Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 26
63-núll M argir eyða ævinni í að leita að draumabílnum. Ég hef þegar fundið minn. Hann er kom-inn og farinn. Ég veit ekki alveg hvort ég á að vera glaður yfir hafa svo ungur eignast draumabílinn eða gráta yfir því að þessi stund sé þegar liðin. Hvað sem því líður mun ég aldrei gleyma fyrsta og eina bíln- um mínum, Mazda Demio, ár- gerð ´99. Já, þú last rétt, Mazda Demio, og, nei, það er ekkert skrítið að þú hafir aldrei heyrt um slíkan bíl getið. E f mjög sennilegar get-gátur mínar reynast réttar voru aðeins fram-leiddir fjórir slíkir bílar og þeir allir seldir til Íslands. En Demioinn minn var æði sérstakur bíll með enn sérstakari sögu. Ég er nokkuð viss um að enginn bíll státar af viðlíka tjónasögu og hann. Hann sogaði að sér óhöpp þar sem hann var í rétti og tjónvaldarnir voru meðal annars mannlaus bíll, grafa og þriggja ára gamall drengur. Mazdan, eða Kubburinn eins og hann var kallaður þar sem hann minnti helst á dúbblókubb, tryggði mér því mörg hundruð þúsund út úr tryggingum vegna afbrigðilegra tjóna. Mér datt þó aldrei í hug að launa honum greiðann með því að láta gera við skemmdirnar. Kubburinn skildi það líka vel. Það var í eðli hans að fórna sér fyrir eigandann. K ubburinn var gríðarlega ófríður og sennilega sá ljótasti sinnar tegundar. Í það minnsta hér á landi. Fyrir mér var hann þó fal-legasti bíllinn á landinu. Ég sá hans innri fegurð og það gerðu allir sem til hans þekktu. Kubburinn var, eins og áður sagði, óheppinn. En í hans óláni lá mitt lán. Þegar ég var búinn að eiga Kubb- inn í rúma viku var ég að vinna sem pípari í Bústaðahverfinu þegar ég heyrði þungan skell koma frá götunni. Ég leit upp og sá að pallbíll sem hafði verið lagt töluvert ofar í götunni hafði runnið af stað og endað aft- an á Kubbnum. Honum hafði tekist að sneiða listilega fram hjá öðrum bílum í götunni og enda á skotti Kubbsins. Hlerinn beyglaðist nokkuð en mesta höggið hitti akkúrat á skráargatið á skottinu sem gerði það að verkum að þau tæplega fimm ár sem ég átti bílinn gat ég aldrei opnað skottið. Ég fékk peninginn greiddan út í stað þess að láta gera við Kubb- inn og þar með hafði hann nánast borgað sig upp á fyrstu vikunni. Þ rátt fyrir að geta ekki opnað skottið gekk Kubburinn vel og eyddi litlu bensíni. Ég er ekki frá því að hann hafi gefið til baka svona tvo af hverjum þremur lítrum sem hann eyddi. En það leið ekki á löngu þar til Kubburinn hafði orðið fyrir öðru og jafnvel enn afbrigðilegra tjóni. Ég var þá aftur staddur í starfi mínu sem pípari sem ég tók að mér eftir að hafa lokið stúdentsprófi. Ég var, ásamt meistara mínum, að leggja lagnir í nýbyggingu og á svæðinu var gröfukarl að moka í okkur sandi. Þ ar sem hann keyrði fram og aftur fram hjá Kubbnum fór ég að hugsa með mér að þetta gæti nú ekki endað vel. Því Kubburinn var, eins og áður hefur komið fram, nokkuð óheppinn og um leið fórnfús sem getur verið hættuleg blanda. Ekki bætti heldur úr skák að gröfumaðurinn ágæti var með þeim tregari sem ég hef hitt. A uðvitað endaði það með því að vinur minn á gröfunni keyrði aftan á Kubbinn. Ástæðan; hann var að keyra með skófluna í sjónhæð. Áreksturinn atvikaðist þannig að skófla gröfunnar sleikti toppinn á bílnum og lagðist ofan á hann hægra megin að aftanverðu. Hefði skófla gröfunnar verið einum sentimetra neðar hefði Kubburinn opnast eins og sardínudós. E n hann var klókur og tókst að láta kröfuna tjóna sig nógu lítið en samt afbrigðilega þannig að ég fékk væna summu greidda út úr tryggingunum. Tjónið var metið á um það bil tvöföld mánaðar-laun mín á þeim tíma. L ífið hjá mér og Kubbnum gekk svo áfallalaust fyrir sig um nokkurt skeið. Hann bilaði aldrei og ég gerði sama og ekkert fyrir hann. Mjög þægilegt samband fyrir mína parta. En aðrir í umhverfinu virtust ekki vera jafnánægðir með Kubbinn og enn dundu áföllin yfir okkur. Þegar ég ók á bílaplaninu við Nettó í Breiðholti urðum við fyrir enn einu óhappinu. Skyndilega rauk kyrrstæður bíll af stað og inn í hlið Kubbsins farþegamegin. Ég leit til hliðar en sá engan við stýrið. „Aftur?“ hugsaði ég. „Er aftur mannlaus bíll að keyra á mig?“ Þ egar ég svo opnaði dyrnar til þess að stíga út og athuga málið sá ég illa skelkaðan lítinn dreng sem hefur verið eitthvað svona 3-4 ára gamall. Hann hélt um höfuð sér, stappaði niður fótunum í sífellu og endurtók: „Þetta var ekki ég, þetta var ekki ég.“ Eftir að hafa gengið úr skugga um að allt væri í lagi með drenginn hafði ég upp á móður hans sem hafði gleymt lyklunum í svissinum. Þetta þýddi enn eina peningafúlguna í minn vasa. U ndir það síðasta var Kubburinn orðinn ansi lúinn. Loks var fórnfýsi hans og áralöng vanræksla farin að segja til sín. Ég sá fram á töluverðar viðgerðir til þess að koma honum í gegnum skoðun og til að gefa honum það líf sem hann átti jú skilið. Ég tók því þá ákvörðun að láta farga honum fyrir 15.000 krónur. Þetta var mjög í anda sambands okkar og ég held að Kubburinn hafi verið glað- ur að geta reddað eiganda sínum enn eitt skiptið. Blessuð sé minning hans. DrAUMA- bíLLinn Ásgeir Jónsson skrifar HELGARPISTILL Birgitta Jónsdóttir segir marga hafa lagt á sig mikla vinnu í Icesave-málinu og furðar sig á því að sú vinna sé trekk í trekk slegin út af borðinu með pólitískum bolabrögð- um. Hún segir líka söguna af maríuhænunni sem geymir lófafylli af ösku mömmu hennar. 26 föstudagur 14. ágúst 2009 umræða Satt best að segja er ég nánast búin að tæma Icesave í huga mér – það virðist vera einhver pólitískur leikur að taka mál hring eftir hring í gegnum nefndir – fá vandaða vinnu og slátra henni með pólitískum bolabrögðum. Ég veit að margir hafa lagt á sig óhemju mikla vinnu varð- andi þetta mál og þess vegna furðu- legt að sú vinna sé trekk í trekk slegin út af borðinu og viljandi sköpuð sundrung um mál sem ætti að vera ofar flokkum sem sitja á þingi í dag – þetta mál er stærra en það, þetta er mál sem mun hafa afleiðingar á afkomu barna okkar og barna þeirra og skerða lífsgæði þeirra. Ég get ekki kvitt- að undir það þó mér finnst mikil- vægt að vinna að sameiginlegri niðurstöðu uns í harðbakka slær. Ég vona að þetta verði tekið út úr nefnd í sátt með alvöru fyrirvörum sem tryggja það að fólk hafi ástæðu til að vinna sig saman út úr þeim þrengingum sem við erum að glíma við. Maríuhænan í vasa mínum Það er ýmis sérviskan sem maður getur komist upp með án þess að nokkrum þyki það fréttnæmt þegar maður er spútnikskáld með margmiðlunarívafi. En þegar mað- ur verður að eins konar þjóðareign verða þessar sögur skyndilega áhugaverðar. Vegna áhuga fjölmiðla á inni- haldi maríuhænunnar minnar ákvað ég að deila sögunni með ykkur milliliðalaust. Sagan um maríuhænuna hefst þegar aska móður minnar kemur til Íslands í hefðbundn- um pósti frá Danmörku. Ég kveið svolítið fyrir því að opna kassann og sá fyrir mér ákaflega dramatíska stund. Mamma vildi láta dreifa öskunni í fljótið sem faðir minn endaði sína lífdaga. Því kom það mér svo sem ekkert á óvart að þegar ég opnaði kassann að askan var hreinlega komin út um allt – lokið á kerinu hafði losnað af og ég vissi eiginlega ekki hvernig ég ætti að bregðast við þessu óvænta verkefni. Ég ákvað því að taka þessu á léttum nót- um eins og mamma hefði viljað og arkaði með kassann út á svalir og ákvað að setja öskuna sem dreifst hafði úr kerinu í ílát til að dreifa í fljótið, grafa kerið til að hafa gröf til að heimsækja og stalst síðan til að setja lófafylli í fal- lega maríuhænu- öskju. Þegar þetta var allt búið var ég með sótsvart- ar hendur og mér til grátbroslegrar skelfingar var ljóst að sót hafði ratað í nefið á mér í öllum atganginum á svöl- unum. Að búa til minningar Ég hef upplif- að nokkuð mörg dauðsföll í gegnum tíðina og reynt að skilgreina sorgina til að láta söknuðinn ekki yfirbuga mig. Ég komst að þeirri nið- urstöðu að sorgin tengist að stóru leyti því að maður getur ekki lengur búið til minningar með þeim sem hverfa yfir móðuna miklu. Ég bý því til minn- ingar með maríuhænuna og á minningartónleikum um mömmu spilaði minn ágæti fósturbróðir Hjörleifur Vals- son á maríuhænuna sem er ekki slæm í hlutverki hristu í einu laga hennar. Yngri sonur minn hefur notað maríu- hænuna til að gera söknuðinn léttbærari svo hef ég lánað hana nánustu vinum mömmu og vandamönnum. Ég hef tekið hana með á stórviðburði lífs míns síðan hún dó og satt best að segja hefur þetta haft ákaflega góð áhrif á mig og mína. Núna situr maríuhænan oft á skrifstofu minni á þinginu og í dag tók ég hana á samstöðufund. Mér finnst þetta ágætis aðferð og þarf ekkert endilega að vera aska viðkomandi, það er hægt að búa til eitthvað táknrænt til að búa til sameiginlegar minningar með látnum ástvin- um. Ég ætla að halda áfram að búa til minningar með maríuhænuna í vasanum til að minna mig á að enginn veit sína ævi fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.