðið til þess að viðhalda neikvæðu ástandi einstaklingsins. Ef þú ferð að trúa því að þú sért ekki í neinu ástandi til að stunda líkamsæfingar þá muntu ekki gera þær og aðgerðarleysið leið- ir síðan til þess að þú ferð að finna til ýmissa kvilla. Besta úrræðið Gefðu þér tíma til að komast að hinu sanna í málinu. Talaðu við heimilislækninn. Spurðu um mögu- lega áhættu og hvað þú getir haft út úr æfingunum. Finndu út hvaða tegund æfínga henti þér best, hverjar séu gagnlegastar, öruggastar og í samræmi við þann hátt sem þú vilt hafa á lífi þínu. Svo framarlega sem þú átt ekki við alvarleg heilsufarsleg vandamál að striða eru allar líkur á því að læknirinn þinn muni leggja blessun sína yfir að þú farir að stunda reglubundnar líkamsæfingar. Þær munu gera þér gott og hjálpa þér við að lifa betra og innihaldsmeira lífi á efri árum. Það verður að segjast eins og er að sumir læknar, hjúkmnarfólk og fé- lagsráðgjafar og aðrir þeir sem starfa í heilbrigðisgeiranum hafa ekki beint verið meðvitaðir um mikilvægi reglulegrar þjálfunar fyrir aldraða. I dag hins vegar gera sífellt fleiri læknar sér grein fyrir því að meira er fólgið í góðri heilsu en það eitt að vera ekki veikur eða veik og taka verður upp ýmsa heilsubætandi lifn- aðarhætti, þar á meðal líkamsæfingar ef heilsan á að haldast góð til lengri tíma litið. Þolfimiæfmgar geta verið mjög fyrirbyggjandi gegn mörgum kvillum og margt bendir til þess að þær hafi ekki síður jákvæð áhrif á heilsu eldra fólks en þeirra sem yngri eru. Að mati ýmissa sérfræðinga geta æfíngar komið í veg fyrir eða bætt úr um helmingi af því líkamlega hnignunarástandi sem yfirleitt er tengt öldrun. Margt af því sem við teljum eðlilega rýrnun á vöðvum þegar aldurinn færist yfir hefur í raun ekkert með öldrunina að gera, heldur stafar hreinlega af hreyftngarleysi. Þarna hafa æfingar augljóslega mikið að segja og geta, eins og fyrr sagði, bætt hið líkamlega ástand verulega og dregið úr þessum svo- kölluðu öldrunareinkennum. HLAÐBORÐIÐ skartaði fjölbreyttu úrvali rétta úr villibráð. Heiðar Kristján Yngvi, Aðalsteinn og Hjálmar áttu heiðurinn af því. Lítil en hressileg bjórhátíð MÁNABAR státar af því að halda minnstu bjórhátíð í heimi og getur það svo sem vel verið því ekki er húsnæðið stórt. En það fara ekki alltaf saman stærð og gæði og þegar skemmtun er annars vegar eru það þátttakendurnir gera útslagið. Það sem upp á vantaði í stærðinni bætti fólkið upp um síðustu helgi og úr varð hressileg hátíð þar sem bjórinn flaut í miklum mæli. Þeir Mánabarsbændur, Tryggvi Már og Sigfús Gunnar geta ekki annað verið en ánægðir með viðtök- umar því fullt var út úr dymm bæði föstudags- og laugardagskvöld. Til að skapa rétta stemmningu var öllum húsgögnum hent út og í staðinn var eitt langborð og bekkir. „Við urðum að lok íyrir klukkan tvö bæði kvöldin því fleiri komust ekki inn. Það mættu nokkrir með gítara og héldu uppi fjöldasöng og gerðu þeir sitt til að skapa ógleymanleg kvöld,“ sagði Sigfús Gunnar í samtali við Fréttir. BIGGI Sveins lét sitt ekki eftir liggja á bjórhátíðinni og ekki skemmir þegar hann er meðal fagurra kvenna. ÞJÓRAÐ, sungið og spjallað á bjórhátíðinni. fm * ' 'Jp . í

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.