Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 64
n Fótboltamanninum knáa Arnari Gunnlaugssyni gengur ekkert allt- of vel í boltanum. Hann gekk ný- lega til liðs við Valsmenn sem hafa ekki gert gott mót í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að vera með stútfullt lið af stjörnum. En Arnar virðist svo sannarlega hafa heppnina með sér í ástum í staðinn þessa dagana. Sást til kappans á stefnumóti með ljóshærðri þokkadís á Vegamótum þar sem þau létu vel að hvort öðru yfir drykkjum - Arnar með óáfeng- an. Stúlkan hló dátt að kímnigáfu Skaga- mannsins enda á hann það til að reita af sér brandarana. Ekki er langt síðan leiðir Arnars og leikkon- unnar Pöttru Sri- yanonge skildu en þau höfðu verið saman um dágott skeið. Þingmaður segir: Já! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. ArnAr á deiti n Rúmlega eitt þúsund manns eru skráðir í aðdáendaklúbb góðkunn- ingja lögreglunnar, Lárusar Bjarna Svavarssonar, betur þekktur sem Lalli Johns, á Facebook. Athygli vekur að bróðurpartur aðdáendanna er í yngri kantinum og margir á grunn- skólaaldri. Einn af aldursforsetum klúbbsins er sjálfur Ásgeir Þór Dav- íðsson sem gengur yfirleitt undir við- urnefninu Geiri á Goldfinger. Hann fer fögrum orðum um Lalla á síðunni. „Ef Lalli yrði forseti gætum við mætt á Bessastaði á brunaútsölu því ÁTVR færi fyrst á haus- inn og húsgögnin á Bessastöðum seld en Lalli færi aldrei úr landi né segði af sér,“ skrifar Geiri og bætir við: „Lalli er töffari lífs og dauða.“ „töffAri lífs og dAuðA“ n Anna Kristine Magnúsdóttir er ein þeirra sem taka þátt í jólabóka- flóðinu í ár. Hún leggur nú lokahönd á viðtalsbók sína sem ber sama nafn og vinsælir útvarpsþættir hennar hér áður fyrr, Milli mjalta og messu. Þeir sem Anna ræðir við eru Ragn- ar Axelsson ljósmynd- ari, Erla Jó- hannesdótt- ir, sem missti fjölskyldu sína í snjóflóði, Skúli Lór- enzson miðill, Hjörtur Magni Jó- hannsson fríkirkjuprestur og Unnur Berglind Guðmundsdóttir, strúta- bóndi í Suður-Afríku. Anna hélt mikla veislu með hátt í hundrað manns á dögunum þegar öll viðtölin voru til- búin. Veisluhöldin þykja mikið þrek- virki, enda greindist Anna Kristine með parkinsonsveikina í vor en hún naut aðstoðar vina sinna við undir- búning og matargerð fyrir gleðina sem var sannkallað kreppupartí, vinirnir lögðu til matinn og gestir komu sjálfir með drykkina. KreppupArtí og bóKAútgáfA „Þessi dagsetning var ákveðin síðast- liðinn vetur og þá sáum við að sjálf- sögðu ekki fyrir að enn væri starfandi þing og við værum í þessu máli. En það er með þetta eins og annað að lífið heldur áfram, hvort sem það er Icesave eða annað. Þetta mál skyggir ekkert á daginn. Alls ekki,“ segir Illugi Gunnarsson þingmaður. Hann geng- ur að eiga sína heittelskuðu Brynhildi Einarsdóttur á Flateyri um helgina. Mikill undirbúningur liggur að baki fögnuði sem þessum en sökum anna hefur Illugi ekki getað tekið virkan þátt í honum. „Nei, það væri lygi ef ég segði að ég hefði gert það. Það er aug- ljóst að það eru aðrir sem gera meira en ég,“ segir Illugi hlæjandi. Illugi segir tilvonandi hjónin stefna á brúðkaupsferð þó mikið mæði á þing- mönnum. „Við finnum út úr því. Ég get lofað þér því að við förum hvorki til Hollands né Englands. Það verður ekkert Icesave-þema í þeirri ferð.“ Ekkert Icesave-þema verður í brúðkaupsferð Illuga Gunnarssonar þingmanns: hvorKi til hollAnds né englAnds
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.