Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 56

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1964, Blaðsíða 56
Tímarit Máls og menningar að taka mér í munn jafn úrelt málfar og orðið sál. Og það þykist ég muna vel, að þeir Erlendur og Halldór stóðu fast saman í því gríni. Erlendur og Halldór höfðu lesið um tilraunir Pavlovs. Það tilheyrði því að vera móðins manneskja. En ég hafði lítið lesið um það efni, henti mestan part á skotspónum eitthvert hrafl, sem ég heyrði í Unuhúsi og víðar. Ég var orðinn talsvert handgeng- inn hinum „andlegu“ fræðum, þeg- ar hér var komið sögu. Þess vegna varð mér það fljótlega ljóst, að fram- vindur Freudismans og tilrauna Pav- lovs þokuðu engum nær réttu svari við ráðgátunni líf eða ekki líf eftir dauðann. Og þó að ég væri eins rauð- ur bolsivíki og þeir Erlendur og Hall- dór, þá lá mér það í augum uppi, að þriðja framvindan, afneitunarandinn frá rússnesku byltingunni, var ekki borin uppi af mannviti. Sú fram- vinda var að vísu miklu eldri en bylt- ingin, en draugur sá fékk ferska blóð- gjöf fyrir kraft þeirrar umveltu. En af mér er þá döpru sögu að segja, að ég er svo karaktirdaufur, að ég hef aldrei haft manntak í mér til að fordæma skóginn, þó að fyndi ég þar laufblað fölnað eitt, jafnvel tvö. En það er einmitt þetta, sem margur er svo helvíti duglegur að æsa sig upp í. Finni þeir laufblað fölnað eitt, lýsa þeir frati á allan skóginn. Ég gat þess vegna aldrei snúizt til fjandskapar við sósíalismann og hið sósíalistiska þjóðskipulag fyrir þær sakir, að rússneskir ráðamenn og þeirra fólk afneituðu lífi eftir dauð- ann. Ég var meira að segja oft að hlakka til að skreppa niður í bryggju- húsið til þess að sjá, hvernig þeir brygðust við, þegar þeir stigju á land úr siglingunni svörtu. Ég gat því aldrei tekið undir málsprok Steins míns Steinars: „Rússar hafa svikið allt, sem þeir höfðu lofað.“ Eins slysalega fór fyrir mér síðar, þegar ég frétti um óforþéntar aftök- ur á valdaárum Stalíns. Mín sósíal- ismaloftvog féll ekki um brot úr millibar. Ég minntist hins forna spak- mælis, sem ég hafði lært fyrir fjórum tugum ára, að „hálf er öld hvar“. Og hvað voru þau grimmdarverk, þó að máski væru heimskuleg, á borð við öll manndrápin, aftökurnar og pynd- ingarnar í nýlendum vorra göfugu vinaþjóða í vestrinu. Hver hefur snú- izt gegn auðvaldsþjóðskipulaginu vegna þeirra glæpa? Þetta voru þá nokkrar framvindur heimsins á þremur næstu áratugum eftir byltinguna í Rússlandi. Erlend- ur snerist andstæður gegn einni þeirra, framvindunni um lífið eftir dauðann. A tveimur hinna, Freud- ismanum og tilraunum Pavlovs, sýndu þeir báðir, Erlendur og Halldór, velviljaðan áhuga, og ég man ekki til, að ég heyrði Erlend nokkurntíma stugga við útslokknun- 166
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.