Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 25

Lögmannablaðið - 01.12.2006, Blaðsíða 25
LÖGMANNABLAÐIÐ – 4 / 2006 > 2 Ný lög um peningaþvætti Nýjar  kvaðir  eru  komnar  á  lögmenn  vegna  innleiðingar  tilskipunar  ESB um aðgerðir gegn peningaþvætti og  fjármögnun hryðjuverka.  Ný lög um þetta taka gildi 1. janúar n.k. Á námskeiðinu verður farið  yfir  þær  kröfur  sem  gerðar  eru  með  lögunum  til  lögmanna  m.a.  um  tilkynningaskyldu,  innra eftirlit, áreiðanleikakannanir á umbjóð- endum og þjálfun starfsmanna svo eitthvað sé nefnt. Einnig verður  farið yfir skyldur lögmanna er þeir stofna til bankaviðskipta og áhrif  laganna á trúnaðarskyldu lögmanna. Kennarar   Kristinn Arnar Stefánsson, lögfræðingur      hjá Landsbanka Íslands og     Ingimar Ingason, framkvæmdastjóri LMFÍ. Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Þriðjudagur 9. janúar 2007, 15:00-19:00. Verð    Kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.000,-  Útboðsreglur á EES svæðinu Opinber innkaup Fjallað verður um reglur um opinber innkaup á Evrópska efnahags- svæðinu og samkvæmt íslenskum rétti. Einkum verður sjónum beint  að  nýlegum  breytingum  á  reglum  Evrópska  efnahagssvæðisins  á  þessu sviði og nýju frumvarpi til laga um opinber innkaup. Þá verður  lögð áhersla á réttarúrræði þátttakenda í opinberum innkaupum og  nýlegir íslenskir dómar teknir til skoðunar.  Kennari   Skúli Magnússon, dósent við lagadeild HÍ og      dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Þriðjudagur 16. janúar 2007, 15:00-18:00. Verð    Kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.000,- Höfundaréttur Á námskeiðinu verður fjallað um nýlegar breytingar á lögum um höf- undarétt. Fjallað verður um hvernig tryggja á höfundarrétt á internet- inu og áhrif tæknilegra ráðstafana sem ætlað er að vernda verk sem  falla undir höfundarétt. Í lokin verður farið í stuttlega í ný lög um öflun  sönnunargagna vegna ætlaðra brota á hugverkaréttindum. Kennarar   Rán T­ryggvadóttir, dósent við HR og      Jón Vilberg G­uðjónsson, lögfræðingur hjá      menntamálaráðuneytinu Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Fimmtudagur 23. janúar 2007, 16:00-19:00. Verð    Kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.000,-  Áfrýjun og flutningur einkamáls fyrir Hæstarétti Á námskeiðinu verður farið í tilgang áfrýjunar, form og efni áfrýjunar- stefna,  kröfugerð,  gerð  málsgagna  (ágrips)  og  öflun  nýrra  gagna,  þ.m.t.  vitnamál,  form  og  framsetning  greinargerðar,  undirbúning- ur  málflutnings,  málflutningurinn  sjálfur,  dómsuppkvaðning,  upp- gjör  dómkrafna  og  kynning  á  niðurstöðu  dóms  fyrir  umbjóðanda,  óskráðar  hegðunarreglur  sem  gilda  í  málflutningi  fyrir  Hæstarétti,  samskiptareglur lögmanns við umbjóðanda sinn, við lögmann gagn- aðila, ásamt samskiptum lögmanns við fjölmiðla. Kennarar   G­arðar G­íslason hæstaréttardómari og      Hákon Árnason hrl. hjá LOG­OS. Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Þriðjudagur 6. febrúar 2007, 16:00-19:00. Verð    Kr. 18.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 14.000,-  Frístundabyggðir Farið  verður  yfir  hvaða  reglur  gilda  um  byggingu,  eignarhald  og  rekstur sumarbústaða og frístundahúsa. Fjallað verður um mismun- andi réttarstöðu eftir því hvort um leigu- eða eignarlönd er að ræða,  um skipulag frístundabyggða o.fl. T­il skoðunar koma m.a. ákvæði af  vettvangi  jarðalaga,  skipulags-  og  byggingarlaga,  vatnalaga,  auð- lindalaga og laga um lax- og silungsveiði.  Kennari   Karl Axelsson hrl., hjá LEX Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Fimmtudagur 8. mars 2007, 16:00-19:00. Verð    Kr. 16.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 12.000,- Útrásin – Hlutverk íslenskra lögmanna Fjallað með almennum hætti  um hlutverk  íslenskra  lögmanna í  út- rásarverkefnum.  Hvernig  undirbúningi  er  háttað,  ráðning  erlendra  ráðgjafa,  verkstýring,  skattaleg  uppsetning,  áreiðanleikakannanir,  skjalagerð, fjármögnun o.s.frv.  Kennari   G­uðmundur J. Oddsson, hdl. forstöðumaður útibús      LOG­OS í London Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Föstudagur 23. mars  kl. 10:00-13:00. Verð     Kr. 23.500,- en fyrir félaga í félagsdeild kr. 19.000,- Vátryggingarsamningar Yfirlit um efni nýrra laga um vátryggingasamninga. Fjallað verður um breytingar á réttarsviðinu með tilkomu nýrra laga.  Farið verður yfir hverjar helztu skyldur aðilja við stofnun vátrygginga- samninga eru, skyldur vátryggðs til að koma í veg fyrir vátrygging- aratburð og skyldur aðilja þegar vátryggingaratburður verður og við  uppgjör tjóns.  Kennari   Viðar Már Matthíasson, prófessor við lagadeild      Háskóla Íslands.  Staður    Kennslustofa LMFÍ, Álftamýri 9, 108 Reykjavík. T­ími    Alls 6 klst. Mánudagur 2. apríl kl. 16:00-19:00 og      Þriðjudagur 3. apríl 2007, kl. 16:00-19:00. Verð    Verð kr. 22.500,- en fyrir félaga í félagsdeild      kr. 18.000,- Námskeið LMFÍ á vorönn 2007 Skráning fer fram hjá félagsdeild í síma 568 5620 eða með tölvupósti á netfangið: eyrun@lmfi.is

x

Lögmannablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögmannablaðið
https://timarit.is/publication/1132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.