Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 24
Vér fyrirgefum ekki Svarthöfði er klofinn milli kristi-legs kærleika og þeirra bunka-greiðslna sem lagðar eru á herðar hans vegna píramída- svindls útrásarvíkinga. „Fyrirgefum vorum skuldunautum,“ segir í Faðir vorinu, en hverjar eru forsendur þess að fyrirgefa? Það hefur lengi vafist fyrir Svarthöfða hvers vegna eng-inn þeirra manna sem felldu íslenskt efnahagslíf hefur beðist afsökunar. Í stað þess að axla ábyrgð grafa þeir sig ýmist ofan í holu, eins og Saddam Hussein, eða fara úr landi. Einstaka sinnum stökkva þeir þó fram á sjónarsviðið. Einna fyrstur kom Hannes Smárason, skömmu eftir hrun. 27. október í fyrra var hann spurður af fréttamanni Stöðvar 2 hvort hann sæi eftir einhverju, til dæmis frá þeim tíma sem hann stýrði FL Group. Allir muna nú hvern- ig Hannes stýrði því fyrirtæki í brotlendingu með mesta tapi Ís- landssögunnar, en Hannes fór skyndilega að tala um einhverja menn: „Auðvitað akkúr- at í dag þá sjá allir að menn stækkuðu umfram það sem baklandið gaf tilefni til og ég held að sjálf- sagt hefðu menn átt að fara hægar yfir.“ Björgólfur Guðmundsson, sem ber meðal annars ábyrgð á Icesave, Eimskipi og Árvakri, skaut upp koll- inum í Morgunblaðsviðtali rétt eftir hrun og skellti skuldinni meðal ann- ars á almenning. Hann sagði fólk hafa keypt sér flatskjái. „Kaupæðið, sem rann á okkur Íslendinga var óskaplegt og ég hygg að þar séu fáir undanskild- ir. Jeppar voru keyptir í hundraða vís, sumarhús sömuleiðis og hjólhýsi, svo dæmi séu nefnd, að nú ekki sé talað um alla flatskjáina, raftækin.“ Næst dúkkaði Björgólfur upp í nóvember og hóf upp raust sína til að sefa áhyggj-ur þjóðarinnar af Icesave: Hann fullyrti að andvirði eigna bank- ans væri nægilegt „meira en fyrir Ice- save-málinu“. Sigurjón Árnason Landsbankastjóri sagði lítið eftir hrun, en hélt þetta: „Í dag þrátt fyrir að hafa tjónast mjög mikið núna á undanförn- um vikum sé álíka mikið og öll innlán Lands- bankans á erlendum vettvangi. Þar með talið Icesave.“ Eftir þetta þagnaði hann og heyrðist ekki af hon- um fyrr en hann tók kúlulán út á líf- eyrissjóðinn sinn í Landsbankanum. Björgólfur Thor Björgólfsson stökk fram og kenndi stjórn-völdum og Seðlabankanum um allt saman. Lárus Weld- ing Glitnisstjóri hefur sagt fátt frá því hann fullyrti að Glitnir stæði sterkum fótum rétt fyrir yfirtöku ríkisins. Hreið- ar Már Sigurðsson hefur því sem næst þagað frá því Seðlabankinn dældi í hann tugmilljörðum og Sigurður Einarsson telur helstu mistök sín hafa verið að flytja ekki með Kaupþing úr landi. Í þau fáu skipti sem útrásarvík-ingar og bankastjórar stíga fram kenna þeir öðrum um og halda áfram að blekkja fólk. Bara ef þeir bæðust afsökunar væri hægt að fyrirgefa upp að vissu marki. En Svarthöfði hefur á til- finningunni að þeir séu frekar að bíða eft- ir að aðrir biðji þá afsök- unar. Sandkorn n Margir velta því nú fyrir sér hver verði skipaður næsti þjóð- leikhússtjóri frá og með byrjun næsta árs en umsóknarfestur um stöðuna rann út í lok júní. Meðal umsækjenda um stöð- una er núverandi þjóðleikhús- stjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir. Sú saga gengur fjöllum hærra um þessar mundir að einstaka leikarar í Þjóðleikhús- inu séu ekki alls kostar sáttir við þá hugmynd að Tinna verði ráðin áfram. Eng- in nöfn hafa verið nefnd í þessu samhengi en þó þykir ljóst að um þungavigtarmenn í leikhópnum sé að ræða. Tinna hefur alls ekki setið á friðarstóli í Þjóðleikhúsinu síðan hún hóf störf þar árið 2005 og er nokk- uð ljóst að svo verður áfram ef hún verður endurráðin. Spurn- ingin er hvort einhverjir leikar- anna muni leita á önnur mið ef svo verður. n Flótti einhverra leikara úr Þjóðleikhúsinu gæti hins vegar komið sér vel fyrir Borgarleik- húsið þar sem Magnús Geir Þórðarson ræður húsum. Magnús hefur nú þegar náð til sín nokkrum af þekktari leikurum landsins, meðal ann- ars Hilmi Snæ Guðnasyni og Rúnari Frey Gísla- syni, og myndi örugglega ekki fúlsa við þaulreyndum starfsmönnum úr Þjóðleikhúsinu. Slíkt myndi lík- lega enn frekar auk það forskot sem margir telja að Borgarleik- húsið hafi byrjað að ná á Þjóð- leikhúsið síðan Magnús Geir tók við því í ársbyrjun 2008. n Umræðan um skipunina í stöðu þjóðleikhússtjóra hefur líka snúist um það hvort það gæti farið svo að Kolbrún Halldórsdóttir, fyrrverandi ráðherra og þingmaður VG, verði ráðin í starfið. Katr- ín Jakobsdóttir, þingmaður VG og menntamálaráðherra, mun skipa í það. Margir telja að ólíklegt sé að Katrín muni gefa færi á sér og ráða flokks- systur sína í stöðuna. Slíkt bryti þó ekki endilega í bága við stefnu núverandi ríkisstjórnar í mannaráðningum sem byggst hefur á tryggð við sig og sína, eins og nýlegar ráðningar Sam- fylkingarfólksins Einars Karls Haraldssonar og Kristrúnar Heimisdóttur í þægileg störf hjá hinu opinbera sýna fram á. Sumt breyt- ist kannski aldrei, sama hver er við völd í land- inu. LyngháLs 5, 110 Reykjavík Útgáfufélag: Útgáfufélagið Birtíngur ehf. Stjórnarformaður: hreinn Loftsson framkvæmdaStjóri: elín Ragnarsdóttir ritStjórar: jón Trausti Reynisson, jontrausti@dv.is og Reynir Traustason, rt@dv.is fréttaStjórar: Brynjólfur Þór guðmundsson, brynjolfur@dv.is og Þórarinn Þórarinsson, toti@dv.is auglýSingaStjóri: ásmundur helgason, asi@birtingur.is dv á netinu: dv.is aðalnÚmer: 512 7000, ritStjórn: 512 7010, áSkriftarSími: 512 7080, auglýSingar: 512 70 50. umbrot: dv. Prentvinnsla: Landsprent. dreifing: árvakur. dv áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. „Við vorum sennilega líklegri en þeir til þess að vinna leikinn.“ Brynjar Björn Gunnarsson sem bar fyrirliðaband Íslands gegn Slóvökum var á því að Ísland hefði átt að vinna æfingaleikinn sem endaði 1-1. Ísland lék illa í fyrri hálfleik en jafnaði í þeim síðari. - Morgunblaðið „Ég vil ekkert tjá mig um þetta. Þetta er hans mál.“ Rebekka Kolbeinsdóttir söngkona vill ekkert tjá sig um alhæfingar Fréttablaðsins um að bróðir hennar, Ívar Örn sem varð frægur fyrir framgöngu sína í hljómsveitinni Dr. Mister and Mr. Handsome, hafi framið vopnað rán í 10-11. - DV „Kostirnir við að búa úti á landi eru helst þeir að hér er lífið miklu rólegra.“ Spaugstofuleikarinn Pálmi Gestsson unir hag sínum vel á Bolungarvík á sumrin þar sem hann meðal annars leysir bróður sinn af sem hafnarvörður. - DV „Þetta er bara mín Silvía Nótt.“ Uppistandarinn Sveinn Waage er kominn með nýjan karakter sem hann notar á sviði. Sá er Skoti og heitir Brian McBastard. Honum hefur verið boðið til útlanda með uppistand sitt sem er flutt á ensku. - Fréttablaðið Að eyða mannauði Leiðari Eitt skynsamlegasta viðbragðið við atvinnuleysi og kreppu er að auka aðgengi fólks að menntun. Íslensk stjórnvöld hafa hins vegar komið því þannig við að það er mun hagkvæmara fyrir fólk að vera á atvinnuleysisbótum en að stunda háskólanám. Í dæmigerðu tilfelli fær fólk 50 þúsund krónum meira mánaðarlega fyrir að vera á bótum en á námslánum frá Lánasjóði ís- lenskra námsmanna. Margir eru neyddir til atvinnuleysis í stað náms vegna fjárhags- legra yfirburða atvinnuleysisins. Þessi til- högun er bæði óþörf og skaðleg fyrir þjóð- ina. Í fyrsta lagi er það svo með námslán að fólk borgar þau til baka. Atvinnuleysisbætur eru ekki endurgreiddar. Í öðru lagi skilar það samfélaginu meiri arði til lengri tíma ef fólk menntar sig frekar en að gera ekkert. Í þriðja lagi getur langvarandi atvinnuleysi haft margvísleg eyðileggjandi áhrif á fólk, sem varða ekki einungis það sjálft, heldur sam- félagið í heild. Rannsóknir hafa sýnt tengsl á milli atvinnuleysis og aukinnar tíðni glæpa, ofneyslu áfengis og sjálfsvíga, svo fátt eitt sé nefnt. Stjórnvöld slá tvær flugur í einu höggi með því að valda beinlínis aukningu á þessum skaðvöldum og koma í veg fyrir að ríkið endurheimti útgjöld í kreppunni. Í hagfræðilegu tilliti hefur þessi stefna yfirvalda eyðileggjandi áhrif á mannauðinn, sem hef- ur verið nefndur helsti kost- ur Íslands fyrir utan náttúru- auðlindir. Það er almennt viðurkennt að sterk fylgni sé á milli menntunarstigs þjóða og hagvaxtar. Ríkisstjórnin gerir ráð fyrir töluverðum vexti íslenska hagkerfis- ins á næsta ári, sem forsendu fyr- ir því að ríkinu takist að borga niður gríðarlegar skuldir sem það undirgengst nú. Í blaðagrein 23. apríl síðastliðinn und- ir titlinum Endurreisn benti Gylfi Magnús- son viðskiptaráðherra á að fjármálakreppan hefði ekki eyðilagt mannauðinn, heldur fyrst og fremst hlutabréf og skuldabréf. Hann sagði Ísland öfundsvert og hér væri engin ástæða til svartsýni. Hann endaði á orðun- um: „Vel menntuð og ung þjóð, með sterka menningu, trausta lýðræðishefð, góða inn- viði og ríkulegar náttúruauðlindir. Ekkert af þessu hefur farið forgörðum.“ Ríkisstjórnin heldur á lofti mann- auði sem lykilatriði fyrir endur- reisn Íslands, en kemur á sama tíma í veg fyrir að fólk geti bætt sjálft sig og starfsmöguleika sína með menntun í stað atvinnu- leysis. Hún virðist vera litlu hæfari til að fara með mann- auð en eigendur bankanna með hlutabréf og skuldabréf. Jón TrausTi reynisson riTsTJóri skrifar. Í dæmigerðu tilfelli fær fólk 50 þúsund krónum meira mánaðarlega fyrir að vera á bótum en á námslánum. bókStafLega KROSSFESTUM KRISTJÁN Kæru vinir, nú er komið að því. Ég hef ákveðið að taka á mig banka- hrunið, Icesave og alla þá glæpi sem helmingaskiptaveldi Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks skildi eftir. Hér fengu stjórnmálamenn þessara flokka að fara um einsog haugsugur og mykjudreifarar í nær tvo áratugi og svo segja þeir sem þjóðin tekur mest mark á, að núverandi stjórnar- liðar séu að vinna fyrir Breta og Hol- lendinga. Enn einn kjáninn og Sig- mundur Davíð Oddsson, eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður, halda því fram að ríkisstjórnin sé að klúðra Icesave. Þetta segja menn vegna þess að þeir kunna ekki að skamm- ast sín. Þeir vita að ef þeim tekst að drepa málum á dreif og villa um fyrir kjósendum mun þeim, enn og aftur, takast að fela sig í fjóshaugum. Þið megið krossfesta mig því ég mun stoltur taka á mig allar þær skuldbindingar sem mér ber með réttu að axla. Ég viðurkenni það nefnilega, að ég var einn af þeim sem tóku þátt í því að lifa hér á landi á meðan okkur leyfðist að njóta mylsna sem féllu af gnægtaborði glæpamannanna. Auðvitað treysti þjóðin frjáls- hyggjupostulunum, jafnvel þótt boðorð þeirra gæfu ekki fyrirheit um neitt annað en óréttlæti. Auð- vitað treysti þjóðin hinum ástsæla öðlingi Finni Ingólfssyni (sem í dag á skítnóg af peningum) og hinni yndislegu konu Valgerði Sverrisdótt- ur, þegar kom að því að skipta Sam- vinnutryggingum á milli þeirra sem hlut áttu að máli. Þau stofnuðu Gift og höfðu tugi milljarða í farteskinu. Í dag hefur framsóknarmaðurinn Finnur Ingólfsson týnt þeim pening- um öllum og gott betur. Hann skilar erfingjum Giftar veglegum skulda- hala þegar allt kemur til alls. Þegar blind þjóð gengur á vegg þarf að veita henni aðstoð. Í dag verður þessi aðstoð að koma frá okkur sjálfum. Við verðum að við- urkenna mistökin og við verðum að treysta á að þeir sem hér stjórna ætli að hafa réttlæti að leiðarljósi svo kenna megi okkur að rata úr ógöng- unum. Við verðum að sýna okkur sjálfum samstöðu – þannig og að- eins þannig mun okkur takast að op- inbera fyrir alþjóðasamfélaginu hvar Davíð keypti ölið. Núna eigum við að treysta Ög- mundi Jónassyni sem segir: „Þannig vildi ég sjá Icesave-samninginn af- greiddan á Alþingi, með sextíu og þremur atkvæðum gegn engu. Það hefur pólitíska, félagslega og efna- hagslega þýðingu að skapa sam- stöðu um afgreiðslu Icesave.“ Göfuglyndur geng ég hér af glæsilegu kyni og fagnandi ég fórna mér fyrir mína vini. SkáLdið Skrifar Svarthöfði 24 föstudagur 14. ágúst 2009 umræða kristján hreinsson skáld skrifar „Þegar blind þjóð gengur á vegg þarf að veita henni aðstoð.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.