Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 28
28 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað U m daginn var viðtal í Morgunblaðinu við bónda vestur í Dölum. Þetta var staffírugur og státinn maður á tæplega miðjum aldri og bara gott í honum hljóðið. Enginn barlómur þar á ferð, svo að sumu leyti er hann kannski óvenjulegur búmaður! Það vakti aftur á móti sérstaka athygli mína hvernig bóndinn kaus að lýsa sjálfum sér. Sú sjálfslýsing var raunar þvílík þunga- miðja í máli hans að blaðamaðurinn kaus að gera hana að sjálfri fyrirsögn viðtalsins. „Ég er Bjartur í Sumarhúsum,“ stóð þar. Og bar ekki á öðru en bóndi lýsti þessu yfir bæði kátur og stoltur í bragði. EðlilEgt að líkja sér við Bjart Fyrst klóraði ég mér stundarkorn í kollinum þegar ég sá þessa fyrirsögn. Svo fór ég að hugsa, eins og stundum gerist jafnvel enn í dag. Því var ekki eitthvað athugavert við þessa fullyrðingu, og hvernig hún var sett fram? Er virkilega ósköp eðli- legt fyrir röskan nútímamann að líkja sér við þessa sögupersónu Halldórs Laxness, bóndann Guðbjart Jónsson í Sumarhúsum? Jafnvel þó það kunni að hafa verið gert í gamni, að minnsta kosti í aðra röndina. Því orðrétt sagði bóndinn, Þorgrímur Einar sem reyndar er Guð- bjartsson: „Ég held að fáum dyljist að ég er Bjartur í Sumarhúsum. Ég fer mínar eigin leiðir bæði í búskap og lífinu sjálfu.“ En jú, þegar ég fór að rifja upp fyrir mér söguna Sjálfstætt fólk eftir Hall- dór, þá hlaut ég að komast að þeirri niðurstöðu að það að líkja einhverj- um við Bjart í Sumarhúsum hlyti að vera viðkomandi til háðungar, ekki hróss. Og að einhver skuli vilja líkja sjálfum sér við Bjart hlýtur að teljast afar, afar undarlegt. íslandssagan í pólit- ískri umræðu Áður en lengra er haldið: Þeirri grein sem hér fylgir er auð- vitað ekki á nokkurn beint persónu- lega gegn hinum ágæta Þorgrími Ein- ari sem lét sér þessi orð um munn fara. Honum er auðvitað heimilt að líkja sjálfum sér við hvern sem er, sér í lagi ef um skáldaðar persónur er að ræða. Og ég ítreka að samlíking- in virðist í viðtalinu sett fram í svona frekar léttum dúr. En mér þótti samlíkingin samt segja sína sögu í framhaldi af grein sem ég skrifaði í DV fyrir hálfum mánuði, þar sem ég fjallaði um aukið vægi Íslandssögu í pólitískri umræðu dagsins í dag – einkum hvað snerti Icesave-samninginn og þó alveg sér- staklega hugsanlega aðild Íslands að ESB. Í þeirri grein var ég að leitast við að andæfa því að menn notuðu meira og minna skálduð dæmi frá fyrstu öldum Íslands byggðar til að renna stoðum undir málstað sinn í nútím- anum. Því sagan getur verið viðsjál. Hún er alltaf undirorpin túlkunum hvers tíma, nema hvað hér á landi hefur Íslandssagan alltof lengi verið undir áhrifum þeirrar túlkunar sem sett var fram á tímum sjálfstæðisbaráttunnar fyrir 100-150 árum. Í greininni fjallaði ég um landnámstímann og benti á að fræðimenn hafa fyrir löngu komist að þeirri niðurstöðu að sú mynd sem skólabækur 20. aldar drógu lengst af upp af landnámsöldinni væri alröng. Hinir stoltu og frelsisunnandi höfðingjar, „frjálsræðisins hetjurn- ar góðu“, sem sigldu hingað til lands með höfuðið hátt til að sleppa undan kúgunarvaldi Noregskóngsins Har- aldar hárfagra, voru ekki til. jón sigurðsson og icEsavE Síðan ég skrifaði greinina hefur enn betur komið í ljós að í orrahríðum samtímans verða vissulega notuð vopn úr fortíðinni – eða barist með beinum Jóns Sigurðssonar, svo ég vitni í sjálfan mig. Undanfarna daga hefur mynd Jóns einmitt verið not- uð til að brýna andstæðinga Icesave- samningsins til dáða. Þingmönnum hefur ýmist verið sagt að styttan af Jóni Sigurðssyni gráti vegna Icesave- samningsins, eða þá að skörp augu styttunnar fylgist með þeim ef þeir ætla að drýgja þau landráð að sam- þykkja Icesave. Þó veit auðvitað enginn hvernig Jón Sigurðsson hefði greitt atkvæði ef hann hefði setið á þingi þegar Icesa- ve-samningurinn kom til afgreiðslu. Það er meira að segja frekar billegt að nota Jón sem svipu í þessu máli, því hann var – hvað sem leið hugsjóna- baráttu hans fyrir auknum réttind- um Íslendinga – mikill raunsæismað- ur í bæði stjórnmálum og fjármálum. Og það getur bara meira en verið að hann hefði skipað sér í flokk með þeim sem telja Icesave-samninginn illa nauðsyn, jafnvel svo brogaðan sem hann þó er. (Fyrir nú utan að með fullri virðingu fyrir Jóni Sigurðssyni, þá skiptir auð- vitað ekki nokkru máli hvernig hann hefði hugsanlega mögulega ef til vill kannski greitt atkvæði um Icesave. Ekki frekar en hvernig Jón Arason eða Bríet Bjarnhéðinsdóttir eða Axlar- Björn hefðu greitt atkvæði. Það sem máli skiptir er hvernig fólk hér og nú lítur á málin. Burtséð frá lærdómum sögunnar.) pólitískar kEilur Og nú er sem sagt farið að bera á því að ekki einungis Íslandssagan heldur líka íslenskar bókmenntir séu brúkað- ar í amstri hversdagsins til að „slá pól- itískar keilur“ og þá skýtur úfinn koll- ur Bjarts í Sumarhúsum æ oftar upp kollinum. Það er reyndar ekki nema rétt og sanngjarnt að taka vandlega fram að Þorgrímur Einar Guðbjarts- son var ekki að setja fram pólitíska skoðun með fullyrðingu sinni um að hann „væri Bjartur í Sumarhúsum“. Hann var bara að lýsa lífi sínum og lífsviðhorfum almennt. En aðrir hafa dregið Bjart fram í pólitískum til- gangi. Þar má til dæmis nefna Einar Má Guðmundsson sem iðulega vitn- ar með velþóknun til Bjarts í Sum- arhúsum og einþykkni hans við að halda „sjálfstæði“ sínu. Og nú síðast notaði Ögmundur góðvinur minn Jónasson Bjart í pistli sem hann skrifaði á heimasíðu sína til útskýringar á andstöðu sinni við Icesave-samninginn. Þetta gerði Ög- mundur reyndar ekki að eigin frum- kvæði, heldur hafði Jóhann Hauks- son blaðamaður á DV skrifað um skoðanir Ögmundar og kennt þær við „Bjart í Grímshaga“ en við Grímshaga í Reykjavík býr Ögmundur. Ögmund- ur gengst glaður við því að deila að ýmsu leyti lífsskoðunum með Sumar- húsa-Bjarti þótt hann þvertaki fyrir að hann telji Íslendinga eiga að „standa eina“, en þannig mun Jóhann hafa túlkað skoðanir hans. Hann vilji þvert á móti að Íslendingar láti mjög að sér kveða í alþjóðlegu samstarfi, en þó aðeins þannig að þeir haldi sjálfsvirð- ingu sinni. HvErnig má túlka Bjart? Látum sjálfsvirðinguna liggja milli hluta í bili, en lítum á hvernig Ög- mundur túlkar Bjart og baráttu hans fyrir sjálfstæði sínu. Þar er um að ræða gagn- orða lýsingu á því viðhorfi til Bjarts sem er nokkuð al- gengt, en ég fyrir mitt leyti get ekki lengur skilið – ekki frekar en ég skil hvernig sá góði mað- ur Þorgrímur Einar getur kennt sjálf- an sig við Bjart í Sumarhúsum. Ögmundur skrifar: „Bjartur í Sum- arhúsum ... vildi ekki sætta sig við fyr- irsjáanlegt hlutskipti sitt í lífinu: Að verða til æviloka undirokað vinnuhjú á Rauðsmýri. Hann vildi vera sjálf- stæður maður, jafnvel þótt það kost- aði erfiði, svita og tár. Bjartur kallaði afdalakot sitt Sumarhús og lesendum Sjálfstæðs fólks er gert ljóst að lífs- barátta Bjarts á heiðum uppi var háð gegn ofurefli þar sem mannlegt sam- félag og náttúruöflin lögðust á eitt um að torvelda hana. Bjartur er í hugum margra tákn- gervingur hins óraunsæja draumóra- manns sem ber höfðinu við steininn. Í stað þess að beygja sig undir kald- hamraðan veruleikann í mannheim- um og í náttúrunni, þá segir hann hvoru tveggja stríð á hendur, dæmd- ur til að mistakast. „tákn Baráttu undir- okaðs fólks“ Aðrir hafa séð ýmsa aðra þræði í baráttu Bjarts. Hann sé tákn baráttu undirokaðs fólks gegn valdi og yfir- gangi og nauðhyggju stéttasamfélags- ins. Slík barátta hafi í aldanna rás iðu- lega verið erfið og oftast þótt óraunsæ og vonlítil. En ef aldrei hefði brunnið í hjörtum manna baráttuandi, ódrep- andi löngun til frelsis; þráin til að geta borið höfuðið hátt, þá værum við ekki á vegi stödd í baráttu fyrir frjálsu lýðræðissamfélagi sem við þó erum – þrátt fyrir allt. Bjartur hafi þannig verið í uppreisn gegn kyrrstöðusam- félaginu – Rauðsmýrinni – þar sem húsbændur og hjú þekktu hvað til friðarins heyrði.“ Hér er margt skörulega orðað, eins og títt er hjá Ögmundi. Og sú var reyndar tíðin að ég hefði skrifað und- ir hvert orð hér. Í fyrstu tvö þrjú skipt- in sem ég las Sjálfstætt fólk held ég að ég hafi einmitt skilið hana svipuðum skilningi og Ögmundur gerir hér í lok klausu sinnar – þannig að hún sé um mann með neista frelsis í brjósti sér, þrá til að geta borið höfuðið hátt, o. s.frv. En ég er ekki lengur á þeirri skoð- un. Og því ætla ég að glugga í Sjálf- stætt fólk og athuga hvort skoðun Ögmundar (og fleiri) gengur upp samkvæmt sögunni – eða hvort per- sónan hafi öðlast svo sjálfstætt líf í hugum lesenda og Íslendinga al- mennt að hún eigi kannski næsta lítið skylt við þá persónu sem Halldór Lax- ness skapaði á sínum tíma. lEiðindaHyskið á rauðsmýri En fyrst kannski ein almenn athuga- semd út frá texta Ögmundar, sem skiptir ekki neinu höfuðmáli en hvarflaði þó að mér. Því sennilega er það merki um dæmafáa snilld Hall- dórs Laxness að verkalýðsleiðtogi eins og Ögmundur er skuli kalla það hlutskipti að vera launþegi á Rauð- smýri ígildi þess að vera „undirokað vinnuhjú“ og það sé í sjálfu sér fagurt og æskilegt að brjótast út úr hlutskipti launþegans og verða atvinnurekandi – eins og bændur eru, þegar öllu er á botninn hvolft, þótt fyrirtæki þeirra séu ekki alltaf stór í sniðum. Fólkið á Rauðsmýri var að sönnu óttalegt leiðindahyski, ef rétt er skil- ið af bókinni, og vissulega var hlut- skipti íslensks vinnufólks í byrjun 20. aldar ekkert til að hrópa mjög hátt húrra fyrir – en var samt ekki fullgöf- ugt hlutskipti að vera launþegi, þá eins og nú? Varla trúi ég því að Ögmundur hafi í krafti formennsku sinnar hjá BSRB sífellt verið að hvetja skrifstofufólk- ið í samtökum til að varpa af sér oki launavinnunnar og stofna sjoppu? Sem er kannski svona ígildi þess þegar vinnumaður í sveit gerist sjálf- stæður atvinnurekandi með því að stofna sitt eigið býli. En þetta er nú frekar léttúðlegt og skiptir ekki verulegu máli. En önn- ur athugasemd sem gera má við skrif Ögmundar er kannski veigameiri. Hún snýst um tilgang höfundarins. Sannleikurinn er sá að Halldór Laxness skrifaði Sjálfstætt fólk ekki til þess að lofsyngja frelsisneistann í brjósti Bjarts í Sumarhúsum. Þvert á móti. Bókin var eiginlega hugsuð sem hörð árás á hann og þrjósku hans og þvermóðsku. „namE-dropping!“ Þetta veit ég af því – svo ég láti nú eft- ir mér svolítið „name-dropping“ – að Halldór Laxness sagði mér það sjálf- ur. Fyrir eitthvað um 25 árum tók ég við hann eitt af síðustu stóru viðtöl- unum sem tekin voru við hann um ævina. Það birtist í tímaritinu STORÐ og ég hef alltaf verið voðalega stolt- ur af því, enda lagði ég í það gríðar- lega vinnu. Ekki voru reyndar farnar ótroðnar slóðir í þessu viðtali, Halldór rifjaði fyrst og fremst upp ævi sína og störf og margvísleg skrif og þar á með- al spurði ég hann um Sjálfstætt fólk. Og þó ég muni viðtalið ekki orð- rétt, þá sagði Halldór þar um tilorðn- ingu Sjálfstæðs fólks að hann hefði skrifað hana til að svara hinni frægu skáldsögu Knut Hamsuns sem kall- ast Gróður jarðar og birtir mjög fegr- aða mynd af smábónda sem puðar í sveita síns andlits. Halldór sagði að honum hefði þótt það mjög vond bók, það er að segja myndin af bóndanum, og hann hefði viljað svara með sönn- um íslenskum smábónda. Og þá varð til Bjartur í Sumarhúsum – eða Þórð- ur í Kálfakoti, eins og söguhetjan átti lengi vel að heita. Það var ekki mein- ingin að semja dýrðaróð til frelsiselsk- andi bónda, heldur lýsa smábónda sem á sinn hátt var sami kúgarinn og þeir sem áður höfðu kúgað hann. árás á kúlakkana í rússlandi? Að sumu leyti gæti verið að Sjálfstætt fólk væri ekki aðeins svar við Gróðri jarðar eftir Hamsun, heldur líka þró- ast sem viðbrögð við hreinsunum Stalíns austur í Sovétríkjunum. Þar höfðu kommúnistar tekið sér fyrir hendur að þröngva samyrkjubúskap upp á Rússland og í þeim tilgangi var útrýmt stétt sjálfseignarbænda – hinna svokölluðu kúlakka. Kúlakkar nutu víða samúðar og því var hafin mikil áróðursherferð gegn þeim, til að sýna fram á hvílíkir kúgarar og þrjót- ar þeir væru. Vera má að sú herferð Fyrir tveim vikum fjallaði illugi jökulsson hér í DV um landnám Íslands og hvaða pytti menn geta dottið í vilji þeir nota sögur frá landnámsöld til lærdóma í pólitískri umræðu samtímans. Hér er hann við svipað heygarðshorn og kannar hvort virkilega sé jákvætt af til dæmis andstæðingum ESB að líkja sér við sögu- hetju Halldórs laxness í Sjálfstæðu fólki. SKRÍMSLIÐ Í SUMARHÚSUM Það var ekki meiningin að semja dýrðaróð til frelsiselskandi bónda, heldur lýsa smábónda sem á sinn hátt var sami kúgar- inn og þeir sem áður höfðu kúgað hann. kindur í sveit Forðast ætti Bjart í Sumarhúsum eins og heitan eldinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.