Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 6
6 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir Sandkorn n Félagarnir í Dark Harvest hafa stundum verið kallaðir landslið þungarokkara enda með eindæm- um þétt og öflug hljómsveit þó fámenn sé. Nú stendur til að hljóm- sveitin fari í hljóðver og taki upp tvær frekar en eina plötu. Önnur er þungarokks- plata í þeirra stíl og verður söngvari kynntur til sögunnar áður en upptökur hefjast. Hin platan gæti þó sætt öllu meiri tíðindum því þar halda hljómsveit- armenn inn á nýjar brautir og feta slóðir blúsins. Sú plata verður þó sennilega ekki gefin út undir nafni Dark Harvest heldur gítarleikarans Guðlaugs Falk. n Þórir Hákonarson og samstarfs- fólk hans hjá KSÍ þykja hafa klúðrað málum hressilega í undanþágumál- inu vegna markmannsvandræða Hvatar. Atli Jónasson, varamark- vörður KR, fékk undan- þágu til að leika fyrir Hvöt í 2. deild en und- anþágan var afturkölluð 45 mínútum fyrir leik þegar upp- götvaðist að Atli hafði leikið einn leik með KR í sumar. Þetta þykir sérstaklega vand- ræðalegt vegna þess að á vef einum hérlendum er haldið nákvæmlega utan um hverjir hafa leikið með hvaða liðum í öllum deildum, auk upplýsinga um áminningar, félaga- skipti og ýmislegt annað markvert. Sá vefur er heimasíða KSÍ og því hæg heimatökin að fá þetta á hreint. n Gréta Sigurðardóttir, móðir Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrr- verandi forstjóra Kaupþings, rekur gistiheimili á Laufásvegi 1 í Stykkishólmi sem hún kall- ar Bænir og brauð. Móðir Hreiðars varð landsfræg fyrir meira en tíu árum þegar hún var dæmd fyrir að hafa stolið milljónum af sjóklæðagerðinni Max en hún vann þar sem gjaldkeri. Síð- an þeir atburðir gerðust í lífi Grétu hefur hún orðið mjög trúuð, líkt og nafnið á gistiheimilinu ber með sér. Nú er spurning hvort Gréta verði bænheyrð þegar hún biður fyrir syni sínum, en hann er einn af hinum grunuðu í rannsókn sérstaks sak- sóknara á efnahagshruninu. Ólík- legt er hins vegar að Gréta muni líka biðja Guð um brauð fyrir Hreiðar enda var hann skattakóngur Rekja- víkur 2008 og án vafa sterkefnaður enn þrátt fyrir kreppuna. 2 dálkar = 9,9 *10          Fyrir bústaðinn og heimilið Rannsóknarnefnd Alþingis hefur ekki rætt við Valgerði Sverrisdótt- ur, fyrrverandi viðskiptaráðherra, um einkavæðingu ríkisbankanna, Landsbankans og Búnaðarbank- ans, árið 2002. Valgerður var við- skiptaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir og hefur aðkoma hennar að einkavæðingunni verið gagnrýnd á síðustu árum. Aðspurð hvort rannsóknar- nefndin hafi verið í sambandi við hana til að ræða við hana um einkavæðingu bankanna eða söl- una á VÍS segir Valgerður. „Nei... ekkert slíkt.“ Rannsóknarnefndin virðist því ekki enn hafa rætt við helstu leikendurna í einkavæðingu bankanna þrátt fyrir þá gagnrýni sem sett hefur verið fram á hana á síðustu árum. Einkavæðingin skoðuð í skýrslunni Rannsóknarnefndin hefur boðað það að hún muni rannsaka íslenska efnahagshrunið allt aftur til einka- væðingar ríkisbankanna tveggja árið 2002 og binda margir vonir við að nefndin muni varpa nýju ljósi á einkavæðinguna. Rót íslenska efna- hagshrunsins er talin liggja í einka- væðingu Landsbankans og Bún- aðarbankans og byggist það mat á því að bankarnir hafi verið seldir til aðila, Björgólfsfeðga og S-hóps- ins, sem höfðu litla þekkingu og reynslu af bankarekstri. Þessi stað- reynd er meðal annars talin útskýra af hverju bönkunum var stjórnað á eins glæfralegan og áhættusæk- inn hátt og raun bar vitni. Skýrsla nefndarinnar um íslenska banka- hrunið á að vera tilbúin í síðasta lagi 1. nóvember næstkomandi. Þrátt fyrir að nefndin hafi boð- að að hún muni taka einkavæð- inguna fyrir hefur hún, hingað til að minnsta kosti, ekki séð tilefni til að leita til Valgerðar eftir upp- lýsingum um hennar aðkomu að einkavæðingunni og hvernig að henni var staðið. Gera má ráð fyrir að hið sama eigi við um aðra lykil- menn í einkavæðingunni, svo sem eins og Davíð Oddsson, Halldór Ás- grímsson og Geir H. Haarde, sem og meðlimi einkavæðingarnefnd- ar eins og Ólaf Davíðsson og Jón Sveinsson. Skýrslutökum ekki lokið Sigríður Benediktsdótt- ir, meðlimur rannsóknar- nefndar Alþingis, segir að skýrslutökurnar í rannsókn- inni á íslenska efnahagshrun- inu séu í fullum gangi. „Skýrslu- tökur eru enn í fullum gangi og það er engan veginn komin nein tæmandi mynd á þær. Ég held að við séum ekki einu sinni hálfnuð í skýrslutökunum. En við erum að vinna alveg á fullu þessa dagana,“ segir Sigríður. Aðspurð hvort rann- sóknarnefndin muni kalla til sín einstaka ráðherra, sem voru í ríkisstjórn þeg- ar bankanir voru einkavæddir, segir Sigríður að Páll Hreinsson, formaður nefndarinnar, hafi gefið það út að íslenska efnahagshrun- ið verði skoðað allt aftur að einka- væðingu bankanna. „Eins og fram hefur komið hjá Páli ætlum við að rannsaka aftur til einkavæðingar. Þar af leiðandi munum við tala við þá sem máli skipta í einkavæðing- unni,“ segir Sigríður. Ástæðan fyrir því að margir bíða spenntir eftir skýrslu rannsóknar- nefndarinnar og umfjölluninni um einkavæðinguna er sú að athug- un Ríkisendurskoðunar á einka- væðingunni á sínum tíma þótti ekki mjög ítarleg eða gagnrýnin og er vonast eftir því að nefndin taki öðruvísi og fastar á einkavæð- ingunni til að grafast fyrir um hvernig að henni var staðið. Rannsóknarnefnd Alþingis hefur ekki rætt við Valgerði Sverrisdóttur um einkavæð- ingu bankanna. Nefndin hefur boðað að hún muni rannsaka bankahrunið aftur til einkavæðingar bankanna. Valgerður var viðskiptaráðherra þegar bankarnir voru einkavæddir. EKKI ENN BÚIÐ AÐ RÆÐA VIÐ VALGERÐI IngI F. VIlhjálmSSon blaðamaður skrifar ingi@dv.is „Ég held að við séum ekki einu sinni hálfnuð í skýrslutökunum.“ Ekki spurð út í einkavæðinguna Valgerður Sverrisdóttir, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hefur ekki verið spurð út í einkavæðingu ríkisbank- anna af rannsóknarnefnd Alþingis. Einkavæðingin skoðuð Rannsóknarnefnd Alþingis hefur gefið það út að hún muni skoða einkavæðingu bankanna í rannsókn sinni, samt hefur ekki enn verið rætt við Valgerði Sverrisdóttur vegna þessa en skýrslutökunum er ekki lokið. Páll Hreinsson er formaður nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.