Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 68
Tímarit Máls og menningar En á marga þjóðmálabræður og vini Halldórs Kiljans frá þeim gömlu og góðu dögum, þegar gleði vor var fín og stór, á þá sækja líka annars kyns spurningar og þeir spyrja og spyrj a: Hvers vegna er Halldór að gera þessar pólitísku játningar í Skálda- tíma? Hverjum koma þessi pólitísku lík við núorðið? Hvernig fær hann sig til að gera sig svo lítinn karl að kasta sér flötum fyrir gamla stjórnmálaandstæðinga sína og hatursmenn, með þá aumu játningu, að hann hafi á blómaskeiði ævinnar verið heimskt trúfífl, sem legið hafi bjargarlaust undir rúss- neskum lygaáróðri? Og hví að vera að skemmta þessum spaugurum með svona vesaldómi og láta þá glotta að öllu saman og fyrirlíta sig undir niðri? Hví ekki heldur að gráta syndabyrðir sínar í leyndum? Hefur þarna orðið bilun í sálar- gangverkinu? Og hver er tilgangurinn ? Hver er ávinningurinn, sem höfundurinn hyggst að ná með þessari niðurlæg- ingu á sjálfum sér? Eru þetta endurupprisnar katólsk- ar skriftir, nú fram bornar til þess að kría sér út hjá Guðdóminum eða ein- hverjum heilögum löllum linun á í- myndaðri refsingu fyrir fylgi við „glæpamanninn“ Jósep Stalín? Eða er þessi auðvirðing gerð í þeim tilgangi að baktryggja sig hjá valdhöfunum og sýna fínt klæddu fólki forklárað andlit (leggjandi á sig spott þess í innra hylkinu) ? Eða er þetta vakið upp frá dauðum í því skyni að fá hækkað mat á hin- um síðari ritverkum sínum? Lifði ekki Steinn Steinarr fyrst sína upprisu eftir að hann sökk niður í Rússlands- níðið? Og öllum er kunn upphafning Kristmanns hjá yfirvöldunum, þessa barnslega trúaða kommúnistahatara. Eða á þetta sér kannski rót í snert af hégómaskap: löngun til að hóa i lætin með stóru mönnunum, sem lagzt hafa á ná „bóndans í Kreml“ fyrrver- andi, ánægju af að láta á sér bera og vera á fersku hvers manns orði? í þessar áttir spyrja fornir vinir Halldórs og stjórnmálasamherjar. Ég veit ekki, hvort þeir hafa hug til að hreyfa slíkum ráðgátum fyrir honum sjálfum. En svona spyrja þeir bak við hann, sjálfa sig og hverjir aðra og þann, sem þetta ritar. Og „hvítasunnusöfnuðurinn“ hang- ir uppi prestlaus og ruglaður í guð- spjöllunum. Ég, gamall kunningi Halldórs og aðdáandi í mörgum greinum, þó ut- an safnaðar, vildi koma þessum spurningum vina hans og banda- manna forðum tíða á framfæri við hann, ef þær skyldu hafa farið huldu höfði bak við hann, og ef hann kynni að geta dregið af þeim einhverj a lær- dóma um navígasjón sína á hafi lífs- ins. 173
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.