Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 34
34 föstudagur 14. ágúst 2009 helgarblað hvað á diskótekunum sínum. „Já, mikil ósköp, ég spila þau mjög oft.“ Og að troða upp með þessari poppstjörnu Íslands er eitthvað sem Kidda væri síður en svo á móti skapi. „Ja, Bjart- ur og Mæja hafa ýjað að því að það væri gaman að láta okkur skemmta saman. Ég held að það yrði ekkert voðalega tómlegt í húsinu,“ segir kappinn skellihlæjandi. Samkomulag líkkiStuSmiðanna Aðalstarf Kidda er smíði líkkistna. Það hefur hann gert í tuttugu og sjö ár og hefur hann allt- af verið sá eini í þeim bransa á Austurlandi. „Það er svolítið þannig í þessum bransa að það er samkomulag á milli okkar sem smíðum líkkistur. Við teygjum okkur yfirleitt ekki yfir á svæði annarra og styðjum þannig hver annan. Líkkistusmíðin hefur alltaf verið svoleiðis. Ef menn hugsa málið frá réttum hliðum sjá þeir að það er vanvirðing að keppast við að ná í þá látnu.“ Kiddi segist nánast alltaf anna eftirspurn- inni eftir kistum fyrir austan. „En svo hringja þeir í mig frá Akureyri og að sunnan og bjóðast til að aðstoða mig ef ég hef ekki undan. Þetta er dásamlegt, ekki hægt að hugsa sér það betra.“ Þótt hrun fjármálakerfisins hafi víða áhrif hafði það ekki mikil áhrif á kistubransann að sögn Kidda. „Fólk þarf alltaf á þessari þjónustu að halda og því hafði hrunið og kreppan lítið að segja. Innflutningur á kistum hrundi reynd- ar við bankahrunið því verðið á þeim tvöfald- aðist. Ég hef hins vegar alltaf haldið mig inn- an ákveðins ramma með verð og alltaf haldið mínum háa standard, að hafa vöruna fallega og alltaf eins frá upphafi. Kreppan hefur haft óskaplega lítil áhrif á það. Ég er bara með eina gerð og ef fólk vill eitthvað annað þá get ég pantað frá smiðnum á Akureyri. En þær hafa sagt mér það á sjúkrahúsinu að fólk vilji nánast bara kisturnar mínar. Því finnst þær fallegar, ættingjar eru sumir hverjir búnir að fara í þeim og það veit því alveg hvernig vöru það fær. Auk þess vill það styrkja atvinnu á svæðinu. Mér finnst mjög hlýtt að heyra þetta.“ Saumar, prjónar og gerir við föt Eins og kom fram í upphafi rekur Kiddi hina nánast goðsagnakenndu vídeóleigu Vídeóflug- una í bílskúrnum heima hjá sér. Hana hefur hann rekið í tæp þrjátíu ár. Niðurtúrinn í þeim geira hófst ekki við bankahrunið heldur fyrst þegar sjónvarpsstöðvunum fjölgaði, og svo all svakalega þegar netið kom til sögunnar og því ólöglega niðurhali kvikmynda sem því fylgdi. „Það verður að stöðva þetta dánlód með einhverjum hætti,“ segir Kidda alvarlegur í bragði. „Maður vonar að það takist hér eins og annars staðar að ná einhverjum tökum á þessu. Þetta endar með því að það verða engar mynd- ir og engin tónlist til. Og þarna er ekki um að kenna leigunni á netinu frá Símanum eins og einhverjir eru að tala um. Maður heyrir að fólk er búið að sjá nýjasta efnið sem ég er ekki bú- inn að fá á leiguna. Það er ekki hægt að horfa á það hjá Símanum. Sú leiga er bara samkeppni og það er hið besta mál. En þetta með dánlódið gengur bara ekki upp.“ Kiddi segir ástandið ekki það slæmt að það líði heilu dagarnir eða vikurnar þar sem eng- inn kemur að taka mynd. „En það getur dott- ið niður í 5-6 myndir á kvöldi. Ég er búinn að lifa þessa flottu tíma í þessum bransa þar sem maður leigði kannski 250 myndir á kvöldi. Það var áður en Stöð 2 kom og allar þessar stöðv- ar. Ef ég man rétt leigði mamma mín einu sinni 300 myndir á einum degi þegar ég var í bæjar- ferð í Reykjavík. Það má því segja að maður hafi byrjað á hárréttum tímapunkti,“ segir Kiddi og bætir við að hann sé líklega með þeim allra elstu í þessum bransa hér á landi. Líkt og þeir kannski muna sem horft hafa á viðtalið við Kidda á Youtube þá er prjóna- og saumaskapur eitt af því fjölmarga sem maður- inn hefur á sínu færi. Þá iðju hefur hann stund- að allt frá barnæsku. „Mamma byrjaði að kenna mér þetta þeg- ar ég var níu ára. Ég sauma allt inn í kisturn- ar og gríp oft í prjónana þegar rólegt er og sel svo fólki vettlinga og leista fyrir sanngjarnan pening. Fólk er svo fegið að fá þetta þegar því er kalt. Það er líka ómetanlegt að geta líka gert við fötin sín sjálfur.“ tæknilegaSti SjálfSali landSinS Seint verður sagt um Kristinn Kristmundsson að hann kunni ekki að finna leiðir til að draga björg í bú. Gos- og sælgætissjálfsalinn sem hann setti upp við veginn sem liggur frá Egils- stöðum til Borgarfjarðar eystri er enn ein sönn- un þess. Þar hefur sjálfsalinn, sem staðsettur er inni í litlum skúr, staðið í átta ár. „Hann lifir mig sennilega!“ segir Kiddi og hlær sem aldrei fyrr. „Eftir móttökunum og ánægjunni hjá fólki að dæma mun þetta hreinlega verða minnisvarði um mig.“ Kiddi kveðst oft spurður af hverju hann setti sjálfsalann þarna, miðja vegu milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri, og er ástæð- an einfaldlega sú að bróðir hans á landið. Líkast til kemur það fáum á óvart að reynt hefur verið að stela úr sjálfsalanum. Eftir að það hafði verið gert tvisvar sneri Kiddi vörn í sókn, hafði samband við fyrirtæki sem selur afar tæknilegar myndavélar og keypti af þeim eintak. „Hún gerir þrjá hluti: lætur mig vita ef það er of kalt í sjálfsalanum með skilaboðum í sím- ann minn, sendir líka skilaboð ef það er verið að hrista hann, og svo ef það er verið að bora upp lásinn á honum og hann opnaður þá tekur hún fjórar flottar myndir af viðkomandi aðila og sendir á sekúndubroti í tölvuna mína. Þar get ég prentað þær út í flottum gæðum, með klukku og dagatali, og látið lögregluna fá. Einn hefur reynt þetta eftir að ég setti myndavél- ina upp. Ég prentaði einfaldlega myndirnar af honum út, færði lögreglunni þær klukkan 10 að morgni, maðurinn var kominn í hennar vörslu klukkan 14 og gengið var frá greiðslu fyrir 17,“ lýsir Kiddi í gamansömum tón. „Þetta spurðist það hratt út að sjálfsalinn er gjörsamlega látinn í friði núna.“ Kiddi setti líka upp myndavélar fyrir utan skúrinn og notar hann eingöngu sólar- og vind- orku til að knýja vélarnar. „Ég er reyndar líka með sjálfvirka gasrafstöð yfir hánnatímann. En það er líka umhverfisvænt því gasið kemur úr jörðinni, er það ekki?“ spyr Kiddi í tón þess sem er með allt sitt á hreinu. Sem hann sann- arlega er, þessi eigandi og hönnuður tæknileg- asta sjálfsala á landinu. með kattarSkinn í fryStinum Áður en blaðamaður kveður þennan mikla lífskúnstner getur hann ekki látið hjá líða að spyrja Kidda út í leiðinlegt mál sem sagt var frá í DV fyrir nokkrum misserum. Það snerist um kött Kidda, Diddu, sem hann vildi meina að nágranni sinn hafi drepið með riffli fyrir þrem- ur árum. Kiddi kærði athæfið en vegna vanreifunar á ákæru var málinu vísað frá. Maðurinn var einn- ig ákærður fyrir brot á vopnalögum þar sem hann stofnaði fólki í hættu með því að skjóta út um svefnherbergisgluggann samkvæmt dóms- orði. Hann var þó dæmdur fyrir að skjóta í átt- ina að ketti og var riffill sem hann notaði gerð- ur upptækur auk þess sem honum var gert að greiða hundrað þúsund krónur í sekt. „Ég er reyndar búinn að missa þrjá ketti í viðbót síðan þetta var,“ segir Kiddi en virð- ist ekki vilja tala mikið um þetta. „Ég get bara sagt að þeir hafi horfið með dularfullum hætti.“ Kiddi er að vinna í því að komast að því hvað verður um kettina en vill ekki segja nákvæm- lega frá því. Það gæti orðið til þess að minnka líkurnar á því að hann komist að hinu sanna. Skinnið af Diddu geymir Kiddi í frystinum heima hjá sér. „Ef þetta hefði verið sannað á hann ætlaði ég að klóna köttinn og láta hann borga fyrir það. Það kostar átján milljónir,“ seg- ir Kiddi hlæjandi og virðist því blessunarlega geta slegið á létta strengi í þessu máli nú þegar smá tími hefur liðið frá atvikinu. „Hún er va- kúmpökkuð í frysti, pökkuð inn af dýralæknin- um hér á Egilsstöðum. Þetta er eins vel gert og hægt er. Þessi maður vann úti í Svíþjóð, í miklu hunda- og kattahéraði, og er hámenntaður í öllu því sem heitir dýralækningar. Við vorum því óskaplega heppin að fá hann í umdæmið okkar.“ Kiddi er harðákveðinn í því að láta stoppa upp Diddu þegar fram líða stundir. „Það er ákveðin kona hérna í bænum sem kann að stoppa upp dýr. Ég á bara eftir að setja mig í samband við hana. En ég er alveg ákveðinn í því að gera það einn daginn.“ kristjanh@dv.is líkkistusmiðurinn Kiddi hefur smíðað líkkistur í tæp þrjátíu ár. Hann er sá eini sem er í þeim bransa á öllu Austurlandi. mynd gunnar gunnarSSon Sjálfsalinn Kiddi setti upp gos- og sælgætissjálfsala miðja vegu milli Egilsstaða og Borgarfjarðar eystri fyrir nokkrum árum. „Ef þetta hefði verið sannað á hann ætlaði ég að klóna kött- inn og láta hann borga fyrir það. Það kostar átján milljónir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.