Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 25
Hver er maðurinn? „Sveinn Waage, maður dagsins í DV.“ Hvar ertu uppalinn? „Í Eyjum.“ Uppáhaldsstaður utan Íslands? „Edinborg, Liverpool og Vestmanna- eyjar.“ Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? „Lítið eldað naut, humar og serrano á hlaupum.“ Ertu duglegur við húsverkin? „Er með verkstjóra á heimilinu sem útdeilir verkefnum en ég sé annars um eldamennskuna og er svínklár á þvottavélina.“ Hver er sagan á bak við Brian McBastard? „Hann var búinn að lúra lengi í mér og kom stundum í ljós á sviði en núna var bara kominn tími til að fara alla leið. Það sér ekki fyrir endann á þeim ósköpum.“ Hvar steig hann fyrst á svið og hvernig var honum tekið? „Hann kom í fyrsta sinn fullskapaður fram á 200 manna árshátíð í apríl, innan um misfræga útlendinga og eðalfólk. Móttökurnar voru frábærar.“ Er hann algjör bastarður? „Já, svona. Hann er alla vega mjög kjarnyrtur og á það til að hvæsa út í salinn. Sem dæmi: „You look like Carlos Tévez, before the accident.“ Hefurðu æft skoska hreiminn mikið? „Nei, ekki beint. Það hefur lengi legið vel fyrir mér að pikka upp mismunandi hreima eins og páfagaukur. Skoskan er þó í uppáhaldi og í mestri þjálfun.“ Nú er hann að halda í útrás, hvernig kom það til? „Eftir fyrsta opna uppistandið á Batteríinu fóru hlutirnir að gerast. Ég er að skoða málin, kostnað og slíkt. Þetta er spurning um að hrökkva eða stökkva í pilsinu.“ Er McBastard Celtic- eða Rangers- aðdáandi? „Hann er hrifnari af Celtic, enda syngja þeir sérlega fallegt lag á sínum leikjum. “ Áttu fleiri svona karaktera á lager? „Elvis-búningurinn var að lenda.“ Verður IcesaVe-samnIngurInn samþykktur á alþIngI? „Nei, ég held ekki.“ GUNNlaUGUR KaRlssoN 20 ára aTViNNuMaður Í MóTorkroSSi „Nei ég á ekki von á því að þessi vitleysa verði samþykkt. Við eigum ekki að vera að borga annarra manna skuldir. Svo efast ég um að við höfum efni á þessu.“ FRiðRiK stEiNGRÍMssoN 34 ára SENDiBÍLSTJóri „Já, hann verður samþykktur.“ HaUKUR ÞoRstEiNssoN 43 ára VErkEfNaSTJóri BLuE MouNTaiN „Já, ég held að hann verði samþykktur. En með fyrirvörum þó.“ svERRiR ÞoRstEiNssoN 45 ára fraMkVæMDaSTJóri BLuE MouNTaiN Dómstóll götunnar McBastard hvæsir á salinn „Ég vona að þetta verði ekki samþykkt. Ég held að þjóðin hafi ekki efni á þessu.“ RaGNaR Á. RúNaRssoN 22 ára HúSaSMÍðaNEMi UppistaNdaRiNN svEiNN WaaGE hefur verið að slá í gegn með nýjum skoskum karakter sem heitir Brian McBastard. Móttökur hans hafa verið svo góðar að nú hefur McBastard verið boðið út að skemmta. maður Dagsins Á tröppunum á leikvangi fyrir utan Nürnberg í Þýskalandi sitja nokkrir strákar berir að ofan og grilla. Fyrir neðan er hópur fólks að spila hjóla- skautahokkí. Líklega væri senan ekki svo merkileg, ef ekki hefði verið fyr- ir það að 70 árum áður söfnuðust hér 200.000 manns saman á flokks- þingi nasista til að hylla leiðtoga sinn, reiðubúnir að steypa Evrópu í glötun. Það var einmitt á þessum tröppum, þar sem grillið stendur nú, sem leiðtoginn gekk eitt sinn í hinni frægu mynd Leni Riefenstahl. Í kjölfar seinni heimsstyrjald- ar tóku Þjóðverjar þátt í að stofna bandalag með nágrannaþjóðum sín- um sem þróaðist yfir í að verða Evr- ópusambandið. Þeir voru of öflugir og of hættulegir til þess að fá að ráða málum sínum alveg sjálfir. Núna eru þeir svo samtvinnaðir álfunni að það er nánast ógerlegt fyrir þá að steypa henni aftur í glötun, jafnvel þó að viljinn sé fyrir hendi. Ísland, EsB og nasisminn Líklega er þetta ástæðan fyrir því að Evrópusambandið er svona spennt fyrir því að fá Íslendinga til að gerast meðlimi. Það er einmitt hannað til þess að koma í veg fyrir að einstaka þjóðir geti dregið alla álfuna niður með sér. Íslendingar eru ekki stór- þjóð eins og Þjóðverjar, en þeir hafa nú átt sinn þátt í vandamálum álf- unnar. Land eins og Ísland, sem er í senn afskekkt en nútímavætt, og sem tekur stórhuga ákvarðanir af miklum galgopahætti, getur reynst heims- byggðinni afar hættulegt ef að ekk- ert eftirlit er haft með því. Það hefur reynslan nú sannað. „Ísland er ríkt land sem hegðaði sér óábyrgt og átti sinn þátt í að efnahagskerfi heimsins komst í ólag. Íslendingar verða nú að taka lyfin sín,“ segir Simon Johnson, fyrrum hagfræðingur Alþjóða gjald- eyrissjóðsins sem kennir nú í MIT. Þegar ég var yngri og fór fyrst að hafa áhuga á sögu fannst mér nán- ast óskiljanlegt hvernig heil þjóð gat gengið hugmyndafræðistefnu á hönd sem hlaut að leiða til hörm- unga. Eftir að hafa orðið vitni að því hvernig Íslendingar tóku frjáls- hyggjuna upp á sína arma er mun auðveldara að skilja fyrirbæri eins og nasismann. Þó að þessar tvær stefnur eigi fátt sameiginlegt eru þó einstaka þættir í sögu þeirra svip- aðir. Ótrúlegir sigrar nasista framan af gerðu það að verkum að fólk hélt áfram að trúa á nasismann, jafnvel þó að hann væri í raun hruninn. Þjóðverjar töpuðu stríðinu í ársbyrj- un 1943, en héldu samt áfram að berjast í rúm tvö ár þrátt fyrir það. Mestur skaðinn var einmitt gerður á þeim tveimur árum. Frjálshyggj- an á Íslandi beið í raun skipbrot árið 2006, en samt hélt fólk áfram að trúa í rúm tvö ár. Langmestur skaðinn, svo sem Icesave-reikningarnir, var einmitt gerður á þeim tíma eftir að allt var í raun hrunið. sannleikur og sátt Ekki langt frá Nürnberg-leikvangin- um er réttarsalurinn þar sem helstu forkólfar nasismans, sem náðist í, voru látnir gera upp sakir sínar fyrir augum heimsbyggðarinnar og loks dæmdir fyrir glæpi sína. Nasisminn hefur aldrei síðan orðið afl í Þýska- landi og mun líklega aldrei verða. Í staðinn er þar blómlegt lýðræðis- ríki. Í Rússlandi voru ekki sakir gerð- ar upp með sama hætti eftir endalok einræðisins þar, enda er varla hægt að segja að þar ríki lýðræði í dag. Vafalaust þurfa Íslendingar sína eigin útgáfu af Nürnberg-réttarhöld- unum. Það þarf að komast að því hver bar ábyrgð á því að svo fór sem fór. Menn mega ekki komast upp með að þykjast ekki kannast við neitt. Og hugsanlega þarf að refsa fyrir glæpi sem ekki voru taldir glæpir á þeim tíma sem þeir voru framdir. Það kann að reynast nauðsynlegt ef við eigum að læra af reynslunni. Og líklega þarf Ísland að ganga í Evrópusambandið. Sjálfstæðisflokkurinn er of hættuleg- ur til þess að fá nokkurn tímann að stjórna landi aftur eftirlitslaust. Korputorgsréttarhöldin mynDin FjölMENNi Á MótMælUM Margt var um manninn á austurvelli á fimmtudag þegar haldinn var fundur til að mótmæla því að ríkisábyrgð yrði samþykkt vegna icesave- samningsins án fyrirvara. MYNd RaKEl ósK kjallari umræða 14. ágúst 2009 föstudagur 25 valUR GUNNaRssoN rithöfundur skrifar „Vafalaust þurfa Íslendingar sína eigin útgáfu af Nürnberg- réttarhöldunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.