Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 42

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Side 42
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Steinunn Lilja Gísladóttir bókari í Vogum Steinunn fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Breið- holtinu. Hún var í Ölduselsskóla, lauk stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Breiðholti og stundaði nám við Skrifstofuskólann hjá Virkjun. Steinunn var í sveit að Vatni í Skagafirði í þrjú sumur á unglings- árunum, vann í rækjuvinnslu í Bol- ungarvík í eitt sumar, starfaði hjá Dominos í þrjá vetur með námi, vann við fiskvinnslu hjá Þorbirni í Vogunum en hefur starfrækt eigið byggingafyrirtæki, ásamt manni sínum, frá 1998. Steinunn hefur stundað hesta- mennsku frá því í barnæsku.. Fjölskylda Maður Steinunnar er Þórir Krist- mundsson, f. 4.4. 1978, húsasmið- ur. Börn Steinunnar og Þóris eru Sóley Perla, f. 30.4. 2001; Hákon Snær, f. 23.8. 2004. Þá eiga þau Steinunn og Þórir von á sínu þriðja barni núna í ágúst. Systkini Steinunnar eru María Ósk Steinþórsdóttir, f. 24.9. 1965, kennari í Reykjavík; Kristín Gísla- dóttir, f. 2.11. 1973, kennari í Reykjavík; Gísli Árni Gíslason, f. 14.7. 1983, lögregluþjónn í Reykja- vík. Foreldrar Steinunnar eru Gísli Steinar Eiríksson, f. 10.7. 1951, hús- vörður í Reykjavík, og Dýrleif Eydís Frímannsdóttir, f. 18.12. 1946, hár- greiðslukona í Reykjavík. 30 ára á föstudag 80 ára á laugardag Helgi Kristmundur Ormsson rafVirkjameistari og fyrrV. umsjónarmaður Helgi Kristmund- ur fæddist í Reykjavík. Hann lauk námi í rafvirkj- un í Iðnskóla Borgarness 1954. Helgi vann við raf- virkjun og var rafverktaki í Borgarnesi 1954-72, var umsjónarmaður við lór- anstöðina á Gufuskál- um 1972-77 og var síðan fulltrúi hjá heimtaugaaf- greiðslu Rafmagnsveitu Reykjavíkur frá 1977 og til starfsloka. Helgi sat í stjórn Verkalýðsfélags Borgarness 1948-53, var formað- ur Félags ungra sjálfstæðismanna í Mýrasýslu 1961-63, sat í fulltrúaráði Starfsmannafélags Reykjavíkurborg- ar 1980-84, var fulltrúi starfsmanna RR í stjórn Veitustofnana í tvö ár og formaður Félags starfsmanna Raf- magnsveitu Reykjavíkur 1985-86. Hann hefur verið rótarýfélagi frá 1964, var forseti Rótarýklúbbs Ólafs- víkur 1976-77 og er nú félagi í Rótarý- klúbbi Seltjarnarness. Fjöskylda Kona Helga er Þuríður Hulda Sveinsdóttir, f. 25.8. 1930, húsmóð- ir. Foreldrar hennar voru, Sveinn Skarphéðinsson, bóndi á Hvítsstöð- um og síðar verkamaður í Borgar- nesi, og k.h., Sigríður Kristjánsdóttir saumakona. Börn Helga og Huldu eru Hilmar, f. 1951, stýrimaður og deildarstjóri hjá Sjómælingum Íslands; Kristj- án, f. 1952, rafmagnstæknifræðing- ur hjá Marel; Sigríður Sveina, f. 1955, fulltrúi hjá Flugleiðum; Helgi Örn, f. 1960, myndlistarmaður í Svíþjóð; Þuríður, f. 1961, húsmóðir í Borgar- nesi. Systkini Helga eru Hrefna, f. 30.3. 1919, nú látin, hjúkrunar- kona og saumakona, gift Þórði Guðjónssyni húsa- smið; Ormur Guðjón, f. 3.8. 1920, nú látinn, raf- virkjameistari í Njarðvík, var kvæntur Sveinbjörgu Jónsdóttur húsmóð- ur; Ingvar Georg, f. 11.8. 1922, vélvirki og fyrrv. leigubílstjóri í Keflavík, kvæntur Ágústu Randrup, fyrrv. umboðsmanni; Vil- borg, f. 14.2. 1924, fyrrv. starfsmaður hjá Pósti og síma í Borg- arnesi, gift Guðmundi Sveinssyni vörubílstjóra, sem er látinn; Sverrir, f. 23.10. 1925, rafvirkjameistari, kvænt- ur Döddu Sigríði Árnadóttur hús- móður; Þórir Valdimar, f. 28.12. 1927, nú látinn, húsasmíðameistari í Borg- arnesi, kvæntur Júlíönu Svanhildi Hálfdánardóttur húsmóður; Karl Jó- hann, f. 15.5. 1931, rafvirkjameistari og fyrrv. tækjavörður á Borgarspít- alanum, kvæntur Ástu Björgu Ólafs- dóttur leikskólastjóra; Sveinn Ólafs- son, f. 23.6. 1933, húsasmíðameistari í Keflavík, kvæntur Önnu Pálu Sig- urðardóttur, starfsmanni P&S; Gróa, f. 13.3. 1936, prófarkalesari, gift Páli Steinari Bjarnasyni trésmíðameist- ara; Guðrún, f. 23.8. 1938, kennari á Hvolsvelli, var gift Gísla Kristjánssyni skólastjóra sem er látinn; Árni Einar, f. 27.5. 1940, húsasmíðameistari í Borgarnesi, kvæntur Halldóru Mar- inósdóttur húsmóður. Foreldrar Helga voru Ormur Ormsson, rafvirkjameistari og raf- veitustjóri í Borgarnesi, og k.h. Helga Kristmundardóttir húsmóðir. Ætt Meðal föðurbræðra Helga voru Jón og Eiríkur, stofnendur fyrirtæk- isins Bræðurnir Omsson, og Ólafur, faðir Orms, fyrrv. formanns Kvæða- mannafélagsins Iðunnar, föður Ól- afs, rithöfundar í Reykjavík. Ormur var sonur Orms, b. á Kaldrananesi í Mýrdal Sverrissonar, b. á Grímsstöð- um Bjarnasonar. Móðir Sverris var Vilborg Sverrisdóttir, systir Þorsteins, afa Jóhannesar Kjarvals. Móðir Orms Sverrissonar var Vilborg Stígsdóttir, b. í Langholti Jónssonar, bróður Jóns, pr. í Miðmörk. Móðir Orms Ormssonar var Guð- rún Ólafsdóttir, systir Sveins, föður Einars Ólafs prófessors, föður Sveins, fyrrv. leikhússtjóra Þjóðleikhússins og fyrrv. dagskrársstjóra hjá Sjón- varpinu. Guðrún var dóttir Ólafs, b. á Eystri Lyngum Sveinssonar, Ingi- mundarsonar. Helga var dóttir Kristmundar, sjómanns í Vestmannaeyjum Árna- sonar, í Berjanesi undir Eyjafjöll- um Einarssonar. Móðir Helgu var Þóra Einarsdóttir, b. í Ormskoti und- ir Eyjafjöllum Höskuldssonar, og Gyðríðar Jónsdóttur, pr. í Miðmörk undir Eyjafjöllum, Jónssonar. Móð- ir Gyðríðar var Þóra Gísladóttir, b. á Lambafelli undir Eyjafjöllum Eiríks- sonar, og Gyðríðar Jónsdóttur, b. í Vestmannaeyjum Nathanaelssonar, skólastjóra á Vilborgarstöðum í Vest- mannaeyjum 1760_1761 og ef til vill lengur, meðan hann starfaði Gissur- arsonar, pr. á Ofanleiti í Vestmanna- eyjum Péturssonar. Móðir Nathana- els var Helga Þórðardóttir, pr. á Þingvöllum Þorleifssonar, b. í Hjarð- ardal Sveinssonar, bróður Brynjólfs biskups. Móðir Gyðríðar Jónsdótt- ur var Ragnhildur Jónsdóttir, lrm. í Selkoti undir Eyjafjöllum Ísleifsson- ar, ættföður Selkotsættarinnar. Helgi og Hulda bjóða upp á kaffi og kleinur hjá dóttur sinni í Hvera- lind 14, Kópavogi,. kl. 14.00-18.00 á afmælisdaginn. Gunnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp, lengst af í Laugarneshverf- inu. Hann lauk unglingaprófi frá Laugarnesskóla 1964, gagnfræða- prófi frá Gagnfræðaskóla verknáms 1966, sveinsprófi í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykjavík 1970 og var hjá Bjarna Ólafssyni húsasmíða- meistara eftir það, tók meistarapróf í húsasmíði frá Iðnskólanum í Reykja- vík 1987, sótti námskeið hjá Norsk TLI í trehusbygning og handlaftede tömmerhytter og var við nám og störf hjá Bygdomshuset í viðgerð- um gamalla bygginga. Þá hefur hann sérhæft sig í byggingu „fornhúsa“ og í notkun verkfæra frá miðöldum. Hann sótti námskeið í eldsmíði á Ís- landi, í Danmörku, Svíþjóð og í Nor- egi á árunum 1994-97. Gunnar var starfsmaður Þjóð- minjasafns Íslands 1977. Hann starf- aði síðan jöfnum höndum við al- mennar húsbyggingar og sérhæfð viðgerðarstörf á gömlum húsum og mannvirkjum fyrir söfn og einstakl- inga og starfrækir eigið fyrirtæki í því skyni. Þá var hann leiðbeinandi við Rehabillingskurs STI í Mosjöen 1978. Gunnar hefur starfað mikið að fé- lagsmálum, s.s. fyrir KFUM og sum- arbúðirnar í Vindáshlíð, sem og í Gideonsamtökunum en hann sat í landstjórn þeirra á árunum 1993-99 og hefur setið í stjórn Sambands ís- lenskra kristniboðsfélaga frá 1996. Fjölskylda Eiginkona Gunnarsfrá 7.7. 1979 er Kristín Sverrisdóttir, f. 31.3. 1952, sérkennari. Hún er dóttir Sverris Ax- elssonar, fyrrv. vélstjóra hjá Hitaveitu Reykjavíkur, og Ástu Þorsteinsdóttur er starfaði í mötuneyti Æfingadeild- ar KHÍ. Sonur Gunnars og Kristínar er Sverrir, f. 18.2. 1982, húsasmiður og starfandi flugmaður, búsettur í Reykjavík. Systkini Gunnars eru Ólafur, f. 2.8. 1953, bílasmiður, búsettur í Málmey í Svíþjóð; Hallfríður, f. 18.12. 1957, iðjuþjálfi og kennari, búsett í Sandn- es í Noregi. Foreldrar Gunnars: Bjarni Ól- afsson, f. 3.8. 1923, fyrrv. lektor við KHÍ og húsasmíðameistari, og k.h., Hanna Arnlaugsdóttir, f. 29.7. 1928, d. 13.1. 1984, röntgentæknir. Ætt Foreldrar Bjarna voru Ólafur Guð- mundsson, af ættum Síðupresta, og Hallfríður Bjarnadóttir, ættuð úr Kjósinni. Foreldrar Hönnu voru Arnlaug- ur Ólafsson, af Víkingslækjarætt, og Guðrún Guðmundsdóttir. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 60 ára á laugardag Gunnar Bjarnason húsasmíðameistari í reykjaVík 42 föstudagur 14. ágúst 2009 ættfræði 30 ára á laugardag María Ragna Aradóttir kennari í mosfellsbæ María fæddist í Reykjavík og ólst þar upp. Hún var í Fella- skóla, lauk stúd- entsprófi frá FB árið 2000 og lauk grunn- skólakennaraprófi frá KHÍ 2007. María stundaði verslunarstörf á námsárunum en hefur verið kennari við Víkurskóla frá 2007. Fjölskylda Maður Maríu er Björn Hákonarson, f. 18.1. 1975, viðskiptafræðingur og bankastarfsmaður. Börn Maríu eru Berglind Rós Björnsdóttir, f. 2.4. 1999; Ísabella Bragadóttir, f. 12.10. 2001; Elísa Björnsdóttir, f. 19.3. 2009. Foreldrar Maríu eru Auður Jónsdóttir, f. 16.2. 1959, húsmóðir, og Ari Már Torfason, 19.10. 1955, símvirki. 30 ára á laugardag Hreiðar Þór Jósteinsson bormaður hjá jarðborunum Hreiðar fæddist á Akureyri en ólst upp á Húsavík. Hann var í Grunnskóla Húsa- víkur og lauk síð- ar vinnuvélanám- skeiði. Hreiðar var í sveit á unglingsárunum hjá afa sínum og ömmu að Árholti á Tjörnesi. Hann starfaði við kjötvinnslu hjá Norð- lenska á Húsavík í tvö ár, var síðan háseti á togurum og bátum á árun- um 1999-2005, stundaði svo smíðar á Húsavík um skeið en hefur starf- að hjá Jarðborunum frá 2006. Hreiðar er áhugamaður um skotveiðar og hefur sinnt mikið úti- vist og skyttiríi. Fjölskylda Bræður Hreiðars eru Gunnar Sig- urður Jósteinsson, f. 9.2. 1982, kjötiðnaðarmaður á Húsavík; Sig- mundur Arnar Jósteinsson, f. 14.3. 1983, kjötiðnaðarmaður í Málmey í Svíþjóð. Foreldrar Hreiðars eru Jósteinn Hreiðarsson, f. 24.9. 1955, sjómað- ur á Húsavík, og Guðrún Gunnars- dóttir, f. 26.4. 1959, starfsmaður hjá Norðlenska. 30 ára á föstudag Elsa Ísberg nemi Við menntaVísindasVið hí Elsa fæddist á Blönduósi en ólst upp í Reykjavík. Hún var í Ísaksskóla og Hlíðaskóla, lauk stúdentsprófi frá MH og stundar nú nám við menntavís- indasvið HÍ. Elsa hefur verið læknaritari við Landspítalann í Fossvogi sl. fjög- ur ár. Fjölskylda Sonur Elsu er Arngrímur Alex Birg- isson, f. 26.8. 2002. Systkini Elsu eru Þórhildur Ís- lerg, f. 28.6. 1981, starfsmaður við Jarðhitaskólann í Reykjavík; Vil- brandur Ísberg, f. 21.11. 1984, nemi við lagadeild HÍ og nemi við Söngs- kólann í Reykjavík. Foreldrar Elsu eru Arngrímur Ís- berg, f. 10.5. 1952, héraðsdómari í Reykjavík, og Lea Marjatta Ísberg, f. 26.8. 1945, rithöfundur og kennari við Digranesskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.