Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 48
48 föstudagur 14. ágúst 2009 Gæti lamið Gísla martein Steinþór Hróar Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr., hefur gert það gott í sumar með sketsum sínum í Monitor á Skjá einum. Hann segist geta lamið Gísla Martein ef til þess kæmi og grýtti sjálf- stæðismenn með eggjum og súrri mjólk í bæjarstjórnarkosningunum 2002. Sérgrein hans er í eldhúsinu er Ritz-kex með pitsasósu og osti. nafn oG aldur? „Steinþór Hróar Steinþórsson. 24 ára.“ atvinna? „Sjónvarpsmaður og grínari.“ Hjúskaparstaða? „Í sambandi.“ fjöldi barna? „Núll.“ Hefur þú átt Gæludýr? „Ég átti einu sinni hamstur sem dó snemma úr offitu. Það þurfti að mata hann. Þetta var sennilega einn feitasti hamstur allra tíma. Þegar félagar mínir voru í heimsókn voru þeir allt- af að gefa honum Cocoa Puffs, saltkjöt og alls kyns furðulegt fóður. Þetta var skelfilegur tími.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Fór að sjá Árstíðir spila í Loftkastalanum. Mjög góðir tónleikar. Var samt haltur“ Hefur þú komist í kast við löGin? „Þegar ég var yngri gekk stundum einhver vitleysa aðeins of langt en aldrei neitt alvarlegt.“ Hver er uppáHaldsflíkin þín oG af Hverju? „Það er Jamaican bobsled-team-bolur og Fubu-jogging- buxurnar mínar. Svona semí þynnkugalli.“ Hefur þú farið í meGrun? „Nei, það er gott að vera með smá sjonna. Ég læt gjarnan kærustuna mína purra á mér bumbuna svona rétt fyrir svefninn.“ Hefur þú tekið þátt í skipulöGðum mótmælum? „Já, já, en fyrir utan kreppuna og allt þetta nýjasta man ég sérstaklega eftir sveitarstjórnarkosningum í Mosfellsbæ 2002. Þá var ég staddur inn í runna með súra mjólk og eggjabakka og grýtandi sjálfstæðis- menn. Þetta voru góðir tímar.“ trúir þú á framHaldslíf? „Nei, andskotinn, Guð getur varla verið það vondur við okkur.“ Hvaða laG skammast þú þín mest fyrir að Hafa Haldið upp á? „Ég er með stórfurðulegan smekk á tónlist og hef aldrei skammast mín neitt fyrir það. Ég sofnaði einu sinni fullur með lagið Grýlupopp með Alla Rúts á repeat. Það var rosalega vont.“ Hvaða laG kveikir í þér? „Ætli það sé ekki lagið Það er svo geggjað með Flosa Ólafs og Pops.“ til Hvers Hlakkar þú núna? „Ég er að fara fá mér skuggalegt möns. Ritz kex á disk, pitsasósa, ost ofan á og inn í örbylgju í 30 sek og VOILA!“ Hvaða mynd Getur þú Horft á aftur oG aftur? „Payback með Mel Gibson. Hann drepur alla. Carter, Bronson, Arthur Stegman á leigubílastöðinni. Hann drepur alla.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Nei, vá. Frekar myndi ég halda upp á afmæli jólasveinsins en að taka þátt í svoleiðis bulli.“ afrek vikunnar? „Fór út að skokka í gær. Djöfull var ég flottur.“ spilar þú á Hljóðfæri? „Ég klóra smá á gítar en ekkert til þess að tala neitt um.“ viltu að ísland GanGi í evrópusambandið? „Ég er ekki ennþá búinn að mynda mér skoðun um það, en það er frekar vond lykt af þessu.“ Hvað er mikilvæGast í lífinu? „Hafa gaman að þessu, ekkert vera að stressast of mikið og peppa ná- ungann.“ Hvaða íslenska ráðamann mundir þú vilja Hella fullan oG fara á trúnó með? „Ætli ég verði ekki að velja Gísla Martein. Það væri eflaust ekkert skemmtilegra en að sjá hann grátandi og nagandi hnetur. Ég gæti líka pottþétt barið hann ef hann yrði eitthvað órólegur.“ Hvaða fræGa einstaklinG myndir þú Helst vilja Hitta oG af Hverju? „Peter Sellers. Af hverju er bara okkar á milli.“ Hefur þú ort ljóð? „Já, já. Ég man sérstaklega eftir ástarbréfi sem ég sendi stelpu þegar ég var í grunn- skóla. Alveg skelfilegt ljóð. Ég átti aldrei séns.“ nýleGt prakkarastrik? Ekkert nýlegt en ég stund- aði prakkarastrik mikið í æsku. Ég setti til dæmis kínarúllu, pitsasneið og kanilsnúða í fésið á móður minni og vakti hana með lúðri. Ég tók þetta allt sam- an upp á video. Hún sendi mig í „drugtest“ fyrir vikið. Ég var „clean“.“ Hvaða fræGa einstaklinGi líkist þú mest? „Ef Prince Naseem Hamed og Magni í Á móti sól ættu sameiginlegan frænda þá væri ég furðulega líkur honum.“ ertu með einHverja leynda Hæfileika? „Ég er með skuggalegt þefskyn. Ég get spottað prumpufýlu í kílómetra fjarlægð. Ég er síþefandi. Það getur verið óþolandi að vera í kringum mig þegar ég byrja.“ á að leyfa önnur vímuefni en áfenGi? „Æi, ég veit það ekki. Ég nenni ekki núna að vera einn af þeim sem vilja léttvín í búðir og lögleiðingu kannabisefna. Þetta er það síðasta sem við Íslendingar eigum að vera að hugsa um akkúrat núna.“ Hver er uppáHaldsstaðurinn þinn? „Ætli það sé ekki Seyðisfjörður. Annars líður mér rosalega vel hérna í Mosfellsbæ þar sem ég bý.“ Hvað er það síðasta sem þú Gerir áður en þú ferð að sofa? „Ég tek inn hrotumeðalið mitt. Ég er ógeðslegur á nóttunni. Ég hrýt, bulla og stundum fer ég að stynja. Þetta er ekta Exorcist-keis hjá mér.“ Hver er leið íslands út úr kreppunni? „Lengju- sprei! Svona partístrimlar einhverjir. Það er hægt að græða fúlgu á þessu.“ 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. 30 days Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf NICOLAI Véla- og hjólastillingar Tímareimar - Viðgerðir BIFREIÐASTILLINGAR Faxafeni 12 Sími 588-2455 Oxy tarm Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama oxy tarmið ... á Dalveg 16a Sími: 554 3430 Erum fluttir...
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.