Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 13
„Við fáum ekki eðlilega meðhöndlun hvað varðar skuldir einkaaðila. Það er verið að setja of mikið af skuldum einkaaðila á ríkið vegna þess að við eigum það digra lífeyrissjóði.“ „Argentína og Chile skuldsettu sig ekki jafnmikið og Ísland en gerðu það á mun lengri tíma. Alveg frá ár- inu 1980 voru þau að lenda í vand- ræðum vegna skulda sem voru mun lægra hlutfall af vergri landsfram- leiðslu en hjá okkur. Árið 2002 fór Argentína í greiðslufall. Þá var hlut- fall af erlendum skuldum 140 prósent af vergri landsframleiðslu landsins. Ísland verður komið upp í 240 pró- sent af vergri landsframleiðslu með samþykkt Icesave,“ segir Lilja Móses- dóttir, hagfræðingur og þingmaður vinstri grænna. Ástæða þess að Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi ekki áhyggjur af þessu segir hún þá að Ísland hafi ver- ið eitt af fimm ríkustu löndum heims fyrir efnahagshrunið. „Þetta þýðir þó ekki það að efnahagsleg staða okkar sé eitthvað betri en þessarra landa. Með efnahagslegum fyrirvörum við Icesave viljum við horfast í augu við að staða þjóðarbúsins hér er kannski svipuð og hjá skuldsettum þróunar- löndum. Þau hafa fengið samninga sem kveða á um greiðslur í samræmi við vöxt á vergri landsframleiðslu,“ segir Lilja. Allt hreinsað út við einkavæðingu Lilja telur það líkt með Argentínu og Chile að fyrir efnahagslegt hrun þeirra hafi þau líkt og Ísland einka- vætt mikið af opinberum fyrirtækj- um. Í Argentínu hafi það þó gengið mun lengra því þar hafi þeir einka- vætt vatnsveitur, samgöngufyrirtæki og jafnvel olíuauðlindir. Þar hafi ver- ið búið að hreinsa allt út úr mörgum þessarra fyrirtækja sem var einhvers virði þegar kreppa skall á. Til þess að halda þessum fyrirtækjum hafi þurft að taka lán og yfirtaka skuldir. „Það er svolítið sambærilegt við það sem er að gerast hér á Íslandi,“ segir hún. Það hafi verið svipað í Argent- ínu og hér að þar hafi jafnvel verið borgað með fyritækjum sem voru einkavædd. Þau hafi verið seld und- ir raunverulegu virði. „Svipað og við gerðum með sölunni á Landsbank- anum. Björgólfsfeðgar tóku lán hjá Búnaðarbankanum sem nú fellur á ríkið,“ segir Lilja. Það hafi ef til vill verið lán Íslendinga að einkavæð- ingin hafi ekki verið komin lengra á veg hérlendis. Hún segir að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi gefið það út að Ísland sé á mörkum þess að vera sjálfbært með 240 prósent skuldir í hlutfalli við verga landsframleiðslu. „Það er ljóst af þessu háa skuldahlutfalli að það verður ekki mikið svigrúm til að borga hratt niður skuldinrar,“ segir Lilja. Stærsta verkefni fjárlaganefnd- ar á næstu árum verði að endurfjár- magna lán sem gjaldfalla þar sem ríkissjóður muni einungis komast yfir að borga vexti og nauðsynleg- ustu afborganir af erlendum lánum. Skuldir einkaaðila á ríkið Að mati Lilju þyrfti að auka skulda- niðurfellingu til að minnka líkurn- ar á því að Ísland geti ekki staðið við fjárhagslegar skuldbindingar sín- ar. „Það er samt mjög erfitt að fara fram á það þar sem við erum eigna- mikil þjóð með lífeyrissjóðina okkar. Við fáum ekki eðlilega meðhöndlun hvað varðar skuldir einkaaðila. Það er verið að setja of mikið af skuldum einkaaðila á ríkið vegna þess að við eigum það digra lífeyrissjóði,“ segir hún. Hún segir að Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn hafi verið gagnrýndur fyrir það í löndum sem hann hafi aðstoð- að eins og í Suður-Ameríku að vera of viljugur til að láta ríkið yfirtaka skuldir einkaaðila. „Þar af leiðandi er allt of miklum skuldum hlaðið á ríki í þeim löndum sem verða fyrir efna- hagslegu áfalli. Ríkin enda þá með því að verða háð Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum endalaust. Þau lenda í víta- hring því þau þurfa stöðugt ný lán til að greiða af skuldum,“ segir Lilja. Það sé markmið Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins að fara inn í lönd og ná þar efnahagslegum stöðugleika á tiltölu- lega fáum árum. „Það hefur honum ekki tekist í Suður-Ameríku þótt það hafi tekist betur í Suðaustur-Asíu,“ segir hún. Láti af pólitískri stefnu Lilja segir að þegar Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn hafi komið hingað til lands og lofað ríkissjóði að vera með myndarlegan halla árið 2009 hafi hún fyllst bjartsýni. „Það er nauðsyn- legt til að tryggja eftirspurn í hagkerf- inu þegar stór hluti fyrirtækja stefnir í gjaldþrot. Þessi hávaxtastefna hef- ur hins vegar valdið ríkissjóði miklu tekjutapi. Hún hefur dregið úr ávinn- ingnum af því að þurfa ekki að reka hallalausan ríkissjóð árið 2009,“ seg- ir hún. Að hennar mati þarf Alþjóða- gjaldeyrissjóðurinn að láta af pólit- ískri stefnu sinni. Stefna hans miðist við það að tryggja hagsmuni fjár- magnseigenda og frjáls fjármagns- markaðar. Það ætti hins vegar að vera stefna sjóðsins að koma með sértæk- ari aðgerðir sem myndu ganga út frá aðstæðum í hverju landi. Á Íslandi séum við sem dæmi með of lítinn gjaldmiðil sem sé rúinn öllu trausti. „Það er alveg ljóst að það verður ekki hægt að afnema gjaldeyrishöft á Ís- landi nema nota stóran hluta gjald- eyrisforðans til þess,“ segir hún. Hún segist ekki sjá neina aðra leið til að losna við gjaldeyrishöft en að skipta íslensku krónunni út fyrir ann- an gjaldmiðil. „Það er líka ódýrari leið að fara en að taka stór lán fyrir gjaldeyrisforða til að létta á gjaldeyr- ishöftum,“ segir Lilja. Vandamálið við að taka einhliða upp annan gjald- miðil sé hins vegar það mikla magn jöklabréfa sem sé fast inni í landinu. „Það er óvenju mikið magn af fjár- magni lokað inni í bönkunum sem kemst ekki út. Til þess að taka ein- hliða upp annan gjaldmiðil þyrftum við að frysta innistæður í einhvern ákveðinn tíma. Við munum ekki hafa fjármagn til þess að skipta út því peningamagni sem er í umferð. Það sé þó ekki víst að fjármagnseigendur myndu sætta sig við frystingu eigna í einhvern ákveðinn tíma. „Þegar Ekv- ador tók einhliða upp dollara árið 1999 frystu þeir bankainnistæður,“ segir Lilja. fréttir 14. ágúst 2009 föstudagur 13 ERUM KOMIN AÐ YSTU MÖRKUM „Nægur gjaldeyrisvarasjóður er mik- ilvægur þó ekki nema bara til að ríki, orkufyrirtæki og aðrir aðilar séu varð- ir fyrir því að lenda í vanskilum með erlendar skuldbindingar,“ „Þjóðarbúið virðist komið að ystu mörkum í greiðslugetu til að borga erlendar skuldir,“ segir Ólaf- ur Ísleifsson, hagfræðingur og lekt- or við Háskólann í Reykjavík. Hann segir erfitt að gera samanburð á efnahagslegum hremmingum okkar og landa á borð við Argentínu árið 2002, Chile árið 1982 og Þýskaland með Versalasamningana árið 1919. „Einhverjir hafa reiknað það út að Versalasamningurinn hafi verið léttvægari fyrir Þjóðverja en Icesa- ve-samningurinn verði fyrir okkur. Munurinn er hins vegar sá að við vit- um ekki nákvæmlega hversu þung- bær Icesave-samningurinn verð- ur því óvíst er hvað fæst fyrir eignir Landsbankans,“ segir Ólafur. Upplýsingar skortir „Ekki liggja nægilega traustar upplýs- ingar fyrir um hversu skuldsett land- ið er orðið. Það þarf að gera fullnægj- andi grein fyrir því. Skuldsetning og áhrif hennar hljóta að verða met- in í skýrslu sendinefndar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins sem rædd verður í stjórn sjóðsins á næstu vikum. Upp- lýsingar um þetta atriði skortir til- finnanlega,“ segir hann. Þegar Ólaf- ur er spurður að því hvað gerist ef við getum ekki staðið undir erlendum skuldbindingum okkar segir hann að færi svo myndi reyna á það að vin- veittir aðilar á alþjóðavettvangi lið- sinni við að greiða úr málum. „Þetta eru aðstæður sem við verðum að komast hjá,“ segir hann. Icesave-samkomulagið virðist vera talið prófsteinn á vilja Íslend- inga til að efna sínar skuldbindingar. „Þótt við séum ekki á eitt sáttir hverj- ar þær eru. Með þessu erum við hins vegar að lýsa yfir greiðsluvilja. Þær skýrslur sem hafa verið gerðar hér- lendis um greiðslugetu virðast sýna að við séum fær um þetta þótt það verði erfitt,“ segir Ólafur. Nauðsynleg aðkoma Að hans mati var aðkoma Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins okkur nauðsynleg. „Aðgerðir hans sæta auðvitað eðli- legri gagnrýni,“ segir Ólafur en hann hafi sjálfur meðal annars gagnrýnt ofuráherslu sjóðsins á gjaldeyris- höftin. Auk þess hafi ekki verið gerð fullnægjandi grein fyrir skuldastöðu Íslands og hvernig eigi að komast út úr henni. „Ég hef líka gagnrýnt hátt vaxtastig samfara gjaldeyrishöftum,“ segir hann. Varðandi niðurskurð í ríkisfjár- málum segir Ólafur þrjú atriði bera hæst. „Í fyrsta lagi kom Aþjóðagjald- eyrissjóðurinn mjög til móts við Ís- lendinga þegar hann gerði enga kröfu um umtalsverðan niðurskurð ríkisútgjalda á árinu 2009. Í öðru lagi er umdeilanlegt hversu langan tíma á að taka í að ná jafnvægi í ríkisfjár- málum. Það er gert ráð fyrir því að það náist árið 2013. Öllum ber sam- an um að þessu makrmiði verði að ná. Hins vegar er spurning hvort það ætti að taka lengri tíma í að ná jafn- vægi í ríkisfjármálum. Þriðja atriðið snýr meira að íslenskum stjórnvöld- um og það er hvernig þessu jafnvægi verði náð. Hvernig menn blanda saman skattahækkunum og niður- skurði útgjalda,“ segir Ólafur. Bendir hann á að samkvæmt stöðugleika- sáttmála stjórnvalda og aðila vinnu- markaðarins megi skattar ekki vega meira en 45 prósent í aðlögun ríkis- fjármála á árunum 2009 til 2011. Lánin nauðsynleg Ólafur telur brýnt að ríkið taki þau lán sem það hyggst gera til að styrkja gjaldeyrisforðann. „Ég tel nauðsyn- legt að stjórnvöld tryggi að samkomu- lagið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn nái fram að ganga. Nauðsynlegt er að þeir peningar sem sjóðurinn hyggst lána Íslandi skili sér. Sama á við um lán vinveittra ríkja. Nægur gjaldeyr- isvarasjóður er mikilvægur þó ekki nema bara til að ríki, orkufyrirtæki og aðrir aðilar séu varðir fyrir því að lenda í vanskilum með erlendar skuldbindingar,“ segir hann. Ólafur telur að ekki eigi að nota gjaldeyrisforðann til að verja óraun- hæft gengi krónunnar. Það væri frá- leitt að hans mati. Gjaldeyrisvara- sjóðurinn sé nauðsynlegur til þess að viðhalda eðlilegum viðskiptum og tryggja að ekki verði skortur á nauðsynjum erlendis frá. „Við getum ekki leyft okkur að taka þá áhættu að styrkja ekki gjaldeyrisvarasjóðinn,“ segir Ólafur. Lítil hætta á áhlaupi Hann telur litla hættu á því að spá- kaupmenn geti gert áhlaup á krón- una. „Forsenda þess er sú að stjórn- völd hafi gefið út yfirlýsingu um að þau ætli að verja eitthvað ákveðið gengi. Ef engin slík yfirlýsing er fyr- ir hendi hafa spákaupmenn ekkert skotmark til að ráðast á,“ segir hann. Frægasta dæmið hafi verið þegar Gerorge Soros felldi breska pund- ið með áhlaupi árið 1992 og gekk á brott með milljarð punda í vasanum í hagnað. „Það gerðist vegna þess að Englandsbanki var búinn að gefa það út að hann myndi verja tiltekið gengi. Þá er hægt að láta reyna á það hvort nægilega mikið fé sé fyrir hendi til að verjast. Englandsbanki reyndist ekki hafa það og því unnu spákaupmenn þessa orrustu,“ segir Ólafur. LÁN EINKAAÐILA FALLA Á RÍKIÐ Lilja Mósesdóttir Það hve Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur verið viljugur til að láta ríki yfirtaka skuldir einkafyrirtækja hefur leitt til þess að skuldum hlaðin ríkin verða fyrir efnahagslegu áfalli, segir Lilja Mósesdóttir. Hún segir það hafa verið jákvætt að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi samþykkt að ríkissjóður væri rekinn með myndarleg- um halla í ár en að hávaxtastefnan reynist ríkissjóði dýrkeypt. LjóSMyNdAri: KriStiNN MAgNúSSoN AgS ER HARÐUR Í HORN AÐ TAKA „Engum er vel við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn; ef einhverjum væri það væri það slæmt merki. Fyrir ríkisstjórnir þjóða er AGS „lánveitandi til þrauta- vara“: þangað leita þær eftir láni þegar þær eru komnar í þrot. Þess er vænst að lánveitendur til þrautavara séu harðir í horn að taka: að láta af hendi það sem þarf en ekki það sem óskað er eftir og að í leiðinni þvingi þeir lántak- endur til að taka til hendinni. Hlýr og vingjarnlegur Alþjóðagjaldeyrissjóður væri ekki að vinna sitt verk.“ Paul Krugman, prófessor í hagfræði við Princetonháskóla í Bandaríkjunum og Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði árið 2008, í bók sinni „Aftur til kreppuhag- fræði: Krísan 2008“. „Það er verið að setja of mikið af skuld- um einkaaðila á ríkið vegna þess að við eig- um það digra lífeyris- sjóði.“ telur að tilraunin með krónuna hafi sýnt að hún gangi ekki sem framtíð- arlausn. „Við eigum fáa aðra kosti en að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru,“ segir Þórólfur. 2.000 milljarða lán Þegar talað er um þrjú til átta pró- sent afborganir ríkisins af lánum sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu má gera ráð fyrir um 45 til 120 milljarða króna afborgun- um á ári. Þegar allar skuldbind- ingar eru teknar saman sem ríkið hefur gert á undanförnum mánuð- um og sem það hyggst gera nemur upphæðin nálægt 2.000 milljörð- um. Óljóst er hversu miklar eignir MIKLU SKULDUgRA EN ARgENTÍNA VIÐ FALLIÐ Einungis vextir af skuldbindingum Íslendinga myndu nema um 80 milljörðum króna á ári. gREIÐSLUbYRÐI AF IcESAVE - miðað við 75% endurheimtur. Skuldbindingar myndu þá nema 300 milljörðum króna í árslok 2015. Milljarðar % af VLF 44 milljarðar 2,5% 42 milljarðar 2,3% 39 milljarðar 2,1% 37 milljarðar 2,0% 35 milljarðar 1,8% 32 milljarðar 1,7% 30 milljarðar 1,5% 28 milljarðar 1,4% Heimild: Skýrsla Hagfræðistofnunar vegna Icesave
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.