Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 26. október 2000 Skógræktarfélag Vestmannaeyja: Rollur eyðileggja græð linga og gróðursprota Egill ráðinn þjónustufulltrúi Fyrir skömmu var auglýst Starf þjónustufulltrúa bæjarins. Það starf felur m.a. í sér eftirlit með nokkrum húseignum í eigu bæjarins, þ.á.m. á Skanssvæðinu og var sérstaklega tekið fram í auglýsingunni að nokkurra líkamlega burða væri þörf í starfinu. Ekki virðist sú tilkynning hafa fælt fólk frá því að sækja um því alls bárust 17 umsóknir um starfið. Á fundi bæjarráðs á mánu- dag var samþykkt að ráða Egil Egilsson, smið, til starfans, sam- kvæmt tillögu sviðsstjóra. Aukin stöðugildi við Félagsheimilið Á síðasta fundi félagsmálaráðs gerði félagsmálastjóri grein fyrir væntanlegri starfsemi félagsheim- ilisins á þeim vetri sem nú er nýbyrjaður. Starfræksla útideildar sl. vor gaf góða raun og telur félagsmálaráð mikilvægt að félags- heimilið sinni áfram þeirri starf- semi. Þá er lögð áhersla á aðboðið verði tipp á starfsemi fyrir 16 til 18 ára unglinga á vegum félagsheim- ilisins. Lagt hefur verið til við bæjarráð að samþykkt verði 50% stöðugildisaukning vegna þessarar starfsemi og gert verði ráð fyrir auknum útgjöldmn að upphæð kr. 246 þús'.tnd við endurskoðaða fjárhagsáætlun. Styrkja skólastjóra til vesturferðar Skólastjórar grunnskólanna í Vest- mannaeyjum hafa óskað eftir því við skólamálaráð að skólaskrifstofa bæjarins styrki ferð þeirra til Bandaríkjanna nú í lok október. Ekki eru þó skólastjóramir að feta í fótspor vesturfaranna og fiytja alfarið vestur um haf, heldur er um að ræða viku kynnis- og námsferð í skólastofnanir í Minneapolis og er ferðin hluti af því framhaldsnámi skólastjómenda á Suðurlandi sem vttr stundað sl. vetur. Skólamálaráð hefur samþykkt að styrkja skóla- stjórana til fararinnar að því er nemur ferðakostnaði. Sú fjárhæð verður tekin af íjárveitingu skóla- skrifstofunnar lil endurmenntunar. Skólastjórarnír munu hafa flogið utan í gær. Sparisjóðurinn vill malbika Sparisjóður Vestmannaeyja hefur sótt um leyfi til að malbika lóðirnar þar sem áður stóðu Garðar, Blaða- turninn og Fiskbúðin. Ætlunin er að nýta lóðirnar undir skammtíma- bflastæði fyrir viðskiptavini Spari- sjóðsins og sérmerkja þatt sem slík. 1 urnsókn Sparisjóðsins segir að fyrirtækinu sé kunnugt um þá tillögu sem fyrir liggur að deili- skipulagi miðbæjarins og ljóst sé að um tímabundna notkun lóðanna fyrir bflastæði sé að ræða. Skipu- lags- og bygginganefnd frestaði því á síðasta fundi að taka ákvörðun um afgreiðslu málsins. Á stjórnarfundi Skógræktarfélags Vestmanneyja þann 17. október kom fram að í sumar var plantað 6000 trjáplöntum auk annars gróðurs í Hraunskógaverkefninu og á fleiri stöðum hér. í ályktun fundarins segir að margar fómfúsar hendur hafi lagt hendur á plóginn. „Þó svo að sumarið hafi í gær tók Bflaverkstæðið Bragginn í notkun nýjan spruatunarklefa. Gunnar Adólfsson í Bragganum segir að þetta sé mikið stökk fram á við. „Klefinn er af nýjustu og full- komnustu gerð,“ segir Gunnar. „Eg verið gott til skógræktar þá er stað- reyndin sú að Skógræktarfélaginu hafa borist kvartanir um að sauðfé hafi eyðilagt græðlinga og nýniðursettan gróður. Stjóm Skógræktarfélagsins skorar á búfjáreigendur að sjá til þess að skepnum sé beitt hóflega í viðurkenndu leigulandi og ekki eyði- lagt það brautryðjendastarf í skógrækt get með með góðri samvisku sagt að klefinn okkar sé sá besti á landinu, sem er að því leyti rétt að aðeins em til tveir eða þrír svona klefar á Islandi í dag og þeir gerast ekki betri.“ Gunnar vonast til þess að klefinn sem á sér stað í Eyjum um þessar mundir. Á ámm áður vom það misvitrir menn sem sáu til þess að slík ræktun fór forgörðum, látum það ekki endurtaka sig nú. Horfum til framtíðar og hlúum að, þá verður Eyjan okkar grænni og vænni,“ segir í ályktun Skógrækarfélagsins. eigi eftir að koma viðskiptavinum til góða. „Við höfum alltaf verið mjög vel tækjum búnir um leið og við höfum metnað til að vera í fremstu röð. Kaupin á klefanum em ein staðfestingin á því.“ Fjölgun á færslum Alls voru 197 færslur í dagbók lögreglu í liðinni viku. Er það nokkuð meira en verið hefur að undanfömu en skýrist fyrst og fremsl af því að sl. föstudag var átak í umferðamiálum og alls um 40 færslur í dagbók tengdar þessu átaki. 13 kærðir í umferðarátaki Samtals voru 16 kæmr skráðar í vikunni vegna brota á umferðar- lögum, þar af 13 kæmr daginn sem átakið stóð yfir. Annars sögðust lögreglumenn ánægðir með ástand umferðarinnai' og reyndist mikill meirihluti ökumanna fara að settum reglum. Þessi brot skiptust þannig að einn var grunaður um ölvun við akstur, sjö lögðu ólöglega, einn var tekinn fyrir of hraðan akstur, fimm fyrir vamækslu á notkun öryggis- búnaðar og tveir fyrir að hafa ekki farið í skoðun með ökutæki sín. Brotnar rúður Tvö skemmdarverk vom kærð til lögreglu, rúðubrot, og áttu sér bæði stað á sunnudag. Brotin var rúða að Sóleyjargötu 12 og þrjár rúður í Bamaskólanum. Ekki er vitað hverjir voru að verki en lögregla óskar eftir upplýsingum um bæði málin. Árekstur við kirkjuna Eitt umferðaróhapp var tilkynnt lögreglu í vikunni sem leið. Við Landakirkju lentu í árekstri bifreið og létt bifhjól. Ökuniaður bif- hjólsins slasaðist lítillega en lítið tjón varð á ökutækjunum. Gróðurskáli og kaffihús í miðbæinn Þeir Eiríkur Ómar Sæland í Eyja- blómum og Andrés Sigmundsson í Magnúsarbakaríi hafa sótt um lóð til skipulags- og bygginganefndar til að byggja 800 fermetra gróðurskála og kaffihús á einni hæð að Hilmisgötu 2, 4, 6 og 8, sem og þ;u sem veiðarfærahús ísfélags Vest- mannaeyja stendur. í umsókn þeirra segir að þeir hafi kynnt sér þá tillögu sem fyrir liggur um deiliskipulag svæðisins og sækja þeir um það svæði þar sem gert er ráð fyrir byggingu tveggja hæða íbúðarhúss við Stakkagerðistún. Ekki hefur verið tekin ákvörðun í skipulags- og bygginganefnd uin svar við þessari málaleitan. GUNNAR í Bragganum við sprautuklefann góða ásamt starfsmanni sínum. Byggt á ný í Gvendarhúsi í fyrra var samþykkt í bæjarstjórn tillaga Guðjóns Hjörleifssonar, bæjarstjóra, um byggð fyrir ofan hraun, þar sem stefnt verði að því að byggja hús á hinum gömlu bæjarstæðum Ofanbyggjara. Þegar hafa risið hús í Draumbæ og Brekkuhúsi auk þess sem búið mun að úthluta leyfi fyrir húsi þar sem Norðurgarður stóð. Nú hefur síðustu lóðinni fyrir ofan hraun verið úthlutað. Sigurgeir Jónsson, kennari og blaðamaður og Ofanbyggjari að ætt og uppruna, sótti um leyfi til að byggja timburhús í landi Gvendarhúss. Skipulags- og bygginganefnd samþykkti þetta erindi og hefur skipulags- og byggingafulltrúa verið falið að ganga frá lóðarleigusamningi. FRETTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Júlíus Ingason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481- 1293. Netfang/rafpóstur: frettir@eyjar.is. Veffang: http//www. eyjaf rettir. is FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Toppnum, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flughafnarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. FRETTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRÉTTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið. Bragginn : Einn af fullkomnustu sprautunarklefum landsins

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.