Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 22
„Við erum í ágætu sambandi ég og barnsmóðir mín. Það eru engin átök í þessu. Þetta er meira spurn- ing um hvort það sé ekki eðlilegt að ég hafi forræði á Íslandi og hún á Kúbu og þá hvernig þetta lítur út lagalega. Það er það sem verið er að skoða. Þetta er allt í góðu,“ segir kvikmyndaleikstjórinn Hrafn Gunn- laugsson. Hrafn er með fullt forræði yfir fimm ára syni sínum, Aron Daníel, sem hann eignaðist með kúbverskri konu. Nú skoða þau hvernig þau geti lagalega skipt forræðinu sín á milli með hjálp dómstóla. Fleiri tækifæri á Íslandi Aron hefur verið með íslenskan ríkis- borgararétt og lögheimili hjá Hrafni síðan hann var tveggja ára. Hrafn segir barnsmóður sína hafa leitast eftir því á sínum tíma að Hrafn fengi forræði yfir drengnum. „Það hafa aldrei verið nokkrar deilur um það okkar á milli hvernig við hefðum hann, hvort hann væri hjá mér eða henni. Við höfum allt- af náð góðu samkomulagi um það og skipst á því að vera með hann. Staðan var þannig að hún óskaði eftir því að hann fengi að vera á Ís- landi. Ég held að það séu fleiri tæki- færi fyrir ungan ofurhuga eins og hann hér á Íslandi en á Kúbu. Hún vildi líka, og við bæði, að hann lærði íslensku. Þegar hann kom hingað var hann orðinn nánast altalandi á spænskuna. Þess vegna hefur hann verið mikið hjá mér. Ég var meira og minna með hann einn í heilt ár á meðan hún var á Kúbu og svo ósk- aði hún eftir því að koma til Íslands. Hún átti þá möguleika á því að hann færi aftur til Kúbu eða hún kæmi til Íslands. Hún vildi frekar koma aftur til Íslands og að hann væri áfram hér og þá auðvitað hjálpaði ég henni til þess.“ Hennar ósk Hrafn segir barnsmóður sína ekki vilja fara aftur til Kúbu með dreng- inn og segir þetta ekki spurningu um fullt eða deilt forræði heldur túlkun. „Þetta er spurning um hvern- ig eigi að túlka forræðið. Það hefur samt aldrei neitt reynt á það því þetta hefur alltaf verið í góðu. Við höfum alltaf fundið ágæta fleti á þessu máli. Hún hefur sýnt honum mikla ástúð og ætli við höfum ekki verið með hann jafnt. Það er bara ágætt að fá þetta lagalega á hreint. Ég er með gjafvörn og hún er með gjafsókn þannig að það er vilji stjórnvaldsins að fá einhverja prinsippniðurstöðu í þessu. Þetta er í raun og veru ekk- ert merkilegt mál að öðru leyti en því að þetta er pínulítið sérstakt og spurningin er hvernig eigi að taka á þessu því hann er með íslenskan rík- isborgararétt. Hann hefði náttúrlega aldrei fengið íslenskan ríkisborgara- rétt nema hún hefði líka óskað eftir því. Það var hennar ósk. Hann verð- ur síðan að velja þegar hann verður sextán ára.“ Mikill hæfileikakarl Hrafn segir ekki aðeins barnsmóður sína hafa viljað að drengurinn byggi á Íslandi heldur einnig fjölskylda hennar. Þá helst út af aðstæðum í landinu. „Það var ósk hennar og hennar fjölskyldu vegna þess að þau búa við þannig aðstæður. Þau töldu að það væri barninu fyrir bestu að flytja til Íslands. Það er erfitt ástand þar núna þegar Fídel er kominn á grafarbakk- ann. Það veit enginn hvað gerist, það gætu orðið blóðug átök og kerf- ið gæti hrunið þegar hann deyr. Það er ekki mjög gáfulegt að vera með fimm ára gaur í þeirri stöðu. Í svona tilfelli reynir maður að gera það sem er barninu fyrir bestu. Maður er ekk- ert mikið í eigingjörnum hugleiðing- um,“ segir Hrafn. Hann hefur einn- ig fóstrað listgenin sem Aron hefur í blóðinu. „Ég hef passað að fara með hann í píanótíma, komið honum til lækn- is og séð um allt sem snýr að þessu íslenska kerfi. Þetta er mikill hæfi- leikakarl. Við förum saman í píanó- tíma hjá Önnu Valdísi. Svo hefur hann þetta yndislega kúbanska blóð. Hann er mikill dansari. Mamma hans er búin að kenna honum eigni- lega alla suður-amerísku dansana á einu bretti. Hann á það til að dansa salsa og lambada og merengue. Ég er búin að læra þetta allt saman líka. Ég er orðinn ægilegur merengue- dansari.“ Öryggisatriði Að sögn Hrafns er barnsmóðir hans búin að vera hér á annað ár og vann lengi á hamborgarabúllu Tómasar. Hann segir þau hafa skipst á að fara med Aron í leikskóla og að barns- móðir hans vilji búa áfram á Íslandi þar sem atvinnutækifæri eru fleiri en á Kúbu. Hrafn segir þetta forræð- ismál líka mikið öryggisatriði fyrir drenginn ef annað þeirra skyldi falla frá. „Ef annað okkar yrði fyrir slysi og myndi hverfa af jarðríki er þetta spurning um hvernig þessu forræði er skipt. Það er ágætt að hafa það á hreinu. Maður veit aldrei. Fað- ir minn lenti í bílslysi og var allt í einu horfinn. Þá hugsaði ég „Guð minn góður ef ég hefði haft einn dag í viðbót til að fara yfir nokkra hluti“. Þetta verður svo mikið auðveldara og í ljósi þess held ég að það sé mjög gott að fá mjög skýrar línur í svona mál. Þannig er engin spurning þegar kemur upp neyðarstaða hver réttur barnsins er. Þetta er í fínum farvegi og mun enda allt saman vel.“ 22 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað Hrafn Gunnlaugsson og kúbversk barnsmóðir hans fara nú dómstólaleiðina til að skipta með sér forræði yfir fimm ára syni þeirra. Drengurinn er með íslenskan ríkisborgararétt og hefur búið á Íslandi síðan hann var tveggja ára. Hrafn segir barnsmóður sína ekki vilja fara með drenginn aftur til Kúbu enda meiri mögu- leikar fyrir hann hér. Hann segir málið í fínum farvegi og það muni enda vel að lokum. BARNSMÓÐIR VILL DEILA FORRÆÐINU blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is LiLja KatrÍn Gunnarsdóttir „Ég held að það séu fleiri tækifæri fyrir ung- an ofurhuga eins og hann hér á Íslandi en á Kúbu.“ Feðgarnir saman Aron hefur verið hjá Hrafni síðan hann var tveggja ára. Nú vill móðir hans deila forræðinu. LjósMyndari: EGGErt jóHannEsson Með mömmu Hér er barnsmóðir Hrafns með Aroni og leikkonunni Herdísi Þorvaldsdóttur á frumsýningu Kardemommubæjarins. LjósMyndari: BjÖrn BLÖndaL Lærir af syninum Aron hefur lært alla helstu suður-amerísku dansana af móður sinni og Hrafn er líka orðinn sleipur á dansgólfinu. LjósMyndari: HEiða HELGadóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.