Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 26. október2000 Bókvitið l05kt,na 9°" Vestmannaeyingar Um taugafræðil eg afbrigði Ég þakka Veru fyrir að skora á mig og mun ég reyna að standa undir þeim heiðri. Þeir höfundar sem ég held mest upp á koma úr ýmsum ólíkum áttum. Bæk- umar hans Oliver Sacks em frábærar. Hann er einn þekktasti taugasérfræð- ingur í heimi og skrifar bækur um undar- leg taugafræðileg fyrirbæri sem verða á vegi hans. Lfldegast er að fólk kannist við bíómynd sem gerð var eftir bókinni Awakenings, þar sem Robin Williams lék sjálfan Sacks. Sumum kann að þykja ljótt að segja að taugafræðileg afbrigði séu skemmtileg, en skrif hans bera vott um að hann setur manneskjuna í fyrsta sæti og sér alltaf eitthvað jákvætt í lífi þess fólks sem hann skrifar um. Bókin Tlie man who mistook his wifefor a hat er einna skemmtilegust af bókunum hans. 1 An Anthropologist on Mars fjallar hann um aðlögunarhæfni mann- eskjunnar þegar eitthvað fer úr skorðum í heilanum. Ein magnaðasta sagan í þeirri bók er um skurðlækni sem þjáist af Tourette heilkenni á háu stig sem lýsir sér m.a í ósjálfráðum hreyfingum og kækjum. Yfirleitl klára ég eina bók áður en ég byrja á annarri en nú er ég með á náttborðinu nokkrar bækur. T.d. bók tvö um Harry Potter en ég hef gaman af því að lesa sögur þar sem höfundar gefa hugmyndafluginu lausan tauminn. Bækur eftir ungan bandarískan höfund Mark Childress falla í þennan flokk. Þekktasta bókin hans er Cracy in Alahama. Gerð hefur verið bíómynd eftir henni, en hún er ekkert miðað við bókina. Á borðinu er einnig Bootleg eftir grínarann Damon Wyans og er hún ekki fyrir viðkvæma en þar setur hann fram skoðanir sínar á hinum ýmsu málum og sýnir manni hliðar á málunum sem mér Helga Tryggva er bókaunnandi vikunnar hefði aldrei dottið í hug. Angela 's Ashes eftir Frank McCourt er ég nýbúin með. Þar lýsir höfundur uppvexti sínum í sárri fátækt á írlandi, heillandi lesning og líka búið að gera bíómynd. Svo var ég að klára The Hiawatlui eftir David Treuer sem er kominn af indjánum og skrifar um veruleika þeirra á síðustu öld. Hann gefur manni innsýn f heim sem maður vissi kannski ekki að væri til og sýnir að mannskepnan getur nú þolað ýmislegt. Patricia Cornwell er aldrei langt undan þegar bækumar hennar um meina- fræðinginn Kay Scarpetta eru annars vegar. Þetta eru hinir mestu reyfarar og mér er sagt af manni sem hefur menntað sig í „sönnunargagna" fræðum að lýs- ingarhennar séu ákaflega raunverulegar. Kay Redfield Jamison er sálfræðingur sem hefur sérhæft sig í geðhvarfasýki. Hún er einn helsti vísindamaður heimsins þegar kemur að rannsóknum á þessum sjúkdómi. Hún sjálf er haldin þessum sjúkdómi og bók hennar An Unquiet Mind, þar sem hún fjallar um eigin reynslu, gefur einstaka innsýn í heim geðveikinnar. Ég er rétt byrjuð að glugga í Touched with Fire þar sem hún fjallar um tengsl geðhvarfa við list, en svo virðist sem hærra hlutfall listamanna þjáist af þessu en aðrir, sérstaklega ljóðskáld. Nú er ég farin að skammast mín, allt á ensku. Ég er alltaf að fara að lesa íslenska höfunda. Ég geri það reyndar þar sem ég les mikið af bókum eftir Islendinga fyrir dætumar. Að lokum langar mig til að segja ykkur frá bókabúð sem heitir Shake- speare and Co og er í miðborg Parísar, ská á móti Notre Dame. Fyrir bókaorma er vel þess virði að gera sér ferð til Parísar bara til að komast í þessa búð. Þar úir og grúir af notuðum bókum, skipulagið ekki neitt, örugglega aldrei þurrkað af og bókafrík alls staðar úr heiminum koma og fá að starfa kaup- laust. Bækur eru frá gólfi upp í loft, undir stigum og meira að segja í vask- inum við kaffivélina. Á beddum sem troðið er hér og þar er fullt af bókum. Þegar kvölda tekur er bókunum rutt af beddunum og þreyttir og peningalitlir ferðamenn fá að leggjast til hvflu. Tannlaus, gamall Kanadamaður hefur átt búðina í 50 ár, en hann segir að þeir sem komi í hana eigi hana alveg jafn mikið og hann. Svo vona ég að einhver hafi haft gaman af, þó mér finnist undarleg þessi þörf okkar að vita fáránlegustu hluti um náungann, eins og hvað hann les. Ekki síður undarlegt að opinbera það á prenti! Ég skora á Steina Gunn, 66ara, „stöðugt í stuði“ og nýjasta tromp Stöðvar 2 að opinbera sig í næsta blaði. Þann 29. ágúst eignuðust dóttur Guðbjörg Helgadóttir og Örlygur Þór Jónasson. Hún vó 15 merkur og var 53 sm að lengd. Stúlkan hefur fengið nafnið Þórhildur. Með Þórhildi á myndinni er stóri bróðir Örvar Þór. Fjölskyldan býr í Reykjanesbæ. Þann 19. september eignuðust dóttur Guðrún Lilja Ólafsdóttir og Halldór Jón Sævarsson. Hún vó 15 Vi mörk og var 55 sm að lengd. Hún hefur fengið nafnið Ama Dís. Með littlu systir á myndinni eru bræður hennar Finnbogi til vinstri og Ólafur Diðrik til hægri. Ljósmóðir var Valgerður Ólafsdóttir. Fjöl- skyldan býr í Vestmannaeyjum. Strútskjöt í uppáhaldi Um síðustu helgi var boðið upp á villibráðar- Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? kvöld á Prófastinum, sem áður hét Fjaran og Óstundvísi. þaráður HB pöbb og Gestgjafinn. Þetta kvöld Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Á íslandi er þótti takast einkar vel. Sá sem bar hita og það Borgarfjörður eystri, í útlöndum er það Gudbrandsdalur þunga af matargerðinni er Eyjamaður vikunn- í Noregi. ar. Varstu ánægður með hvernig til tókst? Já, mjög svo. Fulltnafn? HjálmarElías Baldursson. Hvað er öðruvísi við að matreiða villibráð en annan Fæðingardagur og ár? 30. október 1966. mat? Ég veit það ekki, það er mjög svipað. En þetta er Fæðingarstaður? Reykjavík. nokkuð sem er ekki dags daglega á borðum og gerir það Fjölskylduhagir? Einhleypur, enn sem komið nokkuð sérstakt. er. Má eiga von á að þetta verði endurtekið? Já, að ári. Menntun og starf? Lærður matreiðslumaður. Eitthvað að lokum? Ég vilþakka þeim sem voru með mér Vinn sem slíkur á Pizza 67. íþessu, sérstaklega þeim Alla, Heiðari og Kidda. Laun? Ágæt. Bifreið? Mitsubishi Lancer '99. Helsti galli? Ég læt aðra dæma um það. Helsti kostur? Sama hér. Uppáhaldsmatur? Strútskjöt. Bragðaðiþað í fyrsta sinn ÍNoregi og líkaði það einkar vel. Verstimatur? Svið. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og svo er bjórinn líka góður. Uppáhaldstónlist? Ýmislegt, t.d. Meat Loaf og Tina Turner. Hvað erþað skemmtilegasta sem þú gerir?Að ferðast. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að taka til heima hjá mér. Hvað myndirðu gera efþú ynnir milljón í happdrætti? Hún færi í skuldir. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Pass. Uppáhaldsíþróttamaður? ÍBV liðin í handbolta og fótbolta. Ertu meðlimurí einhverjum félagsskap? Björgunarfélagi Vestmannaeyja og Round Table. Uppáhaldssjónvarpsefni? íþróttir. Uppáhaldsbók? Engin sérstök. Hvað meturþú mestífari annarra? Stundvísi. . #2 \ Hjálmar Elías Baldursson er Eyjamaður vikunnar Á döftrmt 4* 26. okt. Skyggnilýsingofundur í Sveinofélagshúsinu Heióarvegi 7, kl. 20.30 26. okt. 600. fundur Kiwanismonna kl. 19.30 27. okt. ÍBV - ÍR í Nissan deildinni í karlaboltanum kl. 20.00 26. - 28. okt. HátíÓ bjórsins heldur ófram ó Mónabar 26. - 28. okt. Bangsadagar ó Bókasafninu. Einnig eru sektarlausir dagar 27. - 29. okt. Guójón Ólafsson fró Gíslholti sýnir í Akógeshúsinu 28. okt. Eyjar 2010, róóstefna ungs fólks um framtíóarsýn sína 28. okt. Grillveisla ÍBV íþróttafélags vió Þórsheimilió kl. 20.00 28. okt. Árshótíó jórniónaórmanna ó Prófastinum, opnaó kl. 19.30 29. okt. Lokahóf yngri flokka ÍBV í Týsheimilinu kl. 15.00 31. okt. Dadda og Axel Ó slanda síóustu vaktino sína í 42 ór í skóverslun 31. okt. Bæjarstjórnarfundur kl. 18 í fundarsal Bæjarveitna I. nóv. ÍBV - Haukar í kvennaboltanum kl. 20.00 5. nóv. Myndlistarsýningin „Timinn og trúin" opnuó eftir messu i Lundakirkju kl. 14 i Safnaóarheimilinu 6. nóv. Ársþing ÍBV héraóssambands í Þórsheimilinu kl. 18.00 er '0\0 ÍI3310 FRÉTTIR

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.