Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Blaðsíða 50
Góður Grunnur fyrir farða „Ég mæli með ítölsku snyrtivörulínunni Comfort Zone sem býður upp á frábær krem fyrir andlit og líkama,“ segir Elín Þorsteins- dóttir, snyrtifræðingur hjá Aqua Spa í líkamsræktarstöðinni Átaki. Elín mælir sérstaklega með nýju, endurbættu Glor- ious Skin-kreminu. „Glorious skin er góður grunnur undir farða, hefur stinnandi áhrif, leiðréttir svipbrigðalínur og veitir yngjandi áhrif.“ „Þetta er ótrúlega spennandi tæki- færi og ég þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um,“ segir Unnur Pálmars- dóttir líkamsræktardrottning sem fór nýlega til Bretlands til að taka upp líkamsræktarmyndbönd í sam- vinnu við fyrirtækið Music Fact- ory – Pure Energy sem gefur út efn- ið. DVD-diskarnir, sem heita „Kick Fusion“ og „Dirty Dancing“, fara í sölu í Bretlandi fyrir jól en verða einnig fáanlegir á netinu auk þess sem hægt verður að nálgast þá hjá Unni. Nýlega kom út geisladiskur- inn „Aerobic 32“ þar sem Unnur valdi góð lög fyrir líkamsrækt frá árinu 1988-2009. „Það er rosalega skemmtilegt að hafa verið beðin um þetta en forsvarsmenn Music Factory sáu mig kenna á ráðstefnu og vildu endilega fá mig í þetta,“ segir Unnur sem klæddist íslenskri hönnun í DVD myndunum. „Ég vildi nota tækifærið og kynna Ísland og fékk Halldór Einarsson og starfs- fólk í Henson með mér í lið og sam- an hönnuðum við nýja líkamsrækt- arlínu.“ IÁH Unnur Pálmarsdóttir gefur út DVD og geisladisk: LíkamsræktardrottninG í útrás UmSjón: HAnnA EiríkSdóttir, hanna@dv.is Fimm hlutir sem ætti að kaupa notaða Íþróttadót nema þú sért fimmfaldur meistari í badminton ættirðu að kaupa notaða spaða því þó þú ætlir eflaust að taka reglulega á því eru yfirgnæf- andi líkur á að þeir endi í geymsl- unni. Sparaðu og kauptu ónotaða badmintonspaða úr geymslu einhvers annars. Bækur Flestar bækur eru aðeins lesnar einu sinni og þú ættir að geta fengið góðan díl á einhverjum flóamark- aðinum eða á netinu. Svo má ekki gleyma bókasafninu. dVd og Cd Þú sparar háar upphæðir ef þú gefur þér tíma til að gramsa á mörkuðum eða á netinu til að fylla upp í gamla safnið. Leyfðu þér samt að kaupa þér nýjasta diskinn frá uppá- halds- hljóm- sveitinni þinni út úr búð. skart Vertu ekki að borga meira fyrir hlutina en þú þarft. kíktu á næsta flóamarkað og byrjaðu að prútta. leikFöng Það er erfitt að segja til um nýjasta trendið í dótinu og því að reyna giska á það? Veldu eitthvað sígilt sem allir elska. Ekki láta gamla dótið þitt rykfalla í geymslunni. Lego og Barbie klikka aldrei. Margrét Hugrún og pjattrófurnar blogga um tísku á eyjunni.is. Margrét segir útlit ekki koma kreppu við. Það sé er betra að vera sæt og blönk heldur en púkó og blönk. 50 föstudaGur 14. ágúst 2009 LífsstíLL „Sjálf var ég mjög síðbúin pjatt- rófa og þess vegna hef ég kannski svona gaman af þessu,“ segir Mar- grét Hugrún Gústavsdóttir, ein af fjórum aðstandendum Pjattrófu- bloggsins á eyjan.is. Margrét Hug- rún hafði setið á kaffihúsi með vin- konum sínum þegar hugmynd að síðunni kom upp en bloggið hef- ur vakið mikla lukku hjá kvenþjóð- inni. „Við höfðum verðið að tjatta um ilmvötn og fleira tengt pjatti og punti og komumst að þeirri nið- urstöðu að svona netsíðu vantaði alveg hér á landi. Ég var ekkert að hanga með þetta og henti síðunni bara upp um kvöldið,“ segir Mar- grét Hugrún sem starfar sem blaða- maður en auk hennar standa að síð- unni þær Guðrún Gunnarsdótttir hjá Sævari Karli, Díana Bjarnadótt- ir, stílisti og verslunarstjóri Selected, og Vala Árnadóttir, hönnunartæknir og innkaupastjóri. Margrét Hugrún segir viðbrögðin við síðunni hafa verið frábær en á henni er með- al annars að finna kennslumynd- bönd, alls konar góð ráð, umfjöllun um snyrtivörur, tísku og hönnun og svo eru auðvitað kynlífs- og sam- bandspælingar. Hún segir íslenskar konur upp til hópa pjattrófur. „Það eru allar konur pjattrófur upp að vissu marki enda erum við ánægð- ari þegar við erum aðlaðandi og að- laðandi þegar við erum ánægðar. Það er bara misjafnt hvar við setj- um áherslurnar,“ segir hún og bæt- ir við að bókin Aðlaðandi er konan ánægð hafi kveikt á hennar pjatt- rófuháttum. „Þessi bók var skrifuð undir lok seinni heimsstyrjaldar en inngangur hennar hafði mikil áhrif á mig. Í honum voru konur minnt- ar á að þó þær yrðu nú að fara út á vinnumarkaðinn þyrftu þær ekki líka að breytast í karlmenn og gefa pjattið sitt upp á bátinn. Að mínu mati var þetta mikilvægur punkt- ur. Það eru þannig kvenréttindi að vera pjattrófa og mikilvægt að vera stolt af því enda hafa flestar kon- ur mjög gaman af þessu.“ Á blogg- inu er einnig að finna margvísleg kreppuráð þegar kemur að útliti og tísku en að sögn Margrétar verður glamúr oft vinsæll í kreppu enda sé ekkert sem segi að fegurð og fjárskortur fari ekki saman. „Gott dæmi er Audrey Hepburn í kvik- myndinni Breakfast at Tiffany’s. Hún átti ekki krónu með gati en var samt alltaf gorgeous. Af tvennu illu er betra að vera sæt og blönk heldur en púkó og blönk og það er betra að vera þunglynd með vara- lit heldur en þunglynd með vara- þurrk,“ segir hún og hlær. Indíana Ása Hreinsdóttir Vala, Margrét og Díana. Á myndina vantar Guðrúnu Gunnarsdóttur. aðlaðandi er konan ánægð Margrét Hugrún Ein af fjórum aðstand- endum Pjattrófubloggsins á eyjan.is. Unnur Pálmarsdóttir tók upp líkamsræktar- mynd í Bretlandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.