Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 24

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 24
Tímarit Máls og menningar sagði hann og benti á umsóknina, Lúður stendur hér, og ekki er þar með allt komið. Gjallandi þar að auki! Afsakið! sagði hann því næst og rak upp hlátur. Hann horfði á merkið á vindlinum sínum meðan hann hló að þessu furðulega nafni, í gömlu brúnu vesti sem eitt sinn átti Einar skáld Benediktsson, og hann notaði það við hvaða föt sem var. Eg get nú ekki annað en hlegið! Lúður Gjallandi! Sá held ég ætti að geta skáldað! Þeir hlógu hjartanlega að þessu, en Jón brosti aðeins, þó mæðulega. Hann var spakur af raunum sinnar eigin lífsreynslu, maður háttvís og lítið fyrir þær deilur og vinda sem næddu um þessa rótlausu öld. Hann reykti venjulega pípu, rólegur þegar hann var ekki áreittur og fékk að vera í friði út af fyrir sig. Og Jón sagði sem fyrr, Já, þetta er úngt og leikur sér! Ég, sagði Jón þá, held maður muni nú svo sem, svo ég segi sjálfur frá, hvað maður var ... En þá kom Jón inn í talið og sagði með nokkrum hávaða, Já nei, hann vantar ekki nafnið delann þann arna. (Það var hann sem átti bústað við Þíngvallavatn. Þeir spurðu hann oft hvort ekki væri spenn- andi að búa þar. Jú, sagði hann, það er bæði gagn og gaman. Hann átti líka stöng og veiddi á hana í vatninu). En Jón var sá eini sem ekki stökk bros. Hann er alltaf svo þúngur bolsinn, hugsuðu þeir. En nú sagði Jón á þá leið að það væri satt. Hvað? spurði Jón. Hvað er satt? Að hann vanti ekki nafnið. Nei, það má guð vita, sagði Jón. En hvað ég vildi nú sagt hafa? Það gæti svo sem verið að maður þekkti kauða þótt maður komi honum ekki fyrir sig í bili, eða hvað? Þvílíkt og annað eins nafn hef ég aldrei heyrt. Og nafnið á einum ritlíngi! (Hann hvíldi sig í talinu meðan hann hló), „Daman lá kýld á beddanum og þrællinn grét, saga um hið únga blauta ísland“! Hafiði nokkurn tíma heyrt annað eins nafn á dikti? Það er ekki einu sinni íslenska! Slappar tvær arkir, þótt maður nú ekki dragi hálfar og heilar síður frá! Þá sagði Jón með þúnga, Ég hef víst einu sinni talað við slinnann þann, og við þessi orð hitnaði andrúmsloftið um allan helmíng. Einmitt? Akkúrat? En með leyfi að spyrja, hvað sagði drjólinn? Að vísu ofboð fátt og ómerkilegt, sagði Jón og horfði fast á rjóðar kjúk- 134
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.