Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Page 64

Dagblaðið Vísir - DV - 14.08.2009, Page 64
n Fótboltamanninum knáa Arnari Gunnlaugssyni gengur ekkert allt- of vel í boltanum. Hann gekk ný- lega til liðs við Valsmenn sem hafa ekki gert gott mót í Pepsi-deildinni þrátt fyrir að vera með stútfullt lið af stjörnum. En Arnar virðist svo sannarlega hafa heppnina með sér í ástum í staðinn þessa dagana. Sást til kappans á stefnumóti með ljóshærðri þokkadís á Vegamótum þar sem þau létu vel að hvort öðru yfir drykkjum - Arnar með óáfeng- an. Stúlkan hló dátt að kímnigáfu Skaga- mannsins enda á hann það til að reita af sér brandarana. Ekki er langt síðan leiðir Arnars og leikkon- unnar Pöttru Sri- yanonge skildu en þau höfðu verið saman um dágott skeið. Þingmaður segir: Já! Fréttaskot 512 70 70 DV borgar 2.500 krónur fyrir fréttaskot sem leiðir til fréttar. fyrir fréttaskot sem Verður aðalfrétt á forsíðu greiðast 25.000 krónur. fyrir besta fréttaskot Vikunnar greiðast allt að 50.000 krónur. alls eru greiDDar 100.000 krónur fyrir besta fréttaskot hVers mánaðar. ArnAr á deiti n Rúmlega eitt þúsund manns eru skráðir í aðdáendaklúbb góðkunn- ingja lögreglunnar, Lárusar Bjarna Svavarssonar, betur þekktur sem Lalli Johns, á Facebook. Athygli vekur að bróðurpartur aðdáendanna er í yngri kantinum og margir á grunn- skólaaldri. Einn af aldursforsetum klúbbsins er sjálfur Ásgeir Þór Dav- íðsson sem gengur yfirleitt undir við- urnefninu Geiri á Goldfinger. Hann fer fögrum orðum um Lalla á síðunni. „Ef Lalli yrði forseti gætum við mætt á Bessastaði á brunaútsölu því ÁTVR færi fyrst á haus- inn og húsgögnin á Bessastöðum seld en Lalli færi aldrei úr landi né segði af sér,“ skrifar Geiri og bætir við: „Lalli er töffari lífs og dauða.“ „töffAri lífs og dAuðA“ n Anna Kristine Magnúsdóttir er ein þeirra sem taka þátt í jólabóka- flóðinu í ár. Hún leggur nú lokahönd á viðtalsbók sína sem ber sama nafn og vinsælir útvarpsþættir hennar hér áður fyrr, Milli mjalta og messu. Þeir sem Anna ræðir við eru Ragn- ar Axelsson ljósmynd- ari, Erla Jó- hannesdótt- ir, sem missti fjölskyldu sína í snjóflóði, Skúli Lór- enzson miðill, Hjörtur Magni Jó- hannsson fríkirkjuprestur og Unnur Berglind Guðmundsdóttir, strúta- bóndi í Suður-Afríku. Anna hélt mikla veislu með hátt í hundrað manns á dögunum þegar öll viðtölin voru til- búin. Veisluhöldin þykja mikið þrek- virki, enda greindist Anna Kristine með parkinsonsveikina í vor en hún naut aðstoðar vina sinna við undir- búning og matargerð fyrir gleðina sem var sannkallað kreppupartí, vinirnir lögðu til matinn og gestir komu sjálfir með drykkina. KreppupArtí og bóKAútgáfA „Þessi dagsetning var ákveðin síðast- liðinn vetur og þá sáum við að sjálf- sögðu ekki fyrir að enn væri starfandi þing og við værum í þessu máli. En það er með þetta eins og annað að lífið heldur áfram, hvort sem það er Icesave eða annað. Þetta mál skyggir ekkert á daginn. Alls ekki,“ segir Illugi Gunnarsson þingmaður. Hann geng- ur að eiga sína heittelskuðu Brynhildi Einarsdóttur á Flateyri um helgina. Mikill undirbúningur liggur að baki fögnuði sem þessum en sökum anna hefur Illugi ekki getað tekið virkan þátt í honum. „Nei, það væri lygi ef ég segði að ég hefði gert það. Það er aug- ljóst að það eru aðrir sem gera meira en ég,“ segir Illugi hlæjandi. Illugi segir tilvonandi hjónin stefna á brúðkaupsferð þó mikið mæði á þing- mönnum. „Við finnum út úr því. Ég get lofað þér því að við förum hvorki til Hollands né Englands. Það verður ekkert Icesave-þema í þeirri ferð.“ Ekkert Icesave-þema verður í brúðkaupsferð Illuga Gunnarssonar þingmanns: hvorKi til hollAnds né englAnds

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.