Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Steinunn Lilja Gísladóttir bókari í Vogum Steinunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breið- holtinu. Hún var í Ölduselsskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og stundaði nám við Skrifstofuskólann hjá Virkjun. Steinunn var í sveit að Vatni í Skagafirði í þrjú sumur á unglings- árunum, vann í rækjuvinnslu í Bol- ungarvík í eitt sumar, starfaði hjá Dominos í þrjá vetur með námi, vann við fiskvinnslu hjá Þorbirni í Vogunum en hefur starfrækt eigið byggingafyrirtæki, ásamt manni sínum, frá 1998. Steinunn hefur stundað hesta- mennsku frá því í barnæsku.. Fjölskylda Maður Steinunnar er Þórir Krist- mundsson, f. 4.4. 1978, húsasmið- ur. Börn Steinunnar og Þóris eru Sóley Perla, f. 30.4. 2001; Hákon Snær, f. 23.8. 2004. Þá eiga þau Steinunn og Þórir von á sínu þriðja barni núna í ágúst. Systkini Steinunnar eru María Ósk Steinþórsdóttir, f. 24.9. 1965, kennari í Reykjavík; Kristín Gísla- dóttir, f. 2.11. 1973, kennari í Reykjavík; Gísli Árni Gíslason, f. 14.7. 1983, lögregluþjónn í Reykja- vík. Foreldrar Steinunnar eru Gísli Steinar Eiríksson, f. 10.7. 1951, hús- vörður í Reykjavík, og Dýrleif Eydís Frímannsdóttir, f. 18.12. 1946, hár- greiðslukona í Reykjavík. 30 ára á föstudag 80 ára á laugardag Helgi Kristmundur Ormsson rafVirkjameistari og fyrrV. umsjónarmaður Helgi Kristmund- ur fæddist í Reykjavík. Hann lauk námi í rafvirkj- un í Iðnskóla Borgarness 1954. Helgi vann við raf- virkjun og var rafverktaki í Borgarnesi 1954-72, var umsjónarmaður við lór- anstöðina á Gufuskál- um 1972-77 og var síðan fulltrúi hjá heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1977 og til starfsloka. Helgi sat í stjórn Verkalýðsfélags Borgarness 1948-53, var formað- ur Félags ungra sjálfstæðismanna í Mýrasýslu 1961-63, sat í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar 1980-84, var fulltrúi starfsmanna RR í stjórn Veitustofnana í tvö ár og formaður Félags starfsmanna Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1985-86. Hann hefur verið rótarýfélagi frá 1964, var forseti Rótarýklúbbs Ólafs- víkur 1976-77 og er nú félagi í Rótarý- klúbbi Seltjarnarness. Fjöskylda Kona Helga er Þuríður Hulda Sveinsdóttir, f. 25.8. 1930, húsmóð- ir. Foreldrar hennar voru, Sveinn Skarphéðinsson, bóndi á Hvítsstöð- um og síðar verkamaður í Borgar- nesi, og k.h., Sigríður Kristjánsdóttir saumakona. Börn Helga og Huldu eru Hilmar, f. 1951, stýrimaður og deildarstjóri hjá Sjómælingum Íslands; Kristj- án, f. 1952, rafmagnstæknifræðing- ur hjá Marel; Sigríður Sveina, f. 1955, fulltrúi hjá Flugleiðum; Helgi Örn, f. 1960, myndlistarmaður í Svíþjóð; Þuríður, f. 1961, húsmóðir í Borgar- nesi. Systkini Helga eru Hrefna, f. 30.3. 1919, nú látin, hjúkrunar- kona og saumakona, gift Þórði Guðjónssyni húsa- smið; Ormur Guðjón, f. 3.8. 1920, nú látinn, raf- virkjameistari í Njarðvík, var kvæntur Sveinbjörgu Jónsdóttur húsmóð- ur; Ingvar Georg, f. 11.8. 1922, vélvirki og fyrrv. leigubílstjóri í Keflavík, kvæntur Ágústu Randrup, fyrrv. umboðsmanni; Vil- borg, f. 14.2. 1924, fyrrv. starfsmaður hjá Pósti og síma í Borg- arnesi, gift Guðmundi Sveinssyni vörubílstjóra, sem er látinn; Sverrir, f. 23.10. 1925, rafvirkjameistari, kvænt- ur Döddu Sigríði Árnadóttur hús- móður; Þórir Valdimar, f. 28.12. 1927, nú látinn, húsasmíðameistari í Borg- arnesi, kvæntur Júlíönu Svanhildi Hálfdánardóttur húsmóður; Karl Jó- hann, f. 15.5. 1931, rafvirkjameistari og fyrrv. tækjavörður á Borgarspít- alanum, kvæntur Ástu Björgu Ólafs- dóttur leikskólastjóra; Sveinn Ólafs- son, f. 23.6. 1933, húsasmíðameistari í Keflavík, kvæntur Önnu Pálu Sig- urðardóttur, starfsmanni P&S; Gróa, f. 13.3. 1936, prófarkalesari, gift Páli Steinari Bjarnasyni trésmíðameist- ara; Guðrún, f. 23.8. 1938, kennari á Hvolsvelli, var gift Gísla Kristjánssyni skólastjóra sem er látinn; Árni Einar, f. 27.5. 1940, húsasmíðameistari í Borgarnesi, kvæntur Halldóru Mar- inósdóttur húsmóður. Foreldrar Helga voru Ormur Ormsson, rafvirkjameistari og raf- veitustjóri í Borgarnesi, og k.h. Helga Kristmundardóttir húsmóðir. Ætt Meðal föðurbræðra Helga voru Jón og Eiríkur, stofnendur fyrirtæk- isins Bræðurnir Omsson, og Ólafur, faðir Orms, fyrrv. formanns Kvæða- mannafélagsins Iðunnar, föður Ól- afs, rithöfundar í Reykjavík. Ormur var sonur Orms, b. á Kaldrananesi í Mýrdal Sverrissonar, b. á Grímsstöð- um Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vilborg Sverrisdóttir, systir Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals. Móðir Orms Sverrissonar var Vilborg Stígsdóttir, b. í Langholti Jónssonar, bróður Jóns, pr. í Miðmörk. Móðir Orms Ormssonar var Guð- rún Ólafsdóttir, systir Sveins, föður Einars Ólafs prófessors, föður Sveins, fyrrv. leikhússtjóra Þjóðleikhússins og fyrrv. dagskrársstjóra hjá Sjón- varpinu. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Eystri Lyngum Sveinssonar, Ingi- mundarsonar. Helga var dóttir Kristmundar, sjómanns í Vestmannaeyjum Árna- sonar, í Berjanesi undir Eyjafjöll- um Einarssonar. Móðir Helgu var Þóra Einarsdóttir, b. í Ormskoti und- ir Eyjafjöllum Höskuldssonar, og Gyðríðar Jónsdóttur, pr. í Miðmörk undir Eyjafjöllum, Jónssonar. Móð- ir Gyðríðar var Þóra Gísladóttir, b. á Lambafelli undir Eyjafjöllum Eiríks- sonar, og Gyðríðar Jónsdóttur, b. í Vestmannaeyjum Nathanaelssonar, skólastjóra á Vilborgarstöðum í Vest- mannaeyjum 1760_1761 og ef til vill lengur, meðan hann starfaði Gissur- arsonar, pr. á Ofanleiti í Vestmanna- eyjum Péturssonar. Móðir Nathana- els var Helga Þórðardóttir, pr. á Þingvöllum Þorleifssonar, b. í Hjarð- ardal Sveinssonar, bróður Brynjólfs biskups. Móðir Gyðríðar Jónsdótt- ur var Ragnhildur Jónsdóttir, lrm. í Selkoti undir Eyjafjöllum Ísleifsson- ar, ættföður Selkotsættarinnar. Helgi og Hulda bjóða upp á kaffi og kleinur hjá dóttur sinni í Hvera- lind 14, Kópavogi,. kl. 14.00-18.00 á afmælisdaginn. Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lengst af í Laugarneshverf- inu. Hann lauk unglingaprófi frá Laugarnesskóla 1964, gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla verknáms 1966, sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1970 og var hjá Bjarna Ólafssyni húsasmíða- meistara eftir það, tók meistarapróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1987, sótti námskeið hjá Norsk TLI í trehusbygning og handlaftede tömmerhytter og var við nám og störf hjá Bygdomshuset í viðgerð- um gamalla bygginga. Þá hefur hann sérhæft sig í byggingu „fornhúsa“ og í notkun verkfæra frá miðöldum. Hann sótti námskeið í eldsmíði á Ís- landi, í Danmörku, Svíþjóð og í Nor- egi á árunum 1994-97. Gunnar var starfsmaður Þjóð- minjasafns Íslands 1977. Hann starf- aði síðan jöfnum höndum við al- mennar húsbyggingar og sérhæfð viðgerðarstörf á gömlum húsum og mannvirkjum fyrir söfn og einstakl- inga og starfrækir eigið fyrirtæki í því skyni. Þá var hann leiðbeinandi við Rehabillingskurs STI í Mosjöen 1978. Gunnar hefur starfað mikið að fé- lagsmálum, s.s. fyrir KFUM og sum- arbúðirnar í Vindáshlíð, sem og í Gideonsamtökunum en hann sat í landstjórn þeirra á árunum 1993-99 og hefur setið í stjórn Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Gunnarsfrá 7.7. 1979 er Kristín Sverrisdóttir, f. 31.3. 1952, sérkennari. Hún er dóttir Sverris Ax- elssonar, fyrrv. vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og Ástu Þorsteinsdóttur er starfaði í mötuneyti Æfingadeild- ar KHÍ. Sonur Gunnars og Kristínar er Sverrir, f. 18.2. 1982, húsasmiður og starfandi flugmaður, búsettur í Reykjavík. Systkini Gunnars eru Ólafur, f. 2.8. 1953, bílasmiður, búsettur í Málmey í Svíþjóð; Hallfríður, f. 18.12. 1957, iðjuþjálfi og kennari, búsett í Sandn- es í Noregi. Foreldrar Gunnars: Bjarni Ól- afsson, f. 3.8. 1923, fyrrv. lektor við KHÍ og húsasmíðameistari, og k.h., Hanna Arnlaugsdóttir, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984, röntgentæknir. Ætt Foreldrar Bjarna voru Ólafur Guð- mundsson, af ættum Síðupresta, og Hallfríður Bjarnadóttir, ættuð úr Kjósinni. Foreldrar Hönnu voru Arnlaug- ur Ólafsson, af Víkingslækjarætt, og Guðrún Guðmundsdóttir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á laugardag Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari í reykjaVík 42 föstudagur 14. ágúst 2009 ættfræði 30 ára á laugardag María Ragna Aradóttir kennari í mosfellsbæ María fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Fella- skóla, lauk stúd- entsprófi frá FB árið 2000 og lauk grunn- skólakennaraprófi frá KHÍ 2007. María stundaði verslunarstörf á námsárunum en hefur verið kennari við Víkurskóla frá 2007. Fjölskylda Maður Maríu er Björn Hákonarson, f. 18.1. 1975, viðskiptafræðingur og bankastarfsmaður. Börn Maríu eru Berglind Rós Björnsdóttir, f. 2.4. 1999; Ísabella Bragadóttir, f. 12.10. 2001; Elísa Björnsdóttir, f. 19.3. 2009. Foreldrar Maríu eru Auður Jónsdóttir, f. 16.2. 1959, húsmóðir, og Ari Már Torfason, 19.10. 1955, símvirki. 30 ára á laugardag Hreiðar Þór Jósteinsson bormaður hjá jarðborunum Hreiðar fæddist á Akureyri en ólst upp á Húsavík. Hann var í Grunnskóla Húsa- víkur og lauk síð- ar vinnuvélanám- skeiði. Hreiðar var í sveit á unglingsárunum hjá afa sínum og ömmu að Árholti á Tjörnesi. Hann starfaði við kjötvinnslu hjá Norð- lenska á Húsavík í tvö ár, var síðan háseti á togurum og bátum á árun- um 1999-2005, stundaði svo smíðar á Húsavík um skeið en hefur starf- að hjá Jarðborunum frá 2006. Hreiðar er áhugamaður um skotveiðar og hefur sinnt mikið úti- vist og skyttiríi. Fjölskylda Bræður Hreiðars eru Gunnar Sig- urður Jósteinsson, f. 9.2. 1982, kjötiðnaðarmaður á Húsavík; Sig- mundur Arnar Jósteinsson, f. 14.3. 1983, kjötiðnaðarmaður í Málmey í Svíþjóð. Foreldrar Hreiðars eru Jósteinn Hreiðarsson, f. 24.9. 1955, sjómað- ur á Húsavík, og Guðrún Gunnars- dóttir, f. 26.4. 1959, starfsmaður hjá Norðlenska. 30 ára á föstudag Elsa Ísberg nemi Við menntaVísindasVið hí Elsa fæddist á Blönduósi en ólst upp í Reykjavík. Hún var í Ísaksskóla og Hlíðaskóla, lauk stúdentsprófi frá MH og stundar nú nám við menntavís- indasvið HÍ. Elsa hefur verið læknaritari við Landspítalann í Fossvogi sl. fjög- ur ár. Fjölskylda Sonur Elsu er Arngrímur Alex Birg- isson, f. 26.8. 2002. Systkini Elsu eru Þórhildur Ís- lerg, f. 28.6. 1981, starfsmaður við Jarðhitaskólann í Reykjavík; Vil- brandur Ísberg, f. 21.11. 1984, nemi við lagadeild HÍ og nemi við Söngs- kólann í Reykjavík. Foreldrar Elsu eru Arngrímur Ís- berg, f. 10.5. 1952, héraðsdómari í Reykjavík, og Lea Marjatta Ísberg, f. 26.8. 1945, rithöfundur og kennari við Digranesskóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.