Ský - 01.04.2007, Side 68

Ský - 01.04.2007, Side 68
 68 sk‡ Íslenska leiðin Norðurál hefur frá upphafi valið það sem kalla mætti „íslensku leiðina“. Hún felst í því að fyrirtækið hefur verið byggt upp með hliðsjón af íslenskum aðstæðum og íslenskum hagsmunum. Í byrjun var Norðurál lítið álver með 60 þúsund tonna framleiðslugetu. Allar götur síðan hefur þess verið gætt að fyrirtækið vaxi í hóflegum áföngum fyrir íslenskt hagkerfi. Jafnframt hefur Norðurál lagt áherslu á að nýta íslenskt hugvit og íslenska þjónustu sem frekast er unnt. Með þessu móti hefur fyrirtækið vaxið í góðri sátt við íslenskt samfélag og markmiðið er að fylgja þeirri stefnu áfram. Í þessu sambandi er einnig vert að hafa í huga að lending íslensks hagkerfis eftir mikil umsvif und- anfarinna ára verður að vera mjúk – hófleg uppbygging í hæfilega smáum áföngum er enn í fullu gildi. Íslensk fyrirtæki vaxa upp með Norðuráli Norðurál lagði frá byrjun áherslu á að fá íslenskar verk- fræðistofur og önnur íslensk þjónustufyrirtæki til að taka að sér mikilvæg verkefni í tengslum við uppbyggingu álversins. Talið var æskilegt að sprotafyrirtæki ynnu með Norðuráli – yxu upp við hlið þess – og sú varð raunin. Sú sérstaða Norðuráls að nota nær eingöngu íslenska verk- fræðinga við uppbyggingu og nýframkvæmdir fyrirtækisins skilar verðmætri sérþekkingu inn í samfélagið. Þessi þekk- ing er þegar orðin að spennandi útflutningsvöru. Sú stefna Norðuráls að skipta stækkun fyrirtækisins í áfanga og brjóta framkvæmdir niður í viðráðanlegar ein- Álver Norðuráls á Grundartanga var gangsett í júní 1998 og var ársframleiðslan í upphafi 60.000 tonn en fjöldi starfsmanna 160. Álverið hefur vaxið í hóflegum áföngum og mun í ár ná 260.000 tonna framleiðslugetu en starfsmenn verða 420. Frá árinu 2005 hefur verið unnið markvisst að undirbúningi álvers Norðuráls í Helguvík. Lokahnykkurinn á því ferli er kynning á mati á umhverfisáhrifum sem mun fara fram í maí. Áformað er að jarðvegsframkvæmdir hefjist í lok árs 2007 og að fyrsta afhending orku til álvinnslu verði árið 2010. Ábyrgur þegn í íslensku samfélagi K Y N N IN G Hjá Norðuráli starfa um 100 konur.

x

Ský

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1110

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.