Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 26.10.2000, Blaðsíða 14
14 Fréttir Margir geta ekki hu< sér að kaupa aðra te -segir Kristján Olafsson, eini löggilti bílasalinn í Vestmannaeyji KRISTJÁN segir að þrátt fyrir margra ára hrakspár um kaup á bflum með bflalánum þá hafi hann aldrei lent í vandræðum vegna vanefnda á þeim. -Aftur á móti held ég að lánahlutfallið sé miklu lægra hér en hjá kollegum mínum uppi á landi. Þeir sem búa uppi á landi spyrja oft hvort þörf sé á að eiga bifreið til einkanota í Vestmannaeyjum. Hvort stuttar vega- lengdir geri ekki slíkt ónauðsynlegt. Vest- mannaeyingar eru ekki á sama máli, a.m.k. ekki ef bílaeign þeirra er athuguð en þar standa þeir öðrum íslendingum ekki að baki nema síður sé. Bílaumboðin eru með sýningar á nýjum bílum einu sinni til tvisvar á ári í Vest- mannaeyjum sem bendir líka til þess að áðurnefndar fullyrð- ingar eigi ekki við rök að styðjast. Vestmannaeyingar eru áhugamenn um bíla, rétt eins og aðrir landsmenn, vilja fylgjast með og vanda valið þegar kemur að því að endurnýja bílakostinn. Kristján Olafsson er umboðsmaður í Vestmannaeyjum, bæði fyrir Heklu hf. og Toyotaumboðið. Um síðustu helgi var Kristján með sýningu í Eyjum þar sem kynntir voru nýir bílar ffá Heklu. Kristján er lærður bifvélavirki og raunar bifvélavirkjameistari. Hann rak um margra ára skeið, ásamt Bjama Baldurssyni, Bflaverkstæði Kristjáns og Bjama þar sem nú er Bílaverk- stæðið Bragginn á Flötunum. Þeir félagar hættu þeim rekstri 1977 og þá varð starfsvettvangur Kristjáns í Vélsmiðjunni Magna og svo síðar í Skipalyftunni. Hann var fram- kvæmdastjóri Golfklúbbs Vest- mannaeyja í tvö ár en hefur frá árinu 1994unniðhjáFES. Fréttir ræddu við Kristján um eðli og starf bflaum- boðsmanns í Vestmannaeyjum. Sá eini löggilti í Eyjum Hvenœr tókst þú við umboði fyrir Heklu hf. ? „Við Bjami vomm með umboð fyrir Heklu frá 1968 og fram að gosi. Reyndar vomm við með umboð fyrir Ford lika. Svo þegar við hættum með verkstæðið lá sú umboðsmennska í láginni í nokkur ár en ég tók aftur við umboði fyrir Heklu árið 1986. Svo tók ég við Toyotaumboðinu 1998.“ Þú ert löggiltur bílasali. Hvað þurfa menn að hafa til brunns að bera til að fá slíkt leyfi? „Til þess þarf að sækja tilskilin námskeið sem haldin eru í Reykjavík og tekur það nám þrjár vikur. Námið spannar nánast allt það sem við kemur sölu bifreiða, ekki síst notuðum bifreiðum. Þar er m.a. farið í samn- ingsrétt og kauprétt, sölu- og samningatækni, veðrétt lausafjár- muna, þinglýsingar og verð- bréfareglur, vátryggingar og íjár- málaráðgjöf fyrir kaupendur. Nám- skeiðinu lýkur með prófi. Þetta er strangt nám og erfitt og ekki óalgengt að menn falli á prófum. Eg fór á eitt af fyrstu námskeiðunum sem haldin voru eftir að lögin um þau tóku gildi og náði prófinu. Mér vitandi er ég eini löggilti bflasalinn í Vestmannaeyjum." 90% af sölunni með uppítöku Hve mikil vinna liggur á bak við sýningar á borð við þessa sem þú stóðstfyrir um helgina? „Það er heilmikil vinna. Fyrst þarf að skipuleggja allt í kringum hana í samráði við umboðið, hvaða bfla á að sýna, útvega húsnæði og fleira. Svo þarf að flytja bflana á staðinn og þrífa allan bflaflotann. Núna fékk ég t.d. 15 bfla með Herjólli á miðvikudag og þeir urðu að vera tilbúnir á laugar- dagsmorgun. Fyrir utan viðveru á sjálfri sýningunni þarf maður líka að vera með allt á hreinu með verð og tækniatriði. Það þýðir verulegan undirbúning, ekki síst þegar verið er að sýna margar tegundir og maður þarf að standa klár á öllum atriðum sem tengjast hverri tegund. Svo er þetta ekki búið þó að sýningin sé á enda, þá þarf að fara yfir og vinna úr því sem um var spurt. Menn eru t.d. að athuga hvað þeir fá fyrir gamla bílinn sinn, en u.þ.b. 90% af sölu nýrra bfla eru með uppítöku á eldri bfl. Þá þarf að athuga með lánamöguleika og aukahluti í bflinn og hver kostnaður er við þá.“ Ertþú líka með notaða bíla til sölu? „Já, leyfið snýst fyrst og fremst um sölu á notuðum bflum. Bæði sel ég uppítökubflana, auk þess sem ég leita uppi bfla hjá umboðunum fyrir sunnan, bfla sem eru þá að skapi væntanlegra kaupenda og svara til þess sem þeir hafa óskað eftir. Þegar ég hef fundið bfl sem bæði hentar þeim óskum og svo pyngju kaup- andans, læt ég skoða bflinn í Reykjavík og fæ hann síðan sendan til Eyja. Þá getur kaupandinn skoðað hann og prófað og er á engan hátt skuldbundinn til að kaupa hann, heldur getur hafnað því ef svo ber undir.“ Er hœgt að lifa af svona umboðs- mennsku í Vestmannaeyjum? „Nei, ekki sem aðalstarfi, til þess er markaðurinn of lítill hér. Það er verulegur kostnaður sem fellur til og ekki unnt að hafa lifibrauðið af þessu eingöngu.“ 35 til 36 mismunandi tegundir Hvemig fer saman að vera umboðs- maður fyrir tvö bílaumboð ? „Það gengur vel upp. Hjá Heklu er ég með umboð fyrir fimm tegundir, Audi, Mitsubishi, Volkswagen, Skoda og Gallopher. Það hefur ekki skapað nein vandamál að vera með umboð fyrir allar þessar tegundir og skiptir ekki meginmáli þótt ein tegund bætist við. En svona til marks um umfangið þá er hver tegund með allt að sex undirflokka, bfla með mismunandi búnaði svo að í raun er þama um að ræða 35 til 36 tegundir af bflum með mismunandi útfærslu." Eru Vestmannaeyingar áhugamenn um bílasýningar? ,Já, ég held það. Fólk virðist bíða eftir þessum sýningum. Yfirleitt hef ég verið með tvær sýningar á ári fyrir hvort umboð og held að það sé svipað og hjá öðrum umboðsmönnum. Kost- urinn við sýningamar í Eyjum er að fólk getur skoðað bflana í ró og næði og gengið ffá málum hér heima. Flestir em mjög ánægðir með að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur til þess. Fyrsta bflasýningin, sem ég stóð fyrir, var haldin á Stakkó árið 1986 og þá vom þrír bflar sýndir. Það hefúr margt breyst síðan þá.“ Hve marga nýja bíla ert þú að selja á ári?

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.