Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 3
TÍMARIT MÁLS OG MENNINGAR • 25. ÁRG. • 1964 2 • HEFTI • JÚLÍ Staða bókmennta og lista á tnttugu ára afmælt lýðveldisms TT'inhver tók svo til orða urn nýhaldna listahátíð að tilgangur hennar væri að sýna hvar á vegi íslenzkir listamenn og íslenzkar hstir væru stödd um þessar mundir, til glöggvunar bæði fyrir almenning og þó ekki síður fyrir listamenn sjálfa. Það kann að vera að einhverjum sé staða íslenzkra lista ljósari nú að þessari hátíð lokinni en á undan henni, og þó þykir mér það ólíklegt. Ef til vill hafði undirbúningur hátíðarinnar verið ófullkomnari en svo að takast mætti að sýna þá mynd sem fyrir mönnum vakti; ef til vill er yfirleitt ekki hægt að draga hana upp innan ramma neinnar hátíðar, þar sem staða lista og listamanna hlýtur að sjálfsögðu að koma fram í verðand- inni, en er tæplega þesskonar hlutur sem negldur verður fastur við ákveðinn púnkt. Hvað sem því líður þá er hitt víst að enginn kom fram á þessari listahátíð sem gerði tilraun til að skýra þessa stöðu með berum orðum og skiljanlegum rökum. Það er kannski þessvegna að mér finnst eftirminnilegust að hátíðinni lokinni sú staðhæfing sem kom fram á ýmsra varir meðan á henni stóð, — og þó einhvernveginn óvart að því er virtist, ósjálfrátt og órökstutt, — að bókmenntir væru nú orðnar annars flokks list- grein1 á íslandi: að minnsta kosti á eftir myndlistinni og jafnvel líka á eftir tónlistinni, að því er helzt mátti skilja. Ég sé enga ástæðu til þess að rithöfundar rjúki upp á nef sér þó þessari fullyrðingu sé hleypt af stokkunum á listahátíð og held fráleitt að hún verði afsönnuð með tölvísi, eins og einum rithöfundi datt þó í hug. Ég held meira að segja að rithöfundum væri hollara að gera ráð fyrir því fyrirfram að kenningin hafi við nokkuð að styðjast, jafnvel þó svo kynni að reynast þegar tímar líða fram, að hún hafi verið fleipur eitt. Að minnsta kosti er ekki nema sjálfsagt að athuga af gaumgæfni hvað leynast muni að baki hennar. Fyrst er þá rétt að gæta þess að mjög er vafasamt hvort þeir sem segja að t. d. málara- list á íslandi um þessar mundir sýni meiri þroska en bókmfcnntirnar, hafi gert nokkra tilraun til að leggja mælikvarða á raunverulegt gildi (eða, ef svo mætti segja: innra gildi) þess sem hvor greinin um sig hefur áorkað á undanförnum árum. Það er meira 1 Ég vil reyndar taka það fram að ég kann ekki að meta þá málvenju að hafa orðið listir sem samheiti um bókmenntir og listir. Ég hef vanizt því að talað væri um bók- menntir og listir, listamenn og rithöfunda og sé ekki að öðrum en hraðriturum sé ávinn- ingur í að rugla þessu saman. 8 TMM 113
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.