Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 18
18 föstudagur 14. ágúst 2009 fréttir Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri í Mosfellsbæ, vísar á bug frétt DV síð- astliðinn miðvikudag þar sem fjall- að er um viðskipti með landréttindi fjölskyldu hans í landi Hulduhóla á undanförnum árum. Bæjarstjórinn krefst afsökunarbeiðni af hálfu blaðs- ins og segir fréttina fulla af dylgjum og rangfærslum. Fulltrúar í minnihluta tóku mál- ið upp á fundi bæjarstjórnar síðast- liðinn miðvikudag og fór Haraldur yfir málið og hvernig það horfði við honum. Minnihlutinn óskaði eftir gögnum frá viðkomandi embættum bæjarfélagsins um málið. „Það sem skiptir máli fyrir okkur bæjarfulltrúa er að stjórnsýslan í bænum sé kór- rétt. Því er aðalatriðið að ganga úr skugga um hvort rétt hafi verið stað- ið að öllu og að gögn þau sem ósk- að hefur verið eftir sýni fram á það. Um hagsmuni og hagsmunaárekstra bæjarstjórarns er ekkert sem ég veit um og gæti vakið grun um að ekki hafi verið rétt staðið að málum,“ seg- ir Jónas Sigurðsson, fulltrúi Samfylk- ingarinnar í bæjarstjórninni. Jónas segir að beðið hafi verið um samantekt af hálfu bæjarins sem lúti að embættisfærslu varðandi lóðal- eigusamning og uppskipti á um- ræddu landi enda ástæða til að ganga úr skugga um hvort um einhverjar brotalamir hafi verið að ræða. Jónas segir ómögulegt að sannreyna neitt um óeðlilega aðkomu bæjarstjórans að málum utan formlegra funda, en ljóst sé að hann hafi ekki setið fundi og ævinlega vikið af fundum þar sem fjallað var um mál er tengdust hags- munum hans sjálfs. Marteinn Magnússon, Framsókn- arflokki, var málshefjandi. „Ég reifaði efni fréttarinnar og með hagsmuni bæjarins í huga og stöðu bæjarstjór- ans. Í fréttinni eru einnig ummæli verktaka sem telur rétt sinn hafa ver- ið fyrir borð borinn í viðskiptum með umræddan landskika í Hulduhóla- landi. Það getur snert hagsmuni bæj- arbúa. Allir eru saklausir uns sekt er sönnuð og ég vona að umbeðin gögn muni sýna að allt hafi verið með felldu við afgreiðslu þessa máls.“ Hagnaðist ekki í tvígang Efnislega segir í frétt DV síðastliðinn miðvikudag að Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og fjöl- skylda hans hafi í tvígang hagnast á sama landskikanum í Mosfellsbæ. Í fyrra skiptið hafi Mosfellsbær keypt land Hulduhóla af fjölskyldu bæjar- stjórans. Rétt er að foreldrar bæjarstjór- ans höfðu frá upphafi landið á leigu undir lögbýlið Hulduhóla. Mosfells- bær leysti hins vegar landið til sín árið 1990 gegn ákveðnum gæðum sem fjölskyldan naut á móti. Þannig er ekki rétt að Mosfellsbær hafi keypt landið af fjölskyldu bæjarstjórans. Leiðréttist það hér með og beðist vel- virðingar á staðhæfingu um að fjöl- skyldan hafi í tvígang hagnast á land- inu. Fram kom einnig í fréttinni að móðir Haraldar bæjarstjóra hefði aftur leigt um 3,5 hektara landsins til 75 ára fyrir fyrir 2.053 krónur á ári og selt byggingarrétt í leigulandinu fyrir um 90 milljónir króna árið 2005. Heimild DV fyrir upphæðinni var komin frá kaupanda lands- ins, Samvernd ehf, og var ekki fylli- lega nákvæm. Haraldur upplýsir að samkvæmt samningi hafi hluti leigu- landsins verði seldur Samvernd fyr- ir 75 milljónir króna. Sú upphæð verður ekki vefengd og leiðréttist hér með. Stjórnsýslan skoðuð Árið 2005, óskaði móðir Haraldar eftir því að fá að skipta leigulandinu í fjóra hluta samkvæmt sérstökum uppdrætti. Eftir því sem DV kemst næst fór beiðnin aldrei fyrir bæjar- ráð og bæjarstjórn en var þess í stað einungis afgreidd af embættismönn- um undir stjórn meirihlutans sem Haraldur átti sæti í. 8. mars árið 2005 sendi byggingarfulltrúi Mos- fellsbæjar sýslumanni stofnskjal og heimilaði sýslumaður uppskipt- inguna. Degi síðar var nýjum lóð- arleigusamningi þinglýst og skyldi leiga miðast við nýtt deiliskipulag svæðisins. Aðeins fimm vikum eftir þetta seldi fjölskylda Haraldar tvo hekt- ara úr landinu en leigurétturinn er til ársins 2065. DV hefur undir höndum fjölda samninga og þinglýstra gagna á tug- um blaðsíðna sem varpa ljósi á mál- ið. Eins og fram kom á bæjarstjórn- arfundi síðastliðinn miðvikudag er beðið samantektar á gögnum frá embættismönnum Mosfellsbæjar um stjórnsýsluþátt málsins. Ásbjörn Þorvarðarson byggingarfull- trúi segir að þeg- ar byrjað sé að deiliskipuleggja land geti bygging- arfulltrúi geng- ið frá skiptingu sé það í samræmi við deiliskipulag. „Þetta verklag, samningsgerð og fleira, fer fram á grundvelli deiliskipulagsins og hvílir fyrirfram á samþykktum skipulags- og bygggingarnefndar, bæjarráðs og bæjarstjórnar.“ Vék ávallt af fundum Haraldur Sverrisson bæjarstjóri er mjög ósáttur við umfjöllun DV og telur hana fulla af rangfærslum eins og áður segir. Sjálfur hefur hann set- ið í bæjarstjórn Mosfellsbæjar frá ár- inu 2002 og í skipulags- og bygging- arnefnd frá því sama ári þar til hann tók við embætti bæjarstjóra sumarið 2007. Í greinargerð, sem Haraldur hefur sent DV vegna máls- ins, segir meðal annars að lóðarhafar á Hamrafelli, Hjallabrekku og Huldu- hólum hafi sameigin- lega ritað bréf til bæj- aryfirvalda um að fá að skipuleggja land sitt sjálf og annast eftir atvikum gatnagerð gegn leyfi um að fá að selja og byggja á lóðun- um. „Fordæmi voru fyrir því á nærliggjandi svæði. Þessu erindi var hafnað af bæjaryfirvöld- um en ákveðið var þess í stað að bærinn skipulegði landið sjálfur. Bærinn hóf síðan skipulagsferli á landsvæðinu um haustið 2003. Þess ber að geta að Haraldur kom ekki með neinum hætti að þessu máli í skipulagsnefnd, bæjarráði eða bæjarstjórn, vék ávallt af fundum og örugglega oftar en þurfa þykir samkvæmt lögum. Har- aldur vék auk þess ávallt af fundum þegar þetta mál var rætt á undirbún- ingsfundum hjá sjálfstæðismönn- um,“ segir í greinargerðinni. Ekki er annað að sjá en að með þessu hafi öllum formsatriðum ver- ið fylgt varðandi hugsanlega hags- munaárekstra og vanhæfi Haraldar og því óviðeigandi að telja hann hafa verið beggja vegna borðs eins og haldið var fram í frétt DV. Endanleg sönnun þessa ætti að fást þegar sam- antekt sú liggur fyrir sem bæjarfull- trúar minnihlutans hafa óskað eftir frá stjórnsýslu Mosfellsbæjar. Færði fórn en hagnaðist ekki Í greinargerð bæjarstjórans segir ennfremur að þegar nýtt aðalskipu- lag á landi fjölskyldu hans var orð- ið að veruleika að frumkvæði meiri- hluta, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Haraldur áttu ekki aðild að, hafi móðir hans ákveðið að selja stærsta hluta þess leigulands sem fylgt hafði fjölskyldunni frá samningnum við Mosfellsbæ 1990. „Eftir átti að ganga frá samningi milli lóðarhafa og bæj- arins um ráðstöfun lóðanna og voru Haraldur og Steinunn, móðir hans, sammála um að ekki væri hægt að leggja það á fjölskylduna að taka þátt í því með Harald í bæjarstjórn. Hinn kosturinn var sá að hann hætti þátttöku í pólitík. Steinunn seldi lóðarleiguréttindi sín á 75 milljónir króna. Sá gjörningur kostaði Stein- unni verulega fjármuni ef miða má við það verð sem fékkst fyrir land- ið að lokum. Samkvæmt DV var það 147 milljónir en mismunurinn er þá væntanlega sá fórnarkostnaður sem fjölskyldan kaus að taka á sig til að forðast að lenda inni í ákvarðana- tökunni. Af þessu hlýtur að vera ljóst að allar þær fullyrðingar sem settar eru fram í DV um að bæjarstjóri hafi mis- notað aðstöðu sína og setið beggja megin borðsins eru uppspuni,“ segir í greinargerðinni. Hulduhólar Bæjarfulltrúar í minnihluta bæjarstjórnar vilja fá gögn frá stofnunum bæjarfélagsins sem sýni að stjórnsýslunni sé ekki ábótavant og afgreiðsla á málum, sem tengjast hagsmunum bæjarstjórans, hafi ekki verið óeðlileg með neinum hætti. Bæjarstjóri Mosfellsbæjar segist hafa sýnt fram á það í smáatriðum að fréttir DV um óeðlileg hagsmuna- tengsl og misnotkun á aðstöðu varðandi leiguland fjölskyldu hans séu úr lausu lofti gripnar. Minnihluti bæjarstjórnar vill gögn sem sanna að stjórnsýsla bæjarins hafi verið í samræmi við reglur þegar mál tengd bæjarstjóranum voru afgreidd. Þvertekur fyrir brask „Haraldur vék auk þess ávallt af fundum þeg- ar þetta mál var rætt á undirbúningsfundum hjá sjálfstæðismönn- um,“ segir í greinar- gerðinni. JóHann HaukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Bæjarstjórinn Haraldur Sverrisson segist ávallt hafa vikið af fundum og örugglega oftar en þurfa þykir samkvæmt lögum, þegar mál tengd honum voru til umfjöllunar í nefndum og ráðum Mosfellsbæjar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.