Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 8
8 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir Mánaðarleg útborgun atvinnuleysisbóta, miðað við fullan bótarétt, er helmingi hærri en framfærsla þeirra sem eru á námslánum. Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands, segir bein- línis letjandi fyrir atvinnulausa að fara í nám. Hann óttast námsflótta. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráð- herra segir vilja til að minnka muninn á milli bóta og lána. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is „Við viljum að það sé hvetjandi að fara í nám. Eins og staðan er núna er beinlínis letjandi að taka náms- lán og setjast á skólabekk. Ekki síst vegna þess að fólki er ekki gert kleift að vera á atvinnuleysisbótum og í námi,“ segir Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Hann segir mikla óánægju á meðal stúdenta með nú- verandi kjör þeirra sem þurfa að framfleyta sér á lánum frá Lánasjóði íslenskra námsmanna, LÍN. Tekjuskerðing og yfirdráttarvextir Hámarkslán barnslauss stúdents er 100.600 krónur á mánuði. Skólaár er um 9 mánuðir svo hann getur feng- ið 905.400 krónur í lán á þeim tíma, fyrir tekjuskerðingu, sem er tíu pró- sent. Ef reiknað er með að náms- manninum takist að finna sumar- vinnu í þrjá mánuði, þar sem hann hefur 250 þúsund krónur í heildar- laun á mánuði, skerðast námslánin um 75 þúsund krónur í heildina og verða 92.267 krónur á mánuði. Þá ber þess að LÍN greiðir út námslán við lok hverrar annar, þeg- ar liggur fyrir hvort námsmaður- inn nær lágmarks fjölda eininga sem til þarf. Á meðan önn stendur lána bankarnir námsmönnum fyr- ir lánunum í formi yfirdráttar. Vext- ir námsmanna vegna yfirdráttalana nema um 8 til 9 prósentum núna. Vextirnir voru mun hærri í vetur. Vegna þessa fyrirkomulags skerð- ast lánin sem 8 til 9 prósent vöxtum nemur. 50% meira á bótum Þeir sem eru ekki í námi heldur á grunnatvinnuleysisbótum hafa 50 prósent meira á milli handanna í hverjum mánuði en þeir sem ákveða að fara í nám. Mánaðar- leg greiðsla atvinnuleysisbóta nemur rétt liðlega 150 þús- und krónum á mánuði, mið- að við fullan bótarétt. Þetta gagnrýnir Jóhann. „Kerf- ið er þannig að þú færð meira fyr- ir að mæla göturnar á atvinnuleys- isbótum heldur en að vera í námi og vera þannig beinn þátttakandi í samfélaginu. Ég vek athygli á því að námslánin eru lán sem við borgum aftur til baka og aukum þannig veltu í samfélaginu. Bæturnar eru hins vegar þess eðlis að ríkið fær þær ekki til baka,“ segir Jóhann. Brostnar forsendur Aðspurður segir hann að vissulega hafi bætur verið hærri en náms- lán lengi. Hann segir þó að nú séu breyttar aðstæður. „Í reiknilíkani Lánasjóðs íslenskra námsmanna er gert ráð fyrir að námsmenn vinni sér inn eina milljón króna yfir árið. Við það eiga þessar 100.600 krónur á mánuði að bætast og þannig eiga námsmenn að geta lifað þokkalegu lífi. Nú eru þær forsendur hins vegar brostnar,“ segir Jóhann og bætir við að undanfarin ár hafi atvinnuleysi á Íslandi verið sáralítið. Íslendingar hafi þurft á miklu erlendu vinnuafli að halda til að samfélagið gæti geng- ið eins og þeir vildu hafa það. „Nú er þessi vinna einfald- lega ekki til staðar. Nú er enga vninu að hafa. Þess vegna þarf að hækka náms- lánin“ segir hann. Taka ber fram að hafi náms- manni ekki tekist að finna vinnu í sumar á hann í sumum tilvikum rétt á at- vinnuleysisbótum. Bóta- réttur námsmanns, sem undanfarin þrjú sumur hefur unnið 12 vikur, eða 36 vikur í heildina, hefur rétt á 70 prósent bótum. Til að fá full- ar bætur þarf hann að hafa unnið fullt starf í samtals 52 vik- ur, undanfarin þrjú ár. Atvinnuleysis- bætur nema um 150 þúsund krón- um á mánuði. Námsmaðurinn á þannig rétt á um 105 þúsund krónum á mán- uði í sumar, finni hann sér ekki vinnu. Ef hann hefur ekki unnið vinnu árin á undan, fær hann engar bætur. Jó- hann bend- ir á að þeir sem skráðu sig á sum- arnámskeið í Háskólanum eigi ekki rétt á at- vinnuleysisbótum. „Það gerði fólki erfitt fyrir. Eins og kerfið er núna er mjög letjandi að fara í nám,“ segir hann. Vill beina fólki í nám Vinnuhópur á vegum Katínar Jak- obsdóttir menntamálaráðherra og Árna Páls Árnasonar félagsmálaráð- herra hefur verið að störfum und- anfarið. Katrín vonast til að nið- urstöður vinnunnar verði kynntar ríkisstjórn í næstu viku. Hún er sam- mála því að grunnframfærsla hjá LÍN sé of lág „Ég hef verið að benda á að það er allt of mikill munur á milli grunnframfærslunar hjá LÍN og hjá þeim sem eru á bótum. Fólk veigrar sér við það að fara í nám vegna þess. Við höfum verið að leita leiða hvort og hvernig er hægt að beina fólki í nám,“ segir hún. Katrín segir vinnu hópsins snúa að þessu samspili atvinnuleysis- tryggingastjóðs og lánasjóðsins. Það þarf að minnka muninn á fram- færslunni en hugsanlega þarf þá eitthvað að þrengja að bótunum,“ segir Katrín og bætir við að svig- rúm til fjárfrekra aðgerða sé ekkert, nema peningar séu færðir frá ein- um stað til annars. Námsmenn séu eins og öryrkjar og aðrir hópar hluti af þeim veruleika sem við búum við. „Við viljum að það verði skýrari skil á milli þess að vera í námi og á bót- um. Fjölskyldutengingin hjá LÍN er til dæmis miklu öflugri en í bóta- kerfinu. En þetta er heilmikið púsl,“ segir Katrín og varar við of mikilli bjartsýni. Hún segist þó hafa fullan skilning með námsmönnum. „Bestu rökin eru þau að um er að ræða lán sem skila sér til baka á endanum. Á meðan getur fólk gert uppbyggilega hluti. Þetta þarf hins vegar að vera í samhengi við annað sem er gert. Við erum að skoða alla möguleika,“ seg- ir Katrín og bætir við að í næstu viku muni væntanlega koma í ljós hvort takist að liðka til fyrir námsmenn eða ekki. Óttast námsflótta Jóhann Már segir að núverandi fyr- irkomulag gangi einfaldlega ekki upp. Hann óttast námsflótta, verði ekkert að gert. Hann segir að ef sú verði raunin verði Íslendingar enn lengur að ná sér upp úr kreppunni en ella. „Við finnum vel fyrir því að fólk er virkilega að íhuga stöðu sína. Við óbreytt ástand munu náms- menn flýja land. Sjálfur þekki ég nokkra sem eru að vinna í því að komast í burtu héðan, til dæmis til Norðurlandanna, Bandaríkjanna og Evrópu, til að geta byrjað nýtt líf,“ segir hann. „Kerfið er þannig að þú færð meira fyrir að mæla göturnar á at- vinnuleysisbótum held- ur en að vera í námi og vera þannig beinn þátt- takandi í samfélaginu.“ Bætur hærri en námslán mánaðarleg framfærsla vegna námslána:* HeiLDARTeKJUR 2009: 0 KR. Barnlaus nemi í leigu- eða eigin húsnæði 100.600 Barnlaus nemi í fríu húsnæði 60.360 Nemi í sambúð með eitt barn 125.640 Einstæður nemi með barn 145.813 HeiLDARTeKJUR 2009: 500.000 KR. Barnlaus nemi í leigu- eða eigin húsnæði 95.044 Barnlaus nemi í fríu húsnæði 54.804 Nemi í sambúð með eitt barn 120.084 Einstæður nemi með barn 140.258 HeiLDARTeKJUR 2009 1.000.000 KR. Barnlaus nemi í leigu- eða eigin húsnæði 89.489 Barnlaus nemi í fríu húsnæði 49.249 Nemi í sambúð með eitt barn 74.289 Einstæður nemi með barn 94.462 *Miðað við fullt nám Brostnar forsendur Jóhann Már Helgason, framkvæmdastjóri Stúdentaráðs, segir forsendur reiknilíkans LÍN ekki standast. Vill minnka mun á milli bóta og lána frá LÍN Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir von á niðurstöðu starfshóps í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.