Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 4
4 < LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 Frá rit­st­jórn Hrafnhildur Stefánsdóttir hrl. Kröfur til lögmanna og starfsumhverfi eru sífellt að breytast. Eins og fram kemur í þessu tölublaði taka ný lög um aðgerðir gegn peningaþvætti gildi þann 1. janúar næstkomandi og gera þau umtals- vert meiri kröfur til lögmanna en nú er. Reglur um málskostnað í opinberum málum og opinbera réttaraðstoð eru í endurskoðun en fjallað er um athugasemdir starfshóps Lögmannafélagsins um þær tillögur sem settar hafa verið fram í blaðinu. Grunaðir, rannsakendur og ákæruvald keppast um að tjá sig um rannsóknir meintra brota í fjölmiðl- um eins og fram kemur í pistli formanns. Hann bendir réttilega á að hætt er við að umræðan skaði tiltrú almennings á réttarkerfinu í heild sinni geti menn ekki nálgast málin af hlutlægni og yfirveg- un. Þar sé komið að hlutverki okkar lögmanna. Það sé ekki einungis réttur okkar heldur skylda að taka þátt í umræðunni og sigta út ágreinings- atriðin sem varða réttarkerfið sjálft, skilvirkni þess og trúverðugleika. Lögmannablaðið gegn- ir þar hlutverki sem vettvangur virkrar umræðu um réttarframkvæmd og dóma. Það er stefna rit- stjórnarinnar að hvetja til slíkrar umræðu á síðum blaðsins. Í þessu tölublaði er svo dæmi sé tekið að finna umfjöllun um tvo nýja dóma Hæstaréttar. Þá er hér einnig að finna ýtarlega umfjöllun um málþing Lögmannafélagsins og Dómarafélagsins um auðlindarétt og auðlindanýtingu. Málþingum og fundum um lögfræðileg efni hefur fjölgað mjög í seinni tíð en þar fer einnig fram mjög mikilvæg umræða um lögfræðileg málefni og rétt- arframkvæmd sem ritsjórnin telur rétt að segja frá í blaðinu. Ritstjórnin hefur það einnig á stefnuskrá sinni að fjalla ítarlega um starfsumhverfi lögmanna á næsta ári, bæði þeirra sem starfa á lögmannsstofum og hinna sem eru hjá fyrirtækjum eða samtökum. Undirbúningur að þeirri umfjöllun er þegar haf- inn. Lögmenn eiga því von á spurningum um rekstrarfyrirkomulag og fleiri atriði á næstunni. Könnunin verður rafræn og svörin órekjanleg. Vonast er til að að hægt verði að endurtaka könn- unina reglulega og fylgjast þannig með þróun- inni innan greinarinnar. Verulegar breytingar hafa þegar orðið á starfsumhverfi lögmanna, m.a. með samruna og stækkun lögmannsstofa og aukinni menntun og sérhæfingu. Ætla má að sú þróun muni halda áfram. Fjölgun lögfræðinga og aukin breidd í námi þeirra mun væntanlega einnig hafa áhrif. Systursamtökin á Norðurlöndum gera reglulega slíkar kannanir og sækja þangað mik- ilvægar upplýsingar um stöðu greinarinnar. Er gjarnan vitnað til þeirra í umfjöllun í þarlend- um lögmannablöðum. Umræðan verður þannig markvissari. Þótt tilfinningin ein sé góðra gjalda verð er betra að byggja á staðreyndum og vita um þær hreyfingar sem eru á hverjum tíma innan greinarinnar og hvert við stefnum. Með ósk um gleðileg jól og gott nýtt ár.

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.