Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 52

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 52
Velur sér milljarðamæring Glamúrgellan Megan Haus- erman hefur tekið við af París Hilton sem sú Hollywood-stjarna sem fólk elskar að hata. Megan hefur tekið þátt í fjöldanum öllum af raun- veruleikaþáttum en hefur hingað til staðið uppi slipp og snauð en nú verður líklega breyting á. Megan er komin með sinn eigin þátt á tón- listarstöðinni VH1 sem ber heitið Megan Wants a Millionaire. Þátturinn fjallar um unga milljarðamæringa sem reyna allt sem þeir geta til að vinna hjarta Megan. Svolítið mikið 2007. UMSjón: Hanna eiríkSdóttir, hanna@dv.is Líkamsræktarkonan Freyja Sigurðardóttir er komin 38 vikur á leið. Freyja og eigin- maður hennar, knattspyrnumaðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson, eru flutt heim á Suðurnesin en þau eiga von á þriðja syninum. 52 föstudagur 14. ágúst 2009 lífsstíll „Ég er komin 38 vikur svo þetta styttist,“ seg- ir Freyja Sigurðardóttir líkamsræktarkona en hún og eiginmaður hennar, knattspyrnu- maðurinn Haraldur Freyr Guðmundsson, eiga von á sínu þriðja barni innan skamms en um þriðja soninn er að ræða. Haraldur skrif- aði nýlega undir samning við meistaraflokk Keflavíkur en fjölskyldan bjó áður á Kýpur og þar á undan í Noregi þar sem Haraldur spil- aði fótbolta. Freyja og Haraldur eru bæði frá Suður- nesjum og eru því alsæl með núverandi stað- setningu en segja frekari ævintýri ekki út úr myndinni. „Þetta gerðist allt svo hratt að við höfum ekki ennþá komið okkur almenni- lega fyrir og búum bara hjá tengdapabba. Þetta er góð tilbreyting og æðislegt að hafa fólkið manns í kring, sérstaklega núna þeg- ar fjölskyldan fer stækkandi,“ segir Freyja en bætir við að Haraldur hafi misst móður sína í desember og því sé gott að vera nálægt fjöl- skyldunni á erfiðum tímum. „Við Halli erum alveg til í frekari ævintýri úti í heimi eftir þetta tímabil og mér líkaði rosalega vel í Noregi. En við sjáum til. Ef strákunum líður hér vel og eru ánægðir á leikskólanum kemur alveg til greina að vera hér lengur.“ Freyja er ein kunnasta líkamsræktarkona landsins og hefur unnið til fjölda verðlauna um allan heim. Hún hefur þó tekið því rólega á meðgöngunni en hún kviðslitnaði þegar hún var ófrísk að yngri syninum. „Ég fór strax að æfa og keppa eftir að hann var kominn í heiminn en lét ekki laga slitið en nú er það að trufla mig. Ég hef samt verið dugleg að fara út að labba og í sund.“ Aðspurð segir hún synina líklega stefna á knattspyrnu eins og pabbinn. „Sá eldri er á fullu í fótbolta og sá yngri eltir en kannski kviknar fitness-áhugi seinna,“ seg- ir hún brosandi. Indíana Ása Hreinsdóttir Alsæl á Freyja Sigurðardóttir Á von á sínum þriðja syni með Haraldi Frey knattspyrnukappa. Mynd JónaS HallGríMSSon Töff merkja- vara fyrir karlmenn Spennandi garðsala verður hald- in á laugardaginn í portinu við Þórsgötu 5. „Við erum að rýma i kringum okkur því við eins og aðrir erum við með fullt af dóti sem við höfum lengi ætlað að nota en gerum aldrei. Það er þá betra að einhver annar fái að njóta,“ segir Stefán Svan Að- alheiðarson fatahönnuður. Að sögn Stefáns verður hægt að gera góð kaup en þarna verða m.a. töff merkjavörur fyrir karlmenn, kvenfatnaður, húsgögn, bíó- myndir, bækur og margt fleira. „Endilega mæta, því fleiri því betra og ég er viss um að þarna eiga allir eftir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi.“ Garðsalan hefst kl. 13. Íbúðalánasjóður veitir lán til endurbóta á húsnæði að innan og utan. Meðal annars eru veitt lán til lóðarframkvæmda og viðbóta við húsnæði. Lán geta numið allt að 80% af framkvæmdakostnaði. Hámarkslán eru 20 milljónir og lánstími 5 til 40 ár. Sömu vextir eru á þessum lánum og almennum lánum Íbúðalánasjóðs. Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.